Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 13. janúar 2025 21:12 Sigurjón var blóðugur á öxlinni. AÐSEND Ofurhlauparinn Sigurjón Ernir var í hjólatúr á Tenerife þegar hann skall á bíl. Hann segir læknana hafa verið undrandi yfir því hversu vel fór. Sigurjón Ernir Sturluson, ofurhlaupari með meiru, var í hjólatúr á Tenerife þegar hann hafnaði á bíl fyrir slysni. Hann deildi sögu sinni með Facebook-fylgjendunum sínum. „Heyriði ég lenti í slysi í dag sem var alfarið mér að kenna þar sem ég fór of hratt í beygju, ég missti stjórn á hjólinu við það að reyna að bremsa og ákvað að skalla bíl með öxlinni áður en ég kastaðist í vegkantinn sem tók vel á móti mér í þetta skiptið,“ skrifar Sigurjón á Facebook-síðu sinni. Hér má sjá hvar öxlin á Sigurjóni skall á bílnum.AÐSEND „Þetta er rosalegt þetta atvik en hvernig þetta endaði allt saman þá er nánast ekki nokkur skapaði hlutur að mér,“ segir Sigurjón sem hljómaði eldhress þegar fréttamaður bjallaði í hann. „Ég get gert allt, ég get lyft hendinni, ég get veifað henni, ég gæti þess vegna farið út að skokka. Eina ástæðan af hverju ég geri það ekki er út af saumunum, það færi sennilega að blæða,“ bætir hann við. Hann lýsir því í Facebook-pistli sínum hversu yfirvegaður hann var í aðstæðunum. „Ég er að alla jafna nokkuð rólegur og yfirvegaður að eðlisfari sem tengist inná langan tíma í vanlíðan í gegnum erfiðar aðstæður í áskorunum. En þótt ótrúlegt sé var ég með fullkomna stjórn á aðstæðum (eins og hægt var við þetta atvik),“ skrifar Sigurjón. Hann segist hafa sett viljandi öxlina fyrir sig. „Hausinn á mér fer hinu megin við rúðuna, hann slapp alveg. Þetta er bara öxlin sem fer inn í rúðuna, þess vegna blæðir svo mikið,“ segir Sigurjón í samtali við fréttastofu. „Hausinn fór hinu megin við og út fyrir þá er ég bara eins og nýr. Ef að hann beyglast mikið þá hefði ég getað jafnvel lamast.“ Sigurjón brosir á myndunum þrátt fyrir mikið blóð.AÐSEND „Eins og ég segi þetta er alveg lygilegt hvað þetta fór vel, sérstaklega þar sem ég gataði þessa rúðu og skaust út í kant og allt saman. Það er kannski líka, það er hart í manni. Maður er vanur náttúrulega að æfa mikið og þokkalega vöðvaður.“ Sigurjón hefur keppt í Ultra maraþonhlaupum og hefur ítrekað hlaupið tugi kílómetra. Sem dæmi hljóp hann 63 kílómetra í Kerlingarfjöllum Ultra og sigraði keppnina. Þá sigraði hann einnig Reykjavíkurmaraþonið árið 2023 en hann kláraði hlaupið á 02:38:21 klukkustundum. „Ég læt kíkja á þetta á morgun en þau sögðu það jafnvel sjálf læknarnir þegar ég kíkti til þeirra að þeir trúðu varla hvað ég væri góður. Ég spurði hvort þau vildu senda mig í myndatöku til að kanna brot en þau sögðu bara nei það er bara eiginlega ekkert að þér.“ Jafnvel læknarnir voru hissa á því hversu vel fór.AÐSEND Læknarnir hafi líkt skurðinum við að hafa aðeins skorið sig á putta. „Þú þarft bara að passa þig að það grói og svo heldur þú áfram með lífið,“ segir Sigurjón að læknarnir hafi sagt við sig. Hjólreiðar Spánn Umferðaröryggi Kanaríeyjar Íslendingar erlendis Ástin og lífið Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira
Sigurjón Ernir Sturluson, ofurhlaupari með meiru, var í hjólatúr á Tenerife þegar hann hafnaði á bíl fyrir slysni. Hann deildi sögu sinni með Facebook-fylgjendunum sínum. „Heyriði ég lenti í slysi í dag sem var alfarið mér að kenna þar sem ég fór of hratt í beygju, ég missti stjórn á hjólinu við það að reyna að bremsa og ákvað að skalla bíl með öxlinni áður en ég kastaðist í vegkantinn sem tók vel á móti mér í þetta skiptið,“ skrifar Sigurjón á Facebook-síðu sinni. Hér má sjá hvar öxlin á Sigurjóni skall á bílnum.AÐSEND „Þetta er rosalegt þetta atvik en hvernig þetta endaði allt saman þá er nánast ekki nokkur skapaði hlutur að mér,“ segir Sigurjón sem hljómaði eldhress þegar fréttamaður bjallaði í hann. „Ég get gert allt, ég get lyft hendinni, ég get veifað henni, ég gæti þess vegna farið út að skokka. Eina ástæðan af hverju ég geri það ekki er út af saumunum, það færi sennilega að blæða,“ bætir hann við. Hann lýsir því í Facebook-pistli sínum hversu yfirvegaður hann var í aðstæðunum. „Ég er að alla jafna nokkuð rólegur og yfirvegaður að eðlisfari sem tengist inná langan tíma í vanlíðan í gegnum erfiðar aðstæður í áskorunum. En þótt ótrúlegt sé var ég með fullkomna stjórn á aðstæðum (eins og hægt var við þetta atvik),“ skrifar Sigurjón. Hann segist hafa sett viljandi öxlina fyrir sig. „Hausinn á mér fer hinu megin við rúðuna, hann slapp alveg. Þetta er bara öxlin sem fer inn í rúðuna, þess vegna blæðir svo mikið,“ segir Sigurjón í samtali við fréttastofu. „Hausinn fór hinu megin við og út fyrir þá er ég bara eins og nýr. Ef að hann beyglast mikið þá hefði ég getað jafnvel lamast.“ Sigurjón brosir á myndunum þrátt fyrir mikið blóð.AÐSEND „Eins og ég segi þetta er alveg lygilegt hvað þetta fór vel, sérstaklega þar sem ég gataði þessa rúðu og skaust út í kant og allt saman. Það er kannski líka, það er hart í manni. Maður er vanur náttúrulega að æfa mikið og þokkalega vöðvaður.“ Sigurjón hefur keppt í Ultra maraþonhlaupum og hefur ítrekað hlaupið tugi kílómetra. Sem dæmi hljóp hann 63 kílómetra í Kerlingarfjöllum Ultra og sigraði keppnina. Þá sigraði hann einnig Reykjavíkurmaraþonið árið 2023 en hann kláraði hlaupið á 02:38:21 klukkustundum. „Ég læt kíkja á þetta á morgun en þau sögðu það jafnvel sjálf læknarnir þegar ég kíkti til þeirra að þeir trúðu varla hvað ég væri góður. Ég spurði hvort þau vildu senda mig í myndatöku til að kanna brot en þau sögðu bara nei það er bara eiginlega ekkert að þér.“ Jafnvel læknarnir voru hissa á því hversu vel fór.AÐSEND Læknarnir hafi líkt skurðinum við að hafa aðeins skorið sig á putta. „Þú þarft bara að passa þig að það grói og svo heldur þú áfram með lífið,“ segir Sigurjón að læknarnir hafi sagt við sig.
Hjólreiðar Spánn Umferðaröryggi Kanaríeyjar Íslendingar erlendis Ástin og lífið Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira