Helga Einarsdóttir: Vantaði metnaðinn hjá öllum KR-ingum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. ágúst 2015 17:00 Helga Einarsdóttir í leik með KR. Vísir/Vilhelm Helga Einarsdóttir, fráfarandi fyrirliði kvennaliðs KR í körfubolta, var í viðtali við Hjört Hjartarson í Akraborginni á X-inu í dag en stjórn körfuknattleiksdeildar KR hefur ákveðið að draga kvennaliðið úr keppni í Dominos-deild kvenna á komandi tímabili. Það hefur gengið illa að manna meistaraflokkinn og margir leikmenn höfðu yfirgefið félagið þar á meðal fyrirliðinn Helga Einarsdóttir. Stjórn körfuknattleiksdeildar KR telur það þjóni hagsmunum liðsins betur að þær ungu stelpur sem eftir standa spili í 1. deildinni en ekki í Dominos-deildinni. Hjörtur spurði Helgu fyrstu um ástæðu þess að hún fór frá KR í sumar. „Þetta var í fyrsta lagi hrikalega erfið ákvörðun eins og hjá mörgum því það er erfitt að yfirgefa KR. Ég taldi þetta bara vera orðið gott eftir átta ár," segir Helga. „Það hafa orðið miklar mannabreytingar og þetta hefur verið erfitt síðustu ár. Ég fann það eftir sumarfríið að löngunin var ekki til staðar að vera í körfubolta á þessum forsendum," sagði Helga. En er Helga þá að tala um rótleysi og tíðar manna og þjálfarabreytingar? „Einbeitingin hefur ekki verið nógu mikið á körfubolta. Þetta hefur tekið á andlega. Mér fannst kominn tími á að breyta til," sagði Helga. Var enginn leið til að safna liði enn og aftur? „Ég tók þessa ákvörðun fyrir nokkrum vikum en mér finnst þetta vera sorgleg niðurstaða að draga liðið úr keppni. Vitandi um hvernig ástandið er þarna þá skil ég ákvörðun stjórnarinnar mjög vel," sagði Helga. „Miðað við hvernig staðan er þá er ég sammála þessari ákvörðun en það hefði getað heppnast ágætlega að sameina þetta við Val. Það varð ekki úr því og þá tel ég að þetta hafi verið besta niðurstaðan," sagði Helga. En á hverju strandaði það að Valur og KR yrðu með sameiginlegt lið? „Ég veit það ekki en ég hef heyrt sögur af því. Það er ekki mitt að fara með það sem ég heyrði," segir Helga. Kvennalið KR hefur verið eitt af stóru félögunum í kvennakörfunni og því kemur það mörgum á óvart hvernig komið er fyrir liðinu núna. „Það eru bara tvö ár síðan að kvennalið KR var í úrslitunum á móti Keflavík. Kannski hefur utanumhaldið ekki verið nógu gott eins og staðan sýnir í dag. Ég held að það sé ekkert hægt að fara í felur með það," sagði Helga. „Ég ætla alls ekki að kenna stjórninni um það. Það hefur verið erfitt að fá fólk til að starfa í kringum þetta og þá sérstaklega í kringum okkur stelpurnar. Það vantaði kannski metnaðinn hjá KR-ingum öllum að koma kvennastarfinu á toppinn, bæði í körfunni og í fótboltanum," sagði Helga. Það gengur mjög vel hjá karlaliðum KR í bæði fótbolta og körfubolta sem eru bæði að berjast um gullið í öllum keppnum ár eftir ár. Kvennafótboltinn og kvennakörfuboltinn sitja hinsvegar á hakanum. Er það ekki dæmigert fyrir það sem er að gerast í íþróttum á Íslandi í dag. „Mér finnst þetta bara sorglegt en það þarf að horfa raunsætt á stöðuna. Ég varð Íslandsmeistari í 2. flokki með Stjörnunni í fótbolta 2006 og þar var tekin sú ákvörðun að liðið yrði Íslandsmeistari í meistaraflokki eftir fimm ár. Ég held að það þurfi bara einhver slík vinna að fara gang í Vesturbænum, að byggja liðið upp og gera það markvisst," sagði Helga. Það er hægt að hlusta á allt viðtalið hér fyrir ofan. Dominos-deild kvenna Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira
Helga Einarsdóttir, fráfarandi fyrirliði kvennaliðs KR í körfubolta, var í viðtali við Hjört Hjartarson í Akraborginni á X-inu í dag en stjórn körfuknattleiksdeildar KR hefur ákveðið að draga kvennaliðið úr keppni í Dominos-deild kvenna á komandi tímabili. Það hefur gengið illa að manna meistaraflokkinn og margir leikmenn höfðu yfirgefið félagið þar á meðal fyrirliðinn Helga Einarsdóttir. Stjórn körfuknattleiksdeildar KR telur það þjóni hagsmunum liðsins betur að þær ungu stelpur sem eftir standa spili í 1. deildinni en ekki í Dominos-deildinni. Hjörtur spurði Helgu fyrstu um ástæðu þess að hún fór frá KR í sumar. „Þetta var í fyrsta lagi hrikalega erfið ákvörðun eins og hjá mörgum því það er erfitt að yfirgefa KR. Ég taldi þetta bara vera orðið gott eftir átta ár," segir Helga. „Það hafa orðið miklar mannabreytingar og þetta hefur verið erfitt síðustu ár. Ég fann það eftir sumarfríið að löngunin var ekki til staðar að vera í körfubolta á þessum forsendum," sagði Helga. En er Helga þá að tala um rótleysi og tíðar manna og þjálfarabreytingar? „Einbeitingin hefur ekki verið nógu mikið á körfubolta. Þetta hefur tekið á andlega. Mér fannst kominn tími á að breyta til," sagði Helga. Var enginn leið til að safna liði enn og aftur? „Ég tók þessa ákvörðun fyrir nokkrum vikum en mér finnst þetta vera sorgleg niðurstaða að draga liðið úr keppni. Vitandi um hvernig ástandið er þarna þá skil ég ákvörðun stjórnarinnar mjög vel," sagði Helga. „Miðað við hvernig staðan er þá er ég sammála þessari ákvörðun en það hefði getað heppnast ágætlega að sameina þetta við Val. Það varð ekki úr því og þá tel ég að þetta hafi verið besta niðurstaðan," sagði Helga. En á hverju strandaði það að Valur og KR yrðu með sameiginlegt lið? „Ég veit það ekki en ég hef heyrt sögur af því. Það er ekki mitt að fara með það sem ég heyrði," segir Helga. Kvennalið KR hefur verið eitt af stóru félögunum í kvennakörfunni og því kemur það mörgum á óvart hvernig komið er fyrir liðinu núna. „Það eru bara tvö ár síðan að kvennalið KR var í úrslitunum á móti Keflavík. Kannski hefur utanumhaldið ekki verið nógu gott eins og staðan sýnir í dag. Ég held að það sé ekkert hægt að fara í felur með það," sagði Helga. „Ég ætla alls ekki að kenna stjórninni um það. Það hefur verið erfitt að fá fólk til að starfa í kringum þetta og þá sérstaklega í kringum okkur stelpurnar. Það vantaði kannski metnaðinn hjá KR-ingum öllum að koma kvennastarfinu á toppinn, bæði í körfunni og í fótboltanum," sagði Helga. Það gengur mjög vel hjá karlaliðum KR í bæði fótbolta og körfubolta sem eru bæði að berjast um gullið í öllum keppnum ár eftir ár. Kvennafótboltinn og kvennakörfuboltinn sitja hinsvegar á hakanum. Er það ekki dæmigert fyrir það sem er að gerast í íþróttum á Íslandi í dag. „Mér finnst þetta bara sorglegt en það þarf að horfa raunsætt á stöðuna. Ég varð Íslandsmeistari í 2. flokki með Stjörnunni í fótbolta 2006 og þar var tekin sú ákvörðun að liðið yrði Íslandsmeistari í meistaraflokki eftir fimm ár. Ég held að það þurfi bara einhver slík vinna að fara gang í Vesturbænum, að byggja liðið upp og gera það markvisst," sagði Helga. Það er hægt að hlusta á allt viðtalið hér fyrir ofan.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira