Jarðskjálfti í Japan Auknar aðgerðir til að kæla Fukushima kjarnorkuverið Japönsk stjórnvöld hafa aukið mjög aðgerðir sínar til að kæla niður kjarnakjúfana í Fukushima kjarnorkuverinu. Stórar Chinook herþyrlur eru nú notaðar til að hella vatni yfir kjarnorkuverið en hver þeirra getur borið 7.000 lítra af vatni. Erlent 17.3.2011 07:14 Japönsk stelpa fann fjölskylduna á YouTube Japönsk stúlka grét í þrjá daga af því að hún hélt að fjölskylda hennar hefði farist í flóðbylgjunni sem fylgdi jarðskjálftanum stóra í landinu. Stúlkan, sem heitir Akiko Kosaka fékk skilaboð á föstudaginn síðasta um að heimsins stærsti jarðskjálfti hefði skekið Japan og 10 metra há flóðbylgja hefði fylgt fast á eftir. Erlent 16.3.2011 13:13 Dýrin þjást líka í Japan - vildi ekki yfirgefa félaga sinn Japanskir myndatökumenn gengu í gær fram á tvo hunda í rústunum í Japan þegar þeir voru að mynda hinar hrikalegu afleiðingar jarðskjálftans á föstudag og flóðbylgjunnar sem fylgdi í kjölfarið. Annar hundurinn er greinilega særður en félagi hans neitar að yfirgefa hann og situr hjá honum hundtryggur. Erlent 16.3.2011 11:11 Dregur úr geislun á ný og starfsmenn snúa aftur Starfsmenn í Fukushima kjarnorkuverinu sem hafa reynt að kæla kjarnakljúfa þess síðustu daga hafa snúið aftur í verið eftir að hafa þurft að yfirgefa það í nótt þegar eldur varð þar laus og geislavirknin jókst til muna. Stjórnvöld segja nú að dregið hafi úr geisluninni á ný þannig að hún sé nú undir hættumörkum á svæðinu í kringum verið. Erlent 16.3.2011 09:37 Búið að ráða niðurlögum eldsins í Fukushima Búið er að ráða niðurlögum eldsins í kjarnaofni fjögur samkvæmt fréttavef Daily Telegraph. Þar kemur fram að starfsmenn hafi orðið varir við eldsvoðann í kvöld. Geislamengun lak út í kvöld en ekki er vitað hversu skaðleg hún er. Erlent 15.3.2011 23:28 Eldur aftur laus í kjarnorkuverinu í Fukushima Eldur braust út í kjarnarofni fjögur í Fukushima í kvöld. Geislamengun lekur út og er skaðleg heilsu manna, að sögn forsætisráðherra Japans, Naoto Kan. Um er að ræða sama kjarnaofn og sprakk í gær. Erlent 15.3.2011 23:17 Japan: Slökktu elda með vatni heimilislausra Jarðskjálfti, sem mældist 6 á Richter reið yfir Japan seinni partinn í dag. Enginn fljóðbylgja fylgdi skjálftanum eins og margir óttuðust. Hundruð þúsunda manna búa nú í neyðarskýlum og skorts er farið að gæta á ýmsum nauðsynjum. Erlent 15.3.2011 18:37 Alþingi sendir samúðarkveðjur til Japans Ásta R. Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, sendi í gær Takahiro Yokomichi, forseta japanska þingsins, og japönsku þjóðinni samúðarkveðjur sínar og Alþingis. Innlent 15.3.2011 15:25 Harður eftirskjálfti mældist sex stig Harður eftirskjálfti reið yfir austurhluta Japans eftir hádegi í dag. Skjálftinn mældist sex stig og er einn sá stærsti sem riðið hefur yfir frá því stóri skjálftinn kom á föstudaginn var. Sá skjálfti mældist níu stig. Erlent 15.3.2011 14:39 Fjögurra mánaða stúlka komin til fjölskyldu sinnar á ný Fjögurra mánaða gömul stúlka sem fannst á lífi í rústum þorpsins Ishinomaki í Japan í gær er komin á ný til foreldra sinna. Erlent 15.3.2011 13:49 Minni hætta vegna geislavirkni en talið var Niðurstöður mælinga á geislavirkni við Fukushima kjarnorkuverið í Japan benda ekki til að um víðtæka alvarlega geislamengun hafi verið að ræða, eða verði að ræða, og svæði þar sem heilsufarslegrar áhættu gætir sé mjög takmarkað. Þetta kemur fram í frétt á vef Geislavarna ríkisins. Erlent 15.3.2011 11:56 Tveir fundust á lífi í rústunum Tveimur var bjargað úr rústum í Japan í morgun, fjórum dögum eftir jarðskjálftann sem reið þar yfir á föstudag og flóðbylgjuna sem kom í kjölfarið. Sjötug kona fannst á lífi í bænum Otsuchi í Iwate héraði sem fór illa út úr skjálftanum. Konan hafði ofkælst en er ekki í lífshættu. Þá var manni bjargað í bænum Ishimaki í Miyagi héraði en þar færði flóðbylgjan allt á kaf. Um 2000 lík fundust í héraðinu í gær. Erlent 15.3.2011 10:10 Algert hrun í kauphöllinni í Tókýó Algert hrun varð í kauphöllinni í Tókýó í nótt vegna ástandsins í Japan. Nikkei vísitalan féll um rúmlega 14% eftir að hafa fallið um rúm 6% í gær. Viðskipti erlent 15.3.2011 07:48 Geislavirkt efni lekur úr Fukushima Geislavirkt efni lekur nú úr kjarnorkuverinu Fukushima eftir að þriðja sprengingin varð í verinu í nótt. Mælist geislavirknin í grennd við kjarnorkuverið langt yfir hættumörkum. Erlent 15.3.2011 06:56 70 þúsund börn heimilislaus Að minnsta kosti 70 þúsund börn í Japan hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna hamfaranna þar í landi. Samtökin Barnaheill – Save the Children vekja athygli á þessu. Innlent 14.3.2011 22:40 Fjórða áfallið í Japan: Eldgos í suðvesturhluta landsins Eldgos varð í fjallinu Shinmoedake í Japan í gær og truflar flugsamgöngur. Fjallið er í suðvesturhluta Japans, á Kyushu eyjunni, sem er talsvert frá hamfarasvæðunum í Japan, þar sem flóðbylgjur hafa skilið eftir sig ótrúlega slóð eyðileggingar með þeim afleiðingum að 15 þúsund manns er saknað. Erlent 14.3.2011 21:42 Kjarnorkuslys í uppsiglingu: Þetta er það sem getur gerst Í Japan eru 55 kjarnorkuver á 17 mismunandi stöðum í landinu. Margir hafa áhyggjur af kjarnorkuverinu í Fukushima. Þar hafa tvær sprengingar orðið, nú síðast í morgun, og óttast er að stórslys sé þar í uppsiglingu. Erlent 14.3.2011 20:43 Sendiherra Japans: Þetta er martröð Starfandi sendiherra Japan á Íslandi segir ástandið í Japan martröð líkast. Hann er þakklátur fyrir þann stuðning og samhug sem hann finnur fyrir hér á landi. Rauði krossinn á Íslandi hefur hafið söfnun fyrir fórnarlömb náttúrhamfaranna. Innlent 14.3.2011 18:28 Söfnun hafin á Íslandi fyrir fórnarlömb hamfara í Japan Rauði krossinn í Japan vinnur nú á sólarhringsvöktum við að veita aðstoð fyrir fórnarlömb hamfaranna miklu sem skóku landið síðastliðin föstudag. Í tilkynningu frá Rauða krossinum hér á landi segir að opnað hafi verið fyrir söfnunarsíma í númerinu 904 1500 og bætast þá 1500 krónur við næsta símreikning við hvert símtal. Framlögin renna til hjálparstarfs Rauða krossins í Japan. Innlent 14.3.2011 16:06 Íslendingum ráðið frá ferðalögum til Japan Utanríkisráðuneytið ræður Íslendingum frá ónauðsynlegum ferðalögum til Japan að svo stöddu. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir ennfremur að Íslendingum í Japan sé ráðlagt að forðast ferðalög til svæða í næsta nágrenni við Fukushima kjarnorkuverið. Innlent 14.3.2011 14:53 Talið nærri öruggt að tíu þúsund hafi farist Tala látinna fer hækkandi í Japan eftir flóðbylgjuna sem skall á norðausturströndinni á föstudag. Nú er staðfest að rúmlega 1800 séu látnir og tvöþúsund er formlega saknað. Lögregluyfirvöld segja hinsvegar nærri öruggt að rúmlega tíu þúsund manns hafi farist í hamförunum. Erlent 14.3.2011 13:21 Jarðskjálftinn kostar Japani 11.500 milljarða Áhættumatsfyrirtækið Equecat hefur áætlað að efnahagskostnaður Japans vegna jarðskjálftans og flóðbylgjunnar muni nema um 11.500 milljörðum kr. Viðskipti erlent 14.3.2011 09:26 Kælikerfi í Fukushima kjarnorkuverinu hætt að virka Fregnir berast nú af því að kælikerfi í enn einum kjarnakljúfinum í Fukushima kjarnorkuverinu sé hætt að virka og virka kælikerfin því ekki sem skyldi á öllum kljúfunum þremur í verinu. Erlent 14.3.2011 08:44 Hvetur Íslendinga að fylgjast vel með fréttum Utanríkisráðuneytið og sendiráð Íslands í Tókíó fylgjast náið með þróun mála í Japan og hafa samráð við önnur norræn stjórnvöld vegna ástandsins þar. Erlent 13.3.2011 19:50 Náttúruhamfarir í Japan: Nítján orðið fyrir geislun Lýst var yfir neyðarástandi í öðru kjarnorkuveri í Japan í dag en staðfest er að 19 manns hafi orðið fyrir geislun og óttast er að sú tala fari hækkandi. Erlendar björgunarsveitir streyma til landsins en eyðileggingin vegna skjálftans er sífellt að koma betur í ljós. Erlent 13.3.2011 18:41 Ótrúlegar myndir úr geimnum sem sýna eyðilegginguna í Japan Á vefsíðu New York Times sést greinilega hversu gríðarleg eyðleggingin er eftir að jarðskjálfti reið yfir norðurhluta landsins á föstudag. Staðfest er að yfir 1700 manns séu látnir og hundruð eru slasaðir. Erlent 13.3.2011 16:32 Björguðu manni sem flaut á húsþakinu Björgunarsveitarmenn björguðu sextíu ára gömlum manni í nótt sem flaut á húsþakinu af húsi sínu um fimmtán kílómetrum frá bænum Fukushima. Erlent 13.3.2011 15:17 Mestu erfiðleikar síðan í seinni heimsstyjöld Japanir ganga nú í gegnum mestu erfiðleika sem þeir hafa upplifað síðan í seinni heimsstyrjöldinni vegna afleiðinga skjálftans, flóðbylgju og mikillar hættu á kjarnorkuvá. Þetta segir Naoto Kan, forsætisráðherra landsins. Erlent 13.3.2011 14:14 Erlendar björgunarsveitir streyma til Japans Óttast er að tala látinna á hamfarasvæðunum í Japan geti farið yfir 10 þúsund en um 9500 manns er saknað í bæ sem varð illa úti í skjálftanum á föstudag. Erlendar björgunarsveitir streyma nú til landsins. Sveitir frá Þýskalandi, Sviss, Ungverjalandi og Taívan lentu í Tókýó í morgun með leitarhunda og annan búnað til leitar í rústum. Erlent 13.3.2011 12:13 Óttast að 10 þúsund hafi farist Óttast er að tala látinna á hamfarasvæðunum í Japan geti farið yfir 10 þúsund en nú þegar verið staðfest að tæplega 700 séu látnir og rúmlega 1500 slasaðir. Yfir 10 þúsund manns er saknað í bænum Kesennuma í Miyagí-héraði en ekkert hefur spurst til fólksins frá því að skjálftinn og flóðbylgjan reið þar yfir á föstudag. Yfirvöld óttast að fólkið hafi farist í hamförunum en Miyagí-hérað varð hvað verst úti. Erlent 13.3.2011 09:54 « ‹ 1 2 3 ›
Auknar aðgerðir til að kæla Fukushima kjarnorkuverið Japönsk stjórnvöld hafa aukið mjög aðgerðir sínar til að kæla niður kjarnakjúfana í Fukushima kjarnorkuverinu. Stórar Chinook herþyrlur eru nú notaðar til að hella vatni yfir kjarnorkuverið en hver þeirra getur borið 7.000 lítra af vatni. Erlent 17.3.2011 07:14
Japönsk stelpa fann fjölskylduna á YouTube Japönsk stúlka grét í þrjá daga af því að hún hélt að fjölskylda hennar hefði farist í flóðbylgjunni sem fylgdi jarðskjálftanum stóra í landinu. Stúlkan, sem heitir Akiko Kosaka fékk skilaboð á föstudaginn síðasta um að heimsins stærsti jarðskjálfti hefði skekið Japan og 10 metra há flóðbylgja hefði fylgt fast á eftir. Erlent 16.3.2011 13:13
Dýrin þjást líka í Japan - vildi ekki yfirgefa félaga sinn Japanskir myndatökumenn gengu í gær fram á tvo hunda í rústunum í Japan þegar þeir voru að mynda hinar hrikalegu afleiðingar jarðskjálftans á föstudag og flóðbylgjunnar sem fylgdi í kjölfarið. Annar hundurinn er greinilega særður en félagi hans neitar að yfirgefa hann og situr hjá honum hundtryggur. Erlent 16.3.2011 11:11
Dregur úr geislun á ný og starfsmenn snúa aftur Starfsmenn í Fukushima kjarnorkuverinu sem hafa reynt að kæla kjarnakljúfa þess síðustu daga hafa snúið aftur í verið eftir að hafa þurft að yfirgefa það í nótt þegar eldur varð þar laus og geislavirknin jókst til muna. Stjórnvöld segja nú að dregið hafi úr geisluninni á ný þannig að hún sé nú undir hættumörkum á svæðinu í kringum verið. Erlent 16.3.2011 09:37
Búið að ráða niðurlögum eldsins í Fukushima Búið er að ráða niðurlögum eldsins í kjarnaofni fjögur samkvæmt fréttavef Daily Telegraph. Þar kemur fram að starfsmenn hafi orðið varir við eldsvoðann í kvöld. Geislamengun lak út í kvöld en ekki er vitað hversu skaðleg hún er. Erlent 15.3.2011 23:28
Eldur aftur laus í kjarnorkuverinu í Fukushima Eldur braust út í kjarnarofni fjögur í Fukushima í kvöld. Geislamengun lekur út og er skaðleg heilsu manna, að sögn forsætisráðherra Japans, Naoto Kan. Um er að ræða sama kjarnaofn og sprakk í gær. Erlent 15.3.2011 23:17
Japan: Slökktu elda með vatni heimilislausra Jarðskjálfti, sem mældist 6 á Richter reið yfir Japan seinni partinn í dag. Enginn fljóðbylgja fylgdi skjálftanum eins og margir óttuðust. Hundruð þúsunda manna búa nú í neyðarskýlum og skorts er farið að gæta á ýmsum nauðsynjum. Erlent 15.3.2011 18:37
Alþingi sendir samúðarkveðjur til Japans Ásta R. Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, sendi í gær Takahiro Yokomichi, forseta japanska þingsins, og japönsku þjóðinni samúðarkveðjur sínar og Alþingis. Innlent 15.3.2011 15:25
Harður eftirskjálfti mældist sex stig Harður eftirskjálfti reið yfir austurhluta Japans eftir hádegi í dag. Skjálftinn mældist sex stig og er einn sá stærsti sem riðið hefur yfir frá því stóri skjálftinn kom á föstudaginn var. Sá skjálfti mældist níu stig. Erlent 15.3.2011 14:39
Fjögurra mánaða stúlka komin til fjölskyldu sinnar á ný Fjögurra mánaða gömul stúlka sem fannst á lífi í rústum þorpsins Ishinomaki í Japan í gær er komin á ný til foreldra sinna. Erlent 15.3.2011 13:49
Minni hætta vegna geislavirkni en talið var Niðurstöður mælinga á geislavirkni við Fukushima kjarnorkuverið í Japan benda ekki til að um víðtæka alvarlega geislamengun hafi verið að ræða, eða verði að ræða, og svæði þar sem heilsufarslegrar áhættu gætir sé mjög takmarkað. Þetta kemur fram í frétt á vef Geislavarna ríkisins. Erlent 15.3.2011 11:56
Tveir fundust á lífi í rústunum Tveimur var bjargað úr rústum í Japan í morgun, fjórum dögum eftir jarðskjálftann sem reið þar yfir á föstudag og flóðbylgjuna sem kom í kjölfarið. Sjötug kona fannst á lífi í bænum Otsuchi í Iwate héraði sem fór illa út úr skjálftanum. Konan hafði ofkælst en er ekki í lífshættu. Þá var manni bjargað í bænum Ishimaki í Miyagi héraði en þar færði flóðbylgjan allt á kaf. Um 2000 lík fundust í héraðinu í gær. Erlent 15.3.2011 10:10
Algert hrun í kauphöllinni í Tókýó Algert hrun varð í kauphöllinni í Tókýó í nótt vegna ástandsins í Japan. Nikkei vísitalan féll um rúmlega 14% eftir að hafa fallið um rúm 6% í gær. Viðskipti erlent 15.3.2011 07:48
Geislavirkt efni lekur úr Fukushima Geislavirkt efni lekur nú úr kjarnorkuverinu Fukushima eftir að þriðja sprengingin varð í verinu í nótt. Mælist geislavirknin í grennd við kjarnorkuverið langt yfir hættumörkum. Erlent 15.3.2011 06:56
70 þúsund börn heimilislaus Að minnsta kosti 70 þúsund börn í Japan hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna hamfaranna þar í landi. Samtökin Barnaheill – Save the Children vekja athygli á þessu. Innlent 14.3.2011 22:40
Fjórða áfallið í Japan: Eldgos í suðvesturhluta landsins Eldgos varð í fjallinu Shinmoedake í Japan í gær og truflar flugsamgöngur. Fjallið er í suðvesturhluta Japans, á Kyushu eyjunni, sem er talsvert frá hamfarasvæðunum í Japan, þar sem flóðbylgjur hafa skilið eftir sig ótrúlega slóð eyðileggingar með þeim afleiðingum að 15 þúsund manns er saknað. Erlent 14.3.2011 21:42
Kjarnorkuslys í uppsiglingu: Þetta er það sem getur gerst Í Japan eru 55 kjarnorkuver á 17 mismunandi stöðum í landinu. Margir hafa áhyggjur af kjarnorkuverinu í Fukushima. Þar hafa tvær sprengingar orðið, nú síðast í morgun, og óttast er að stórslys sé þar í uppsiglingu. Erlent 14.3.2011 20:43
Sendiherra Japans: Þetta er martröð Starfandi sendiherra Japan á Íslandi segir ástandið í Japan martröð líkast. Hann er þakklátur fyrir þann stuðning og samhug sem hann finnur fyrir hér á landi. Rauði krossinn á Íslandi hefur hafið söfnun fyrir fórnarlömb náttúrhamfaranna. Innlent 14.3.2011 18:28
Söfnun hafin á Íslandi fyrir fórnarlömb hamfara í Japan Rauði krossinn í Japan vinnur nú á sólarhringsvöktum við að veita aðstoð fyrir fórnarlömb hamfaranna miklu sem skóku landið síðastliðin föstudag. Í tilkynningu frá Rauða krossinum hér á landi segir að opnað hafi verið fyrir söfnunarsíma í númerinu 904 1500 og bætast þá 1500 krónur við næsta símreikning við hvert símtal. Framlögin renna til hjálparstarfs Rauða krossins í Japan. Innlent 14.3.2011 16:06
Íslendingum ráðið frá ferðalögum til Japan Utanríkisráðuneytið ræður Íslendingum frá ónauðsynlegum ferðalögum til Japan að svo stöddu. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir ennfremur að Íslendingum í Japan sé ráðlagt að forðast ferðalög til svæða í næsta nágrenni við Fukushima kjarnorkuverið. Innlent 14.3.2011 14:53
Talið nærri öruggt að tíu þúsund hafi farist Tala látinna fer hækkandi í Japan eftir flóðbylgjuna sem skall á norðausturströndinni á föstudag. Nú er staðfest að rúmlega 1800 séu látnir og tvöþúsund er formlega saknað. Lögregluyfirvöld segja hinsvegar nærri öruggt að rúmlega tíu þúsund manns hafi farist í hamförunum. Erlent 14.3.2011 13:21
Jarðskjálftinn kostar Japani 11.500 milljarða Áhættumatsfyrirtækið Equecat hefur áætlað að efnahagskostnaður Japans vegna jarðskjálftans og flóðbylgjunnar muni nema um 11.500 milljörðum kr. Viðskipti erlent 14.3.2011 09:26
Kælikerfi í Fukushima kjarnorkuverinu hætt að virka Fregnir berast nú af því að kælikerfi í enn einum kjarnakljúfinum í Fukushima kjarnorkuverinu sé hætt að virka og virka kælikerfin því ekki sem skyldi á öllum kljúfunum þremur í verinu. Erlent 14.3.2011 08:44
Hvetur Íslendinga að fylgjast vel með fréttum Utanríkisráðuneytið og sendiráð Íslands í Tókíó fylgjast náið með þróun mála í Japan og hafa samráð við önnur norræn stjórnvöld vegna ástandsins þar. Erlent 13.3.2011 19:50
Náttúruhamfarir í Japan: Nítján orðið fyrir geislun Lýst var yfir neyðarástandi í öðru kjarnorkuveri í Japan í dag en staðfest er að 19 manns hafi orðið fyrir geislun og óttast er að sú tala fari hækkandi. Erlendar björgunarsveitir streyma til landsins en eyðileggingin vegna skjálftans er sífellt að koma betur í ljós. Erlent 13.3.2011 18:41
Ótrúlegar myndir úr geimnum sem sýna eyðilegginguna í Japan Á vefsíðu New York Times sést greinilega hversu gríðarleg eyðleggingin er eftir að jarðskjálfti reið yfir norðurhluta landsins á föstudag. Staðfest er að yfir 1700 manns séu látnir og hundruð eru slasaðir. Erlent 13.3.2011 16:32
Björguðu manni sem flaut á húsþakinu Björgunarsveitarmenn björguðu sextíu ára gömlum manni í nótt sem flaut á húsþakinu af húsi sínu um fimmtán kílómetrum frá bænum Fukushima. Erlent 13.3.2011 15:17
Mestu erfiðleikar síðan í seinni heimsstyjöld Japanir ganga nú í gegnum mestu erfiðleika sem þeir hafa upplifað síðan í seinni heimsstyrjöldinni vegna afleiðinga skjálftans, flóðbylgju og mikillar hættu á kjarnorkuvá. Þetta segir Naoto Kan, forsætisráðherra landsins. Erlent 13.3.2011 14:14
Erlendar björgunarsveitir streyma til Japans Óttast er að tala látinna á hamfarasvæðunum í Japan geti farið yfir 10 þúsund en um 9500 manns er saknað í bæ sem varð illa úti í skjálftanum á föstudag. Erlendar björgunarsveitir streyma nú til landsins. Sveitir frá Þýskalandi, Sviss, Ungverjalandi og Taívan lentu í Tókýó í morgun með leitarhunda og annan búnað til leitar í rústum. Erlent 13.3.2011 12:13
Óttast að 10 þúsund hafi farist Óttast er að tala látinna á hamfarasvæðunum í Japan geti farið yfir 10 þúsund en nú þegar verið staðfest að tæplega 700 séu látnir og rúmlega 1500 slasaðir. Yfir 10 þúsund manns er saknað í bænum Kesennuma í Miyagí-héraði en ekkert hefur spurst til fólksins frá því að skjálftinn og flóðbylgjan reið þar yfir á föstudag. Yfirvöld óttast að fólkið hafi farist í hamförunum en Miyagí-hérað varð hvað verst úti. Erlent 13.3.2011 09:54