EM 2014 karla

Fréttamynd

Björgvin Páll: Þeir kunna að vinna svona leiki

Íslenska landsliðið tapaði með fimm marka mun á móti heimsmeisturum Spánverja í lokaleik sínum í B-riðli á EM í handbolta í Danmörku. Björgvin Páll Gústavsson átti mjög góðan leik í íslenska markinu en það dugði ekki til.

Handbolti
Fréttamynd

Aron: Við ætlum að reyna að vinna þennan leik

Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari ætlar sér ekki að gefa heimsmeisturum Spánverja neitt frítt í úrslitaleik B-riðils á EM í kvöld. Undir eru líka tvö stig inn í milliriðilinn. Óvissa er með þátttöku nokkurra leikmanna.

Handbolti
Fréttamynd

Færri Íslendingar í höllinni í kvöld

Strákarnir okkar hafa fengið frábæran stuðning í fyrstu tveimur leikjum sínum á EM. Mun færri Íslendingar yfirgnæfðu Norðmenn og svo söng allur kórinn þjóðsönginn með glans á þriðjudag.

Handbolti
Fréttamynd

Rússar unnu Serba og Króatar eru komnir áfram

Rússar og Króatar unnu sína leiki á Evrópumótinu í handbolta í kvöld. Rússar unnu tveggja marka sigur á Serbum í C-riðli en Króatar eru komnir áfram upp úr D-riðli eftir fimm marka sigur á nágrönnum sínum í Svartfjallalandi.

Handbolti
Fréttamynd

Kynnisferð um Gigantium-mannvirkið

Leikirnir í B-riðli Evrópumótsins í handbolta fara fram í hinu glæsilega mannvirki, Gigantium. Það er óhætt að segja að þar sé allt til alls fyrir íþróttaiðkendur.

Handbolti
Fréttamynd

Arnór: Mun spila eins mikið og ég get

„Það er smá stífleiki en ekkert alvarlegt,“ sagði skyttan Arnór Atlason sem eyddi æfingu dagsins á þrekhjóli. Hann er að glíma við meiðsli eins og fleiri leikmenn.

Handbolti
Fréttamynd

Róleg æfing hjá strákunum okkar

Strákarnir okkar tóku daginn snemma í dag og æfðu í Gigantium-höllinni fyrir hádegi. Arnór Þór Gunnarsson er ekki enn kominn til Álaborgar og var því ekki með á æfingunni.

Handbolti