Samgöngur

Fréttamynd

Skólabyrjun og skjáhætta

Brátt fara skólar af stað eftir sumarfrí og þá er mikilvægt að ökumenn fari að öllu með gát og virði hraðatakmarkanir, sér í lagi nálægt skólum og í íbúahverfum. Ávallt er þörf á að halda vakandi athygli í umferðinni en ekki hvað síst í blandaðri umferð þar sem ungir og óvarðir vegfarendur eru líka á ferðinni, ýmist gangandi eða hjólandi á fjölbreyttum farartækjum.

Skoðun
Fréttamynd

Fær­eyingar góð fyrir­mynd!

Einstaka alþingismenn sem og aðrir ráðamenn virðast nú vera vakna til lífsins eftir gott sumarfrí og blanda sér í umræðu um ástand ýmissa innviða hér á landi, þ.m.t. ástands í vegamálum.

Skoðun
Fréttamynd

Umferðartafir vegna á­reksturs

Smávægilegur árekstur varð á Kringlumýrarbraut til norðurs, með þeim afleiðingum að tafir hafa orðið á umferð þar og á Hafnarfjarðarvegi.

Innlent
Fréttamynd

Kominn tími til að Hopp og Zolo fái sam­keppni

Eistneska rafhlaupahjólaleigan Bolt hóf starfsemi á Íslandi í gær. Leiguverðið er mun lægra en hefur áður tíðkast á Íslandi og segir rekstrarstjórinn markmið þeirra að vera ávallt með lægsta verðið. Reynt verður að koma í veg fyrir að fólk undir áhrifum áfengis noti hjólin. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bjórinn á rúm­lega tvö þúsund krónur í erfiðum rekstri

Hálfur lítri af bjórnum Bola kostar 2250 krónur á barnum Ja Ja Ding Dong á Húsavík. Á þessu vekur árvökull neytandi á Facebookhópi sem snýst um verðlagshækkanir. Eigandi staðarins segir reksturinn erfiðan og beinir sjónum að slæmum samgöngum á Norðausturlandi sem verði til þess að ferðamenn hringsnúist aðeins á Suðurlandinu. 

Neytendur
Fréttamynd

Tölum um um­ferðar­öryggi

Ágústmánuður hefur verið slysaþyngsti mánuðurinn í umferðinni ár eftir ár en síðustu 10 ára hafa orðið nær tvö hundruð alvarleg umferðaslys og 678 minni umferðaóhöpp. Þetta er einnig sá mánuður sem flestir týna lífinu á vegum landsins, ökumenn og farþegar sem aldrei koma heim aftur.

Skoðun
Fréttamynd

Hringvegurinn opinn á ný

Hringvegurinn við Skálm hefur verið opnaður á ný eftir rúmlega sólarhringslanga lokun. Jökulhlaup varð úr Mýrdalsjökli seinni partinn í gær sem leiddi til þess að vegurinn fór undir vatn. Búið er að opna veginn með þeim takmörkunum að hann er einbreiður.

Innlent
Fréttamynd

Ferða­menn festu bíl á Fjalla­baks­leið nyrðri

Ferðamenn festu bíl af gerðinni Dacia Duster í Jökulgilskvísl rétt vestan við Kýlinga á Fjallabaksleið nyrðri rétt fyrir hádegi í dag. Björgunarsveitir brugðust skjótt við, komu fólkinu til bjargar og fjarlægðu bílinn úr ánni.

Innlent
Fréttamynd

Meira en nóg að gera á Herjólfi í sumar

Starfsfólk Herjólfs hefur ekki þurft að kvarta undan verkefnaleysi í sumar því það er nóg að gera alla daga við að flytja fólk á milli lands og eyja, ekki síst ferðamenn. Skipið fer átta ferðir á dag og er meira og minna alltaf fullt af fólki og bílum.

Innlent
Fréttamynd

Frestun á af­greiðslu Samgönguáætlunar er fagnaðar­efni

Ástand vega í Dalabyggð er bágborið í öllum samanburði við aðra landshluta og er þar efstur á blaði þessa dagana þjóðvegur 60, Vestfjarðarvegur í gegnum Dali. Nú er komin 22. júlí og ekki er enn farið að leggja slitlag á þá vegbúta sem slitlag var heflað ofan af í vor og þar með var „endurheimtur“ malarvegur á þeim köflum þjóðvegarins sem um ræðir.

Skoðun
Fréttamynd

Eflum Mjódd sem mið­stöð al­mennings­sam­gangna fyrir landið allt

Sterkar almenningssamgöngur fyrir fjölmennsta íbúahorn landsins ætti að vera í algjörum forgangi hjá pólitíkinni - svæði sem 82% landsmanna býr á og langflestir ferðamenn snerta fyrst. Strætó bs. þjónustar höfuðborgarsvæðið og landsbyggðarstrætó, sem Vegagerðin ber ábyrgð á og rekur, sinnir á tengingu út land, eins og til Keflavíkur, Akureyrar og austur fyrir fjall.

Skoðun
Fréttamynd

Sam­göngur - Ekki eftir neinu að bíða

Alla tíð hafa samgöngumál haft mikil áhrif á byggðarkjarna, tengingar dreifbýlis og þéttbýlis og ennfremur uppbyggingu landsins. Þar hafa samgöngumannvirki á borð við brýr yfir Skeiðará, Borgarfjörð og Þjórsá eða jafnvel vegagerðir Bandaríska hersins að ratsjárstöðvum um landið, myndað vegakerfi líkt og við þekkjum í dag.

Skoðun
Fréttamynd

Kæra MAST vegna rekstrar­leyfis til Arnar­lax

Fjöldi einstaklinga og samtaka hefur lagt fram kæru á hendur Matvælastofnun – MAST – vegna útgáfu á rekstrarleyfi til fiskeldis í Óshlíð, Drangsvík og Eyjahlíð sem dagsett er 13. júlí til Arnarlax.

Innlent
Fréttamynd

Of lítið fjár­magn til við­halds hafi kostað manns­líf

Bifhjólasamtök lýðveldisins, Sniglar, hafa miklar áhyggjur af tíðum bikblæðingum sem hafa verið í klæðningu á vegum landsins undanfarin ár. Haldinn var kynningarfundur á vegum Vegagerðarinnar 10. júlí þar sem meðal annars kom fram að ástæða tíðra blæðinga síðastliðinna ára sé vegna mikillar aukningar þungaflutninga og stærri bíla á vegum með klæðningu. Sniglar taka undir með Vegagerðinni og krefjast úrbóta með auknu fjárframlagi.

Innlent
Fréttamynd

Land, borgir og sam­göngur

Mikilvægt er að skipuleggja þróun byggðar og samgangna á landinu áratugi fram í tímann í stað þess að láta reka á reiðanum. Með góðu framsýnu skipulagi og markvissri framkvæmd má bæta líf fólksins í landinu svo um munar.

Skoðun
Fréttamynd

„Klæðingin er engin skítar­edding“

Forstöðumaður samskiptadeildar Vegagerðarinnar segir klæðingu á vegum ekki skítareddingu. Vegakerfið á Íslandi væri ekki að meirihluta á bundnu slitlagi ef ekki væri fyrir hana. Það sem sé hamlandi sé að vegna fjármagns nái Vegagerðin ekki að sinna viðhaldi eftir þörf. Viðhaldsskuld í íslensku vegakerfi kosti líklega tugi eða hundrað milljarða.

Innlent