Tennis

Fréttamynd

Nadal áfram eftir hörkuslag | Wozniacki úr leik

Fyrri helming fjórðungsúrslitanna í einliðaleik karla og kvenna á Opna ástralska meistaramótsins er lokið. Roger Federer og Rafael Nadal komust báðir áfram en Caroline Wozniacki, efsta kona heims á heimslistanum, er úr leik.

Sport
Fréttamynd

Wozniacki er betri í golfi en McIlroy í tennis

Golfarinn Rory McIlroy og tenniskonan Caroline Wozniacki eru súperparið í íþróttaheiminum í dag enda bæði í fremstu röð í heiminum í sínum íþróttagreinum. McIlroy tjáði sig aðeins um samband þeirra í viðtali við Irish Times.

Sport
Fréttamynd

Wozniacki komin með nýjan þjálfara sem lofar risatitlum

Caroline Wozniacki er annað árið í röð efsta sæti heimslistans en þessi danska tenniskona á samt enn eftir að vinna risamót á ferlinum. Hún er nú kominn með nýjan þjálfara sem á að reyna að hjálpa henni til að brjóta þann múr.

Sport
Fréttamynd

Ferrer valtaði yfir besta tenniskappa heims á 75 mínútum

Spánverjinn David Ferrer kom öllum á óvart þegar hann valtaði yfir besta tennismann heims, Novak Djokovic, á tennismóti í London. Það tók Ferrer aðeins 75 mínútur að afgreiða Djokovic. Ferrer vann 6-3 og 6-1 en þetta var aðeins fimmta tap Djokovic í 75 viðureignum.

Sport
Fréttamynd

Ótrúleg endurkoma Murray gegn Nadal

Skotinn Andy Murray sigraði Spánverjann Rafael Nadal í úrslitum opna japanska meistaramótsins í tennis í dag. Allt leit út fyrir sjötta sigur Nadal í röð gegn Murray sem sneri taflinu við eftir tap í fyrsta setti og vann glæsilegan sigur 3-6, 6-2 og 6-0.

Sport