Innlent

70 þúsund börn heimilislaus

Að minnsta kosti 70 þúsund börn í Japan hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna hamfaranna þar í landi. Samtökin Barnaheill – Save the Children vekja athygli á þessu.

Mörg barnanna hafa misst heimili sín og verða að leita skjóls í ókunnugu umhverfi, segir Stephen McDonald, sem stjórnar starfi samtakanna vegna hamfaranna.

Hann segir þær aðstæður geta valdið börnum óöryggi og kvíða. Þá sé hætta á að börn hafi orðið viðskila við foreldra og fjölskyldur sínar.

Barnaheill á Íslandi benda fólki á söfnunarsíma og reikning félagsins. - þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×