Eldgos og jarðhræringar

Fréttamynd

Nauðsynlegt að verja bíla sína fyrir skemmdum

Ökumenn verða að passa bíla sína séu þeir á slóðum þar sem búast má við öskufalli. Vélarnar eru líklegar til að soga að sér öskuna þannig að hún stífli bílana. Það gæti valdið umtalsverðu tjóni fyrir bifreiðaeigendur.

Innlent
Fréttamynd

Vegurinn ekki opnaður fyrr en á morgun

Vegurinn að Markarfljóti verður sennilegast ekki opnaður fyrr en á morgun, segir Sveinn Rúnarsson yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli. Vegagerðamenn eru byrjaðir að vinna á fullu að viðgerð á veginum en hann rofnaði á fjórum stöðum vegna vatnavaxta frá eldgosinu í gær.

Innlent
Fréttamynd

Búist við vestanátt áfram

Það verður vestanátt áfram í dag þannig að öskufall heldur áfram á sömu slóðum, samkvæmt upplýsingum frá sérfræðingi á Veðurstofu Íslands. Öskufallið er mest á Mýrdalssandi, Álftaveri, Meðallandi og í Skaftártungum.

Innlent
Fréttamynd

Nýjar myndir af öskufallinu

Vísi.is bárust þessar myndir af öskufallinu frá Meðallandi við Kirkjubæjarklaustur. Myndirnar voru teknar klukkan 11 í morgun og sýna hve þykkt öskulagið er í nágranni við gosið.

Innlent
Fréttamynd

Gæslan flaug yfir hamfarasvæðið - myndskeið

Eldgosið í Eyjafjallajökli í gær og hlaupið úr Gígjökli sem fylgdi á eftir hefur vakið athygli um allan heim. Um mikið sjónarspil er að ræða eins og starfsmenn Landhelgisgæslunnar komust að í gær þegar flogið var yfir svæðið.

Innlent
Fréttamynd

Bjarni Sæmundsson kannar áhrif gossins á lífríki sjávar

Rannsóknaskipið rs. Bjarni Sæmundsson fer í dag að ósum Markarfljóts til að kanna áhrifasvæði hlaupsins. Í frétt á vef Hafrannsóknarstofnunar kemur fram að athyglin beinist að því hvað verði af efnum í hlaupvatningu bæði er varði þau uppleystu og gruggið.

Innlent
Fréttamynd

Gert ráð fyrir óbreyttri vindátt á næstunni

Veðurstofan gerir ráð fyrir því að vindátt haldist að mestu óbreytt í dag og fram eftir degi á morgun. Gosmökkurinn sem blæs nú yfir Skandinavíu og Norður Evrópu virðist því ekki á förum enn um sinn.

Innlent
Fréttamynd

Afmæli drottningar: Dorrit mætt en Ólafur strand

Afmælisveisla Danadrottningar gæti verið í töluverðu uppnámi sökum öngþveitis sem skapast hefur á flugvöllum Evrópu vegna ösku úr Eyjafjallajökli. Forsetahjónin Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff hafa þegið boð Margrétar drottningar um að taka þátt í hátíðarhöldunum en Ólafur hefur hins vegar ekki komist til Danmerkur frekar en aðrir flugfarþegar í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Hrikalegt öskufall við Kirkjubæjarklaustur

„Það er öskusnjór sem liggur yfir öllu og grátt lag á rúðunum," segir Fanney Jóhannsdóttir, sem er bóndi á Efri Ey II við Kirkjubæjarklaustur. Hún segir að á jörðinni við bæinn líti askan út fyrir að vera mjög dökk. Um sé að ræða síðbúinn og dökkan jólasnjór.

Innlent
Fréttamynd

Askan stöðvar allt flug í Norður - Evrópu

Til stendur að loka allri lofthelginni yfir Bretlandi klukkan ellefu. Eftir því sem Vísir kemst næst hefur þetta valdið töluverðri skelfingu hjá flugmálayfirvöldum þar í landi vegna þess að ekki hefur fengist á hreint hvert eigi að senda þær vélar sem fyrirhugað var að yrði flogið um lofthelgina.

Innlent
Fréttamynd

Magnaðar myndir af hlaupinu

Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Fréttablaðisins náði að fanga myndir af aðstæðum fyrir austan fjall eftir að þegar að hlaupið gekk yfir. Eins og fram hefur komið þurfti að rjúfa þjóðveginn til þess að taka þungann af nýju brúnni yfir Markarfljót. Það tókst sem betur fer.

Innlent
Fréttamynd

Eldingar í gosmekkinum - fólk í hættu

Eldingar leiftra í gosmekkinum á Eyjafjallajökli. Fordæmi er fyrir því hér á landi að fólk hefur látist af völdum eldinga í 30 kílómetra fjarlægð frá gosi. Þórður Arason, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir alltaf hættu af eldingum í eldgosum.

Innlent
Fréttamynd

Búast við að loka Kastrup klukkan þrjú

Eftir því sem askan úr Eyjafjallajökli færist yfir Evrópu aukast áhrifin á flugumferð. Flugmálayfirvöld í Danmörku miða nú við að loka Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn klukkan þrjú að íslenskum tíma. Ennfremur verður sett bann við öllu flugi í danskri lofthelgi klukkan fjögur . Nú þegar hefur verið mikl röskun á flugvellinum og hefur þurft að seinka og aflýsa fjölda ferða.

Erlent
Fréttamynd

Gosið 1821 - Þrumur og eldglæringar

Eldar í jökli, þykkur öskumökkur, þrumur og eldingar - svona eru lýsingarnar á gosinu í Eyjafjallajökli árið 1821. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur skrifar um eldgosið í Eyjafjallajökli á bloggsíðu sinni. Hann lýsir þróun gossins í Eyjafjallajökli árið 1821 - 1823 en finna má lýsingu á því gosi í bók Þorvaldar Thoroddsen náttúrufræðings.

Innlent
Fréttamynd

Öskufallið hækkar heimsmarkaðsverð á olíu

Búið er að loka fyrir alla þyrluflugsumferð á olíuvinnslusvæðunum í Norðursjó og meðfram ströndum Noregs vegna öskufallsins frá gosinu í Eyjafjallajökli. Norska olíuöryggisráðið er nú að meta stöðuna en fyrir liggur að ef draga verður úr olíuframleiðslu á svæðinu muni slíkt hækka heimsmarkaðsverð á olíu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Mýrdalssandur lokaður

Í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Hvolsvelli kemur fram að verið sé að loka Mýrdalsjökli vegna öskufalls. Þar er nú öskufall austast á sandinum og skyggni lítið sem ekkert.

Innlent
Fréttamynd

Gosið var stöðugt í nótt

Gosið í Eyjafjallajökli var ámóta kraftmikið í alla nótt og það var í gær. Þar hefur gengið á með sprengingum og töluverðu öskufalli sem hefur borist með vindi til austurs í Skaftártungurnar, Meðallandið og Landbrotið.

Innlent
Fréttamynd

Askan úr Eyjafjallajökli lokar fjölda flugvalla í Evrópu

Aska frá gosinu Í Eyjafjallajökli hefur haft mikil áhrif á flugumferð í norðanverðri Evrópu. Flugvöllum í London, Heathrow, Gatwick og Stansted hefur verið lokað. Sama má segja um Belfast og Newcastle. Algert flugbann er nú í gildi í Noregi og hefur Gardemoen vellinum í Osló þar með verið lokað. Flugumferð yfir Norður-Svíþjóð hefur verið bönnuð frá því í nótt og búist er við að flugbannið verði stækkað í Svíþjóð þegar líður á morguninn og daginn.

Erlent
Fréttamynd

Skemmdir vegna flóðanna minni en óttast var í fyrstu

Flóð ruddu sér leið undan norðan- og sunnanverðum Eyjafjallajökli eftir að öflugt eldgos hófst í gær. Um tíma var óttast að skemmdir yrðu miklar en flóðin rénuðu fyrr en áætlað var. Mannshöndin hafði einnig sitt að segja. Skemmdir vegna flóða í kjölfar eldgossins í Eyjafjallajökli í gær urðu minni en óttast var framan af degi. Engu að síður er fyrsta mat þeirra sem gerst þekkja að fjárhagstjón nemi á annað hundrað milljónir króna.

Innlent
Fréttamynd

Agndofa gagnvart þessum kröftum

Norskir gestir Ferðafélags Íslands sem voru fastir í Þórsmörk í gær vegna vatnavaxta í Markarfljóti stóðu agndofa þegar gos hófst í Eyjafjallajökli. Hópurinn var ásamt öðrum erlendum ferðamönnum ferjaður yfir fljótið síðdegis í gær.

Innlent
Fréttamynd

Vík í viðbragðsstöðu

Íbúar í Vík í Mýrdal og nágrenni eru í viðbragðsstöðu ef Katla skyldi láta á sér kræla. Þetta sagði Sveinn Pálsson, sveitarstjóri í Vík, við Fréttablaðið í gær.

Innlent