Lögreglumál Vara við tortryggilegum Toyota-gjafaleik „Enn eitt svindlið á Facebook,“ segir í upphafi færslu sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birtir á Facebook-síðu sinni í dag. Færslan er gerð til að vara fólk við gjafaleik sem þúsundir Íslendinga hafa tekið þátt í. Innlent 13.4.2023 14:33 Íslendingur dæmdur í lífstíðarfangelsi í Flórída: „Ég vildi ekki gera þetta“ 31 árs íslenskur karlmaður, Stefán Gíslason, hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi í Pensacola í Flórída, fyrir að hafa orðið karlmanni að bana árið 2020. Dómur var kveðinn upp í Escambia Circuit Court í Pensacola þann 6. mars síðastliðinn. Innlent 13.4.2023 12:39 Ákærður fyrir smygl á „öflugasta hugbreytandi vímuefninu“ Fertugur reykvískur karlmaður sætir ákæru fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa staðið að innflutningi á 5,4 kílóum af dímetýlryptamíni (DMT) til landsins. Efnin voru flutt til landsins með póstsendingu. Innlent 13.4.2023 11:24 Tilkynnt um skartgripaþjófnað á hótelherbergi Lögreglu barst tilkynning í gær frá erlendum ferðamanni, sem varð fyrir þjófnaði á hótelherbergi sínu. Voru atvik þannig að á meðan viðkomandi var í skipulagðri dagsferð með herbergisfélögum sínum hurfu skartgripir sem voru á herberginu. Innlent 13.4.2023 06:21 Nakin kona og grunsamlegur blaðberi í Breiðholti Í dag barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um nakta konu á stigagangi í fjölbýlishúsi í Breiðholti. Konan fannst ekki er komið var á staðinn. Þá var einnig tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir í sama hverfi en lýsingin reyndist passa við blaðbera sem var við útburð. Innlent 12.4.2023 18:36 Ekki hægt að útiloka að fleiri Íslendingar verði handteknir Yfirlögregluþjónn á alþjóðasviði ríkislögreglustjóra segir ekki vera hægt að útiloka að fleiri Íslendingar verði handteknir í tengslum við rannsókn á streymi fíkniefna frá Brasilíu til Evrópu. Mun það skýrast síðar hvort farið verði fram á framsal á Íslendingi sem var handtekinn í Brasilíu í morgun. Innlent 12.4.2023 17:35 Handtekinn maður grunaður um fíkniefnaakstur á Miklubraut Maður var handtekinn í kringum hádegið í dag á Miklubraut, grunaður um fíkniefnaakstur. Tveir lögreglubílar komu á vettvang á samt lögreglumanni á vélhjóli. Innlent 12.4.2023 14:25 Hinn látni karlmaður um áttrætt Maðurinn sem lést eftir að bifreið hans fór í höfnina í Vestmannaeyjum í gærkvöldi var karlmaður um áttrætt. Yfirlögregluþjónn segir Eyjamenn slegna vegna atburðarins. Rannsókn á tildrögum slyssins er hafin. Ekki er talið að neitt saknæmt hafi átt sér stað. Innlent 12.4.2023 11:49 Hrækti í auga lögreglumanns og skallaði hann í andlitið Einstaklingur sem grunaður er um líkamsárás og eignarspjöll hrækti í auga lögreglumanns og skallaði hann í andlitið þegar unnið var að því að flytja hann á lögreglustöð í höfuðborginni í gær. Innlent 12.4.2023 06:19 22 líkamsárásir um páskana Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um 22 líkamsárásir um páskahelgina, þar af tvær alvarlegar. Ellefu sinnum var kallað á lögreglu vegna heimilisofbeldis. Innlent 11.4.2023 15:34 Lögreglumaður kýldur í andlitið af ósáttum vegfaranda Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til ásamt sjúkraliði þegar tilkynnt var um bráðaveikindi á veitingastað í miðborginni. Veikindin reyndust minniháttar en vegfarandi var ósáttur við viðveru lögreglu og brást við með því að kýla lögreglumann í andlitið. Innlent 11.4.2023 06:18 Þrjár líkamsárásir á borði lögreglu eftir gærkvöldið Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór í þrjú útköll vegna líkamsárása í gærkvöldi. Innlent 10.4.2023 07:18 Ók á 170 á stolnum bíl Karlmaður olli í gær mikilli hættu þegar hann ók stolnum bíl á allt að 170 kílómetra hraða á klukkustund þar sem hámarkshraði er sextíu kílómetrar á klukkustund. Lögregla veitti manninum eftirför í mikilli umferð og hann er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Innlent 9.4.2023 07:21 Ekki vissir um hvor ók bifreiðinni á ljósastaur Tveir menn voru handteknir í dag eftir að bifreið var ekið á ljósastaur í Háaleitishverfi. Hvorugur hinna handteknu vissi hvor þeirra hafi ekið bifreiðinni. Innlent 8.4.2023 19:32 Sex skemmtistöðum lokað tímabundið í nótt vegna réttindalausra dyravarða Nokkur erill var á lögreglunni í nótt. Meðal þeirra verkefna sem lögreglan sinnti var eftirlit með skemmtistöðum í miðborginni en þar kom í ljós að fjöldi réttindalausra dyravarða var að störfum. Einnig var aðstoðar lögreglu óskað vegna líkamsárásar í vesturbænum. Þá gerðist fjöldi ökumanna sekir um akstursbrot vítt og breitt um höfuðborgarsvæðið. Innlent 8.4.2023 07:40 Lögreglan skorar á verktaka að bregðast skjótt við Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skorar á verktaka að bregðast skjótt við og huga strax að vinnusvæðum sínum. Einnig eru íbúar beðnir um að huga að lausamunum sem gætu fokið í hvassviðrinu enda mun það ekki ganga niður fyrr en í kvöld. Veður 7.4.2023 16:33 Fannst meðvitundarlaus eftir líkamsárás í Breiðholti Töluverður erill var hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt, líkt og búast mátti við kvöldið fyrir almennan frídag. Meðal verkefna sem lögreglan sinnti var tilkynning um meðvitundarlausan mann í Breiðholti. Sá kvaðst hafa orðið fyrir líkamsárás og var með sjáanlega áverka. Innlent 7.4.2023 07:47 Eftirlýstur reyndi að hlaupa frá lögreglu Ökumaður reyndi að flýja lögreglu á bifreið sinni í gærkvöldi en þegar það gekk ekki fór hann úr bílnum og reyndi að komast burt á hlaupum. Það tókst honum ekki og voru bæði hann og farþegi bifreiðarinnar handteknir grunaðir um að selja fíkniefni en töluvert magn þeirra fundust í fórum þeirra ásamt fjármunum sem taldir eru vera hagnaður af sölu. Þá reyndist ökumaðurinn einnig vera eftirlýstur. Innlent 6.4.2023 07:20 Stefán Arnar sá sem fannst látinn í Reykjanesbæ Kennslanefnd ríkislögreglustjóra hefur staðfest að Stefán Arnar Gunnarsson var sá sem fannst látinn í fjöruborðinu við Fitjabraut í Reykjanesbæ um helgina. Leitað hafði verið að Stefáni síðan 3. mars síðastliðinn. Innlent 5.4.2023 13:03 „Við klárum bara rannsóknina“ Yfirlögregluþjónn segir að rannsókn á einkar grófri líkamsárás í Reykjavík sé vel á veg kominn. Mennirnir sem grunaðir eru um árásina voru leystir úr varðhaldi í fyrradag. Innlent 5.4.2023 11:54 Endar aldrei vel þegar fólk notar vímuefni undir stýri Maður sem keyrði bifreið ofan í húsgrunn á gamla Blómavalsreitnum í gærkvöldi er grunaður um fíkniefnaakstur. Engin slys urðu á fólki. Maðurinn er í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og verður tekin af honum skýrsla seinna í dag. Innlent 5.4.2023 10:45 Látnir lausir þrátt fyrir sérstaklega grófa árás Tveimur mönnum hefur verið sleppt úr haldi þrátt fyrir að þeir séu grunaðir um hrottalega árás á mann, sem er sagður hafa verið nær dauða en lífi þegar hann komst undir læknishendur. Innlent 5.4.2023 06:48 Maðurinn er fundinn Maðurinn sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir er fundinn heill á húfi. Innlent 4.4.2023 16:15 Þrjú innbrot og hlaupahjól með staðsetningarbúnaði Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust þrjár tilkynningar um innbrot í gærkvöldi og nótt. Innlent 4.4.2023 06:21 Sparkaði í bíla og var handtekinn Eins og oft áður var nóg um að vera í miðborg Reykjavíkur í dag. Tilkynnt var um innbrot í fyrirtæki og annað innbrot í nýbyggingu. Þá var einn handtekinn og vistaður í fangaklefa fyrir að hafa sparkað í bifreiðar í miðborginni. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 3.4.2023 19:16 Guðmundur rekinn Guðmundur Elís Sigurvinsson mun ekki starfa áfram á Grímsnesi GK-555 eftir að fimmtán ára stúlka fannst um borð. Skipstjórinn segist hafa rekið hann í gærkvöldi. Guðmundur á sögu um gróft ofbeldi en var sleppt að lokinni skýrslutöku í gær. Innlent 3.4.2023 17:07 Lögregla leitar tveggja manna Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af tveimur mönnum, sem birtast á myndinni að ofan, og eru þeir vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögreglustöðina á Hverfisgötu eða í síma 444 1000. Innlent 3.4.2023 10:30 Guðmundi sleppt eftir skýrslutöku í gær Ekki verður farið fram á gæsluvarðhald yfir Guðmundi Elís Sigurvinssyni sem handtekinn var við höfnina í Reykjanesbæ í gær eftir að tilkynnt var að fimmtán ára stúlka í Vestmannaeyjum hefði ekki skilað sér heim í gær. Stúlkan fannst um borð í bát við veiðar á Suðurnesjum. Guðmundur var látinn laus að loknum skýrslutökum. Innlent 3.4.2023 10:06 Fjarlægðu skráningarmerki af bíl og fengu tvo eftirlýsta í kaupbæti Nokkuð forvitnileg uppákoma átti sér stað í gærkvöldi eða nótt þegar lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var á ferðinni og veitti því athygli að skráningarmerki á bifreið tilheyrði öðru ökutæki. Innlent 3.4.2023 06:23 Hafa fundið yfir hundrað kíló af fíkniefnum: „Við erum ekki bara hérna til að vera með leiðindi“ Fíkniefnahundurinn Bylur hefur haft aðkomu að haldlagninu á yfir hundrað kílóum af fíkniefnum hér á landi. Umsjónarkona hans telur að þörf sé á miklu fleiri hundum við störf. Innlent 2.4.2023 22:02 « ‹ 73 74 75 76 77 78 79 80 81 … 275 ›
Vara við tortryggilegum Toyota-gjafaleik „Enn eitt svindlið á Facebook,“ segir í upphafi færslu sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birtir á Facebook-síðu sinni í dag. Færslan er gerð til að vara fólk við gjafaleik sem þúsundir Íslendinga hafa tekið þátt í. Innlent 13.4.2023 14:33
Íslendingur dæmdur í lífstíðarfangelsi í Flórída: „Ég vildi ekki gera þetta“ 31 árs íslenskur karlmaður, Stefán Gíslason, hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi í Pensacola í Flórída, fyrir að hafa orðið karlmanni að bana árið 2020. Dómur var kveðinn upp í Escambia Circuit Court í Pensacola þann 6. mars síðastliðinn. Innlent 13.4.2023 12:39
Ákærður fyrir smygl á „öflugasta hugbreytandi vímuefninu“ Fertugur reykvískur karlmaður sætir ákæru fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa staðið að innflutningi á 5,4 kílóum af dímetýlryptamíni (DMT) til landsins. Efnin voru flutt til landsins með póstsendingu. Innlent 13.4.2023 11:24
Tilkynnt um skartgripaþjófnað á hótelherbergi Lögreglu barst tilkynning í gær frá erlendum ferðamanni, sem varð fyrir þjófnaði á hótelherbergi sínu. Voru atvik þannig að á meðan viðkomandi var í skipulagðri dagsferð með herbergisfélögum sínum hurfu skartgripir sem voru á herberginu. Innlent 13.4.2023 06:21
Nakin kona og grunsamlegur blaðberi í Breiðholti Í dag barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um nakta konu á stigagangi í fjölbýlishúsi í Breiðholti. Konan fannst ekki er komið var á staðinn. Þá var einnig tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir í sama hverfi en lýsingin reyndist passa við blaðbera sem var við útburð. Innlent 12.4.2023 18:36
Ekki hægt að útiloka að fleiri Íslendingar verði handteknir Yfirlögregluþjónn á alþjóðasviði ríkislögreglustjóra segir ekki vera hægt að útiloka að fleiri Íslendingar verði handteknir í tengslum við rannsókn á streymi fíkniefna frá Brasilíu til Evrópu. Mun það skýrast síðar hvort farið verði fram á framsal á Íslendingi sem var handtekinn í Brasilíu í morgun. Innlent 12.4.2023 17:35
Handtekinn maður grunaður um fíkniefnaakstur á Miklubraut Maður var handtekinn í kringum hádegið í dag á Miklubraut, grunaður um fíkniefnaakstur. Tveir lögreglubílar komu á vettvang á samt lögreglumanni á vélhjóli. Innlent 12.4.2023 14:25
Hinn látni karlmaður um áttrætt Maðurinn sem lést eftir að bifreið hans fór í höfnina í Vestmannaeyjum í gærkvöldi var karlmaður um áttrætt. Yfirlögregluþjónn segir Eyjamenn slegna vegna atburðarins. Rannsókn á tildrögum slyssins er hafin. Ekki er talið að neitt saknæmt hafi átt sér stað. Innlent 12.4.2023 11:49
Hrækti í auga lögreglumanns og skallaði hann í andlitið Einstaklingur sem grunaður er um líkamsárás og eignarspjöll hrækti í auga lögreglumanns og skallaði hann í andlitið þegar unnið var að því að flytja hann á lögreglustöð í höfuðborginni í gær. Innlent 12.4.2023 06:19
22 líkamsárásir um páskana Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um 22 líkamsárásir um páskahelgina, þar af tvær alvarlegar. Ellefu sinnum var kallað á lögreglu vegna heimilisofbeldis. Innlent 11.4.2023 15:34
Lögreglumaður kýldur í andlitið af ósáttum vegfaranda Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til ásamt sjúkraliði þegar tilkynnt var um bráðaveikindi á veitingastað í miðborginni. Veikindin reyndust minniháttar en vegfarandi var ósáttur við viðveru lögreglu og brást við með því að kýla lögreglumann í andlitið. Innlent 11.4.2023 06:18
Þrjár líkamsárásir á borði lögreglu eftir gærkvöldið Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór í þrjú útköll vegna líkamsárása í gærkvöldi. Innlent 10.4.2023 07:18
Ók á 170 á stolnum bíl Karlmaður olli í gær mikilli hættu þegar hann ók stolnum bíl á allt að 170 kílómetra hraða á klukkustund þar sem hámarkshraði er sextíu kílómetrar á klukkustund. Lögregla veitti manninum eftirför í mikilli umferð og hann er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Innlent 9.4.2023 07:21
Ekki vissir um hvor ók bifreiðinni á ljósastaur Tveir menn voru handteknir í dag eftir að bifreið var ekið á ljósastaur í Háaleitishverfi. Hvorugur hinna handteknu vissi hvor þeirra hafi ekið bifreiðinni. Innlent 8.4.2023 19:32
Sex skemmtistöðum lokað tímabundið í nótt vegna réttindalausra dyravarða Nokkur erill var á lögreglunni í nótt. Meðal þeirra verkefna sem lögreglan sinnti var eftirlit með skemmtistöðum í miðborginni en þar kom í ljós að fjöldi réttindalausra dyravarða var að störfum. Einnig var aðstoðar lögreglu óskað vegna líkamsárásar í vesturbænum. Þá gerðist fjöldi ökumanna sekir um akstursbrot vítt og breitt um höfuðborgarsvæðið. Innlent 8.4.2023 07:40
Lögreglan skorar á verktaka að bregðast skjótt við Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skorar á verktaka að bregðast skjótt við og huga strax að vinnusvæðum sínum. Einnig eru íbúar beðnir um að huga að lausamunum sem gætu fokið í hvassviðrinu enda mun það ekki ganga niður fyrr en í kvöld. Veður 7.4.2023 16:33
Fannst meðvitundarlaus eftir líkamsárás í Breiðholti Töluverður erill var hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt, líkt og búast mátti við kvöldið fyrir almennan frídag. Meðal verkefna sem lögreglan sinnti var tilkynning um meðvitundarlausan mann í Breiðholti. Sá kvaðst hafa orðið fyrir líkamsárás og var með sjáanlega áverka. Innlent 7.4.2023 07:47
Eftirlýstur reyndi að hlaupa frá lögreglu Ökumaður reyndi að flýja lögreglu á bifreið sinni í gærkvöldi en þegar það gekk ekki fór hann úr bílnum og reyndi að komast burt á hlaupum. Það tókst honum ekki og voru bæði hann og farþegi bifreiðarinnar handteknir grunaðir um að selja fíkniefni en töluvert magn þeirra fundust í fórum þeirra ásamt fjármunum sem taldir eru vera hagnaður af sölu. Þá reyndist ökumaðurinn einnig vera eftirlýstur. Innlent 6.4.2023 07:20
Stefán Arnar sá sem fannst látinn í Reykjanesbæ Kennslanefnd ríkislögreglustjóra hefur staðfest að Stefán Arnar Gunnarsson var sá sem fannst látinn í fjöruborðinu við Fitjabraut í Reykjanesbæ um helgina. Leitað hafði verið að Stefáni síðan 3. mars síðastliðinn. Innlent 5.4.2023 13:03
„Við klárum bara rannsóknina“ Yfirlögregluþjónn segir að rannsókn á einkar grófri líkamsárás í Reykjavík sé vel á veg kominn. Mennirnir sem grunaðir eru um árásina voru leystir úr varðhaldi í fyrradag. Innlent 5.4.2023 11:54
Endar aldrei vel þegar fólk notar vímuefni undir stýri Maður sem keyrði bifreið ofan í húsgrunn á gamla Blómavalsreitnum í gærkvöldi er grunaður um fíkniefnaakstur. Engin slys urðu á fólki. Maðurinn er í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og verður tekin af honum skýrsla seinna í dag. Innlent 5.4.2023 10:45
Látnir lausir þrátt fyrir sérstaklega grófa árás Tveimur mönnum hefur verið sleppt úr haldi þrátt fyrir að þeir séu grunaðir um hrottalega árás á mann, sem er sagður hafa verið nær dauða en lífi þegar hann komst undir læknishendur. Innlent 5.4.2023 06:48
Maðurinn er fundinn Maðurinn sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir er fundinn heill á húfi. Innlent 4.4.2023 16:15
Þrjú innbrot og hlaupahjól með staðsetningarbúnaði Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust þrjár tilkynningar um innbrot í gærkvöldi og nótt. Innlent 4.4.2023 06:21
Sparkaði í bíla og var handtekinn Eins og oft áður var nóg um að vera í miðborg Reykjavíkur í dag. Tilkynnt var um innbrot í fyrirtæki og annað innbrot í nýbyggingu. Þá var einn handtekinn og vistaður í fangaklefa fyrir að hafa sparkað í bifreiðar í miðborginni. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 3.4.2023 19:16
Guðmundur rekinn Guðmundur Elís Sigurvinsson mun ekki starfa áfram á Grímsnesi GK-555 eftir að fimmtán ára stúlka fannst um borð. Skipstjórinn segist hafa rekið hann í gærkvöldi. Guðmundur á sögu um gróft ofbeldi en var sleppt að lokinni skýrslutöku í gær. Innlent 3.4.2023 17:07
Lögregla leitar tveggja manna Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af tveimur mönnum, sem birtast á myndinni að ofan, og eru þeir vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögreglustöðina á Hverfisgötu eða í síma 444 1000. Innlent 3.4.2023 10:30
Guðmundi sleppt eftir skýrslutöku í gær Ekki verður farið fram á gæsluvarðhald yfir Guðmundi Elís Sigurvinssyni sem handtekinn var við höfnina í Reykjanesbæ í gær eftir að tilkynnt var að fimmtán ára stúlka í Vestmannaeyjum hefði ekki skilað sér heim í gær. Stúlkan fannst um borð í bát við veiðar á Suðurnesjum. Guðmundur var látinn laus að loknum skýrslutökum. Innlent 3.4.2023 10:06
Fjarlægðu skráningarmerki af bíl og fengu tvo eftirlýsta í kaupbæti Nokkuð forvitnileg uppákoma átti sér stað í gærkvöldi eða nótt þegar lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var á ferðinni og veitti því athygli að skráningarmerki á bifreið tilheyrði öðru ökutæki. Innlent 3.4.2023 06:23
Hafa fundið yfir hundrað kíló af fíkniefnum: „Við erum ekki bara hérna til að vera með leiðindi“ Fíkniefnahundurinn Bylur hefur haft aðkomu að haldlagninu á yfir hundrað kílóum af fíkniefnum hér á landi. Umsjónarkona hans telur að þörf sé á miklu fleiri hundum við störf. Innlent 2.4.2023 22:02