Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar 31. mars 2025 10:04 Undir lok síðasta árs mátti sjá á samfélagsmiðlum fólk víða um heim dást að hinu íslenska jólabókaflóði. Vissulega kann að vera að ást Íslendinga á bókum í aðdraganda jóla sé örlítið ýkt í hugum fólks erlendis. Við getum þó verið sammála um að bæði bóksala og áhugi á bókum – sérstaklega á nýjum skáldsögum – í jólavertíðinni sé nokkuð sem við getum öll verið ákaflega stolt af. Eins stórkostlegt og jólabókaflóðið er með öllum sínum skemmtilegu hefðum þá má það ekki samt verða til þess að við hugsum ekki til bóka á öðrum árstímum. Framundan er til dæmis tímabil þar sem bókabúðir ættu að vera mikilvægur viðkomustaður okkar enda bókabúðir farnar að stilla upp spennandi valkostum. Boð í fermingar hafa borist og útskriftir eru handan við hornið. En bækur eru ekki bara gjafavara. Þær eru líka frábær félagsskapur og svalandi þeim sem þyrstir í fróðleik. Fólk sem er farið að huga að sumarfríi gæti einnig íhugað sumarlesturinn og skoðað hvað stendur til boða. Vorbókaleysingar er hugtak sem kom upp í samræðum hjá stjórn Hagþenkis – félags höfunda fræðirita og kennslugagna, þar sem bóksala utan jólabókaflóðsins var til umræðu. Þrátt fyrir erfiða og þunga stöðu höfunda er útgáfa á spennandi bókum um fjölbreytt efni ótrúlega öflug á Íslandi. Bókaverslanir eru þessa dagana fullar af mögnuðum verkum um náttúru Íslands, staðhætti, sögu einstaklinga og landshluta, stjórnmál, heimspeki – svona mætti lengi telja. Það væri magnað ef okkur tækist að tengja bækur við tilveru okkar á vorin á sama hátt og við tengjum þær jólahaldinu. Það að stjórn fagfélags höfunda fræðirita og kennslugagna komi fram með hugtak og hvatningu til landsmanna skapar auðvitað ekki nýja menningu eða nýja hefð. Þótt ég skrifi eina grein eru vorbókaleysingarnar ekki komnar til að vera. En mig langar þó til að hvetja almenning til að sannfæra sig ekki fyrirfram um að fermingarbarn eigi sér fá áhugamál og langi ekki í bækur. Mig langar einnig að biðja fólk um að láta það ekki hvarfla að sér að ekki séu til íslenskar og aðgengilegar bækur um öll þau efni sem hafa leitað á hug útskriftarnema í námi þeirra. Að lokum er full ástæða til að hvetja Íslendinga til að koma við í bókabúð og tryggja sér lesefni fyrir unaðsreitinn í sveitinni. Hver einasta sveit á sér magnaða sögu og spennandi umhverfi. Bókabúðir búa yfir miklu efni eftir íslenska höfunda um mosa, mold og grjót, svo ekki sé minnst á atburði og örlög í nágrenninu. Bækur passa vissulega vel inn í skammdegið. Jólabókaflóðið færir okkur yndislegar stundir með kakói og kertaljósi. En bækur eru ekki síður viðeigandi á endalausum kvöldum miðnætursólar. Hvernig væri að við myndum prófa eins og einar vorbókaleysingar og gera okkur að minnsta kosti eina ferð á næstunni í bókabúðir – sem ég raunar veit að munu taka frábærlega á móti öllum með spennandi og óvæntu úrvali. Höfundur er stjórnarmaður í Hagþenki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Henry Alexander Henrysson Bókaútgáfa Bókmenntir Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Undir lok síðasta árs mátti sjá á samfélagsmiðlum fólk víða um heim dást að hinu íslenska jólabókaflóði. Vissulega kann að vera að ást Íslendinga á bókum í aðdraganda jóla sé örlítið ýkt í hugum fólks erlendis. Við getum þó verið sammála um að bæði bóksala og áhugi á bókum – sérstaklega á nýjum skáldsögum – í jólavertíðinni sé nokkuð sem við getum öll verið ákaflega stolt af. Eins stórkostlegt og jólabókaflóðið er með öllum sínum skemmtilegu hefðum þá má það ekki samt verða til þess að við hugsum ekki til bóka á öðrum árstímum. Framundan er til dæmis tímabil þar sem bókabúðir ættu að vera mikilvægur viðkomustaður okkar enda bókabúðir farnar að stilla upp spennandi valkostum. Boð í fermingar hafa borist og útskriftir eru handan við hornið. En bækur eru ekki bara gjafavara. Þær eru líka frábær félagsskapur og svalandi þeim sem þyrstir í fróðleik. Fólk sem er farið að huga að sumarfríi gæti einnig íhugað sumarlesturinn og skoðað hvað stendur til boða. Vorbókaleysingar er hugtak sem kom upp í samræðum hjá stjórn Hagþenkis – félags höfunda fræðirita og kennslugagna, þar sem bóksala utan jólabókaflóðsins var til umræðu. Þrátt fyrir erfiða og þunga stöðu höfunda er útgáfa á spennandi bókum um fjölbreytt efni ótrúlega öflug á Íslandi. Bókaverslanir eru þessa dagana fullar af mögnuðum verkum um náttúru Íslands, staðhætti, sögu einstaklinga og landshluta, stjórnmál, heimspeki – svona mætti lengi telja. Það væri magnað ef okkur tækist að tengja bækur við tilveru okkar á vorin á sama hátt og við tengjum þær jólahaldinu. Það að stjórn fagfélags höfunda fræðirita og kennslugagna komi fram með hugtak og hvatningu til landsmanna skapar auðvitað ekki nýja menningu eða nýja hefð. Þótt ég skrifi eina grein eru vorbókaleysingarnar ekki komnar til að vera. En mig langar þó til að hvetja almenning til að sannfæra sig ekki fyrirfram um að fermingarbarn eigi sér fá áhugamál og langi ekki í bækur. Mig langar einnig að biðja fólk um að láta það ekki hvarfla að sér að ekki séu til íslenskar og aðgengilegar bækur um öll þau efni sem hafa leitað á hug útskriftarnema í námi þeirra. Að lokum er full ástæða til að hvetja Íslendinga til að koma við í bókabúð og tryggja sér lesefni fyrir unaðsreitinn í sveitinni. Hver einasta sveit á sér magnaða sögu og spennandi umhverfi. Bókabúðir búa yfir miklu efni eftir íslenska höfunda um mosa, mold og grjót, svo ekki sé minnst á atburði og örlög í nágrenninu. Bækur passa vissulega vel inn í skammdegið. Jólabókaflóðið færir okkur yndislegar stundir með kakói og kertaljósi. En bækur eru ekki síður viðeigandi á endalausum kvöldum miðnætursólar. Hvernig væri að við myndum prófa eins og einar vorbókaleysingar og gera okkur að minnsta kosti eina ferð á næstunni í bókabúðir – sem ég raunar veit að munu taka frábærlega á móti öllum með spennandi og óvæntu úrvali. Höfundur er stjórnarmaður í Hagþenki.
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun