Samgöngur

Fréttamynd

Heitar um­ræður um lokun flug­brautar

Heitar umræður mynduðust á fundi borgarstjórnar í dag um Reykjavíkurflugvöll en annarri flugbrauta vallarins verður lokað í næstu viku. Borgarfulltrúi segist ósáttur með seinagang meirihluta borgarstjórnar í málum varðandi flugvöllinn.

Innlent
Fréttamynd

Fimm tóku fyrstu skóflu­stunguna að Borgarlínu

Samgönguráðherra tekur fyrstu skóflustunguna að Fossvogsbrú klukkan 12:30. Brúin er fyrsta stóra framkvæmdin í borgarlínuverkefninu, sem hefur verið á teikniborðinu í áratug. Af því tilefni hefur verið boðað til viðburðar og sýnt verður frá honum hér á Vísi.

Innlent
Fréttamynd

Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgar­línu

Nýr samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir að ríkið verði að standa við gerða samninga um samgöngusáttmála og borgarlínu þrátt fyrir neikvæð ummæli leiðtoga hans eigins flokks um línuna. Hann tekur sína fyrstu skóflustungu sem ráðherra þegar framkvæmdir við borgarlínu hefjast formlega í dag.

Innlent
Fréttamynd

Varað við ísingu með um­skiptum í veðri

Hætta er á að ísing og hálka myndist á blautum vegum, sérstaklega á Suðvesturlandi og á höfuðborgarsvæðinu, þegar umskipti verða í veðrinu síðdegis og í kvöld. Rigna á fram eftir degi en síðan kólna.

Innlent
Fréttamynd

Rúntað um borgina í leit að holum

Fjöldi bíla hefur orðið fyrir tjóni eftir að hafa verið ekið ofan í holur á vegum. Skrifstofustjóri hjá Reykjavíkurborg segir sitt fólk bæði leita að holum til þess að fylla upp í og sinna tilkynningum sem telja tugi.

Innlent
Fréttamynd

Hjólað inní framtíðinna

Nýverið var skattaafsláttur vegna kaupa á reiðhjólum feldur úr gildi, og óvíst er hvernig fyrirhugað styrkjakerfi Orkusjóðs mun líta út til kaupa á rafmagnshjólum.

Skoðun
Fréttamynd

Sjá fót­gang­endur með endur­skin fimm sinnum fyrr

Samgöngustofa og 66°Norður hafa sameinað krafta sína í annað sinn í sérstöku samfélagsátaki undir nafninu Sjáumst//ekki. Átakið er sett af stað til að vekja athygli á mikilvægi þess að nota endurskinsmerki, vera sýnileg í myrkrinu á dimmustu dögum ársins og auka þannig öryggi í umferðinni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Strætómiðinn dýrari

Ný gjaldskrá hjá Strætó mun taka gildi tekur gildi þann næstkomandi miðvikudag, þann 8. Janúar. Stakt fargjald mun hækka um tuttugu krónur og fara úr 650 krónum upp í 670 krónur.

Neytendur
Fréttamynd

Þarf að taka hápólitískar á­kvarðanir vegna Sunda­brautar

Framkvæmdir við Sundabraut verða boðnar út á Evrópska efnahagssvæðinu að sögn verkefnisstjóra hjá Vegagerðinni. Ef allt gangi upp verði Sundabraut komin í gagnið árið 2032. Margir komi að ákvörðunartöku og mismunandi hagsmunir sem þurfi að taka tillit til í ferlinu

Innlent
Fréttamynd

Sunda­braut for­gangs­mál, fjár­mögnuð með veggjöldum

Ný ríkisstjórn hittist á vinnufundi í ráðherrabústaðnum á Þingvöllum á morgun og er búist við að fundurinn standi allan daginn að sögn samgöngu-og sveitarstjórnarráðherra. Hann segir að forgangsverkefni sitt sé að hefja framkvæmdir á Sundabraut. Framkvæmdin verði fjármögnuð með innheimtu veggjalda

Innlent
Fréttamynd

Þróuðu vef­síðu sem segir til um um­ferð

Ungur forritari hvetur fólk til að nota nýja vefsíðu sem segir til um hve mikil umferð er á höfuðborgarsvæðinu. Vefsíðan geti komið sér vel, nú þegar fólk er í óða önn að undirbúa áramótin.

Innlent
Fréttamynd

Súða­víkur­hlíð opin til 16

Búið er að opna fyrir umferð um Súðavíkurhlíð, en vegna snjóflóðahættu verður veginum lokað aftur klukkan 16 í dag. Óvissustig er í gildi vegna snjóflóðahættu.

Innlent
Fréttamynd

Vegir víða hálir á morgun og blint á fjall­vegum

Spáð er suðaustanstormi á vestanverðu landinu í nótt og til morguns, og hríðarveðri norðanlands annað kvöld. Gul veðurviðvörun tekur gildi eftir miðnætti um allt land fyrir utan austfirði og suðausturland. Vegir gætu víða orðið mjög hálir meðan snjó og klaka leysir.

Innlent
Fréttamynd

Fær­eyingar fagna tvennum göngum

Mannfjöldi fagnaði opnun tveggja nýrra jarðganga á Borðey í Færeyjum fyrir helgi, Árnafjarðarganga og Hvannasundsganga. Saman nefnast þau Göngin norður um Fjall og eru samtals 4,2 kílómetra löng.

Erlent
Fréttamynd

Mikil­vægi sam­göngusátt­mála fyrir Vest­firði

Á síðustu vikum hefur Vestfirðingar vakið athygli á nauðsyn samgöngubóta í fjórðungnum undir merkjum „Vestfjarðalínu“. Þetta ákall um sterkari samgönguinnviði Vestfjarða vísar til öflugra heilsárstenginga innan atvinnusvæða, öruggari samgangna milli svæða, og að leiðin frá höfuðborgarsvæðinu yrði að mestu leyti láglendisvegur.

Skoðun
Fréttamynd

Sekta þau sem ekki greiða rétt far­gjald um fimm­tán þúsund krónur

Í byrjun árs 2025 stefnir Strætó að því að byrja að leggja fargjaldaálag á þá farþega sem ekki geta sýnt fram á gilt fargjald við eftirlit. Fargjaldaálagið verður almennt 15 þúsund krónur en 7.500 krónur á ungmenni og aldraða. Á öryrkja verður gjaldið 4.500 krónur. Ekki verður innheimt fargjaldaálag af börnum yngri en 15 ára. Börn yngri en 15 ára verða ekki krafin um fargjaldaálag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fastir í Múlagöngum í tvo tíma

Starfsmenn úr áhöfn Freyju, nýjasta varðskipi Landhelgisgæslunnar, voru fyrir örskömmu að losna úr Múlagöngum, sem liggja á milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur. Þetta staðfestir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar.

Innlent