Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Svartfjallaland 34-22 | Ísland tryggði sér EM-sætið með stæl Stefán Árni Pálsson og Ingvi Þór Sæmundsson skrifa 14. júní 2015 00:01 Guðjón Valur Sigurðsson skorar úr hraðaupphlaupi í dag. vísir/ernir Íslenska handboltalandsliðið gulltryggði sér sæti á níunda Evrópumótinu í röð eftir öruggan 12 marka sigur á Svartfjallalandi í Laugardalshöllinni í kvöld. Lokatölur 34-22, Íslandi vil. Ísland endaði í efsta sæti riðils fjögur og fer áfram í lokakeppnina í Póllandi ásamt Serbíu.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Laugardalshöll í dag og tók myndirnar sem fylgja umfjölluninni. Íslenska liðið spilaði leikinn frábærlega og miðað við spilamennskuna er ótrúlegt að hugsa til þess að liðið hafi tapað fyrir Svartfjallalandi í fyrri leiknum. Öfugt við leikinn í Ísrael fór Guðjón Valur Sigurðsson frábærlega af stað í íslenska liðinu og gaf tóninn fyrir það sem koma skildi. Fyrirliðinn naut góðs af öflugum varnarleik Íslands og góðri markvörslu Björgvins Páls Gústavssonar og skoraði fjögur af sex fyrstu mörkum íslenska liðsins. Guðmundur Árni Ólafsson var einnig flottur í hægra horninu og hann kom Íslandi fimm mörkum yfir, 8-3, eftir 10 mínútna leik. Þá kom slæmur kafli hjá íslensku strákunum og Svartfellingar skoruðu þrjú mörk í röð og minnkuðu muninn í tvö mörk, 8-6. Klaufalegir brottrekstrar gerðu íslenska liðinu erfitt fyrir á þessum kafla en tékknesku dómarar lögðu nokkuð stranga línuna sem gilti þó fyrir bæði lið. En Aron Pálmarsson breytti takti leiksins þegar hann kom Íslandi í 9-6 með frábæru marki, auk þess sem hann fiskaði leikmann Svartfjallalands af velli. Aron spilaði glimrandi vel í kvöld, skoraði sex mörk og átti auk þess fjöldan allan af stoðsendingum á félaga sína. Einstakur leikmaður og íslenska liðið er einfaldlega allt annað þegar hann er með. Íslensku strákarnir fylgdu fordæmi Arons og hreinlega keyrðu yfir gestina sem vissu ekki sitt rjúkandi ráð. Vörnin hélt gríðarlega vel, fyrir utan einstaka langskot hjá Svartfellingum, og fyrir aftan hana var Björgvin vel með á nótunum en hann varði 10 skot í fyrri hálfleik, eða rétt tæpan helming þeirra skot sem hann fékk á sig. Á meðan vörðu markverðir Svartfjallalands sama og ekki neitt. Íslenska liðið leiddi með átta mörkum í hálfleik, 19-11, og því ljóst að gestanna biði erfitt verkefni í seinni hálfleik. Íslensku strákarnir slógu hvergi af í seinni hálfleik og héldu fullri einbeitingu. Svartfellingar náðu ekki neinu áhlaupi til marks um það skoruðu þeir aðeins einu tvö mörk eða fleiri í röð í seinni hálfleik. Ísland náði níu marka forystu, 24-15, eftir 11 mínútna leik í seinni hálfleik og níu mínútum síðar var munurinn kominn upp í 11 mörk. Aron Kristjánsson leyfði öllum leikmönnum á skýrslu að spila í seinni hálfleik en þrátt fyrir það sá ekki högg á vatni. Íslenska liðið var einfaldlega of sterkt fyrir Svartfjallaland og vann að lokum 12 marka sigur, 34-22. Sigurinn tryggir Íslandi ekki einungis sæti á EM í Póllandi heldur einnig betri stöðu þegar dregið verður í riðla á EM. Guðjón Valur Sigurðsson var markahæstur í íslenska liðinu með 10 mörk og Aron Pálmarsson kom næstur með sex. Guðmundur Árni skilaði fjórum mörkum en alls skoruðu 12 leikmenn Íslands í leiknum. Björgvin Páll varði 15 skot í markinu. Vasko Sevaljevic gerði sjö mörk fyrir Svartfjallaland og Vuko Borozan fimm.Aron: Sóttum aftur í grunngildin „Það er búinn að vera mikill stígandi í þessu frá leikjunum á móti Serbíu og þessir fjórir leikir núna hafa verið mjög góðir og spilamennska liðsins verið mjög stöðug," sagði Aron Kristjánsson eftir 12 marka sigur á Svartfjallalandi í Laugardalshöllinni í kvöld. Með sigrinum tryggði Ísland sér endanlega sæti á EM í Póllandi í byrjun næsta árs en þetta er níunda Evrópumótið í röð sem íslenska liðið kemst á. „Það hefur verið góð einbeiting og mikill og góður andi í liðinu. Vörnin hefur verið góð og markvarslan sömuleiðis. Leikur liðsins hefur verið heilsteyptur og það er frábært að fara svona inn í sumarfríið, allir glaðir og fyrsta sætið í riðlinum tryggt." Íslenska liðið átti misjafna leiki á HM í Katar í byrjun árs en síðan þá hefur verið allt annað að sjá til liðsins. Aron segir breytt hugarfar hafa breytt mestu þar um. „Þetta snerist um hugarfarið. Það kom eitthvað þreytu- og vanmatsástand eftir EM í Danmörku 2014," sagði Aron en Ísland tapaði sem kunnugt er fyrir Bosníu fyrir ári í umspilsleikjum um sæti á HM í Katar. "Þegar við mættum í Serbíu-verkefnið var hugarfarið allt annað. Allir voru klárir á því um hvað þetta snerist og við sóttum aftur í grunngildin, þau sem gera okkur sterka. „Það er þessi fórnfýsi, vinnusemi og einbeiting. Það verða allir að gefa af sér og vera móttækilegir," sagði Aron en hvernig standa samningsmál hans gagnvart HSÍ? „Þau standa ágætlega og nú þurfum við bara að fara að klára þetta," sagði Aron en gerir hann ráð fyrir að vera áfram við stjórnvölinn hjá landsliðinu? „Ég vil ekkert segja um það en við sjáum bara til," sagði Aron að lokum. Guðjón Valur: Þeir voru ekki lélegir, við vorum bara svona góðirGuðjón Valur var stórkostlegur í kvöld. „Ég er bara rosalega ánægður hvernig við spiluðum og mér finnst alltaf leiðinlegt að heyra að aðrir séu lélegir,“ segir Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins. „Við spiluðum hörkuleik og fengum góðan stuðning áhorfenda. Ég er bara gríðarlega ánægður með okkar frammistöðu og frammistöðu áhorfenda. Guðjón segir að liðið hafi lagt upp með að keyra hratt í bakið á þeim. „Vörnin stóð rosalega vel og Bjöggi var góður fyrir aftan sem var frábært. Markmiðið var að vinna alla leiki í riðlinum, það tekst auðvitað ekkert alltaf en við erum ánægðir með sigurinn í riðlinum.“Aron: Vorum betri á öllum sviðumAron Pálmarsson er að fara frá Kiel í sumar. Fríið er kærkomið.„Mér fannst þeir ekki eiga nein svör við okkar sóknarleik og í raun varnarleik,“ segir Aron Pálmarsson, leikmaður Íslands. „Við vorum með þá alveg frá fyrstu mínútu. Við mættum dýrvitlausir í þennan leik og mér fannst allt ganga upp hjá okkur, sérstaklega sóknarlega.“Aron segir að Svartfellingar hafi ekki átt nein svör við frábærum sóknarleik Íslendinga og þá sérstaklega sóknarlega.„Ef vörnin stendur og Bjöggi stendur sig vel þá erum við með gríðarlega gott hraðaupphlaupslið.“ Ísland vann riðilinn og endaði í efsta sætinu með 9 stig. „Við vorum aldrei að pæla í einhverju jafntefli hér í dag, þetta var síðasti leikurinn á tímabilinu og menn gíra sig vel upp.“ Aron er nokkuð feginn því að vera kominn í frí. Hann er á förum frá Kiel og til Veszprém í Ungverjalandi. „Ég á að mæta í lok júlí og fæ því mjög gott frí. Ég er búinn að pakka og senda dótið mitt yfir til Ungverjalands. Nú ætla ég bara að kúpla mig út úr öllu og njóta tímans á Ísland,“ segir Aron og bætir við að hann sé kominn með nett ógeð af handbolta eftir svona langt tímabil. vísir/ernir Íslenski handboltinn Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið gulltryggði sér sæti á níunda Evrópumótinu í röð eftir öruggan 12 marka sigur á Svartfjallalandi í Laugardalshöllinni í kvöld. Lokatölur 34-22, Íslandi vil. Ísland endaði í efsta sæti riðils fjögur og fer áfram í lokakeppnina í Póllandi ásamt Serbíu.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Laugardalshöll í dag og tók myndirnar sem fylgja umfjölluninni. Íslenska liðið spilaði leikinn frábærlega og miðað við spilamennskuna er ótrúlegt að hugsa til þess að liðið hafi tapað fyrir Svartfjallalandi í fyrri leiknum. Öfugt við leikinn í Ísrael fór Guðjón Valur Sigurðsson frábærlega af stað í íslenska liðinu og gaf tóninn fyrir það sem koma skildi. Fyrirliðinn naut góðs af öflugum varnarleik Íslands og góðri markvörslu Björgvins Páls Gústavssonar og skoraði fjögur af sex fyrstu mörkum íslenska liðsins. Guðmundur Árni Ólafsson var einnig flottur í hægra horninu og hann kom Íslandi fimm mörkum yfir, 8-3, eftir 10 mínútna leik. Þá kom slæmur kafli hjá íslensku strákunum og Svartfellingar skoruðu þrjú mörk í röð og minnkuðu muninn í tvö mörk, 8-6. Klaufalegir brottrekstrar gerðu íslenska liðinu erfitt fyrir á þessum kafla en tékknesku dómarar lögðu nokkuð stranga línuna sem gilti þó fyrir bæði lið. En Aron Pálmarsson breytti takti leiksins þegar hann kom Íslandi í 9-6 með frábæru marki, auk þess sem hann fiskaði leikmann Svartfjallalands af velli. Aron spilaði glimrandi vel í kvöld, skoraði sex mörk og átti auk þess fjöldan allan af stoðsendingum á félaga sína. Einstakur leikmaður og íslenska liðið er einfaldlega allt annað þegar hann er með. Íslensku strákarnir fylgdu fordæmi Arons og hreinlega keyrðu yfir gestina sem vissu ekki sitt rjúkandi ráð. Vörnin hélt gríðarlega vel, fyrir utan einstaka langskot hjá Svartfellingum, og fyrir aftan hana var Björgvin vel með á nótunum en hann varði 10 skot í fyrri hálfleik, eða rétt tæpan helming þeirra skot sem hann fékk á sig. Á meðan vörðu markverðir Svartfjallalands sama og ekki neitt. Íslenska liðið leiddi með átta mörkum í hálfleik, 19-11, og því ljóst að gestanna biði erfitt verkefni í seinni hálfleik. Íslensku strákarnir slógu hvergi af í seinni hálfleik og héldu fullri einbeitingu. Svartfellingar náðu ekki neinu áhlaupi til marks um það skoruðu þeir aðeins einu tvö mörk eða fleiri í röð í seinni hálfleik. Ísland náði níu marka forystu, 24-15, eftir 11 mínútna leik í seinni hálfleik og níu mínútum síðar var munurinn kominn upp í 11 mörk. Aron Kristjánsson leyfði öllum leikmönnum á skýrslu að spila í seinni hálfleik en þrátt fyrir það sá ekki högg á vatni. Íslenska liðið var einfaldlega of sterkt fyrir Svartfjallaland og vann að lokum 12 marka sigur, 34-22. Sigurinn tryggir Íslandi ekki einungis sæti á EM í Póllandi heldur einnig betri stöðu þegar dregið verður í riðla á EM. Guðjón Valur Sigurðsson var markahæstur í íslenska liðinu með 10 mörk og Aron Pálmarsson kom næstur með sex. Guðmundur Árni skilaði fjórum mörkum en alls skoruðu 12 leikmenn Íslands í leiknum. Björgvin Páll varði 15 skot í markinu. Vasko Sevaljevic gerði sjö mörk fyrir Svartfjallaland og Vuko Borozan fimm.Aron: Sóttum aftur í grunngildin „Það er búinn að vera mikill stígandi í þessu frá leikjunum á móti Serbíu og þessir fjórir leikir núna hafa verið mjög góðir og spilamennska liðsins verið mjög stöðug," sagði Aron Kristjánsson eftir 12 marka sigur á Svartfjallalandi í Laugardalshöllinni í kvöld. Með sigrinum tryggði Ísland sér endanlega sæti á EM í Póllandi í byrjun næsta árs en þetta er níunda Evrópumótið í röð sem íslenska liðið kemst á. „Það hefur verið góð einbeiting og mikill og góður andi í liðinu. Vörnin hefur verið góð og markvarslan sömuleiðis. Leikur liðsins hefur verið heilsteyptur og það er frábært að fara svona inn í sumarfríið, allir glaðir og fyrsta sætið í riðlinum tryggt." Íslenska liðið átti misjafna leiki á HM í Katar í byrjun árs en síðan þá hefur verið allt annað að sjá til liðsins. Aron segir breytt hugarfar hafa breytt mestu þar um. „Þetta snerist um hugarfarið. Það kom eitthvað þreytu- og vanmatsástand eftir EM í Danmörku 2014," sagði Aron en Ísland tapaði sem kunnugt er fyrir Bosníu fyrir ári í umspilsleikjum um sæti á HM í Katar. "Þegar við mættum í Serbíu-verkefnið var hugarfarið allt annað. Allir voru klárir á því um hvað þetta snerist og við sóttum aftur í grunngildin, þau sem gera okkur sterka. „Það er þessi fórnfýsi, vinnusemi og einbeiting. Það verða allir að gefa af sér og vera móttækilegir," sagði Aron en hvernig standa samningsmál hans gagnvart HSÍ? „Þau standa ágætlega og nú þurfum við bara að fara að klára þetta," sagði Aron en gerir hann ráð fyrir að vera áfram við stjórnvölinn hjá landsliðinu? „Ég vil ekkert segja um það en við sjáum bara til," sagði Aron að lokum. Guðjón Valur: Þeir voru ekki lélegir, við vorum bara svona góðirGuðjón Valur var stórkostlegur í kvöld. „Ég er bara rosalega ánægður hvernig við spiluðum og mér finnst alltaf leiðinlegt að heyra að aðrir séu lélegir,“ segir Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins. „Við spiluðum hörkuleik og fengum góðan stuðning áhorfenda. Ég er bara gríðarlega ánægður með okkar frammistöðu og frammistöðu áhorfenda. Guðjón segir að liðið hafi lagt upp með að keyra hratt í bakið á þeim. „Vörnin stóð rosalega vel og Bjöggi var góður fyrir aftan sem var frábært. Markmiðið var að vinna alla leiki í riðlinum, það tekst auðvitað ekkert alltaf en við erum ánægðir með sigurinn í riðlinum.“Aron: Vorum betri á öllum sviðumAron Pálmarsson er að fara frá Kiel í sumar. Fríið er kærkomið.„Mér fannst þeir ekki eiga nein svör við okkar sóknarleik og í raun varnarleik,“ segir Aron Pálmarsson, leikmaður Íslands. „Við vorum með þá alveg frá fyrstu mínútu. Við mættum dýrvitlausir í þennan leik og mér fannst allt ganga upp hjá okkur, sérstaklega sóknarlega.“Aron segir að Svartfellingar hafi ekki átt nein svör við frábærum sóknarleik Íslendinga og þá sérstaklega sóknarlega.„Ef vörnin stendur og Bjöggi stendur sig vel þá erum við með gríðarlega gott hraðaupphlaupslið.“ Ísland vann riðilinn og endaði í efsta sætinu með 9 stig. „Við vorum aldrei að pæla í einhverju jafntefli hér í dag, þetta var síðasti leikurinn á tímabilinu og menn gíra sig vel upp.“ Aron er nokkuð feginn því að vera kominn í frí. Hann er á förum frá Kiel og til Veszprém í Ungverjalandi. „Ég á að mæta í lok júlí og fæ því mjög gott frí. Ég er búinn að pakka og senda dótið mitt yfir til Ungverjalands. Nú ætla ég bara að kúpla mig út úr öllu og njóta tímans á Ísland,“ segir Aron og bætir við að hann sé kominn með nett ógeð af handbolta eftir svona langt tímabil. vísir/ernir
Íslenski handboltinn Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira