Óli Kr. Ármannsson Veik króna áfram? Íslenska krónan er veik, hvað sem líður smástyrkingu síðustu daga. Sumir myndu jafnvel ganga svo langt að segja að hún lægi banaleguna, eða væri í það minnsta á gjörgæsludeild. Og á meðan krónan er veik blæðir almenningi og fyrirtækjum, öðrum en þeim sem reiða sig á útflutning. Forsenda þess að krónunni verði komið af gjörgæsludeildinni er að fyrir liggi sýn á framtíð hennar. Fastir pennar 3.9.2010 22:18 Reynslunni ríkari Í fimm mánuði hefur ekkert gerst í deilu Íslendinga við Breta og Hollendinga um Icesave ábyrgðir. Samningafundur var haldinn 5. mars síðastliðinn, daginn fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem Icesave-lögin Fastir pennar 4.8.2010 19:03 Umgjörðin á að vera í lagi Sumar starfsstéttir hafa á sér verra orð en aðrar. Þannig heyrast til dæmis oft hnútuköst í garð lögfræðinga. Sjálfsagt á það rót sína í því að til þeirra leitar fólk helst í vandræðum þar sem óvíst er að allir gangi jafnsáttir frá borði. Fastir pennar 29.7.2010 22:50 Umræðan verður vonandi vitlegri Á morgun er formlegt upphaf viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu (ESB), að því gefnu að utanríkisráðherrar aðildarríkjanna leggi blessun sína yfir málið í dag. Full ástæða er til að fagna upphafi viðræðnanna og þeirri vonarglætu sem þær hafa í för með sér. Fastir pennar 25.7.2010 22:40 Ísland fyrir Íslendinga? Þjóðremba og ofurtrú á ágæti þess sem sprottið er upp í nærumhverfinu er með leiðigjarnari kenndum. Slíkur rembingur er oftast talinn birtingarmynd ákveðinnar minnimáttarkenndar og því kannski skiljanlegt að hann leggist fremur á smærri þjóðir. Fastir pennar 22.7.2010 19:09 Hvar á að skera? Jafnrétti til náms er ein af grunnstoðum norræns velferðarsamfélags. Í því felst sannur jöfnuður í því að hverjum og einum eru gerð sömu tækifæri til þess að mennta sig. Hvernig fólk svo vinnur úr þeim tækifærum er annað mál. Að loknu grunn- og framhaldsskólanámi á fólk að standa frammi fyrir sömu tækifærum til þess að mennta sig til framtíðar. Fastir pennar 24.5.2010 22:09 Óli Kr. Ármannsson: Velvild frá Lúx Áfanga var náð í endurreisn íslensks efnahagslífs með samkomulagi því sem Már Guðmundsson seðlabankasjóri og Yves Mersch, seðlabankastjóri í Lúxemborg, undirrituðu snemma í gærmorgun. Fram til þessa hefur Seðlabankinn í Lúxemborg verið stærsti einstaki erlendi eigandi krónueigna. Samkomulagið léttir þrýstingi af gengi krónunnar og eykur likur á að hér verði hægt að lækka stýrivexti enn frekar og taka fleiri skref í þá átt að draga úr gjaldeyrishöftum. Fastir pennar 19.5.2010 21:24 Tækifæri til umbóta á að nýta Samningur ríkisins við Bændasamtök Íslands, svonefndur búnaðarlagasamningur, rennur út í ár. Bændasamtökin og fulltrúar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins hafa þegar haldið fyrstu fundi um mögulega endurnýjun samningsins. Fullt tilefni virðist hins vegar til að staldra aðeins við og íhuga hvort ekki sé vert að nota þetta tækifæri til að koma á breytingum. Fastir pennar 26.4.2010 23:02 Ríkið úti að aka Ekki löngu fyrir áramót samþykkti ríkisstjórnin að skipta landinu í sjö svæði við gerð sóknaráætlana í landshlutum. Eitt þeirra er svokallað Suðvestursvæði, eða stór-höfuðborgarsvæðið. Skiptingin er hluti af svokallaðri Sóknaráætlun 20/20. Fastir pennar 6.4.2010 22:40 Vafasamir leiðangrar Þras líðandi stundar er yfirþyrmandi í almennri umræðu og hverjum sem er hætt við að tapa áttum. Fram sprettur hver kreppuklámhundurinn á fætur öðrum með yfirlýsingar um yfirvofandi greiðsluþrot þjóðarinnar, getuleysi fólks til að standa undir skuldum sínum, meint aðgerðaleysi stjórnvalda, bankanna og um hverja þá aðra sem mögulega er hægt að beina að fingri. Fastir pennar 26.3.2010 17:13 Hver vill leið B? Enn er hver höndin komin upp á móti annarri í björgunarbátnum sem þjóðin velkist í eftir skipbrot stjórnarhátta undangenginna áratuga, hrun krónunnar og fjármálafyrirtækjanna. Síðasti afleikurinn í óhappasögu þessarar þjóðar er upphlaup Samtaka atvinnulífsins (SA) vegna þess að ríkisstjórnin fór ekki að vilja útvegsmanna við endurskoðun á úthlutun veiðiheimilda á skötusel. Samtökin segja ákvörðunina „kornið sem fyllti mælinn" og hafa sagt sig frá stöðugleikasáttmálanum. Fastir pennar 23.3.2010 20:15 Óvissuferð Átök verða styrkist krónan ekki um fjórðung til fimmtung. Þetta voru skilaboð Alþýðusambandsins þegar nýverið var kynnt fremur dökk hagspá. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, sagði að stjórnvöld og Seðlabanki þyrftu að skilja að án slíkrar styrkingar yrðu horfur á atvinnumarkaði ekki bjartar. Fastir pennar 10.3.2010 17:54 Að missa spón úr aski sínum Bændasamtökin leggjast gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu. Þetta gera þau áður en fyrir liggur aðildarsamningur til að leggja fyrir þjóðina. Fastir pennar 2.3.2010 17:49 Valdið er fólksins Sjónarmið í þá veru að í íslensk stjórnmál skorti sterkan leiðtoga skjóta reglulega upp kollinum í almennri umræðu, þótt vera kunni að þau séu algengari úr einum ranni stjórnmálanna en öðrum. Fastir pennar 26.2.2010 17:27 Furðuleg afstaða Samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar sem Viðskiptaráð Íslands hefur gert á meðal forsvarsmanna íslenskra fyrirtækja þá virðist sem meirihluti þeirra vilji hvorki hafa krónuna sem þjóðarmynt, né ganga í Evrópusambandið. Fastir pennar 15.2.2010 19:28 Virði orðsporsins Í nýliðnum mánuði skrifaði Risto Penttilä, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Finnlands (EVA) og þingmaður á Evrópuþinginu, lesendabréf í Financial Times sem beint var sérstaklega til okkar, Íslendinga. Skrifin eru í fullri vinsemd og byggja á reynslu Finna. Fastir pennar 5.2.2010 17:24 Uppgjörs er þörf Undir lok desember skýrði Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, frá því að á fyrstu mánuðum þessa árs myndi skýrast hver yrði niðurstaðan í fyrstu málunum af þeim um fimmtíu sem hann hefur til rannsóknar. Nú er rétt rúmt ár frá því að komið var á fót embætti sérstaks saksóknara til að rannsaka mögulega saknæma þætti tengda bankahruninu hér. Fastir pennar 22.1.2010 17:40 Moldviðri Ef til vill er ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, um að vísa lögum um ríkisábyrgð vegna Icesave-samninga við Breta og Hollendinga einhver sú versta sem tekin hefur verið í íslenskri stjórnmálasögu. Ekki af því þjóðin eigi ekki að fá að kjósa um mikilvæg mál sem varða framtíðarheill hennar, heldur þess dilks sem málið kann að draga á eftir sér með dýpkun kreppu og versnandi samskiptum við aðrar þjóðir. Ófyrirséð niðurstaða ákvörðunarinnar ræður ágæti hennar. Fastir pennar 11.1.2010 22:14 Að éta útsæðið Hrepparígur og útburður gróusagna um nágrannann hefur lengi viðgengist. Ef til vill er ekki óeðlilegt að meira beri á slíku þegar harðnar á dalnum og fólki verður umhugaðra um þá hluti sem nær standa. Fastir pennar 30.6.2009 21:51 Valkosturinn við alþjóðasamstarf Gerðar hafa verið lærðar úttektir á mismuninum á stöðu Íslands og Nýfundnalands. Nokkru eftir seinna stríð varð ofan á hjá nágrönnum okkar í vestri að ganga til liðs við Kanada, meðan Íslendingar völdu leið sjálfstæðis og sjálfstjórnar. Fastir pennar 23.6.2009 20:19 Að fleyta rjómann Langt er síðan hætt var að flokka nemendur eftir getu í grunnskólum landsins. Hraðferð og hægfærð í nútímaskólastarfi á ekkert skylt við tossabekki fyrri ára. Fastir pennar 20.6.2009 01:28 Blendnar tilfinningar á þjóðhátíðardegi Þjóðhátíðardagurinn er í dag og bærst sjálfsagt víða blendnar tilfinningar í brjósti fólks. Þjóðin hefur orðið fyrir gífurlegu áfalli eftir hrun bæði gjaldmiðils og fjármálakerfis og sjálfstraustið er skert. Ekki er því útilokað að einhverjir sveifli fána með hálfum hug í rigningarsudda á Austurvelli í dag. Fastir pennar 16.6.2009 21:01 Peningar sem vaxa á trjám Ástæða er til þess að fagna ítarlegri úttekt nefndar sérfræðinga um möguleika þjóðarinnar til þess að úr nettóútstreymi gróðurhúsalofttegunda í mismunandi geirum samfélagsins. Niðurstöður nefndarinnar, sem starfað hefur á vegum umhverfisráðuneytisins frá því á vordögum 2007, voru kynntar síðastliðinn föstudag. Fastir pennar 14.6.2009 18:30 Að axla ábyrgð Samkomulag við Breta um lausn Icesave-deilunnar er fagnaðarefni og hluti af úrlausn þeirra mörgu vandamála sem við blasa í endurreisn landsins eftir efnahagshörmungar. Fastir pennar 9.6.2009 19:48 Upplýsandi ákvörðun Á morgun kynnir peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvörðun sína um stýrivexti. Ákvörðunin er um margt söguleg. Vöxtum var síðast breytt fyrir mánuði síðan og peningastefnunefndin gaf út þá fyrirætlan sína að vextir yrðu lækkaðir umtalsvert við næstu ákvörðun, sem er á morgun, og í minni skrefum eftir það. Fastir pennar 2.6.2009 20:29 Grípum ekki til skammgóðs vermis Í byrjun vikunnar voru lagðar fram til kynningar ráðherrum ríkisstjórnarinnar og stjórnendum háskóla landsins tillögur erlendra sérfræðinga í menntamálum um gagngera endurskipulagningu og áherslubreytingar í menntakerfinu. Vinna sérfræðinganna er hluti af endurmati sem sett var í gang eftir hrun efnahagslífsins og fall fjármálakerfisins snemma vetrar. Fastir pennar 26.5.2009 19:08 Sársaukafull tilfærsla á valdi Bankarnir hafa hafið það vandasama verkefni að ganga að eigum fjárfesta sem ekki uppfylla skilyrði lánasamninga. Nýjasta dæmið eru veðköll vegna hlutabréfa í Icelandair Group, en félagið er verður líkast til komið óbeina ríkiseigu að langstærstum hluta þegar bæði Landsbanki og Íslandsbanki hafa farið í gegn um þau mál. Fastir pennar 20.5.2009 08:25 Verkefnin eru ærin í 100 daga áætluninni Margt gott er að finna í 100 daga áætluninni sem ríkisstjórnin nýja kynnti á sunnudag, en í honum endurspeglast vitanlega hversu ærin verkefni er við að fást. Fastir pennar 12.5.2009 21:51 Enn er kallað á veglega lækkun vaxta Áframhaldandi varfærnar stýrivaxtalækkanir um 100 til 150 punkta þar sem óvissa ríkir um áframhaldið leiða þjóðina ekki annað en í ógöngur, efnahagslægðin sem við göngum í gegn um verðu dýpri og langvinnari en ella og enn frekar dregur úr trausti umheimsins á íslenska efnahagsstjórn. Þetta er álit skuggabankastjórnar Markaðarins sem birtist í blaðinu í dag. Fastir pennar 5.5.2009 20:35 Gjaldeyriskreppan eykur á allan vanda Fimmtánda september í fyrra hefur verið líkt við aðra fræga dagsetningu. Nefnilega 11. september 2001 þegar hryðjuverka árásir voru gerða á Bandaríkin. Árásunum var meðal annars beint að miðstöð fjármála þar í landi. Um miðjan september síðastliðinn voru þó ekki gerðar hryðujuverkaárásir, heldur varð ljóst að fjárfestingarbankinn Lehmann Brothers var farinn á hausinn. Fastir pennar 21.4.2009 20:11 « ‹ 3 4 5 6 7 8 … 8 ›
Veik króna áfram? Íslenska krónan er veik, hvað sem líður smástyrkingu síðustu daga. Sumir myndu jafnvel ganga svo langt að segja að hún lægi banaleguna, eða væri í það minnsta á gjörgæsludeild. Og á meðan krónan er veik blæðir almenningi og fyrirtækjum, öðrum en þeim sem reiða sig á útflutning. Forsenda þess að krónunni verði komið af gjörgæsludeildinni er að fyrir liggi sýn á framtíð hennar. Fastir pennar 3.9.2010 22:18
Reynslunni ríkari Í fimm mánuði hefur ekkert gerst í deilu Íslendinga við Breta og Hollendinga um Icesave ábyrgðir. Samningafundur var haldinn 5. mars síðastliðinn, daginn fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem Icesave-lögin Fastir pennar 4.8.2010 19:03
Umgjörðin á að vera í lagi Sumar starfsstéttir hafa á sér verra orð en aðrar. Þannig heyrast til dæmis oft hnútuköst í garð lögfræðinga. Sjálfsagt á það rót sína í því að til þeirra leitar fólk helst í vandræðum þar sem óvíst er að allir gangi jafnsáttir frá borði. Fastir pennar 29.7.2010 22:50
Umræðan verður vonandi vitlegri Á morgun er formlegt upphaf viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu (ESB), að því gefnu að utanríkisráðherrar aðildarríkjanna leggi blessun sína yfir málið í dag. Full ástæða er til að fagna upphafi viðræðnanna og þeirri vonarglætu sem þær hafa í för með sér. Fastir pennar 25.7.2010 22:40
Ísland fyrir Íslendinga? Þjóðremba og ofurtrú á ágæti þess sem sprottið er upp í nærumhverfinu er með leiðigjarnari kenndum. Slíkur rembingur er oftast talinn birtingarmynd ákveðinnar minnimáttarkenndar og því kannski skiljanlegt að hann leggist fremur á smærri þjóðir. Fastir pennar 22.7.2010 19:09
Hvar á að skera? Jafnrétti til náms er ein af grunnstoðum norræns velferðarsamfélags. Í því felst sannur jöfnuður í því að hverjum og einum eru gerð sömu tækifæri til þess að mennta sig. Hvernig fólk svo vinnur úr þeim tækifærum er annað mál. Að loknu grunn- og framhaldsskólanámi á fólk að standa frammi fyrir sömu tækifærum til þess að mennta sig til framtíðar. Fastir pennar 24.5.2010 22:09
Óli Kr. Ármannsson: Velvild frá Lúx Áfanga var náð í endurreisn íslensks efnahagslífs með samkomulagi því sem Már Guðmundsson seðlabankasjóri og Yves Mersch, seðlabankastjóri í Lúxemborg, undirrituðu snemma í gærmorgun. Fram til þessa hefur Seðlabankinn í Lúxemborg verið stærsti einstaki erlendi eigandi krónueigna. Samkomulagið léttir þrýstingi af gengi krónunnar og eykur likur á að hér verði hægt að lækka stýrivexti enn frekar og taka fleiri skref í þá átt að draga úr gjaldeyrishöftum. Fastir pennar 19.5.2010 21:24
Tækifæri til umbóta á að nýta Samningur ríkisins við Bændasamtök Íslands, svonefndur búnaðarlagasamningur, rennur út í ár. Bændasamtökin og fulltrúar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins hafa þegar haldið fyrstu fundi um mögulega endurnýjun samningsins. Fullt tilefni virðist hins vegar til að staldra aðeins við og íhuga hvort ekki sé vert að nota þetta tækifæri til að koma á breytingum. Fastir pennar 26.4.2010 23:02
Ríkið úti að aka Ekki löngu fyrir áramót samþykkti ríkisstjórnin að skipta landinu í sjö svæði við gerð sóknaráætlana í landshlutum. Eitt þeirra er svokallað Suðvestursvæði, eða stór-höfuðborgarsvæðið. Skiptingin er hluti af svokallaðri Sóknaráætlun 20/20. Fastir pennar 6.4.2010 22:40
Vafasamir leiðangrar Þras líðandi stundar er yfirþyrmandi í almennri umræðu og hverjum sem er hætt við að tapa áttum. Fram sprettur hver kreppuklámhundurinn á fætur öðrum með yfirlýsingar um yfirvofandi greiðsluþrot þjóðarinnar, getuleysi fólks til að standa undir skuldum sínum, meint aðgerðaleysi stjórnvalda, bankanna og um hverja þá aðra sem mögulega er hægt að beina að fingri. Fastir pennar 26.3.2010 17:13
Hver vill leið B? Enn er hver höndin komin upp á móti annarri í björgunarbátnum sem þjóðin velkist í eftir skipbrot stjórnarhátta undangenginna áratuga, hrun krónunnar og fjármálafyrirtækjanna. Síðasti afleikurinn í óhappasögu þessarar þjóðar er upphlaup Samtaka atvinnulífsins (SA) vegna þess að ríkisstjórnin fór ekki að vilja útvegsmanna við endurskoðun á úthlutun veiðiheimilda á skötusel. Samtökin segja ákvörðunina „kornið sem fyllti mælinn" og hafa sagt sig frá stöðugleikasáttmálanum. Fastir pennar 23.3.2010 20:15
Óvissuferð Átök verða styrkist krónan ekki um fjórðung til fimmtung. Þetta voru skilaboð Alþýðusambandsins þegar nýverið var kynnt fremur dökk hagspá. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, sagði að stjórnvöld og Seðlabanki þyrftu að skilja að án slíkrar styrkingar yrðu horfur á atvinnumarkaði ekki bjartar. Fastir pennar 10.3.2010 17:54
Að missa spón úr aski sínum Bændasamtökin leggjast gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu. Þetta gera þau áður en fyrir liggur aðildarsamningur til að leggja fyrir þjóðina. Fastir pennar 2.3.2010 17:49
Valdið er fólksins Sjónarmið í þá veru að í íslensk stjórnmál skorti sterkan leiðtoga skjóta reglulega upp kollinum í almennri umræðu, þótt vera kunni að þau séu algengari úr einum ranni stjórnmálanna en öðrum. Fastir pennar 26.2.2010 17:27
Furðuleg afstaða Samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar sem Viðskiptaráð Íslands hefur gert á meðal forsvarsmanna íslenskra fyrirtækja þá virðist sem meirihluti þeirra vilji hvorki hafa krónuna sem þjóðarmynt, né ganga í Evrópusambandið. Fastir pennar 15.2.2010 19:28
Virði orðsporsins Í nýliðnum mánuði skrifaði Risto Penttilä, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Finnlands (EVA) og þingmaður á Evrópuþinginu, lesendabréf í Financial Times sem beint var sérstaklega til okkar, Íslendinga. Skrifin eru í fullri vinsemd og byggja á reynslu Finna. Fastir pennar 5.2.2010 17:24
Uppgjörs er þörf Undir lok desember skýrði Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, frá því að á fyrstu mánuðum þessa árs myndi skýrast hver yrði niðurstaðan í fyrstu málunum af þeim um fimmtíu sem hann hefur til rannsóknar. Nú er rétt rúmt ár frá því að komið var á fót embætti sérstaks saksóknara til að rannsaka mögulega saknæma þætti tengda bankahruninu hér. Fastir pennar 22.1.2010 17:40
Moldviðri Ef til vill er ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, um að vísa lögum um ríkisábyrgð vegna Icesave-samninga við Breta og Hollendinga einhver sú versta sem tekin hefur verið í íslenskri stjórnmálasögu. Ekki af því þjóðin eigi ekki að fá að kjósa um mikilvæg mál sem varða framtíðarheill hennar, heldur þess dilks sem málið kann að draga á eftir sér með dýpkun kreppu og versnandi samskiptum við aðrar þjóðir. Ófyrirséð niðurstaða ákvörðunarinnar ræður ágæti hennar. Fastir pennar 11.1.2010 22:14
Að éta útsæðið Hrepparígur og útburður gróusagna um nágrannann hefur lengi viðgengist. Ef til vill er ekki óeðlilegt að meira beri á slíku þegar harðnar á dalnum og fólki verður umhugaðra um þá hluti sem nær standa. Fastir pennar 30.6.2009 21:51
Valkosturinn við alþjóðasamstarf Gerðar hafa verið lærðar úttektir á mismuninum á stöðu Íslands og Nýfundnalands. Nokkru eftir seinna stríð varð ofan á hjá nágrönnum okkar í vestri að ganga til liðs við Kanada, meðan Íslendingar völdu leið sjálfstæðis og sjálfstjórnar. Fastir pennar 23.6.2009 20:19
Að fleyta rjómann Langt er síðan hætt var að flokka nemendur eftir getu í grunnskólum landsins. Hraðferð og hægfærð í nútímaskólastarfi á ekkert skylt við tossabekki fyrri ára. Fastir pennar 20.6.2009 01:28
Blendnar tilfinningar á þjóðhátíðardegi Þjóðhátíðardagurinn er í dag og bærst sjálfsagt víða blendnar tilfinningar í brjósti fólks. Þjóðin hefur orðið fyrir gífurlegu áfalli eftir hrun bæði gjaldmiðils og fjármálakerfis og sjálfstraustið er skert. Ekki er því útilokað að einhverjir sveifli fána með hálfum hug í rigningarsudda á Austurvelli í dag. Fastir pennar 16.6.2009 21:01
Peningar sem vaxa á trjám Ástæða er til þess að fagna ítarlegri úttekt nefndar sérfræðinga um möguleika þjóðarinnar til þess að úr nettóútstreymi gróðurhúsalofttegunda í mismunandi geirum samfélagsins. Niðurstöður nefndarinnar, sem starfað hefur á vegum umhverfisráðuneytisins frá því á vordögum 2007, voru kynntar síðastliðinn föstudag. Fastir pennar 14.6.2009 18:30
Að axla ábyrgð Samkomulag við Breta um lausn Icesave-deilunnar er fagnaðarefni og hluti af úrlausn þeirra mörgu vandamála sem við blasa í endurreisn landsins eftir efnahagshörmungar. Fastir pennar 9.6.2009 19:48
Upplýsandi ákvörðun Á morgun kynnir peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvörðun sína um stýrivexti. Ákvörðunin er um margt söguleg. Vöxtum var síðast breytt fyrir mánuði síðan og peningastefnunefndin gaf út þá fyrirætlan sína að vextir yrðu lækkaðir umtalsvert við næstu ákvörðun, sem er á morgun, og í minni skrefum eftir það. Fastir pennar 2.6.2009 20:29
Grípum ekki til skammgóðs vermis Í byrjun vikunnar voru lagðar fram til kynningar ráðherrum ríkisstjórnarinnar og stjórnendum háskóla landsins tillögur erlendra sérfræðinga í menntamálum um gagngera endurskipulagningu og áherslubreytingar í menntakerfinu. Vinna sérfræðinganna er hluti af endurmati sem sett var í gang eftir hrun efnahagslífsins og fall fjármálakerfisins snemma vetrar. Fastir pennar 26.5.2009 19:08
Sársaukafull tilfærsla á valdi Bankarnir hafa hafið það vandasama verkefni að ganga að eigum fjárfesta sem ekki uppfylla skilyrði lánasamninga. Nýjasta dæmið eru veðköll vegna hlutabréfa í Icelandair Group, en félagið er verður líkast til komið óbeina ríkiseigu að langstærstum hluta þegar bæði Landsbanki og Íslandsbanki hafa farið í gegn um þau mál. Fastir pennar 20.5.2009 08:25
Verkefnin eru ærin í 100 daga áætluninni Margt gott er að finna í 100 daga áætluninni sem ríkisstjórnin nýja kynnti á sunnudag, en í honum endurspeglast vitanlega hversu ærin verkefni er við að fást. Fastir pennar 12.5.2009 21:51
Enn er kallað á veglega lækkun vaxta Áframhaldandi varfærnar stýrivaxtalækkanir um 100 til 150 punkta þar sem óvissa ríkir um áframhaldið leiða þjóðina ekki annað en í ógöngur, efnahagslægðin sem við göngum í gegn um verðu dýpri og langvinnari en ella og enn frekar dregur úr trausti umheimsins á íslenska efnahagsstjórn. Þetta er álit skuggabankastjórnar Markaðarins sem birtist í blaðinu í dag. Fastir pennar 5.5.2009 20:35
Gjaldeyriskreppan eykur á allan vanda Fimmtánda september í fyrra hefur verið líkt við aðra fræga dagsetningu. Nefnilega 11. september 2001 þegar hryðjuverka árásir voru gerða á Bandaríkin. Árásunum var meðal annars beint að miðstöð fjármála þar í landi. Um miðjan september síðastliðinn voru þó ekki gerðar hryðujuverkaárásir, heldur varð ljóst að fjárfestingarbankinn Lehmann Brothers var farinn á hausinn. Fastir pennar 21.4.2009 20:11
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent