Stangveiði Stefnir í líflegt veiðisumar í Elliðaánum 2015 Gríðarlegur fjöldi sumargamalla laxaseiða í vatnakerfi Elliðaánna vekur upp vonir um mjög sterkan gönguseiðastofn í ánum á næsta ári þegar megnið af þeim gengur í sjó. Ef skilyrði til uppvaxtar seiðanna verður þeim hliðholl fram að sjógöngu og afrán á þeim í ánum ekki umfram venju gæti veiðisumarið árið 2015 orðið líflegt og það í meira í lagi Veiði 30.4.2013 13:37 Flottar sjóbleikjur bíða í Hörgá Könnunarleiðangur í Hörgá í gær lofar góðu um veiðina sem hefst þar 1. maí. Sex rennilegar sjóbleikjur voru dregnar á land á stuttum tíma. Veiði 28.4.2013 21:40 Tailor er ein besta vatnaflugan Tailor er ein af betri vatnaflugum landsins sem hefur fallið í skuggann af öllum þyngdu vinil-rib kúluhausunum. Veiði 27.4.2013 17:25 Íslendingar eiga strax að banna allt laxeldi í sjó Orri Vigfússon, formaður Verndarsjóðs villtra laxastofna, segir að slysið við Alta-ána í Noregi þar sem 10 til 15 þúsund laxar sluppu úr sjókví sé víti til varnaðar. Íslendingar verði að hugsa sinn gang í laxeldismálum. Veiði 26.4.2013 12:18 Myndir frá fyrsta veiðideginum í Elliðavatni Þrátt fyrir kulda og smá snjókomu þennan fyrsta sumardag tókst veiðimönnum að særa upp nokkra silunga í Elliðavatni, sem opnaði í dag. Veiði 25.4.2013 18:35 Veiði er hafin í Elliðavatni Veiði hófst í Elliðavatni í morgun. Þar veiðist töluvert af silungi á hverju ári sem og tugir laxa. Skoðið bækling og veiðilýsingu Geirs Thorsteinssonar. Veiði 25.4.2013 02:47 Stórlaxaáin Alta í hættu vegna eldislaxa sem sluppu úr kvíum Talið er að 10 til 15 þúsund eldislaxar hafi sloppið úr sjókvíum í Kåfirði við Alta í Noregi í gær. Alta-áin í Finnmörku sem er ein mesta stórlaxaá veraldar rennur til sjávar örfáum kílómetrum frá þeim stað sem laxarnir sluppu út. Norska ríkisúvarpið (NRK) greinir frá þessu. Veiði 24.4.2013 17:29 Kynna leyndardóma Þingvallavatns Það styttist óðum í opnun Þingvallavatns. Af því tilefni verður Stangaveiðifélag Reykjavíkur með kynningu á leyndardómum þessa magnaða veiðivatns. Kynningin fer fram í húsakynnum Stangaveiðifélagsins í Elliðaárdal, nánar tiltekið við Rafstöðvarveg 14, og hefst hún klukkan 19.30 á morgun. Veiði 23.4.2013 13:21 Næturveiði: Ákvörðun endurskoðuð í lok sumars Sú ákvörðun að heimila næturveiði í Þingvallavatni verður endurskoðuð í lok sumars. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þingvallanefnd. Haldin verða sérstök námskeið við vatnið. Veiði 22.4.2013 20:18 Þegjandi á Harley Davidsson í Laugakvörn Hvar myndi Árni Friðleifsson, varaformaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur, verja síðasta veiðideginum? Veiði 21.4.2013 14:05 Fjarðará gaf á fjórða hundrað bleikjur í fyrra Stangveiðifélag Akureyrar heldur annað kvöld klukkan 20:00 kynningu á Fjarðará í Hvalvatnsfirði fyrir stangveiðimönnum norðan heima. Ætla menn að koma saman í Amaróhúsinu í samstarfi við Veiðivörur.is. Veiði 21.4.2013 13:46 Varmá: 8 glæsifiskar á 5 klukkutímum "Ekki var þetta fýluferð get ég sagt! Ég setti í ellefu fiska og landaði átta. Minnsti var 45 sentímetrar en restin 55-72 sentímetrar. Semsagt glæsilegir 5 tímar! Svo var annar 72 sentímetra birtingurinn sá feitasti sem ég hef séð! Einn flottasti fiskur sem ég hef veitt. Ég skaut á 10 pund eða svo, svo feitur var hann!“ Veiði 19.4.2013 14:32 Simms-dagar í Veiðihorninu og Veiðivon Í versluninni Veiðivon í Mörkinni stendur einnig mikið til. Þar mæta einnig sérfræðingar Simms einnig og Veiðivon hvetur veiðimenn að mæta með vöðlurnar sínar og láta kíkja á þær. "Það verður heitt á könnunni eins og endranær ásamt því að Skúli Kristinsson og Stefán Hjaltested hnýta flugur og spjalla um flugur og fluguveiði. Veiðifélagið Hreggnasi verður á staðnum ásamt fulltrúa leigutaka Haukadalsár og verða þeir með kynningar á veiðisvæðum sínum og lausum leyfum í sumar,“ segir í fréttatilkynningu frá Veiðivon. Veiði 18.4.2013 14:43 Veiðikvöld hjá SVFR - Nesveiðar! Enginn heilvita maður situr heima í kvöld því veiðikvöld í húsakynnum SVFR í Elliðaárdalnum er í boði. Veiði 17.4.2013 14:20 Korpa rannsökuð niður í grunninn Nýlega hóf Veiðimálastofnun rannsókn á grunnþáttum í lífríki Úlfarsár, eða Korpu, eins og hún er einnig nefnd. Óhætt er að fullyrða að hér sé um tímamótarannsókn að ræða því frumframleiðni hefur ekki áður verið mæld í straumvatni á Íslandi. Veiði 16.4.2013 19:20 Yfirfall í Jöklu í september Yfirfall í Hálslóni verður líklega ekki fyrr en í september í ár. Því ætti að vera hægt að veiða lengur í Jökulsá á Dal en í fyrra þegar yfirfallið varð 8. ágúst. Þetta kom fram í erindi stöðvarstjóra Fljótsdalsstöðvar á aðalfundi Veiðifélags Jökulsár á Dal fyrir skömmu og sagt er frá á vef Strengja. Veiðin í hliðarám Jöklu séu óháðar yfirfallinu og því alltaf veiðanlegar. Veiði 15.4.2013 16:21 Fiskifræðingur sakar verktaka um gróft brot Fiskifræðingur sakar verktaka um gróft brot á skilmálum með malartöku úr Fitjá. Urriði þar hafi þó enn nægt rými til hrygningar. Veiði 14.4.2013 21:35 Grimmdarverk í Þingvallavatni Guttormur P. Einarsson, einn fremsti sérfræðingur landsins í stangveiði við Þingvallavatn, segir uggvænlegar breytingar ógna vatninu. Sumir veiðimenn sigli undir fölsku flaggi. Veiði 11.4.2013 21:16 Sjötíu sentímetra ís á Skagaheiði Þorsteinn Hafþórson og félagar gerðu ágæta veiði á Skagaheiði um liðna helgi þótt ísinn á vötnum þar sé 70 sentímetra þykkur og 40 sentímetra snjólag þar yfir. Veiði 11.4.2013 16:10 Árnar streyma inni í sölukerfið Veiðisvæðin streyma nú inn á sölukerfi Stangaveiðifélags Akureyrar. Guðrún Una Jónsdóttir formaður kastaði til okkar línu. Veiði 11.4.2013 19:01 Bakka með næturbannið á Þingvöllum Ákvörðun um bann við veiði á nóttunni í Þingvallavatni verður afturkölluð á fundi Þingvallanefndar í næstu viku. Veiði 11.4.2013 15:24 Leita leiða til að aflétta banni "Það er náttúrlega verið að þessu til að sjá hvort hægt er að aflétta þessu banni,“ segir Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður. Veiði 9.4.2013 22:00 Þjóðgarðsvörður vill útspil veiðimanna "Það fara algjörlega saman, viðhorf hinna betri veiðimanna, og okkar að reka af höndum okkar þennan ófögnuð sem er þarna að spilla málum,“ segir Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður. Veiði 8.4.2013 21:16 Veiðifélög mótmæla Þingvallanefnd Landssamband Stangaveiðifélaga harmar bann á næturveiði í Þingvallavatni. Vandséð sé hvernig eftirlit verði hert ef þjóðgarðsvörður segir ekki fé til þess. Veiði 8.4.2013 14:44 Þjóðgarðsvörður vill ræða við veiðimenn um næturveiði Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður segist opinn fyrir því að ræða við þá veiðimenn sem hafa gagnrýnt ákvörðun Þingvallanefndar um að banna næturveiði í þjóðgarðinum. Veiði 7.4.2013 21:55 Bannað að veiða á nóttunni á Þingvöllum "Það fer ekki alltaf vel saman; fjölskyldulíf í tjaldbúðum og glaðir veiðimenn fram á nótt,“ segir Álfheiður Ingadóttir, formaður Þingvallanefndar, sem samþykkt hefur að banna stangveiðar í landi þjóðgarðsins frá hálftólf á kvöldin til fimm á morgnana Veiði 5.4.2013 16:32 Afsláttur í Heita pottinum Á vefsíðunni Agn.is er boðið upp á tilboð í nokkrum ám í svokölluðum Heita potti. Þar er boðið upp á stangir á afslætti þar sem stutt er orðið í veiði. Veiði 5.4.2013 16:53 37 sjóbirtingar í Húseyjarkvísl Opnunarhollið í Húseyjarkvísl landaði 37 sjóbirtingum og voru flestir á bilinu 55 til 70 sentímetra langir. Eins og undanfarin ár var það Mokveiðifélagið, félagsskapur nokkurra valinkunnra veiðimanna, sem opnaði ána. Veiði 4.4.2013 12:47 Sjóbirtingskvöld og opið hús hjá SVFR Það er nóg um að vera hjá Stangveiðifélagi Reykjavíkur um þessar mundir enda veiðitimabilið nýhafið. Fræðslukvöld helgað sjóbirtingnum verður haldið í húsakynnum félagsins við Rafstöðvarveg í kvöld og verður sérstaklega horft til veiðisvæðanna í Tungufljóti og Varmá/Þorleifslæk. Húsið opnar klukkan 19.30, að því er segir á vef SVFR. Veiði 3.4.2013 11:44 93 fiskar á land í Litluá Alls komu 93 fiskar á land fyrsta veiðidaginn í Litluá í Kelduhverfi sem hlýtur að teljast aldeilis góð byrjun á veiðitímabilinu. Helmingur fiskanna var yfir 50 sentimetrar en bleikjur, birtingur og staðbundinn urriði veiddist, að því er segir á vef Litluár. Öllum fiskunum var sleppt. Litlaá í Kelduhverfi, sem er rúma 50 kílómetra austan við Húsavík, er bergvatnsá, sem upprunalega átti sér eingöngu upptök í lindum sem heita Brunnar við bæinn Keldunes. Frá 1976 á hún sér einnig upptök í Skjálftavatni en það myndaðist við jarðsig í Kröflueldum. Veiði 2.4.2013 08:41 « ‹ 49 50 51 52 53 54 55 56 57 … 94 ›
Stefnir í líflegt veiðisumar í Elliðaánum 2015 Gríðarlegur fjöldi sumargamalla laxaseiða í vatnakerfi Elliðaánna vekur upp vonir um mjög sterkan gönguseiðastofn í ánum á næsta ári þegar megnið af þeim gengur í sjó. Ef skilyrði til uppvaxtar seiðanna verður þeim hliðholl fram að sjógöngu og afrán á þeim í ánum ekki umfram venju gæti veiðisumarið árið 2015 orðið líflegt og það í meira í lagi Veiði 30.4.2013 13:37
Flottar sjóbleikjur bíða í Hörgá Könnunarleiðangur í Hörgá í gær lofar góðu um veiðina sem hefst þar 1. maí. Sex rennilegar sjóbleikjur voru dregnar á land á stuttum tíma. Veiði 28.4.2013 21:40
Tailor er ein besta vatnaflugan Tailor er ein af betri vatnaflugum landsins sem hefur fallið í skuggann af öllum þyngdu vinil-rib kúluhausunum. Veiði 27.4.2013 17:25
Íslendingar eiga strax að banna allt laxeldi í sjó Orri Vigfússon, formaður Verndarsjóðs villtra laxastofna, segir að slysið við Alta-ána í Noregi þar sem 10 til 15 þúsund laxar sluppu úr sjókví sé víti til varnaðar. Íslendingar verði að hugsa sinn gang í laxeldismálum. Veiði 26.4.2013 12:18
Myndir frá fyrsta veiðideginum í Elliðavatni Þrátt fyrir kulda og smá snjókomu þennan fyrsta sumardag tókst veiðimönnum að særa upp nokkra silunga í Elliðavatni, sem opnaði í dag. Veiði 25.4.2013 18:35
Veiði er hafin í Elliðavatni Veiði hófst í Elliðavatni í morgun. Þar veiðist töluvert af silungi á hverju ári sem og tugir laxa. Skoðið bækling og veiðilýsingu Geirs Thorsteinssonar. Veiði 25.4.2013 02:47
Stórlaxaáin Alta í hættu vegna eldislaxa sem sluppu úr kvíum Talið er að 10 til 15 þúsund eldislaxar hafi sloppið úr sjókvíum í Kåfirði við Alta í Noregi í gær. Alta-áin í Finnmörku sem er ein mesta stórlaxaá veraldar rennur til sjávar örfáum kílómetrum frá þeim stað sem laxarnir sluppu út. Norska ríkisúvarpið (NRK) greinir frá þessu. Veiði 24.4.2013 17:29
Kynna leyndardóma Þingvallavatns Það styttist óðum í opnun Þingvallavatns. Af því tilefni verður Stangaveiðifélag Reykjavíkur með kynningu á leyndardómum þessa magnaða veiðivatns. Kynningin fer fram í húsakynnum Stangaveiðifélagsins í Elliðaárdal, nánar tiltekið við Rafstöðvarveg 14, og hefst hún klukkan 19.30 á morgun. Veiði 23.4.2013 13:21
Næturveiði: Ákvörðun endurskoðuð í lok sumars Sú ákvörðun að heimila næturveiði í Þingvallavatni verður endurskoðuð í lok sumars. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þingvallanefnd. Haldin verða sérstök námskeið við vatnið. Veiði 22.4.2013 20:18
Þegjandi á Harley Davidsson í Laugakvörn Hvar myndi Árni Friðleifsson, varaformaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur, verja síðasta veiðideginum? Veiði 21.4.2013 14:05
Fjarðará gaf á fjórða hundrað bleikjur í fyrra Stangveiðifélag Akureyrar heldur annað kvöld klukkan 20:00 kynningu á Fjarðará í Hvalvatnsfirði fyrir stangveiðimönnum norðan heima. Ætla menn að koma saman í Amaróhúsinu í samstarfi við Veiðivörur.is. Veiði 21.4.2013 13:46
Varmá: 8 glæsifiskar á 5 klukkutímum "Ekki var þetta fýluferð get ég sagt! Ég setti í ellefu fiska og landaði átta. Minnsti var 45 sentímetrar en restin 55-72 sentímetrar. Semsagt glæsilegir 5 tímar! Svo var annar 72 sentímetra birtingurinn sá feitasti sem ég hef séð! Einn flottasti fiskur sem ég hef veitt. Ég skaut á 10 pund eða svo, svo feitur var hann!“ Veiði 19.4.2013 14:32
Simms-dagar í Veiðihorninu og Veiðivon Í versluninni Veiðivon í Mörkinni stendur einnig mikið til. Þar mæta einnig sérfræðingar Simms einnig og Veiðivon hvetur veiðimenn að mæta með vöðlurnar sínar og láta kíkja á þær. "Það verður heitt á könnunni eins og endranær ásamt því að Skúli Kristinsson og Stefán Hjaltested hnýta flugur og spjalla um flugur og fluguveiði. Veiðifélagið Hreggnasi verður á staðnum ásamt fulltrúa leigutaka Haukadalsár og verða þeir með kynningar á veiðisvæðum sínum og lausum leyfum í sumar,“ segir í fréttatilkynningu frá Veiðivon. Veiði 18.4.2013 14:43
Veiðikvöld hjá SVFR - Nesveiðar! Enginn heilvita maður situr heima í kvöld því veiðikvöld í húsakynnum SVFR í Elliðaárdalnum er í boði. Veiði 17.4.2013 14:20
Korpa rannsökuð niður í grunninn Nýlega hóf Veiðimálastofnun rannsókn á grunnþáttum í lífríki Úlfarsár, eða Korpu, eins og hún er einnig nefnd. Óhætt er að fullyrða að hér sé um tímamótarannsókn að ræða því frumframleiðni hefur ekki áður verið mæld í straumvatni á Íslandi. Veiði 16.4.2013 19:20
Yfirfall í Jöklu í september Yfirfall í Hálslóni verður líklega ekki fyrr en í september í ár. Því ætti að vera hægt að veiða lengur í Jökulsá á Dal en í fyrra þegar yfirfallið varð 8. ágúst. Þetta kom fram í erindi stöðvarstjóra Fljótsdalsstöðvar á aðalfundi Veiðifélags Jökulsár á Dal fyrir skömmu og sagt er frá á vef Strengja. Veiðin í hliðarám Jöklu séu óháðar yfirfallinu og því alltaf veiðanlegar. Veiði 15.4.2013 16:21
Fiskifræðingur sakar verktaka um gróft brot Fiskifræðingur sakar verktaka um gróft brot á skilmálum með malartöku úr Fitjá. Urriði þar hafi þó enn nægt rými til hrygningar. Veiði 14.4.2013 21:35
Grimmdarverk í Þingvallavatni Guttormur P. Einarsson, einn fremsti sérfræðingur landsins í stangveiði við Þingvallavatn, segir uggvænlegar breytingar ógna vatninu. Sumir veiðimenn sigli undir fölsku flaggi. Veiði 11.4.2013 21:16
Sjötíu sentímetra ís á Skagaheiði Þorsteinn Hafþórson og félagar gerðu ágæta veiði á Skagaheiði um liðna helgi þótt ísinn á vötnum þar sé 70 sentímetra þykkur og 40 sentímetra snjólag þar yfir. Veiði 11.4.2013 16:10
Árnar streyma inni í sölukerfið Veiðisvæðin streyma nú inn á sölukerfi Stangaveiðifélags Akureyrar. Guðrún Una Jónsdóttir formaður kastaði til okkar línu. Veiði 11.4.2013 19:01
Bakka með næturbannið á Þingvöllum Ákvörðun um bann við veiði á nóttunni í Þingvallavatni verður afturkölluð á fundi Þingvallanefndar í næstu viku. Veiði 11.4.2013 15:24
Leita leiða til að aflétta banni "Það er náttúrlega verið að þessu til að sjá hvort hægt er að aflétta þessu banni,“ segir Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður. Veiði 9.4.2013 22:00
Þjóðgarðsvörður vill útspil veiðimanna "Það fara algjörlega saman, viðhorf hinna betri veiðimanna, og okkar að reka af höndum okkar þennan ófögnuð sem er þarna að spilla málum,“ segir Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður. Veiði 8.4.2013 21:16
Veiðifélög mótmæla Þingvallanefnd Landssamband Stangaveiðifélaga harmar bann á næturveiði í Þingvallavatni. Vandséð sé hvernig eftirlit verði hert ef þjóðgarðsvörður segir ekki fé til þess. Veiði 8.4.2013 14:44
Þjóðgarðsvörður vill ræða við veiðimenn um næturveiði Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður segist opinn fyrir því að ræða við þá veiðimenn sem hafa gagnrýnt ákvörðun Þingvallanefndar um að banna næturveiði í þjóðgarðinum. Veiði 7.4.2013 21:55
Bannað að veiða á nóttunni á Þingvöllum "Það fer ekki alltaf vel saman; fjölskyldulíf í tjaldbúðum og glaðir veiðimenn fram á nótt,“ segir Álfheiður Ingadóttir, formaður Þingvallanefndar, sem samþykkt hefur að banna stangveiðar í landi þjóðgarðsins frá hálftólf á kvöldin til fimm á morgnana Veiði 5.4.2013 16:32
Afsláttur í Heita pottinum Á vefsíðunni Agn.is er boðið upp á tilboð í nokkrum ám í svokölluðum Heita potti. Þar er boðið upp á stangir á afslætti þar sem stutt er orðið í veiði. Veiði 5.4.2013 16:53
37 sjóbirtingar í Húseyjarkvísl Opnunarhollið í Húseyjarkvísl landaði 37 sjóbirtingum og voru flestir á bilinu 55 til 70 sentímetra langir. Eins og undanfarin ár var það Mokveiðifélagið, félagsskapur nokkurra valinkunnra veiðimanna, sem opnaði ána. Veiði 4.4.2013 12:47
Sjóbirtingskvöld og opið hús hjá SVFR Það er nóg um að vera hjá Stangveiðifélagi Reykjavíkur um þessar mundir enda veiðitimabilið nýhafið. Fræðslukvöld helgað sjóbirtingnum verður haldið í húsakynnum félagsins við Rafstöðvarveg í kvöld og verður sérstaklega horft til veiðisvæðanna í Tungufljóti og Varmá/Þorleifslæk. Húsið opnar klukkan 19.30, að því er segir á vef SVFR. Veiði 3.4.2013 11:44
93 fiskar á land í Litluá Alls komu 93 fiskar á land fyrsta veiðidaginn í Litluá í Kelduhverfi sem hlýtur að teljast aldeilis góð byrjun á veiðitímabilinu. Helmingur fiskanna var yfir 50 sentimetrar en bleikjur, birtingur og staðbundinn urriði veiddist, að því er segir á vef Litluár. Öllum fiskunum var sleppt. Litlaá í Kelduhverfi, sem er rúma 50 kílómetra austan við Húsavík, er bergvatnsá, sem upprunalega átti sér eingöngu upptök í lindum sem heita Brunnar við bæinn Keldunes. Frá 1976 á hún sér einnig upptök í Skjálftavatni en það myndaðist við jarðsig í Kröflueldum. Veiði 2.4.2013 08:41