Gos á Fimmvörðuhálsi Keflavíkurflugvöllur lokast á morgun Loftrými umhverfis Keflavíkurflugvöll fyrir blindflugsumferð lokast eftir hádegi á morgun. Spár gera ráð fyrir að öskuský vegna eldgossins í Eyjafjallajökli verð komið að vesturströnd Íslands um hádegi á morgun. Iceland Express hefur ákveðið að flýta flugi sem átti að fara síðdegis á morgun til Alicante. Fyrr í dag aflýsti Icelandair tveimur flugferðum sem fara átti á morgun. Innlent 7.5.2010 19:30 Ekkert bendir til að gosinu sé að ljúka Töluverðar breytingar hafa orðið á gosinu í Eyjafjallajökli á síðustu dögum. Hraunrennsli hefur minnkað verulega og sprengivirkni aukist til muna. Svartur gosmökkur steig upp beint frá gosstöðvunum í gær. Innlent 6.5.2010 23:11 Minna rennsli frá Gígjökli Sérfræðingar telja að Eyjafjallajökull muni halda áfram að gjósa af fullum krafti næstu daga. Órói í dag var svipaður og í gærdag. Innlent 5.5.2010 19:34 Eyjafjallajökull: Nýtt kvikuskot í jöklinum Eyjafjallajökull heldur áfram að gjósa af fullum krafti næstu daga að því er sérfræðingar segja en ný kvika virðist vera að þrýsta sér upp neðst í kvikurásinni. Á heimasíðu Veðurstofunnar er bent á að aukin jarðskálftavirkni hafi verið undir jöklinum frá því á mánudag. Nákvæm staðsetning skjálftanna sýnir að þeir fyrstu verða djúpt í jörðu, á um 23 km dýpi, en færast síðan upp. Innlent 5.5.2010 13:02 Eyjafjallajökull: Drunurnar heyrast víða um land Veðurskyrðin sem verið hafa á landinu undanfarna daga og rakinn í loftinu virðast hafa gert það að verkum að drunurnar úr Eyjafjallajökli hafa borist mun víðar en áður. Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að fólk hafi haft samband frá Vesturlandi, Suðurlandi og frá Mýrum og sagt frá drununum. Innlent 5.5.2010 11:26 Eyjafjallajökull: Ferðamönnum fækkaði um tæp 17% í apríl Erlendir ferðamenn voru 16,9% færri nú í apríl en í apríl á síðasta ári. Þannig fóru rúmlega 23 þúsund erlendir gestir frá landinu um Leifsstöð í mánuðinum samanborið við tæp 28 þúsund á sama tíma í fyrra. Viðskipti innlent 5.5.2010 10:21 Eyjafjallajökull: Enn sprengivirkni í gosinu Litlar breytingar hafa orðið á gosinu í Eyjafjallajökli frá því í gær, samkvæmt upplýsingum sem fengust frá Veðurstofu Íslands í morgun. Gosmökkurinn sást vel í gær en hann var töluvert dekkri en áður. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var greint frá því að ástæðuna mætti rekja til aukinnar sprengivirkni í gosinu. Búast mætti við töluverðu öskufalli næstu daga. Innlent 5.5.2010 08:50 Eyjafjallajökull: Flugvellir á Írlandi og Skotlandi áfram lokaðir vegna eldgossins Flugvellir á Írlandi og í Skotlandi eru lokaðir áfram í dag vegna öskunnar frá gosinu í Eyjafjallajökli. Samkvæmt frétt um málið á BBC er líklegt að Erlent 5.5.2010 07:12 Landgræðslustjóri ræðir við heimamenn Sérfræðingar miðla upplýsingum til íbúa á áhrifasvæði Eyjafjallajökuls þessa dagana. Fundirnir með sérfræðingum fara fram í hádeginu í þjónustumiðstöðinni í Heimalandi. Innlent 4.5.2010 22:10 Hætta á gusthlaupum niður Gígjökul Almannavarnir vöruðu í dag við hættu á lífshættulegum gusthlaupum sem gætu farið hratt niður með Gígjökli og náð niður á Markarfljótsaura. Slík eiturský geta orðið 300 stiga heit og drepa allt kvikt sem í vegi þeirra verða. Innlent 4.5.2010 19:05 Eldgosið ógnar heilli atvinnugrein Eldgosið í Eyjafjallajökli ógnar heilli atvinnugrein. Þetta kom fram í ræðu iðnaðar- og ferðamálaráðherra, á Ferðamálaþingi í dag en þar var kynnt stærsta kynningarátak fyrir ferðaþjónustuna sem ráðist hefur verið í sögu þjóðarinnar. Innlent 4.5.2010 18:57 Átökin í Gígjökli - myndir Mikil átök hafa verið við Gígjökul síðastliðinn sólarhring, eins og fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2. Glóandi hrauneðjan er við það að steypast undir snarbrattan skriðjökul. Ís og eldur takast á með feiknarlegum fljóðbylgjum. Egill Aðalsteinsson, kvikmyndatökumaður á fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis, kynnti sér aðstæður í dag og tók þær myndir sem fylgja þessari frétt. Innlent 3.5.2010 21:16 Eyjafjallajökull lagði sænskt flugfélag Eyjafjallajökull hefur nú lagt fyrsta flugfélagið að velli. Það er lítið sænskt flugfélag Flyglinjen sem stofnað var í febrúar. Erlent 3.5.2010 11:38 Aukin sprengivirkni Rennsli í Markarfljót vegna eldgossins í Eyjafjallajökli jókst tímabundið síðdegis í gær og varð þá svipað og í fyrri flóðum þann 30. apríl. Um klukkan hálfátta í gærkvöldi sýni vefmyndavél síðan gufuský við jaðar Gígjökul sem gefa til kynna heitt bræðsluvatn. Innlent 3.5.2010 08:48 Öskuframleiðslan aðeins brot af því sem hún var Kvikustreymi og gosmökkur á Eyjafjallajökli hefur verið með svipuðum hætti og undanfarna sólarhringa og hraun heldur áfram að renna til norðurs í upptökum Gígjökuls. Sprengivirknin og öskuframleiðsla er aðeins brot af því sem hún var í byrjun gossins en engin merki sjást um að gosi sé að ljúka. Innlent 30.4.2010 20:35 Kvikuflæðið allt að 50 tonn á sekúndu Talið er að kvikuflæðið upp úr gosrásinni í Eyjafjallajökli, sé allt að 50 tonn á sekúndu, sem er meira en haldið hefur verið, en minna en við upphaf gossins. Þetta flæði jafngildir þyngd fimmtíu lítilla fólksbíla á sekúndu. Innlent 30.4.2010 12:22 Engin merki um að gosi sé að ljúka Vatnsrennsli undan Gígjökli í Eyjafjallajökli jókst nokkuð undir morgun og er að berast út í Markarfljót. Þetta er þó ekki neitt stórhlaup og tala vísindamenn frekar um gusu. Annars hélt gosið ámóta krafti í nótt og verið hefur síðasta sólarhringinn. Engin merki er um að gosinu sé að ljúka. Innlent 30.4.2010 08:34 Allt flug með eðlilegum hætti Allir alþjóðaflugvellir á landinu hafa verið opnir síðan í gærkvöldi og millilandaflugið fer nú um Keflavíkurflugvöll. Allt bendir til að innanlandsflug verði samkvæmt áætlun í dag eftir tveggja daga röskun. Fyrstu innanlandsvélarnar fóru frá Reykjavík í gærkvöldi til Akureyrar og Egilsstaða. Innlent 29.4.2010 08:08 Enn engin merki um goslok Kvikustreymi og gosmökkur í Eyjafjallajökli hefur verið með svipuðum hætti og undanfarna sólarhringa og hraun heldur áfram að renna til norðurs í upptökum Gígjökuls. Af gufu sem leggur upp af Gígjökli má ráða að hraunið sé komið í hallann til norðurs. Ekki sjást merki um að gosi sé að ljúka að mati Veðurstofunnar en gosórói hefur verið svipaður og undanfarna daga. Innlent 28.4.2010 18:23 Græn slikja komin á tún á öskusvæði undir Eyjafjöllum Bændur á öskufallssvæðinu undir Eyjafjöllum huga nú að sumarbeit fyrir sauðfé og öflun heys, að sögn Katrínar Andrésdóttur héraðsdýralæknis. Hún er þessa dagana á ferð um svæðið ásamt Þorsteini Ólafssyni, sérgreinadýralækni sauðfjár og nautgripa. Þau ræða við bændur og taka stöðuna. Innlent 27.4.2010 22:09 Engin merki um að gosi sé að ljúka Kvikustreymi og gosmökkur í Eyjafjallajökli hefur verið með svipuðum hætti og undanfarna sólarhringa og hraun heldur áfram að renna til norðurs í upptökum Gígjökuls. Í stöðumati Veðurstofunnar segir að sprengigos og gjóskumyndun sé aðeins lítið brot af því sem var þegar gosið var mest þó gjóskufalls gæti 40 km vestan gosstöðvanna. Ekki sjást merki um að gosi sé að ljúka. Innlent 27.4.2010 21:04 Flugumferð leyfð um Akureyri og Egilsstaði Flugvellirnir á Akureyri og á Egilsstöðum verða opnir áfram í kvöld og í nótt en útlit var fyrir að þeim yrði að loka sökum öskufalls frá Eyjafjallajökli. Flugvellirnir í Keflavík og í Reykjavík eru hinsvegar enn á svokölluðu svörtu svæði miðað við spá um öskudreifingu og verða því lokaðir áfram. Innlent 27.4.2010 19:20 Sex milljónum varið í kaup á svifryksmæli Sex milljónum króna verður varið til kaupa og uppsetningar á sjálfvirkum mæli til að mæla svifryk á áhrifasvæði eldgossins í Eyjafjallajökli. Ríkisstjórnin samþykkti tillögu Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra þess efnis á fundi í morgun. Innlent 27.4.2010 17:55 Bannsvæði í kringum gossvæðið minnkað Þjóðvegur 1 er opinn undir Eyjafjöllum en vegfarendur eru beðnir um að fara með gát þar sem bráðabirgðaviðgerðir eru á veginum. Innlent 27.4.2010 14:42 Flugfélag Íslands aflýsir öllu flugi í dag Flugfélag Íslands hefur aflýst öllu flugi í dag sökum gjóskuskýja sem takmarka flugumferð. Innanlandsflug klukkan 7:15 í fyrramálið er í athugun. Innlent 27.4.2010 12:33 Horfur á að ferðamönnum fækki um hundrað þúsund Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að leggja allt að 350 milljónir króna í kynningarátak á íslandi, vegna fyrirsjáanlegrar fækkunar ferðamanna til Íslands. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði að stefnt gæti í að erlendum ferðamönnum fækkaði um allt að eitt hundrað þúsund miðað við áætlanir þessa árs, sem hefði í för með sér tekjutap upp á 25 til 30 milljarða króna. Innlent 27.4.2010 12:25 Töluvert vatnsrennsli niður Gígjökul Smá sprengingar hafa verið í morgun í gosinu í Eyjafjallajökli, en að öðru leyti er gosórói svipaður og undanfarna sólarhringa. Aska stígur upp í rösklega þriggja kílómetra hæð og leggur til norðvesturs, en öskufall í byggð er sára lítið og greinist varla, þar sem það er á annað borð. Innlent 27.4.2010 12:07 Kanna skilyrði eftir hádegi Ekkert innanlandsflug hefur verið í morgun vegna eldfjallaösku í lofti, en Flugfélag Íslands og Ernir ætla að kanna skilyrði eftir hádegi. Flugi Icelandair og Iceland Express frá landinu var flýtt un nokkrar klukkustundir í morgun, en loftrými yfir Keflavíkur- og Reykjavíkurflugvöllum eru lokuð. Innlent 27.4.2010 12:05 Seinkun á flugi næsta sólarhringinn - flogið á fimmtudag Icelandair stefnir að því færa tengibanka sinn frá Glasgow til Íslands á morgun og fljúga samkvæmt áætlun frá og með fimmtudagsmorgni. Vegna takmarkana á flugi um Keflavíkur- og Akureyrarflugvelli næsta sólarhringinn er gert ráð fyrir töluverðum seinkunum fram að þeim tíma. Innlent 27.4.2010 11:53 Öllu flugi frestað fram yfir hádegi Öllu flugi Flugfélags Íslands hefur verið frestað fram yfir hádegi, vegna eldfjallaösku í lofti. Athugað verður nánar með flug upp úr klukkan eitt. Flugfélagi Ernir hefur líka frestað öllu sínu morgunflugi, sem átti að vera til Sauðárkróks, Hafnar og Bíldudals. Aðstæður verða endurmetnar í hádeginu. Innlent 27.4.2010 07:53 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 8 … 13 ›
Keflavíkurflugvöllur lokast á morgun Loftrými umhverfis Keflavíkurflugvöll fyrir blindflugsumferð lokast eftir hádegi á morgun. Spár gera ráð fyrir að öskuský vegna eldgossins í Eyjafjallajökli verð komið að vesturströnd Íslands um hádegi á morgun. Iceland Express hefur ákveðið að flýta flugi sem átti að fara síðdegis á morgun til Alicante. Fyrr í dag aflýsti Icelandair tveimur flugferðum sem fara átti á morgun. Innlent 7.5.2010 19:30
Ekkert bendir til að gosinu sé að ljúka Töluverðar breytingar hafa orðið á gosinu í Eyjafjallajökli á síðustu dögum. Hraunrennsli hefur minnkað verulega og sprengivirkni aukist til muna. Svartur gosmökkur steig upp beint frá gosstöðvunum í gær. Innlent 6.5.2010 23:11
Minna rennsli frá Gígjökli Sérfræðingar telja að Eyjafjallajökull muni halda áfram að gjósa af fullum krafti næstu daga. Órói í dag var svipaður og í gærdag. Innlent 5.5.2010 19:34
Eyjafjallajökull: Nýtt kvikuskot í jöklinum Eyjafjallajökull heldur áfram að gjósa af fullum krafti næstu daga að því er sérfræðingar segja en ný kvika virðist vera að þrýsta sér upp neðst í kvikurásinni. Á heimasíðu Veðurstofunnar er bent á að aukin jarðskálftavirkni hafi verið undir jöklinum frá því á mánudag. Nákvæm staðsetning skjálftanna sýnir að þeir fyrstu verða djúpt í jörðu, á um 23 km dýpi, en færast síðan upp. Innlent 5.5.2010 13:02
Eyjafjallajökull: Drunurnar heyrast víða um land Veðurskyrðin sem verið hafa á landinu undanfarna daga og rakinn í loftinu virðast hafa gert það að verkum að drunurnar úr Eyjafjallajökli hafa borist mun víðar en áður. Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að fólk hafi haft samband frá Vesturlandi, Suðurlandi og frá Mýrum og sagt frá drununum. Innlent 5.5.2010 11:26
Eyjafjallajökull: Ferðamönnum fækkaði um tæp 17% í apríl Erlendir ferðamenn voru 16,9% færri nú í apríl en í apríl á síðasta ári. Þannig fóru rúmlega 23 þúsund erlendir gestir frá landinu um Leifsstöð í mánuðinum samanborið við tæp 28 þúsund á sama tíma í fyrra. Viðskipti innlent 5.5.2010 10:21
Eyjafjallajökull: Enn sprengivirkni í gosinu Litlar breytingar hafa orðið á gosinu í Eyjafjallajökli frá því í gær, samkvæmt upplýsingum sem fengust frá Veðurstofu Íslands í morgun. Gosmökkurinn sást vel í gær en hann var töluvert dekkri en áður. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var greint frá því að ástæðuna mætti rekja til aukinnar sprengivirkni í gosinu. Búast mætti við töluverðu öskufalli næstu daga. Innlent 5.5.2010 08:50
Eyjafjallajökull: Flugvellir á Írlandi og Skotlandi áfram lokaðir vegna eldgossins Flugvellir á Írlandi og í Skotlandi eru lokaðir áfram í dag vegna öskunnar frá gosinu í Eyjafjallajökli. Samkvæmt frétt um málið á BBC er líklegt að Erlent 5.5.2010 07:12
Landgræðslustjóri ræðir við heimamenn Sérfræðingar miðla upplýsingum til íbúa á áhrifasvæði Eyjafjallajökuls þessa dagana. Fundirnir með sérfræðingum fara fram í hádeginu í þjónustumiðstöðinni í Heimalandi. Innlent 4.5.2010 22:10
Hætta á gusthlaupum niður Gígjökul Almannavarnir vöruðu í dag við hættu á lífshættulegum gusthlaupum sem gætu farið hratt niður með Gígjökli og náð niður á Markarfljótsaura. Slík eiturský geta orðið 300 stiga heit og drepa allt kvikt sem í vegi þeirra verða. Innlent 4.5.2010 19:05
Eldgosið ógnar heilli atvinnugrein Eldgosið í Eyjafjallajökli ógnar heilli atvinnugrein. Þetta kom fram í ræðu iðnaðar- og ferðamálaráðherra, á Ferðamálaþingi í dag en þar var kynnt stærsta kynningarátak fyrir ferðaþjónustuna sem ráðist hefur verið í sögu þjóðarinnar. Innlent 4.5.2010 18:57
Átökin í Gígjökli - myndir Mikil átök hafa verið við Gígjökul síðastliðinn sólarhring, eins og fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2. Glóandi hrauneðjan er við það að steypast undir snarbrattan skriðjökul. Ís og eldur takast á með feiknarlegum fljóðbylgjum. Egill Aðalsteinsson, kvikmyndatökumaður á fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis, kynnti sér aðstæður í dag og tók þær myndir sem fylgja þessari frétt. Innlent 3.5.2010 21:16
Eyjafjallajökull lagði sænskt flugfélag Eyjafjallajökull hefur nú lagt fyrsta flugfélagið að velli. Það er lítið sænskt flugfélag Flyglinjen sem stofnað var í febrúar. Erlent 3.5.2010 11:38
Aukin sprengivirkni Rennsli í Markarfljót vegna eldgossins í Eyjafjallajökli jókst tímabundið síðdegis í gær og varð þá svipað og í fyrri flóðum þann 30. apríl. Um klukkan hálfátta í gærkvöldi sýni vefmyndavél síðan gufuský við jaðar Gígjökul sem gefa til kynna heitt bræðsluvatn. Innlent 3.5.2010 08:48
Öskuframleiðslan aðeins brot af því sem hún var Kvikustreymi og gosmökkur á Eyjafjallajökli hefur verið með svipuðum hætti og undanfarna sólarhringa og hraun heldur áfram að renna til norðurs í upptökum Gígjökuls. Sprengivirknin og öskuframleiðsla er aðeins brot af því sem hún var í byrjun gossins en engin merki sjást um að gosi sé að ljúka. Innlent 30.4.2010 20:35
Kvikuflæðið allt að 50 tonn á sekúndu Talið er að kvikuflæðið upp úr gosrásinni í Eyjafjallajökli, sé allt að 50 tonn á sekúndu, sem er meira en haldið hefur verið, en minna en við upphaf gossins. Þetta flæði jafngildir þyngd fimmtíu lítilla fólksbíla á sekúndu. Innlent 30.4.2010 12:22
Engin merki um að gosi sé að ljúka Vatnsrennsli undan Gígjökli í Eyjafjallajökli jókst nokkuð undir morgun og er að berast út í Markarfljót. Þetta er þó ekki neitt stórhlaup og tala vísindamenn frekar um gusu. Annars hélt gosið ámóta krafti í nótt og verið hefur síðasta sólarhringinn. Engin merki er um að gosinu sé að ljúka. Innlent 30.4.2010 08:34
Allt flug með eðlilegum hætti Allir alþjóðaflugvellir á landinu hafa verið opnir síðan í gærkvöldi og millilandaflugið fer nú um Keflavíkurflugvöll. Allt bendir til að innanlandsflug verði samkvæmt áætlun í dag eftir tveggja daga röskun. Fyrstu innanlandsvélarnar fóru frá Reykjavík í gærkvöldi til Akureyrar og Egilsstaða. Innlent 29.4.2010 08:08
Enn engin merki um goslok Kvikustreymi og gosmökkur í Eyjafjallajökli hefur verið með svipuðum hætti og undanfarna sólarhringa og hraun heldur áfram að renna til norðurs í upptökum Gígjökuls. Af gufu sem leggur upp af Gígjökli má ráða að hraunið sé komið í hallann til norðurs. Ekki sjást merki um að gosi sé að ljúka að mati Veðurstofunnar en gosórói hefur verið svipaður og undanfarna daga. Innlent 28.4.2010 18:23
Græn slikja komin á tún á öskusvæði undir Eyjafjöllum Bændur á öskufallssvæðinu undir Eyjafjöllum huga nú að sumarbeit fyrir sauðfé og öflun heys, að sögn Katrínar Andrésdóttur héraðsdýralæknis. Hún er þessa dagana á ferð um svæðið ásamt Þorsteini Ólafssyni, sérgreinadýralækni sauðfjár og nautgripa. Þau ræða við bændur og taka stöðuna. Innlent 27.4.2010 22:09
Engin merki um að gosi sé að ljúka Kvikustreymi og gosmökkur í Eyjafjallajökli hefur verið með svipuðum hætti og undanfarna sólarhringa og hraun heldur áfram að renna til norðurs í upptökum Gígjökuls. Í stöðumati Veðurstofunnar segir að sprengigos og gjóskumyndun sé aðeins lítið brot af því sem var þegar gosið var mest þó gjóskufalls gæti 40 km vestan gosstöðvanna. Ekki sjást merki um að gosi sé að ljúka. Innlent 27.4.2010 21:04
Flugumferð leyfð um Akureyri og Egilsstaði Flugvellirnir á Akureyri og á Egilsstöðum verða opnir áfram í kvöld og í nótt en útlit var fyrir að þeim yrði að loka sökum öskufalls frá Eyjafjallajökli. Flugvellirnir í Keflavík og í Reykjavík eru hinsvegar enn á svokölluðu svörtu svæði miðað við spá um öskudreifingu og verða því lokaðir áfram. Innlent 27.4.2010 19:20
Sex milljónum varið í kaup á svifryksmæli Sex milljónum króna verður varið til kaupa og uppsetningar á sjálfvirkum mæli til að mæla svifryk á áhrifasvæði eldgossins í Eyjafjallajökli. Ríkisstjórnin samþykkti tillögu Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra þess efnis á fundi í morgun. Innlent 27.4.2010 17:55
Bannsvæði í kringum gossvæðið minnkað Þjóðvegur 1 er opinn undir Eyjafjöllum en vegfarendur eru beðnir um að fara með gát þar sem bráðabirgðaviðgerðir eru á veginum. Innlent 27.4.2010 14:42
Flugfélag Íslands aflýsir öllu flugi í dag Flugfélag Íslands hefur aflýst öllu flugi í dag sökum gjóskuskýja sem takmarka flugumferð. Innanlandsflug klukkan 7:15 í fyrramálið er í athugun. Innlent 27.4.2010 12:33
Horfur á að ferðamönnum fækki um hundrað þúsund Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að leggja allt að 350 milljónir króna í kynningarátak á íslandi, vegna fyrirsjáanlegrar fækkunar ferðamanna til Íslands. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði að stefnt gæti í að erlendum ferðamönnum fækkaði um allt að eitt hundrað þúsund miðað við áætlanir þessa árs, sem hefði í för með sér tekjutap upp á 25 til 30 milljarða króna. Innlent 27.4.2010 12:25
Töluvert vatnsrennsli niður Gígjökul Smá sprengingar hafa verið í morgun í gosinu í Eyjafjallajökli, en að öðru leyti er gosórói svipaður og undanfarna sólarhringa. Aska stígur upp í rösklega þriggja kílómetra hæð og leggur til norðvesturs, en öskufall í byggð er sára lítið og greinist varla, þar sem það er á annað borð. Innlent 27.4.2010 12:07
Kanna skilyrði eftir hádegi Ekkert innanlandsflug hefur verið í morgun vegna eldfjallaösku í lofti, en Flugfélag Íslands og Ernir ætla að kanna skilyrði eftir hádegi. Flugi Icelandair og Iceland Express frá landinu var flýtt un nokkrar klukkustundir í morgun, en loftrými yfir Keflavíkur- og Reykjavíkurflugvöllum eru lokuð. Innlent 27.4.2010 12:05
Seinkun á flugi næsta sólarhringinn - flogið á fimmtudag Icelandair stefnir að því færa tengibanka sinn frá Glasgow til Íslands á morgun og fljúga samkvæmt áætlun frá og með fimmtudagsmorgni. Vegna takmarkana á flugi um Keflavíkur- og Akureyrarflugvelli næsta sólarhringinn er gert ráð fyrir töluverðum seinkunum fram að þeim tíma. Innlent 27.4.2010 11:53
Öllu flugi frestað fram yfir hádegi Öllu flugi Flugfélags Íslands hefur verið frestað fram yfir hádegi, vegna eldfjallaösku í lofti. Athugað verður nánar með flug upp úr klukkan eitt. Flugfélagi Ernir hefur líka frestað öllu sínu morgunflugi, sem átti að vera til Sauðárkróks, Hafnar og Bíldudals. Aðstæður verða endurmetnar í hádeginu. Innlent 27.4.2010 07:53
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent