Efnahagsmál

Fréttamynd

Seðlabankinn stígur ný skref eftir efnahagshrunið

Forsendur skapast til að draga úr gjaldeyrishöftum og lækka stýrivexti frekar í kjölfar samkomulags Seðlabanka Íslands og Lúxemborgar um kaup á íslenskum skuldabréfapakka sem setið hefur fastur ytra frá falli gamla Landsbankans í októ­ber 2008. Már Guðmundsson seðlabankastjóri undirritaði samninginn ásamt Yves Mersch, kollega sínum í Lúxemborg, í gær.

Innlent
Fréttamynd

Efnaðir geta valið sér lyf en fátækir ekki

Það kerfi sem heilbrigðisyfirvöld hafa sett á laggirnar til að ákveða hvaða lyf eru niðurgreidd í hverjum flokki hefur þegar leitt til mismununar í heilbrigðiskerfinu, segir Olgeir Olgeirsson, framkvæmdastjóri Portfarma.

Innlent
Fréttamynd

Ævisparnaður hjá Kaupþingi varð að fimm þúsund krónum

Stór hluti starfsfólks gamla Kaupþings tapaði svo gott sem öllum viðbótarlífeyrissparnaði sínum sem það átti í séreignarsjóði Kaupþings fyrir starfsmenn. Sjóðurinn fjárfesti eingöngu í hlutabréfum bankans. Í lok september 2008 voru í sjóðnum tveir milljarðar króna. Þegar skilanefnd á vegum Fjármálaeftirlitsins tók lyklavöldin yfir í Kaupþingi í annarri viku október 2008 varð viðbótarlífeyrissparnaðurinn að engu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stjórnvöld vilja stytta leigutíma Magma á auðlindum

Kanadíska fyrirtækið Magma Energy hefur eignast 98,53 prósenta hlut í HS Orku. Sænskt dótturfélag þess keypti hlut Geysis Green Energy í fyrirtækinu. Stjórnvöld höfðu óskað eindregið eftir því að beðið væri með undirskrift þar til eftir ríkisstjórnarfund í dag, ekki var orðið við þeirri ósk.

Innlent
Fréttamynd

Yfir helmingur veitingahúsa lækkaði ekki verð 1. mars

Meira en helmingur veitingahúsa og sjötíu prósent mötuneyta lækkuðu ekki verð hjá sér eftir 1. mars þegar virðisaukaskattur á matvæli lækkaði. Þetta kemur fram í skýrslu Neytendastofu. Um 400 ábendingar bárust frá almenningi til stofunnar.

Innlent