
Bókmenntir

Þau eru tilnefnd til Maístjörnunnar
Tilnefningar til ljóðabókaverðlaunanna Maístjörnunnar, vegna ljóðabóka útgefinna árið, 2023 voru kynntar við athöfn í Gunnarshúsi í dag. Sex bækur eru tilnefndar að þessu sinni.

Þessi voru tilnefnd til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs
Fjórtán norrænar myndabækur, barnabækur og unglingabækur eru tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024. Þær íslensku bækur sem fengu tilnefningu voru Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur myndhöfund.

Bók um krikketsögu Íslands hafnað úr „lundabúðavæddri“ deild Pennans
Rithöfundur og félagi í Krikketsambandi Íslands gagnrýnir verslun Pennans á Keflavíkurflugvelli fyrir að hafa ákveðið að selja ekki bók hans um sögu íþróttarinnar á Íslandi. Sagnfræðingur segir erlendu bókadeildina í bókaverslunum hér á landi lundabúðavædda.

Guðmundur Andri ritar bók um Feðraveldið
Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur skrifaði í gær undir útgáfusamning við Hólmfríði Matthíasdóttur og birti mynd af útgáfusamningnum.

Svar Íslands og Sviss við Forrest Gump mætir á skjáinn
Kalmann Óðinsson sjálfskipaður lögreglustjóri á Raufarhöfn mætir bráðum á skjá landsmanna en framleiðslufyrirtækið Kontent hefur tryggt sér kvikmyndaréttinn af skáldsögunum um kappann sem skrifaðar eru af Joachim B. Schmidt. Leikstjóri þáttanna segist hafa haft seríuna í maganum allt frá því hann las bókina í fyrsta sinn.

Þingforseti, borgarfulltrúi og Frikki Dór í fjölmennu útgáfuhófi
Það var bæði fjölmennt og góðmennt í Bókabúð Forlagsins á dögunum þegar Einar Lövdahl Gunnlaugsson hélt útgáfuhóf í tilefni af útgáfu bókar sinnar Gegnumtrekkur.

Fékk draumastarfið hjá Forlaginu vegna TikTok-reiknings
Embla Rún hóf að birta myndbönd á samfélagsmiðlinum TikTok árið 2022 þar sem hún gaf fylgjendum innsýn í daglegt líf með þunglyndi og kvíða.

Eliza hlaut heiðursverðlaun
Íslensku hljóðbókaverðlaunin, Storytel Awards, voru veitt við hátíðlega athöfn í gær. Um er að ræða árlegan viðburð þar sem hljóðbókaunnendur; útgefendur, höfundar, lesara og þýðendur fagna saman útgáfu vönduðustu hljóðbóka síðasta árs.

Gerður Kristný hlýtur virt norsk bókmenntaverðlaun
Norska sendiráðið afhenti í dag Gerði Kristnýju virt bókmenntaverðlaun sem kennd eru við Alfred Anderson-Ryssts. Gerður hlýtur verðlaunin fyrir þær margvíslegu og stundum óvæntu tengingar á milli Íslendinga og Norðmanna sem hún hefur búið til með skrifum sínum.

Náðu markmiðinu og seldu rúmar 100 þúsund bækur
Bókamarkaðnum á Laugardalsvelli í Reykjavík lauk á sunnudagskvöld og fór svo á endanum að sölumarkmið framkvæmdastjórann náðist. Hundrað þúsund bækur seldust.

Kaflaskil í íslenskri menningarsögu
Fjöldinn allur af ritfæru fólki minnist nú Matthíasar Johannessen sem andaðist á líknardeild Landsspítalans í vikunni, 94 ára að aldri.

Matthías Johannessen er látinn
Matthías Johannessen, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins og skáld, er látinn. Hann andaðist á líknardeild Landspítalans í Kópavogi í gær, 94 ára að aldri.

Kristín Ómarsdóttir meðal þeirra sem hlaut Fjöruverðlaunin
Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, voru afhent við hátíðlega athöfn í Höfða í dag í átjánda sinn. Verðlaunin voru afhent í þremur flokkum.

Síðasta verk Nóbelsverðlaunahafans gefið út gegn hans eigin óskum
Síðasta skáldsaga kolumbíska Nóbelsverðlaunahafans, Gabriel García Márquez, Until August, sem mætti útleggja sem Þangað til í ágúst, verður gefin út að honum látnum og gegn óskum hans.

Íslensk strandmenning í brennidepli á Akranesi
Íslensk strandmenning – staða hennar og framtíð er yfirskrift málþings sem Vitafélagið – íslensk strandmenning stendur fyrir á Akranesi eftir hádegi í dag, mánudag 4. mars. Þar verða fyrirlestrar, tónlist og umræður um stöðu og fjölbreytileika íslenskrar strandmenningar og því meðal annars velt upp hvort þessi menningararfur Íslendinga sé í hættu.

Rithöfundar nýttu aukadaginn í brúðkaup
Bragi Páll Sigurðsson og Bergþóra Snæbjörnsdóttir eru hjón. Sannkölluð rithöfundahjón. Þau létu pússa sig saman við persónulega athöfn á heimili sínu í gær, 29. febrúar. Átta ára dóttir þeirra stýrði athöfninni.

Kristín og Anna tilnefndar til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs
Kristín Eiríksdóttir og Anna María Bogadóttir eru meðal þeirra rithöfunda sem tilnefndar eru til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024.

Hildur Hermóðsdóttir er látin
Hildur Hermóðsdóttir, kennari og bókaútgefandi, er látin, 73 ára að aldri.

Sjö eiginmenn Evelyn Hugo með Bríeti á Balí
Tónlistarkonan Bríet Ísis Elfar sleikir þessa dagana sólina í fjarlægju landi eftir að hafa lokið störfum sem einn dómaranna fjögurra í nýlokinni seríu af Idol á Stöð 2.

Erfitt að sjá barnið sitt eiga í erfiðleikum með tungumálin sín
Hjónin Alondra Silva Munoz og Helgi Þorsteinsson Silva gáfu nýlega saman út bókina Töfrandi fjöltyngdur heimur Áka Tahiel. Þau sóttu innblástur að bókinni í sitt eigið líf og til sonar síns sem er á þriðja aldursári og talar þrjú tungumál, íslensku, spænsku og ensku.

Eliza að drukkna í viðtölum í Dubai
Eliza Reid forsetafrú og rithöfundur lætur vel af heimsókn sinni til Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þar sem hún var á meðal þátttakenda í Emirates Literary bókahátíðinni.

Þau fengu Íslensku bókmenntaverðlaunin
Steinunn Sigurðardóttir hlaut í dag Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir bók sína Ból. Eva Björg Ægisdóttir hlaut Blóðdropann fyrir bók sína Heim fyrir myrkur. Gunnar Helgason og Rán Flygenryng hlutu verðlaun í flokki barna- og ungmennabóka fyrir bók sína Alexander Daníel Hermann Dawidsson: Bannað að drepa.

Vala Hauksdóttir hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör
Vala Hauksdóttir hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör árið 2024 fyrir ljóðið Verk að finna. Ljóðstafurinn var veittur við hátíðlega athöfn í Salnum í Kópavogi í dag.

Fallegustu bækur í heimi til sýnis í Garðabæ
Fallegustu bækur í heimi eru nú til sýnis á Hönnunarsafni Íslands í Garðabæ. Grafískur hönnuður segir að í bókverkunum sé hugsað út í minnstu smáatriði, allt frá staðsetningu blaðsíðutalsins og því hvernig titlar séu settir upp.

Það verður gott að sakna Auðar Haralds og muna hana
Í dag kvöddu ættingjar og vinir Auði Haralds í einstaklega fallegri athöfn í Hallgrímskirkju. Tónlistin í höndum karlakórsins Voces Masculorum með frábærum einsöng Þorsteins Freys Sigurðssonar við píanóundirleik Sveins Arnars Sæmundssonar. Karl V. Matthíasson þjónaði fyrir altari og gerði það fallega og einlæglega og lýsti Auði vel og af virðingu í minningarorðum.

Kosning er hafin fyrir Íslensku hljóðbókaverðlaunin - Storytel Awards 2024
Búið er að opna fyrir almenning að kjósa sína eftirlætis hljóðbók í forvali fyrir Íslensku hljóðbókaverðlaunin - Storytel Awards 2024. Verðlaunin eru uppskeruhátíð þar sem höfundar, lesarar og útgefendur fagna saman útgáfu vönduðustu íslensku hljóðbóka liðins árs.

Morðhótun með mynd af strengjabrúðu
Fyrr í vikunni kom út hjá Storytel spennusagan Brúðumeistarinn eftir verðlaunahöfundinn Óskar Guðmundsson í mögnuðum lestri Daníels Ágústs Haraldssonar. Bókin er allt í senn; spennandi, hrollvekjandi og áleitin glæpasaga þar sem rannsóknarteymið Ylfa og Valdimar koma við sögu.

Ætlar aldrei að flytja til Íslands aftur
Mikael Torfason rithöfundur er fluttur með fjölskyldu sína til Bandaríkjanna, Los Angeles nánar tiltekið. Mikael gerir ekkert með hálfum huga og hann er eiginlega orðinn meiri Kani en Kanarnir sjálfir.

Vetrarparadísin höfðar til íslenskra bókakaupenda
Þá liggur það fyrir og kemur ekki á óvart; söluhæsta bók síðasta árs var Sæluríki Arnaldar Indriðasonar. Á hæla hans fylgja þau Yrsa Sigurðardóttir með Frýs í æðum blóð og Snjór í paradís eftir Ólaf Jóhann Ólafsson.

Réttarhöldum yfir árásarmanni Rushdie frestað vegna nýrrar bókar
Réttarhöldum yfir manninum sem réðist á rithöfundinn Salman Rushdie í ágúst 2022 hefur verið frestar vegna útgáfu nýrrar bókar Rushdie um árásina og eftirmála hennar.