Græn slikja komin á tún á öskusvæði undir Eyjafjöllum 28. apríl 2010 03:00 MYND/Vilhelm Bændur á öskufallssvæðinu undir Eyjafjöllum huga nú að sumarbeit fyrir sauðfé og öflun heys, að sögn Katrínar Andrésdóttur héraðsdýralæknis. Hún er þessa dagana á ferð um svæðið ásamt Þorsteini Ólafssyni, sérgreinadýralækni sauðfjár og nautgripa. Þau ræða við bændur og taka stöðuna. „Þeir sem við höfum rætt við eru ótrúlega brattir," sagði Katrín í gær og bætti við: „Það er seigt í íslenskum bændum." Katrín og Þorsteinn voru stödd á öskufallssvæðinu vestanverðu í gær og sagði Katrín að gróðurinn hefði tekið ótrúlega fljótt við sér. Græn slikja væri víða komin á tún. Staðan væri mun bjartari en hún hefði þorað að vona. „Flúorinn þvæst úr í rigningu. Askan gæti hins vegar verið slæm fyrir heyvinnuvélar og ryk komist í heyið, en þetta á ekki að verða til mikils skaða," sagði Katrín. Hún sagði að aðaláhyggjuefni þeirra bænda sem rætt hefði verið við væri sumarbeit sauðfjár, þar sem afréttarlönd þeirra hefðu orðið illa úti í öskufallinu. Tilboð um hey hefðu borist víða af landinu og hægt yrði að flytja það af einhverjum svæðum. „Hins vegar eru miklar hömlur á slíkum flutningum og gossvæðið er mjög hreint [af búfjársjúkdómum]," útskýrði hún og undirstrikaði að vel yrði vandað til heyflutninganna ef af yrði. Talsvert af hrossum var flutt burt af svæðinu þegar öskufallið var hvað mest, að sögn Katrínar, en hvorki sauðfé né nautgripir. „Markarfljót er varnarlína vestan megin og sé sauðfé og nautgripir flutt yfir hana mega þeir ekki koma til baka aftur." Elvar Eyvindsson, sveitarstjóri í Rangárþingi eystra, hitti meðal annars fulltrúa Búnaðarsambands Suðurlands og Bjargráðasjóðs í gær, sem svöruðu þá fyrirspurnum íbúa. Hann sagði að sjóðurinn hefði skyldum að gegna við bændur vegna framkvæmda sem ekki væru tryggðar eins og til að mynda ræktað land. „Reglur Bjargráðasjóðs eru þannig að þeir borga eftir á, þegar öll kurl eru komin til grafar, en það verður ekki fyrr en í haust," sagði Elvar. „Það þyrfti að gerast fyrr því menn verða fyrir miklum útlögðum kostnaði nú þegar. Bjargráðasjóður er að athuga hvort eitthvað sé hægt að gera til að koma til móts við þá. Að auki kemur Viðlagatrygging að þessum málum. Ég veit að menn eru allir af vilja gerðir og eru nú að átta sig á stöðunni." jss@frettabladid.is Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Sjá meira
Bændur á öskufallssvæðinu undir Eyjafjöllum huga nú að sumarbeit fyrir sauðfé og öflun heys, að sögn Katrínar Andrésdóttur héraðsdýralæknis. Hún er þessa dagana á ferð um svæðið ásamt Þorsteini Ólafssyni, sérgreinadýralækni sauðfjár og nautgripa. Þau ræða við bændur og taka stöðuna. „Þeir sem við höfum rætt við eru ótrúlega brattir," sagði Katrín í gær og bætti við: „Það er seigt í íslenskum bændum." Katrín og Þorsteinn voru stödd á öskufallssvæðinu vestanverðu í gær og sagði Katrín að gróðurinn hefði tekið ótrúlega fljótt við sér. Græn slikja væri víða komin á tún. Staðan væri mun bjartari en hún hefði þorað að vona. „Flúorinn þvæst úr í rigningu. Askan gæti hins vegar verið slæm fyrir heyvinnuvélar og ryk komist í heyið, en þetta á ekki að verða til mikils skaða," sagði Katrín. Hún sagði að aðaláhyggjuefni þeirra bænda sem rætt hefði verið við væri sumarbeit sauðfjár, þar sem afréttarlönd þeirra hefðu orðið illa úti í öskufallinu. Tilboð um hey hefðu borist víða af landinu og hægt yrði að flytja það af einhverjum svæðum. „Hins vegar eru miklar hömlur á slíkum flutningum og gossvæðið er mjög hreint [af búfjársjúkdómum]," útskýrði hún og undirstrikaði að vel yrði vandað til heyflutninganna ef af yrði. Talsvert af hrossum var flutt burt af svæðinu þegar öskufallið var hvað mest, að sögn Katrínar, en hvorki sauðfé né nautgripir. „Markarfljót er varnarlína vestan megin og sé sauðfé og nautgripir flutt yfir hana mega þeir ekki koma til baka aftur." Elvar Eyvindsson, sveitarstjóri í Rangárþingi eystra, hitti meðal annars fulltrúa Búnaðarsambands Suðurlands og Bjargráðasjóðs í gær, sem svöruðu þá fyrirspurnum íbúa. Hann sagði að sjóðurinn hefði skyldum að gegna við bændur vegna framkvæmda sem ekki væru tryggðar eins og til að mynda ræktað land. „Reglur Bjargráðasjóðs eru þannig að þeir borga eftir á, þegar öll kurl eru komin til grafar, en það verður ekki fyrr en í haust," sagði Elvar. „Það þyrfti að gerast fyrr því menn verða fyrir miklum útlögðum kostnaði nú þegar. Bjargráðasjóður er að athuga hvort eitthvað sé hægt að gera til að koma til móts við þá. Að auki kemur Viðlagatrygging að þessum málum. Ég veit að menn eru allir af vilja gerðir og eru nú að átta sig á stöðunni." jss@frettabladid.is
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Sjá meira