Jólafréttir

Fréttamynd

Jólakransinn er ómissandi um jólin

Vala Gísladóttir heldur mikið upp á lítinn jólakrans sem tilheyrði æskuheimili hennar. Á unglingsárunum fannst henni þó ekki mikið til hans koma.

Jól
Fréttamynd

Hjálpræðisherinn bjargar jólafötunum

Bjartmar Þórðarson segir að í Hjálpræðishernum og Kolaportinu leynist oft glæsileg jakkaföt. Efnahagsástandið hvetji til þess að hugmyndafluginu sé beitt í fatavali og samsetningu en snjallt sé að poppa upp eldri klæðnað með nýjum fylgihlutum.

Jól
Fréttamynd

Bo Hall: Þakklátur fyrir öll jól

„Það er eins og hjá svo mörgum. Við tökum fram skrautið. Húsið hreinsað hátt og lágt. Hjá mér persónulega undanfarið hefur undirbúningurinn verið í að smíða tónleikana, Jólagesti Björgvins og fylgja eftir plötunum mínum sem ég gef út á hverju ár," svarar Björgvin Halldórsson aðspurður hvernig hann undirbýr jólin.

Jól
Fréttamynd

Gulli Briem: Mömmur þurfa líka að fá að hvíla sig á jólunum

„Ég get ekki sagt að ég sé sérstakt jólabarn, þó svo að sjálfsagt sé að taka til, baka og mála stundum og láta klippa sig hjá Jolla," svarar Gulli Briem tónlistarmaður aðspurður hvort hann er jólabarn. „Jólin eru fyrir mér hátíð kærleikans og mikilvægt að reyna að finna þann frið sem þessir dagar færa okkur," segir Gulli. „Mér finnst gaman að skrifa jólakort og reyni þá að skrifa eitthvað sem mér finnst skipta máli og eitthvað uppbyggilegt svona meira á persónulegum nótum."

Jólin
Fréttamynd

Jólakonfekt: Allir taka þátt

Ingvar Sigurðsson matreiðslumeistari hjá Landsvirkjun hefur þróað einfaldar uppskriftir að ljúffengu jólakonfekti sem fjölskyldan útbýr í sameiningu nokkrum dögum fyrir jól.

Jólin
Fréttamynd

Jólabollar sem ylja og gleðja

Allir ættu að geta fundið fallegan jólabolla sem gleður og kætir í skammdeginu, hvort sem þeir eru litlir eða stórir, krúttlegir eða fágaðir.

Jólin
Fréttamynd

Logi: Þakklátur að geta haldið jólin

„Blanda af snjó, jólatónlist, góðri lykt, skemmtilegu fólki, góðum mat og góðri stemningu kemur mér í gírinn," svarar Logi Geirsson handboltakappi spurður hvað kemur honum í jólagír. „Þessi hátíð er svo sannarlega fallegasta hátíð ársins. Bestu gjarfirnar í kringum tréð eru sameining og tengsl fjölskyldunnar. En eins og einhver snillingurinn sagði ; „At Christmas, all roads lead home."

Jólin
Fréttamynd

Söngbók jólasveinanna

„Það má segja að bæði atvinnu- og frístundatónlistarmenn hafa alltaf verið í vandræðum með að útvega laglínur og hljómagang jólasöngva," svarar Gylfi Garðarsson þegar við forvitnumst um um tilurð bókanna Jólasöngvar-Nótur og Jólasöngvar-Textar og heldur áfram: „Það voru sömu vandræðin fyrir hver einustu jól."

Jólin
Fréttamynd

Lax í jólaskapi

Eirný Sigurðardóttir, ostadrottningin í Búrinu, er þekktust fyrir sérþekkingu sína á dýrindis ostum af öllum gerðum og þjóðerni. Hún býður hér upp á framandi en jólavæna uppskrift að laxi í sparifötunum, sem heitir líka Coulibiac á erlendum tungum.

Jólin
Fréttamynd

Skreytt á skemmtilegan máta

Þegar að skreytingum kemur er oft gaman að leika sér með það sem til er á heimilinu, enda þarf maður ekki að vera á grunnskólaaldri til að njóta þess að munda skæri og lím. Finnið gömlu gjafaborðana og leikið ykkur að því að klippa, hengja upp og líma. Á litlum heimilum getur komið vel út að finna agnarlítið jólatré og setja það síðan upp á borð í blómapott. Á jólatréð er svo til að mynda hægt að setja hvít afmæliskerti, límónur og litlar, skreyttar piparkökur. Barnaherbergi getur verið fallegt að skreyta á einfaldan máta, enda nóg af litríku dóti þar fyrir. Hvað með að setja eitthvað úr piparkökubakstrinum á herðatré og hengja það upp. Jólakúlur í einum hnapp Það getur komið vel út að hengja kúlur saman í tveimur til þremur litatónum, til dæmis rauðu, grænu og gylltu, í einn hnapp á gardínustöng úti í glugga. Veljið stað þar sem birtan er hvað fallegust. - jma. Dugnaðardagatalið má prenta út hér.

Jól
Fréttamynd

Skinkuþjófar ógna áströlskum jólum

Illkvittnir þjófar sem stálu sautján tonnum af svínakjöti og beikoni úr áströlsku vöruhúsi í morgun ákváðu að stríða eigendum skinkunnar með því að skilja eftir jólakveðju.

Jól
Fréttamynd

Jólatré Gaultiers

Jean-Paul Gaultier er margt annað til lista lagt en fatahönnun. Hann hefur til dæmis hannað jólatré árlega hin síðari ár. Flest hefur hann hannað til styrktar góðu málefni og hafa þá trén verið boðin hæstbjóðanda. Trén eru afar ólík og hugmyndaauðgina van

Jólin
Fréttamynd

Ekki jól án jólakökunnar

Ástralinn Deborah Leah Bergsson var á ferðalagi um heiminn þegar hún réði sig í fisk á Patreksfirði til að ná sér í meiri farareyri. Þá kom ástin og hér er Deborah enn. Hún segir engin jól án enskrar jólaköku.

Jólin
Fréttamynd

Magni: Gömul jólalög kveikja í mér

„Jólakortin eru upphafið af undirbúningnum á okkar heimili," segir Guðmundur M. Ásgeirsson, betur þekktur sem Magni í Á móti sól, spurður út í jólaundirbúninginn.

Jól
Fréttamynd

Björgvin og félagar sungu inn jólin - myndir

Björgvin Halldórsson og félagar sungu svo sannarlega inn jólin með glæsilegum jólatónleikum í Laugardalshöllinni um helgina. Eins og Björgvins er von og vísa var umgjörðin stórglæsileg. Fram komu Borgardætur, Diddú, Egill Ólafsson, Helgi Björnsson, Krummi, Laddi, Páll Óskar, Raggi Bjarna, Savanna tríóið, Sigríður & Högni úr Hjaltalín og Þú og ég. Meðfylgjandi má skoða augnablíkin, sem Hallgrímur Guðmundsson, fangaði á tónleikunum.

Jól
Fréttamynd

Hreindýraundirföt eiginmannsins gleðja

„Ég klæði mig í ullina og fer í rómantískan göngutúr um miðbæinn," segir Védís Hervör Árnadóttir tónlistarkona, sem eignaðist sitt fyrsta barn, dreng, 14. júlí síðastliðinn, aðspurð út í undirbúning jólanna. „Aðalhefðin hefur þó verið prófatörn, tónlistargjörningar og handavinna. Ég er meira skapandi á þessum árstíma en venjulega. Ég mála, sauma út og prjóna jólagjafir og ég er nú þegar byrjuð á jólagjöfunum fyrir þessi jól," segir hún. „Smákökubakstur með mömmu og systur minni er að festa sig í sessi, og svo hefðbundnir endurfundir innan stórfjölskyldunnar sem tvístrast út um allt yfir árið." Hvað kemur þér í jólaskap? „Hreindýraundirföt mannsins míns," svarar Védís brosandi áður en kvatt er.-elly@365.is

Jól
Fréttamynd

Kata Júl: Mandarínur og Last Christmas með Wham

„Við mæðgin bíðum alltaf spennt eftir því að skreyta þann fyrsta í aðventu," svarar Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra aðspurð út í jólaundirbúninginn hjá henni. „Þá gerum við allt mjög hátíðlegt hjá okkur með mikið af rauðum seríum og fyllum heimilið af rauðum ilmkertum." „Við reynum síðan að eyða góðum tíma saman þar sem kveikt er á einhverjum tugum kerta í einu, drukkið jólaöl, borðaðar piparkökur, hlustað á gömul og ný íslensk jólalög eða horft á góða mynd."

Jól
Fréttamynd

Litlar jólakringlur

Smjör og hveiti hrært saman. Sykur og sítrónubörkur settur í og síðan rjóminn. Hnoðað. Deigið rúllað í frekar þunnar lengjur sem úr eru mótaðar kringlur. Penslað með vatni og perlusykri stráð yfir. Bakað við 225C í 8­10 mínútur. (Kringlurnar eiga að vera ljósar.)

Jólin
Fréttamynd

Elíza: Ilmurinn af greni og smákökum jólalegur

„Ég kemst í hátíðarskap við minnsta tækifæri og æsist ægilega upp í mikið jólasprell," segir söngkonan Eliza Geirsdóttir Newman sem gaf nýverið út plötuna Pie in the Sky og inniheldur tíu frumsamin lög og heldur áfram:

Jólin
Fréttamynd

Létt jólaútgáfa af Mokka

Meðfylgjandi er uppskrift af léttari útgáfu af Mokka eða Sviss Mokka; súkkulaðiblandað kaffi þar sem kaffihlutinn er lítill americano. Einfaldur ítalskur espresso (2,5 cl) 2,5 cl heitt vatn 10 cl heitt súkkulaði (sama uppskrift og hér) rjómi eftir smekk

Jólin
Fréttamynd

Jólakrapísdrykkur

Í krapísinn notum við: góða lúku af klaka slettu af mjólk teskeið af grófum hrásykri Allt mulið saman í blandara svo úr verði mjólkurkrap (slabb!) sem mokað er í glas. Yfir krapið er lagaður einn ítalskur espresso. Borðað með skeið og restin soguð upp með röri.

Jólin
Fréttamynd

Lísa söngkona: Get ekki sleppt jólamatnum hennar mömmu

„Ég er mikið jólabarn enda er ég fædd 18.desember en ég kom heim af fæðingardeildinni á aðfangadag. Systir mín segir iðulega að ég hafi verið jólapakkinn hennar það árið, lifandi dúkka," segir Lísa Einarsdóttir söngkona. „Eins og hjá flestum þá voru jólin miklu lengur að líða þegar maður var yngri en núna reynir maður bara að njóta stundarinnar í faðmi fjölskyldunnar þó svo að það komi alltaf smá stund sem ég

Jólin
Fréttamynd

Minnum okkur á hvað er mikilvægt á jólunum

Jólin eru að koma, þar sem allir eiga gleðjast, eiga góðar stundir saman sem fjölskylda og sinna þörfum hvors annars. Því miður er raunveruleikinn ekki einungis þessi um jólahátíðirnar. Það er kvíði í börnum og foreldrarnir eru pirraðir og stressaðir. Jólin eru nefnilega ekki bara ánægjulegur tími heldur líka streitumesti tími ársins.

Jól
Fréttamynd

Edda Björgvins: Jólatrénu hent á aðfangadag

„Tréð sem ég hafði keypt óvenju snemma og hélt að væri vel geymt í kuldanum undir útidyratröppunum fram á aðfangadag. Við tókum það ansi seint inn á aðfangadag, eftir klukkan fimm, og það stinkaði svo hræðilega, þrátt fyrir marga lítra af rakspíra og ilmvatni, að við hentum því í tunnuna eftir miðnætti."

Jól
Fréttamynd

Gáfu eina jólagjöf

Fósturmamma Snædísar Ylfu Ólafsdóttur í Ekvador táraðist þegar Snædís bakaði fyrir hana jólasmákökur. Hún dvaldi sem skiptinemi þar árin 2005-2006.

Jól