Einn gerenda var handtekinn.
Samkvæmt tilkynningu lögreglu um verkefni gærkvöldins og næturinnar virðist önnur tilkynning síðan hafa borist um líkamsárás við sömu verslun, þar sem hópur réðist að einum. Einn gerendanna í því máli náðist og passaði við lýsinguna á geranda í þjófnaðarmálinu.
Viðkomandi var handtekinn og fannst þýfi á honum. Málið er í rannsókn og á borði barnaverndaryfirvalda vegna aldurs þolenda og gerenda.
Lögregla var einnig kölluð til vegna sjúklings á bráðamóttöku og vegna tilviks þar sem kona var sögð vera að áreita mann. Bæði mál leystust farsællega eftir að lögregla kom á vettvang.
Ein tilkynning barst um vinnuslys og var slasaði fluttur á Landspítala en engar fleiri upplýsingar er að finna um málið í tilkynningu lögreglu.