Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Valur Páll Eiríksson skrifar 29. desember 2024 08:00 Adam Ægir Pálsson hefur kynnst allskyns áskorunum á Ítalíu. Hann ætlar sér í atvinnumannaharkið af fullum krafti. Vísir/Arnar Margar áskoranir fylgja því að halda á vit ævintýranna sem atvinnumaður í knattspyrnu. Þessu hefur Adam Ægir Pálsson kynnst í Perugia á Ítalíu í vetur. Adam fór sem lánsmaður frá Val til Perugia í sumar og byrjaði einkar vel, skoraði þrennu í fyrsta leik. Síðan hefur gengið á ýmsu bæði innan og utan vallar. Perugia hefur til að mynda skipt um þjálfara, eiganda og tvisvar um íþróttastjóra. Lífinu á Ítalíu fylgja því ýmsar áskoranir. Adam Ægir samdi við Perugia í sumar og fór einkar vel af stað. Það hefur gengið á ýmsu hjá félaginu síðan.AC PERUGIA „Ég held það sé enginn búinn að sigra heiminn á fimm mánuðum, eða hvað sem það er, erlendis. Ég held það hafi allir einhvern tímann í einhverju veseni. Það er bara undir mér komið og hausnum mínum að rífa mig upp frá því,“ „Hvort sem það er öðruvísi fótbolti, hvað þetta er frábrugðið eða að maður sé einmana eða hvað sem það er. Það bara styrkir hausinn,“ segir Adam. Móðgandi að mæta með kaffi á bekkinn Adam hefur gengið vel með tungumálið og byggir á því að kunna spænsku sem skyld ítölskunni. Hann skaut til að mynda á Albert Guðmundsson, leikmann Fiorentina, á samfélagsmiðlum á dögunum en sá síðarnefndi kemst lítt áleiðis með ítölskuna þrátt fyrir að hafa dvalið lengur á Ítalíu. En hver er mesta áskorunin þar ytra? „Ég myndi segja að mesta áskorunin sé að læra á ítalskan kúltúr. Það eru kannski lítil atriði sem eru í lagi hérna en eru ekki í lagi þarna, eða öfugt. Það er fullt af svona atriðum sem spila inn í,“ segir Adam, sem er þá inntur eftir dæmi um slíka hluti. „Eitt sem var svolítið skrýtið. Hér á Íslandi er mjög þekkt að vera með kaffi á bekknum, til að hlýja sér og svona, og það hefur aldrei verið neitt vandamál. Einu sinni var ég á bekknum og kom með kaffi á bekkinn og það er talin vera þvílík óvirðing gagnvart liðinu, klúbbnum og þjálfaranum,“ „Ég náttúrulega fattaði það ekki neitt, pældi ekkert í því og þurfti að biðjast afsökunar fyrir framan hópinn og þurfti að biðja þjálfarann afsökunar. Þetta var ekkert illa meint en svona er þessi litlu atriði sem skipta máli,“ segir Adam af þessari skoplegu reynslu. Langar í harkið Áskorunum sem þessum tekur Adam fagnandi og sér fram á frekara hark í atvinnumennsku. „Ég sé fyrir mér að vera áfram úti. Ég stefni á að vera áfram úti, hvað sem liggur í því, að fara í annað lið eða áfram í Perugia. Ég sé fram á að harka,“ segir Adam sem sér því fram á áframhaldandi atvinnumennsku þegar lánssamningurinn í Perugia klárast í sumar. „Það er sama hvort ég tala við Gylfa [Sigurðsson], Albert [Guðmundsson] eða Aron [Jóhannsson], eða einhverja af vinum mínum sem hafa prófað þetta, þá segja þeir að það komi erfiðir tímar en koma líka góðir tímar. Ég upplifi það líka á þessum fimm mánuðum. Það var einn og hálfur mánuður frábær og allt yndislegt, svo allt í einu er allt hræðilegt,“ „Maður þarf að læra að vera með jafnaðargeð til að höndla bæði. Maður getur ekki alltaf búist við að það gangi vel,“ segir Adam. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Ítalski boltinn Valur Íslenski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Sjá meira
Adam fór sem lánsmaður frá Val til Perugia í sumar og byrjaði einkar vel, skoraði þrennu í fyrsta leik. Síðan hefur gengið á ýmsu bæði innan og utan vallar. Perugia hefur til að mynda skipt um þjálfara, eiganda og tvisvar um íþróttastjóra. Lífinu á Ítalíu fylgja því ýmsar áskoranir. Adam Ægir samdi við Perugia í sumar og fór einkar vel af stað. Það hefur gengið á ýmsu hjá félaginu síðan.AC PERUGIA „Ég held það sé enginn búinn að sigra heiminn á fimm mánuðum, eða hvað sem það er, erlendis. Ég held það hafi allir einhvern tímann í einhverju veseni. Það er bara undir mér komið og hausnum mínum að rífa mig upp frá því,“ „Hvort sem það er öðruvísi fótbolti, hvað þetta er frábrugðið eða að maður sé einmana eða hvað sem það er. Það bara styrkir hausinn,“ segir Adam. Móðgandi að mæta með kaffi á bekkinn Adam hefur gengið vel með tungumálið og byggir á því að kunna spænsku sem skyld ítölskunni. Hann skaut til að mynda á Albert Guðmundsson, leikmann Fiorentina, á samfélagsmiðlum á dögunum en sá síðarnefndi kemst lítt áleiðis með ítölskuna þrátt fyrir að hafa dvalið lengur á Ítalíu. En hver er mesta áskorunin þar ytra? „Ég myndi segja að mesta áskorunin sé að læra á ítalskan kúltúr. Það eru kannski lítil atriði sem eru í lagi hérna en eru ekki í lagi þarna, eða öfugt. Það er fullt af svona atriðum sem spila inn í,“ segir Adam, sem er þá inntur eftir dæmi um slíka hluti. „Eitt sem var svolítið skrýtið. Hér á Íslandi er mjög þekkt að vera með kaffi á bekknum, til að hlýja sér og svona, og það hefur aldrei verið neitt vandamál. Einu sinni var ég á bekknum og kom með kaffi á bekkinn og það er talin vera þvílík óvirðing gagnvart liðinu, klúbbnum og þjálfaranum,“ „Ég náttúrulega fattaði það ekki neitt, pældi ekkert í því og þurfti að biðjast afsökunar fyrir framan hópinn og þurfti að biðja þjálfarann afsökunar. Þetta var ekkert illa meint en svona er þessi litlu atriði sem skipta máli,“ segir Adam af þessari skoplegu reynslu. Langar í harkið Áskorunum sem þessum tekur Adam fagnandi og sér fram á frekara hark í atvinnumennsku. „Ég sé fyrir mér að vera áfram úti. Ég stefni á að vera áfram úti, hvað sem liggur í því, að fara í annað lið eða áfram í Perugia. Ég sé fram á að harka,“ segir Adam sem sér því fram á áframhaldandi atvinnumennsku þegar lánssamningurinn í Perugia klárast í sumar. „Það er sama hvort ég tala við Gylfa [Sigurðsson], Albert [Guðmundsson] eða Aron [Jóhannsson], eða einhverja af vinum mínum sem hafa prófað þetta, þá segja þeir að það komi erfiðir tímar en koma líka góðir tímar. Ég upplifi það líka á þessum fimm mánuðum. Það var einn og hálfur mánuður frábær og allt yndislegt, svo allt í einu er allt hræðilegt,“ „Maður þarf að læra að vera með jafnaðargeð til að höndla bæði. Maður getur ekki alltaf búist við að það gangi vel,“ segir Adam. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan.
Ítalski boltinn Valur Íslenski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Sjá meira