Mikil átök hafa verið við Gígjökul síðastliðinn sólarhring, eins og fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2. Glóandi hrauneðjan er við það að steypast undir snarbrattan skriðjökul. Ís og eldur takast á með feiknarlegum fljóðbylgjum. Egill Aðalsteinsson, kvikmyndatökumaður á fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis, kynnti sér aðstæður í dag og tók þær myndir sem fylgja þessari frétt.
Innlent
Átökin í Gígjökli - myndir
Tengdar fréttir
Feiknarleg átök elds og íss í Gígjökli
Mikil átök hafa verið við Gígjökul síðastliðinn sólarhring þar sem glóandi hrauneðjan er við það að steypast undir snarbrattan skriðjökul. Þar takast á ís og eldur með feiknarlegum fljóðbylgjum og svo eitruðum gufum að nærri var liðið yfir vísindamann sem nálgaðist vatnsflauminn.
Fengu snert af gaseitrun úr Gígjökulslóni
Tveir starfsmenn Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands fóru að lóninu í Gígjökli í dag til þess að taka sýni þaðan. Fengu þau snert af gaseitrun þegar að þau voru að verki.