Þórgunnur Oddsdóttir Vorhreingerningin Til allrar hamingju hef ég aldrei þurft að taka til í ríkisfjármálum, sópa út spillingu eða pakka niður úr sér genginni hugmyndafræði. Mig grunar samt að í grunninn sé ekki svo mikill munur á því að gera stórhreingerningu heima hjá sér og að taka til í heilu þjóðarbúi. Sömu lögmál hljóta að eiga við - að halda sér vel að verki og beita sjálfan sig aga því það er freistandi að gefast upp í miðjum klíðum og sópa bara öllu undir mottu. Bakþankar 7.5.2009 19:16 Heimsókn í safnið Lokið augunum og ímyndið ykkur að þið séuð stödd í stórum rökkvuðum sal. Þið eruð rétt búin að ganga framhjá miðasöludömunni sem gaf ykkur frítt inn og standið nú í þessu stóra rými og horfið í kringum ykkur. Þarna er margt að sjá og andrúmsloftið vekur blendnar tilfinningar; eftirsjá, bræði og vanþóknun. Bakþankar 13.4.2009 22:39 Burt með leiðindin Það bregst ekki að einhvern tíma um mitt sumar sýnir Ríkissjónvarpið myndir frá nautahlaupinu í Pamplona í fréttatímanum. Nautahlaupið er einn af þessum viðburðum sem rata árlega í fréttirnar og alltaf verð ég jafn hissa á að heilt ár sé liðið frá því síðast. Það sama á við um fréttir af tómataslagnum í spænska bænum Bunol, kjötkveðjuhátíðinni í Ríó og krossfestingum filippeyskra píslarvotta á föstudaginn langa. Mér finnst þessir atburðir alltaf vera í fréttunum þó ég viti mætavel að frá þeim er aðeins sagt einu sinni á ári. Bakþankar 12.3.2009 18:53 Frumkvöðullinn Hann fékk hugmyndina einn sunnudag þegar fjölskyldan fór í bíltúr um nýju íbúðahverfin á höfuðborgarsvæðinu. Þar sem hann stóð og virti fyrir sér fokheld hús og grunna sem verktakar höfðu náð að steypa áður en peningarnir kláruðust áttaði hann sig á því að þetta var vannýtt auðlind. Mánuði síðar hafði hann stofnað lítið sprotafyrirtæki og var kominn í blússandi ferðamannabisness. Skoðun 26.2.2009 17:50 Hörkutól og sætar píur Stundum slysast ég til að halda að hlutverk kynjanna séu ekki eins skýrt afmörkuð og þau voru áður fyrr. Mér hefur jafnvel dottið í hug að stelpum og strákum séu allir vegir færir óháð kynferði og að litlar telpur geti orðið Súpermann ef þær bara vilja. Reglulega ná markaðsöflin þó að vekja mig upp af þessum útópísku draumórum. Það gerist til dæmis iðulega á þessum árstíma þegar öskudagsbæklingar dótabúðanna taka að streyma inn um bréfalúguna. Þá man ég að heimurinn enn þá svart/hvítur (eða ætti ég að segja blá/bleikur) í huga markaðsaflanna og skilaboðin skýr: Stelpur eiga að vera sætar og strákar eiga að vera hörkutól. Bakþankar 12.2.2009 17:51 Bríet kann svörin Góð ráð falla aldrei úr gildi. Það var með það í huga sem ég gluggaði á dögunum í fyrstu tölublöð Kvennablaðs Bríetar Bjarnhéðinsdóttur frá því seint á þarsíðustu öld. Taldi ég líklegt að þar væri að finna ýmsan hagnýtan fróðleik sem nýta mætti í kreppunni. Sú var líka raunin, ég hafði ekki lesið lengi þegar ég vissi allt um sláturgerð og kálbýtinga og hafði að auki lært hvernig ráða má bót á tannpínu með því að sjúga blöndu af rommi og krít upp í nefið. Bakþankar 16.1.2009 15:14 Bráðum kemur betri tíð Ég er varla ein um að hafa fyllst gríðarlegum fögnuði og feginleik þegar raketturegnið náði hámarki á gamlárskvöld og kirkjuklukkurnar hringdu nýja árið inn. Árið 2008 var loksins liðið í aldanna skaut. Bang, bang! Guði sé lof að það kemur aldrei til baka. Bakþankar 2.1.2009 00:51 Jólakötturinn Af öllu hyskinu hennar Grýlu hefur mér alltaf þótt jólakötturinn verstur. Strákapör jólasveinanna þrettán má fyrirgefa en gæludýrið á heimilinu er svo óforskammað að maður getur ekki annað en fyllst hryllingi við tilhugsunina. Grýla étur bara óþæg börn sem eiga það skilið en kötturinn hennar leggst svo lágt að ráðast á fátæklinga sem enga nýja flík fá fyrir jólin. Bakþankar 18.12.2008 17:34 Tilraunaeldhúsið Ilmur af íslenskri kjötsúpu tók á móti mér þegar ég kom heim úr skólanum í gær. Ég brosti út í annað enda benti lyktin til þess að atvinnulausi bankamaðurinn á heimilinu hefði ekki setið auðum höndum þann daginn. Sú var líka raunin. Bakþankar 20.11.2008 19:12 Litlir kassar Einhvern tíma las ég að ástæða þess að allar flugstöðvar í heiminum eru nánast eins væri sú að fólki ætti að líða eins og það kannaðist við sig án þess þó að finnast það vera heima hjá sér. Umhverfið mætti sum sé hvorki vera of heimilislegt né of framandi. Það sama á við um verslana- og veitingahúsakeðjur. Engu skiptir hvort þú rambar inn á McDonalds í Reykjavík eða í Shanghai. Innréttingarnar eru þær sömu og bragðið af matnum eins. Í því felst ákveðin öryggistilfinning en þú veist líka að þig langar ekkert að hanga á McDonalds lengur en tekur að sporðrenna einum hamborgara. Bakþankar 6.11.2008 17:42 Íslenskt, já takk! Akureyri mátti muna sinn fífil fegurri þegar ég var að alast þar upp. Ég er því ekki ein þeirra sem geta kallað fram bragðið af Valash-drykknum víðfræga með því einu að loka augunum og aldrei var ég svo heppin að eiga Duffys-buxur frá Gefjun. Hins vegar rámar mig í að hafa fengið Act-spariskó frá Iðunni tvenn jól í röð og á gelgjunni dró ég fram gamla mokkajakkann hennar mömmu, akureyrska framleiðslu frá gullaldarárum verksmiðjanna, sem var aftur kominn í tísku. Bakþankar 23.10.2008 16:56 Ljótara kynið Vitanlega brá mér svolítið í gær þegar ég kíkti inn á fréttavef Vísis og sá þar stórfrétt undir fyrirsögninni „Hrukkótt Terminator-stjarna vekur athygli - myndir." Hugsið ykkur, hin 51 árs gamla Linda Hamilton er komin með eina eða tvær hrukkur, það er svakalegt. Bakþankar 25.9.2008 19:50 Pilsaþytur Eflaust eru íslenskir karlmenn enn þá að jafna sig á því þegar Einar Ágúst steig á sviðið í Eurovision um árið íklæddur pilsi. Stolt þjóðarinnar, sem hefur í aldaraðir sannfært sjálfa sig um að hér búi mestu karlmenni veraldar, særðist þetta kvöld og fáir hafa látið sjá sig í slíku fati síðan. Bakþankar 11.9.2008 18:42 Heimkoman Það var klippt á borða þegar mamma og pabbi komu með mig heim af fæðingardeildinni. Ég man náttúrulega ekkert eftir þessu en systur mínar strengdu borða milli tveggja staura og stóðu heiðursvörð við afleggjarann heima með eldhússkærin til reiðu. Bakþankar 28.8.2008 18:24 Silfur Egils Ólíkt því sem margir halda er íslenska útrásin ekki ný af nálinni. Löngu fyrir daga Björgólfs- og Bónusfeðga höfðu kappar eins og Egill Skallagrímsson lagt sitt af mörkum til útrásarinnar og komið heim með fulla vasa fjár. Góss á borð við Hamleys og Magasin du Nord hreinlega blikna í samanburði við silfursjóðinn sem Egill fékk frá Englandskonungi og enginn veit hvar er falinn. Bakþankar 14.8.2008 16:58 Útilegumenn Það var úr vöndu að ráða þegar ungt par á þrítugsaldri ætlaði að skella sér í útilegu á dögunum. Ekki vantaði útbúnaðinn. Nýtt tjald var komið í skottið og kæliboxið hafði verið fyllt af nesti. Það var aðeins einn hængur á. Aldurinn. Bakþankar 17.7.2008 17:27 Búr bjarnarins mikla Einhverntíma hefði það eflaust þótt óviðeigandi að Íslendingar þyrftu á sjálfan lýðveldisdaginn að fá aðstoð Dana við að fella óboðinn þjóðhátíðargest. Sú var þó raunin í ár. Meðan þorri þjóðarinnar sleikti ís og keypti blöðrur steig fulltrúi hinnar áður drottnandi herraþjóðar á land eins og frelsandi hetja, vopnaður deyfibyssu og ísbjarnarbúri til að bjarga Íslendingum úr bjarnarklóm. Þar fór sjálfstæði þjóðarinnar fyrir lítið. Bakþankar 19.6.2008 17:32 Uggur Börn hræðast oft ótrúlegustu hluti. Sem krakki var ég til dæmis svolítið hrædd um detta ofan í klósettið og skolast niður, ég þorði ekki að snúa mér í of marga hringi í rólunni af ótta við að fá garnaflækju og á aðventunni var ég smeyk um að rekast á jólaköttinn á förnum vegi. Bakþankar 7.6.2008 16:41 Vonbrigði Hafi eitthvað valdið mér vonbrigðum undanfarið þá er það kreppan sem allir eru að tala um. Eftir kreppuspár undanfarinna mánaða var ég orðin svolítið spennt og sá fram á að loks ætti það fyrir mér að liggja að lifa spennandi tíma. Bakþankar 22.5.2008 17:25 Galdrafár Það er ekki svo langt síðan ég áttaði mig á því að ég tilheyri hópi öfgasinnaðra hryðjuverkamanna. Það kom mér svolítið á óvart enda hef ég yfirleitt verið talin frekar dagfarsprúð stúlka og minnist þess varla að hafa gert flugu mein. Nú skipa ég mér hins vegar á bekk með fólki sem börn og unglingar ættu hreinlega að varast. Ég er nefnilega femínísti. Hugsið ykkur hvað þetta er svakalegt. Bakþankar 8.5.2008 19:22 Timburmenn mótmælanna Ég hef aðeins einu sinni á ævinni átt frumkvæði að mótmælaaðgerðum. Ætli ég hafi ekki verið svona þrettán ára, alla vega nógu gömul til að finnast á mér brotið og of ung til að hugsa dæmið til enda. Bakþankar 25.4.2008 08:43 Helvíti í öskubakka Fréttir af gengi krónunnar og yfirvofandi kreppu eru þreytandi til lengdar. Það var því kærkomin tilbreyting þegar fréttist að mannabein hefðu fundist á víðavangi í Kjósinni á páskadag. Bakþankar 27.3.2008 16:37 Landsbyggðarpakkið Ég er frá þessum stað þarna sem heitir „úti á landi". Sjálf áttaði ég mig alls ekki á því fyrr en ég flutti til Reykjavíkur. Allt þetta tal um „úti á landi" er nefnilega ekki mjög algengt úti á landi. Bakþankar 13.3.2008 17:16 Innipúkar í afneitun Í nýlegri sjónvarpsauglýsingu frá 66 gráðum norður situr ungur strákur við útvarpið að morgni dags og hlustar spenntur á þulinn lesa upp nöfn þeirra skóla þar sem kennsla fellur niður vegna veðurs. Það er ekki oft sem ég verð meyr yfir auglýsingum en þessi kallar fram svo notalegar tilfinningar að ég gæti horft á hana aftur og aftur. Mér finnst litli Bakþankar 28.2.2008 17:12 Rotin rómantík Mikið skelfing er ég fegin að betri helmingurinn skuli ekki hafa asnast til þess að færa mér valentínusargjöf í gær. Tilbúin rómantík í hjartalaga súkkulaðiboxi hefði verið tilvalin leið til þess að eyðileggja fyrir mér annars ágætan fimmtudag enda vekur fátt hjá mér meiri viðbjóð en allt þetta væmna valentínusardót sem sjá hefur mátt í búðum undanfarna daga. Bakþankar 14.2.2008 16:49 Þvílík vitleysa Ég er ekki af þeirri kynslóð sem ólst upp í stöðugum ótta við atómbombuna. Þegar ég var í grunnskóla höfðu annarskonar heimsendaspár tekið við og fólk var farið að trúa því að mengun af mannavöldum myndi tortíma öllu lífi innan skamms. Bakþankar 31.1.2008 14:27 Tölvan segir nei Tækni sem fer úr böndunum er meginþema margra vísindaskáldsagna. Oft er boðskapurinn eingöngu áminning um að það séum við sem eigum að stjórna tækninni en ekki hún okkur. Ég hef aldrei nennt að lesa svona sögur og hundleiðast flestar kvikmyndir sem byggjast á þeim. Bakþankar 17.1.2008 17:45 Frétt ársins Brúðkaup eins ríkasta manns þjóðarinnar og frétt af konu sem greindi frá því í útvarpinu að maðurinn hennar héldi fram hjá með geðhjúkrunarfræðingi eru fréttir ársins 2007 sé litið á samantekt fréttavefs Vísis yfir mest lesnu fréttirnar. Bakþankar 3.1.2008 17:31 Prinsessuvæðingin Það fæðast ekki lengur börn á Íslandi. Nú tala allir um nýfædd kríli sem prinsa eða prinsessur enda duga fátækleg orð eins og drengur og stúlka varla til að lýsa þeim börnum sem fæðast á besta landi í heimi (samkvæmt nýjustu útreikningum Sameinuðu þjóðanna). Bakþankar 6.12.2007 17:40 Loppur á lyklaborðinu Ýmsir spekingar hafa haldið því fram að það sé tungumálið sem greinir mennina frá dýrunum. Ég held það hljóti að vera á misskilningi byggt. Ég hef nefnilega komist að því að íslensk gæludýr eru ákaflega vel máli farin. Um það vitnar fjöldi heimasíðna á veraldarvefnum þar sem íslensk dýr af ýmsum tegundum blogga um reynslu sína og tilfinningar. Bakþankar 8.11.2007 19:23 « ‹ 1 2 ›
Vorhreingerningin Til allrar hamingju hef ég aldrei þurft að taka til í ríkisfjármálum, sópa út spillingu eða pakka niður úr sér genginni hugmyndafræði. Mig grunar samt að í grunninn sé ekki svo mikill munur á því að gera stórhreingerningu heima hjá sér og að taka til í heilu þjóðarbúi. Sömu lögmál hljóta að eiga við - að halda sér vel að verki og beita sjálfan sig aga því það er freistandi að gefast upp í miðjum klíðum og sópa bara öllu undir mottu. Bakþankar 7.5.2009 19:16
Heimsókn í safnið Lokið augunum og ímyndið ykkur að þið séuð stödd í stórum rökkvuðum sal. Þið eruð rétt búin að ganga framhjá miðasöludömunni sem gaf ykkur frítt inn og standið nú í þessu stóra rými og horfið í kringum ykkur. Þarna er margt að sjá og andrúmsloftið vekur blendnar tilfinningar; eftirsjá, bræði og vanþóknun. Bakþankar 13.4.2009 22:39
Burt með leiðindin Það bregst ekki að einhvern tíma um mitt sumar sýnir Ríkissjónvarpið myndir frá nautahlaupinu í Pamplona í fréttatímanum. Nautahlaupið er einn af þessum viðburðum sem rata árlega í fréttirnar og alltaf verð ég jafn hissa á að heilt ár sé liðið frá því síðast. Það sama á við um fréttir af tómataslagnum í spænska bænum Bunol, kjötkveðjuhátíðinni í Ríó og krossfestingum filippeyskra píslarvotta á föstudaginn langa. Mér finnst þessir atburðir alltaf vera í fréttunum þó ég viti mætavel að frá þeim er aðeins sagt einu sinni á ári. Bakþankar 12.3.2009 18:53
Frumkvöðullinn Hann fékk hugmyndina einn sunnudag þegar fjölskyldan fór í bíltúr um nýju íbúðahverfin á höfuðborgarsvæðinu. Þar sem hann stóð og virti fyrir sér fokheld hús og grunna sem verktakar höfðu náð að steypa áður en peningarnir kláruðust áttaði hann sig á því að þetta var vannýtt auðlind. Mánuði síðar hafði hann stofnað lítið sprotafyrirtæki og var kominn í blússandi ferðamannabisness. Skoðun 26.2.2009 17:50
Hörkutól og sætar píur Stundum slysast ég til að halda að hlutverk kynjanna séu ekki eins skýrt afmörkuð og þau voru áður fyrr. Mér hefur jafnvel dottið í hug að stelpum og strákum séu allir vegir færir óháð kynferði og að litlar telpur geti orðið Súpermann ef þær bara vilja. Reglulega ná markaðsöflin þó að vekja mig upp af þessum útópísku draumórum. Það gerist til dæmis iðulega á þessum árstíma þegar öskudagsbæklingar dótabúðanna taka að streyma inn um bréfalúguna. Þá man ég að heimurinn enn þá svart/hvítur (eða ætti ég að segja blá/bleikur) í huga markaðsaflanna og skilaboðin skýr: Stelpur eiga að vera sætar og strákar eiga að vera hörkutól. Bakþankar 12.2.2009 17:51
Bríet kann svörin Góð ráð falla aldrei úr gildi. Það var með það í huga sem ég gluggaði á dögunum í fyrstu tölublöð Kvennablaðs Bríetar Bjarnhéðinsdóttur frá því seint á þarsíðustu öld. Taldi ég líklegt að þar væri að finna ýmsan hagnýtan fróðleik sem nýta mætti í kreppunni. Sú var líka raunin, ég hafði ekki lesið lengi þegar ég vissi allt um sláturgerð og kálbýtinga og hafði að auki lært hvernig ráða má bót á tannpínu með því að sjúga blöndu af rommi og krít upp í nefið. Bakþankar 16.1.2009 15:14
Bráðum kemur betri tíð Ég er varla ein um að hafa fyllst gríðarlegum fögnuði og feginleik þegar raketturegnið náði hámarki á gamlárskvöld og kirkjuklukkurnar hringdu nýja árið inn. Árið 2008 var loksins liðið í aldanna skaut. Bang, bang! Guði sé lof að það kemur aldrei til baka. Bakþankar 2.1.2009 00:51
Jólakötturinn Af öllu hyskinu hennar Grýlu hefur mér alltaf þótt jólakötturinn verstur. Strákapör jólasveinanna þrettán má fyrirgefa en gæludýrið á heimilinu er svo óforskammað að maður getur ekki annað en fyllst hryllingi við tilhugsunina. Grýla étur bara óþæg börn sem eiga það skilið en kötturinn hennar leggst svo lágt að ráðast á fátæklinga sem enga nýja flík fá fyrir jólin. Bakþankar 18.12.2008 17:34
Tilraunaeldhúsið Ilmur af íslenskri kjötsúpu tók á móti mér þegar ég kom heim úr skólanum í gær. Ég brosti út í annað enda benti lyktin til þess að atvinnulausi bankamaðurinn á heimilinu hefði ekki setið auðum höndum þann daginn. Sú var líka raunin. Bakþankar 20.11.2008 19:12
Litlir kassar Einhvern tíma las ég að ástæða þess að allar flugstöðvar í heiminum eru nánast eins væri sú að fólki ætti að líða eins og það kannaðist við sig án þess þó að finnast það vera heima hjá sér. Umhverfið mætti sum sé hvorki vera of heimilislegt né of framandi. Það sama á við um verslana- og veitingahúsakeðjur. Engu skiptir hvort þú rambar inn á McDonalds í Reykjavík eða í Shanghai. Innréttingarnar eru þær sömu og bragðið af matnum eins. Í því felst ákveðin öryggistilfinning en þú veist líka að þig langar ekkert að hanga á McDonalds lengur en tekur að sporðrenna einum hamborgara. Bakþankar 6.11.2008 17:42
Íslenskt, já takk! Akureyri mátti muna sinn fífil fegurri þegar ég var að alast þar upp. Ég er því ekki ein þeirra sem geta kallað fram bragðið af Valash-drykknum víðfræga með því einu að loka augunum og aldrei var ég svo heppin að eiga Duffys-buxur frá Gefjun. Hins vegar rámar mig í að hafa fengið Act-spariskó frá Iðunni tvenn jól í röð og á gelgjunni dró ég fram gamla mokkajakkann hennar mömmu, akureyrska framleiðslu frá gullaldarárum verksmiðjanna, sem var aftur kominn í tísku. Bakþankar 23.10.2008 16:56
Ljótara kynið Vitanlega brá mér svolítið í gær þegar ég kíkti inn á fréttavef Vísis og sá þar stórfrétt undir fyrirsögninni „Hrukkótt Terminator-stjarna vekur athygli - myndir." Hugsið ykkur, hin 51 árs gamla Linda Hamilton er komin með eina eða tvær hrukkur, það er svakalegt. Bakþankar 25.9.2008 19:50
Pilsaþytur Eflaust eru íslenskir karlmenn enn þá að jafna sig á því þegar Einar Ágúst steig á sviðið í Eurovision um árið íklæddur pilsi. Stolt þjóðarinnar, sem hefur í aldaraðir sannfært sjálfa sig um að hér búi mestu karlmenni veraldar, særðist þetta kvöld og fáir hafa látið sjá sig í slíku fati síðan. Bakþankar 11.9.2008 18:42
Heimkoman Það var klippt á borða þegar mamma og pabbi komu með mig heim af fæðingardeildinni. Ég man náttúrulega ekkert eftir þessu en systur mínar strengdu borða milli tveggja staura og stóðu heiðursvörð við afleggjarann heima með eldhússkærin til reiðu. Bakþankar 28.8.2008 18:24
Silfur Egils Ólíkt því sem margir halda er íslenska útrásin ekki ný af nálinni. Löngu fyrir daga Björgólfs- og Bónusfeðga höfðu kappar eins og Egill Skallagrímsson lagt sitt af mörkum til útrásarinnar og komið heim með fulla vasa fjár. Góss á borð við Hamleys og Magasin du Nord hreinlega blikna í samanburði við silfursjóðinn sem Egill fékk frá Englandskonungi og enginn veit hvar er falinn. Bakþankar 14.8.2008 16:58
Útilegumenn Það var úr vöndu að ráða þegar ungt par á þrítugsaldri ætlaði að skella sér í útilegu á dögunum. Ekki vantaði útbúnaðinn. Nýtt tjald var komið í skottið og kæliboxið hafði verið fyllt af nesti. Það var aðeins einn hængur á. Aldurinn. Bakþankar 17.7.2008 17:27
Búr bjarnarins mikla Einhverntíma hefði það eflaust þótt óviðeigandi að Íslendingar þyrftu á sjálfan lýðveldisdaginn að fá aðstoð Dana við að fella óboðinn þjóðhátíðargest. Sú var þó raunin í ár. Meðan þorri þjóðarinnar sleikti ís og keypti blöðrur steig fulltrúi hinnar áður drottnandi herraþjóðar á land eins og frelsandi hetja, vopnaður deyfibyssu og ísbjarnarbúri til að bjarga Íslendingum úr bjarnarklóm. Þar fór sjálfstæði þjóðarinnar fyrir lítið. Bakþankar 19.6.2008 17:32
Uggur Börn hræðast oft ótrúlegustu hluti. Sem krakki var ég til dæmis svolítið hrædd um detta ofan í klósettið og skolast niður, ég þorði ekki að snúa mér í of marga hringi í rólunni af ótta við að fá garnaflækju og á aðventunni var ég smeyk um að rekast á jólaköttinn á förnum vegi. Bakþankar 7.6.2008 16:41
Vonbrigði Hafi eitthvað valdið mér vonbrigðum undanfarið þá er það kreppan sem allir eru að tala um. Eftir kreppuspár undanfarinna mánaða var ég orðin svolítið spennt og sá fram á að loks ætti það fyrir mér að liggja að lifa spennandi tíma. Bakþankar 22.5.2008 17:25
Galdrafár Það er ekki svo langt síðan ég áttaði mig á því að ég tilheyri hópi öfgasinnaðra hryðjuverkamanna. Það kom mér svolítið á óvart enda hef ég yfirleitt verið talin frekar dagfarsprúð stúlka og minnist þess varla að hafa gert flugu mein. Nú skipa ég mér hins vegar á bekk með fólki sem börn og unglingar ættu hreinlega að varast. Ég er nefnilega femínísti. Hugsið ykkur hvað þetta er svakalegt. Bakþankar 8.5.2008 19:22
Timburmenn mótmælanna Ég hef aðeins einu sinni á ævinni átt frumkvæði að mótmælaaðgerðum. Ætli ég hafi ekki verið svona þrettán ára, alla vega nógu gömul til að finnast á mér brotið og of ung til að hugsa dæmið til enda. Bakþankar 25.4.2008 08:43
Helvíti í öskubakka Fréttir af gengi krónunnar og yfirvofandi kreppu eru þreytandi til lengdar. Það var því kærkomin tilbreyting þegar fréttist að mannabein hefðu fundist á víðavangi í Kjósinni á páskadag. Bakþankar 27.3.2008 16:37
Landsbyggðarpakkið Ég er frá þessum stað þarna sem heitir „úti á landi". Sjálf áttaði ég mig alls ekki á því fyrr en ég flutti til Reykjavíkur. Allt þetta tal um „úti á landi" er nefnilega ekki mjög algengt úti á landi. Bakþankar 13.3.2008 17:16
Innipúkar í afneitun Í nýlegri sjónvarpsauglýsingu frá 66 gráðum norður situr ungur strákur við útvarpið að morgni dags og hlustar spenntur á þulinn lesa upp nöfn þeirra skóla þar sem kennsla fellur niður vegna veðurs. Það er ekki oft sem ég verð meyr yfir auglýsingum en þessi kallar fram svo notalegar tilfinningar að ég gæti horft á hana aftur og aftur. Mér finnst litli Bakþankar 28.2.2008 17:12
Rotin rómantík Mikið skelfing er ég fegin að betri helmingurinn skuli ekki hafa asnast til þess að færa mér valentínusargjöf í gær. Tilbúin rómantík í hjartalaga súkkulaðiboxi hefði verið tilvalin leið til þess að eyðileggja fyrir mér annars ágætan fimmtudag enda vekur fátt hjá mér meiri viðbjóð en allt þetta væmna valentínusardót sem sjá hefur mátt í búðum undanfarna daga. Bakþankar 14.2.2008 16:49
Þvílík vitleysa Ég er ekki af þeirri kynslóð sem ólst upp í stöðugum ótta við atómbombuna. Þegar ég var í grunnskóla höfðu annarskonar heimsendaspár tekið við og fólk var farið að trúa því að mengun af mannavöldum myndi tortíma öllu lífi innan skamms. Bakþankar 31.1.2008 14:27
Tölvan segir nei Tækni sem fer úr böndunum er meginþema margra vísindaskáldsagna. Oft er boðskapurinn eingöngu áminning um að það séum við sem eigum að stjórna tækninni en ekki hún okkur. Ég hef aldrei nennt að lesa svona sögur og hundleiðast flestar kvikmyndir sem byggjast á þeim. Bakþankar 17.1.2008 17:45
Frétt ársins Brúðkaup eins ríkasta manns þjóðarinnar og frétt af konu sem greindi frá því í útvarpinu að maðurinn hennar héldi fram hjá með geðhjúkrunarfræðingi eru fréttir ársins 2007 sé litið á samantekt fréttavefs Vísis yfir mest lesnu fréttirnar. Bakþankar 3.1.2008 17:31
Prinsessuvæðingin Það fæðast ekki lengur börn á Íslandi. Nú tala allir um nýfædd kríli sem prinsa eða prinsessur enda duga fátækleg orð eins og drengur og stúlka varla til að lýsa þeim börnum sem fæðast á besta landi í heimi (samkvæmt nýjustu útreikningum Sameinuðu þjóðanna). Bakþankar 6.12.2007 17:40
Loppur á lyklaborðinu Ýmsir spekingar hafa haldið því fram að það sé tungumálið sem greinir mennina frá dýrunum. Ég held það hljóti að vera á misskilningi byggt. Ég hef nefnilega komist að því að íslensk gæludýr eru ákaflega vel máli farin. Um það vitnar fjöldi heimasíðna á veraldarvefnum þar sem íslensk dýr af ýmsum tegundum blogga um reynslu sína og tilfinningar. Bakþankar 8.11.2007 19:23
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent