Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Njarðvík 105-76 | Stórsigur Íslandsmeistaranna Ingvi Þór Sæmundsson í DHL-höllinni skrifar 30. október 2015 21:30 Michael Craion átti góðan leik fyrir KR í kvöld. Vísir/Anton KR valtaði yfir Njarðvík, 105-76, þegar liðin mættust í 4. umferð Domino's deildar karla í kvöld.Anton Brink, ljósmyndari 365, var á vellinum í kvöld og tók meðfylgjandi myndir. KR-ingar spiluðu frábærlega og hreinlega jörðuðu gestina sem voru afar litlir í sér í kvöld. Þrátt fyrir þessa gríðarlegu yfirburði vantaði Helga Má Magnússon og Pavel Ermolinskij, tvo landsliðsmenn, í lið KR í kvöld vegna meiðsla. Haukur Helgi Pálsson lék sinn fyrsta leik fyrir Njarðvík en hann fann sig ekki, frekar en aðrir leikmenn gestanna. Michael Craion var stigahæstur í liði KR með 30 stig en hann gaf auk þess sex stoðsendingar. Hinn 17 ára Þórir Guðmundur Þorbjarnarson fylgdi eftir góðri frammistöðu gegn Haukum í síðustu umferð og skoraði 21 stig fyrir KR, þar af 11 í einni beit í 3. leikhluta. Sóknarleikur KR í fyrri hálfleik var magnaður, hraður og skemmtilegur og menn að hitta vel. KR-ingar nýttu hvert tækifæri til að keyra á gestina og skoruðu alls 13 stig í fyrri hálfleik eftir tapaða bolta hjá Njarðvík. Líkt og í sigrinum á Haukum í síðustu umferð var Craion mjög öflugur í upphafi leiks. Marquise Simmons réði ekkert við hann og ef Craion skoraði ekki sjálfur fann hann félaga sína sem voru opnir. Craion endaði fyrri hálfleikinn með 14 stig og sex stoðsendingar. Njarðvíkingar héldu í við Íslandsmeistarana framan af leik en undir lok 1. leikhluta hættu þeir að hitta á meðan KR-ingar röðuðu inn stigum. KR kláraði 1. leikhlutann á 13-7 spretti og leiddi með sjö stigum, 29-22, að honum loknum. KR-ingar héldu áfram þar sem frá var horfið í 2. leikhluta og um miðbik hans var munurinn orðinn 18 stig, 46-28. Njarðvík svaraði með sex stigum í röð en það voru einungis dauðakippir. KR gaf aftur í og leiddi með 17 stigum í hálfleik, 58-41. Varnarleikur Njarðvíkinga var hörmulegur í fyrri hálfleik og hann kristallaðist hvað best í lokasókn KR í hálfleiknum þegar Ægir Þór Steinarsson labbaði í gegnum vörnina og skoraði án þess að nokkur leikmanna gestanna gerði sig líklegan til að hefta för hans. Það var ljóst að Njarðvíkinga biði erfitt verkefni í seinni hálfleik og sú varð raunin. Þeir náðu aldrei að minnka muninn að neinu ráði og komu honum mest niður í 12 stig, 62-50. Í stöðunni 72-54 hófst Þóris kafli Þorbjarnarsonar en strákurinn setti niður þrjá þrista í röð, stal svo boltanum og skoraði eftir hraðaupphlaup. Ellefu stig í röð hjá þessum gríðarlega efnilega leikmanni og staðan orðin 83-61. KR leiddi með 24 stigum, 88-64, eftir 3. leikhluta og úrslitin í raun ráðin. KR náði mest 30 stiga forskoti í 4. leikhluta en vann að lokum 29 stiga sigur, 105-76. Craion og Þórir fóru fyrir Vesturbæingum í stigaskorun en liðið allt átti afbragðs leik. Meistararnir hafa unnið þrjá leiki í röð og virka ógnarsterkir. Og ekki munu þeir veikjast þegar Helgi og Pavel snúa aftur, svo mikið er víst. Simmons var atkvæðamestur hjá Njarðvík 24 stig og níu fráköst en hann var slakur í vörninni líkt og aðrir leikmenn liðsins. Haukur var með 13 stig, 13 fráköst og sex stoðsendingar en hann á eftir að komast betur inn í leik Njarðvíkur sem hefur tapað tveimur leikjum í röð.KR-Njarðvík 105-76 (29-22, 29-19, 30-23, 17-12)KR: Michael Craion 30/4 fráköst/6 stoðsendingar/6 stolnir, Þórir Guðmundur Þorbjarnarsson 21, Brynjar Þór Björnsson 14, Darri Hilmarsson 13/11 fráköst/7 stoðsendingar, Björn Kristjánsson 12/5 fráköst, Snorri Hrafnkelsson 8/4 fráköst/3 varin skot, Ægir Þór Steinarsson 7/10 fráköst/9 stoðsendingar.Njarðvík: Marquise Simmons 24/9 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 14, Haukur Helgi Pálsson 13/13 fráköst/6 stoðsendingar, Maciej Stanislav Baginski 9/4 fráköst/5 stoðsendingar, Logi Gunnarsson 8/4 fráköst, Jón Arnór Sverrisson 4, Hjalti Friðriksson 2, Hjörtur Hrafn Einarsson 2.Finnur og lærisveinar hans hafa unnið þrjá leiki í röð.vísir/antonFinnur Freyr: Fullorðins frammistaða hjá liðinu Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, var að vonum hæstánægður með frammistöðu sinna manna í stórsigrinum á Njarðvík í kvöld. "Þetta var fullorðins frammistaða hjá liðinu og góður gangur á öllum mönnum. Ég er gríðarlega sáttur," sagði Finnur en Íslandsmeistararnir hafa nú unnið þrjá leiki í röð eftir að hafa tapað fyrir Stjörnunni í 1. umferð Domino's deildarinnar. Hinn 17 ára Þórir Guðmundur Þorbjarnarson átti skínandi leik í kvöld og skoraði 21 stig. Finnur var skiljanlega sáttur með unga manninn. "Hann datt í ákveðið "zone" og setti niður þrista. Hann var flottur og þetta er strákur sem er alltaf að bæta sig og hann þorir," sagði Finnur. "Þegar ungir menn þora og eru hæfileikaríkir, þá er útkoman yfirleitt góð. Þetta gekk vel upp hjá honum í kvöld og ég er ánægður með að hann hélt áfram að skjóta." KR-ingar hafa bætt spilamennsku sína með hverjum leiknum í vetur og virka ógnarsterkir þrátt fyrir að tvo landsliðsmenn, Helga Má Magnússon og Pavel Ermolinskij, hafi vantað í þeirra lið í kvöld. "Það er mikið eftir af tímabilinu og það á margt eftir að gerast. Við höfum ekki náð neitt gríðarlega mörgum æfingum saman en við áttum góða viku núna. "Frammistaðan á móti Haukum var flott en það var vont að missa Pavel. Það er búið að vera mikið um meiðsli hjá liðinu eins og í fyrra en ég er ánægður með hvernig menn svöruðu kallinu," sagði Finnur sem var ánægður með frammistöðu Björn Kristjánssonar, sem kom inn í byrjunarliðið fyrir Pavel, og Snorra Hrafnkelssonar sem skilaði átta stigum, fjórum fráköstum og þremur vörðum skotum af bekknum. "Björn kom virkilega flottur inn í byrjunarliðið og var að tryggja sér sæti í því þangað til þessir strákar koma til baka. Og Snorri kemst betur inn í þetta með hverjum leiknum," sagði Finnur sem segir ólíklegt að Pavel spili með KR í næsta mánuði.Haukur Helgi skoraði 13 stig og tók 13 fráköst í kvöld.vísir/antonHaukur Helgi: Finnst 76 stig eiga að duga til sigurs Það er ekki hægt að segja að Haukur Helgi Pálsson hafi fengið draumabyrjun með Njarðvík en liðið steinlá, 105-76, fyrir KR í fyrsta leik landsliðsmannsins fyrir þá grænu. "Þetta var gaman og á sama tíma erfitt," sagði Haukur aðspurður hvernig það hafi verið að spila í græna búningnum í fyrsta skipti. "Ég var búinn að gleyma hvað þessi deild er hröð, það er mikið hlaupið og mikið skotið og ég þarf að læra aðeins inn á deildina," sagði Haukur sem lék síðast á Íslandi tímabilið 2008-09 með uppeldisfélaginu Fjölni í 1. deild. Njarðvíkingar voru heillum horfnir í kvöld og voru hreinlega rassskelltir af Íslandsmeisturunum sem voru í miklum ham. Haukur segir að varnarleikurinn hafi orðið Njarðvíkingum að falli í kvöld. "Það var vörnin. Við skorum 76 stig og mér finnst það eiga vera nóg, það var það allavega oftast úti, en við eigum eftir að bæta okkur sem lið," sagði Haukur. "Þeir skora 105 stig og við vorum að týnast og töluðum ekki saman í vörninni. Þetta var aðallega vörnin," bætti Haukur við en hann hefur takmarkaðar áhyggjur af framhaldinu. "Ég hef ekki miklar áhyggjur af þessu. Ég hef fulla trú á þessu liði og við eigum eftir að verða hörku varnarlið. Ég skal lofa þér því," sagði Haukur að lokum en hann verður aftur á ferðinni með Njarðvík á mánudaginn þegar liðið tekur á móti Tindastóli í Powerade-bikarnum.Tweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild karla Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Fleiri fréttir Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti Sjá meira
KR valtaði yfir Njarðvík, 105-76, þegar liðin mættust í 4. umferð Domino's deildar karla í kvöld.Anton Brink, ljósmyndari 365, var á vellinum í kvöld og tók meðfylgjandi myndir. KR-ingar spiluðu frábærlega og hreinlega jörðuðu gestina sem voru afar litlir í sér í kvöld. Þrátt fyrir þessa gríðarlegu yfirburði vantaði Helga Má Magnússon og Pavel Ermolinskij, tvo landsliðsmenn, í lið KR í kvöld vegna meiðsla. Haukur Helgi Pálsson lék sinn fyrsta leik fyrir Njarðvík en hann fann sig ekki, frekar en aðrir leikmenn gestanna. Michael Craion var stigahæstur í liði KR með 30 stig en hann gaf auk þess sex stoðsendingar. Hinn 17 ára Þórir Guðmundur Þorbjarnarson fylgdi eftir góðri frammistöðu gegn Haukum í síðustu umferð og skoraði 21 stig fyrir KR, þar af 11 í einni beit í 3. leikhluta. Sóknarleikur KR í fyrri hálfleik var magnaður, hraður og skemmtilegur og menn að hitta vel. KR-ingar nýttu hvert tækifæri til að keyra á gestina og skoruðu alls 13 stig í fyrri hálfleik eftir tapaða bolta hjá Njarðvík. Líkt og í sigrinum á Haukum í síðustu umferð var Craion mjög öflugur í upphafi leiks. Marquise Simmons réði ekkert við hann og ef Craion skoraði ekki sjálfur fann hann félaga sína sem voru opnir. Craion endaði fyrri hálfleikinn með 14 stig og sex stoðsendingar. Njarðvíkingar héldu í við Íslandsmeistarana framan af leik en undir lok 1. leikhluta hættu þeir að hitta á meðan KR-ingar röðuðu inn stigum. KR kláraði 1. leikhlutann á 13-7 spretti og leiddi með sjö stigum, 29-22, að honum loknum. KR-ingar héldu áfram þar sem frá var horfið í 2. leikhluta og um miðbik hans var munurinn orðinn 18 stig, 46-28. Njarðvík svaraði með sex stigum í röð en það voru einungis dauðakippir. KR gaf aftur í og leiddi með 17 stigum í hálfleik, 58-41. Varnarleikur Njarðvíkinga var hörmulegur í fyrri hálfleik og hann kristallaðist hvað best í lokasókn KR í hálfleiknum þegar Ægir Þór Steinarsson labbaði í gegnum vörnina og skoraði án þess að nokkur leikmanna gestanna gerði sig líklegan til að hefta för hans. Það var ljóst að Njarðvíkinga biði erfitt verkefni í seinni hálfleik og sú varð raunin. Þeir náðu aldrei að minnka muninn að neinu ráði og komu honum mest niður í 12 stig, 62-50. Í stöðunni 72-54 hófst Þóris kafli Þorbjarnarsonar en strákurinn setti niður þrjá þrista í röð, stal svo boltanum og skoraði eftir hraðaupphlaup. Ellefu stig í röð hjá þessum gríðarlega efnilega leikmanni og staðan orðin 83-61. KR leiddi með 24 stigum, 88-64, eftir 3. leikhluta og úrslitin í raun ráðin. KR náði mest 30 stiga forskoti í 4. leikhluta en vann að lokum 29 stiga sigur, 105-76. Craion og Þórir fóru fyrir Vesturbæingum í stigaskorun en liðið allt átti afbragðs leik. Meistararnir hafa unnið þrjá leiki í röð og virka ógnarsterkir. Og ekki munu þeir veikjast þegar Helgi og Pavel snúa aftur, svo mikið er víst. Simmons var atkvæðamestur hjá Njarðvík 24 stig og níu fráköst en hann var slakur í vörninni líkt og aðrir leikmenn liðsins. Haukur var með 13 stig, 13 fráköst og sex stoðsendingar en hann á eftir að komast betur inn í leik Njarðvíkur sem hefur tapað tveimur leikjum í röð.KR-Njarðvík 105-76 (29-22, 29-19, 30-23, 17-12)KR: Michael Craion 30/4 fráköst/6 stoðsendingar/6 stolnir, Þórir Guðmundur Þorbjarnarsson 21, Brynjar Þór Björnsson 14, Darri Hilmarsson 13/11 fráköst/7 stoðsendingar, Björn Kristjánsson 12/5 fráköst, Snorri Hrafnkelsson 8/4 fráköst/3 varin skot, Ægir Þór Steinarsson 7/10 fráköst/9 stoðsendingar.Njarðvík: Marquise Simmons 24/9 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 14, Haukur Helgi Pálsson 13/13 fráköst/6 stoðsendingar, Maciej Stanislav Baginski 9/4 fráköst/5 stoðsendingar, Logi Gunnarsson 8/4 fráköst, Jón Arnór Sverrisson 4, Hjalti Friðriksson 2, Hjörtur Hrafn Einarsson 2.Finnur og lærisveinar hans hafa unnið þrjá leiki í röð.vísir/antonFinnur Freyr: Fullorðins frammistaða hjá liðinu Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, var að vonum hæstánægður með frammistöðu sinna manna í stórsigrinum á Njarðvík í kvöld. "Þetta var fullorðins frammistaða hjá liðinu og góður gangur á öllum mönnum. Ég er gríðarlega sáttur," sagði Finnur en Íslandsmeistararnir hafa nú unnið þrjá leiki í röð eftir að hafa tapað fyrir Stjörnunni í 1. umferð Domino's deildarinnar. Hinn 17 ára Þórir Guðmundur Þorbjarnarson átti skínandi leik í kvöld og skoraði 21 stig. Finnur var skiljanlega sáttur með unga manninn. "Hann datt í ákveðið "zone" og setti niður þrista. Hann var flottur og þetta er strákur sem er alltaf að bæta sig og hann þorir," sagði Finnur. "Þegar ungir menn þora og eru hæfileikaríkir, þá er útkoman yfirleitt góð. Þetta gekk vel upp hjá honum í kvöld og ég er ánægður með að hann hélt áfram að skjóta." KR-ingar hafa bætt spilamennsku sína með hverjum leiknum í vetur og virka ógnarsterkir þrátt fyrir að tvo landsliðsmenn, Helga Má Magnússon og Pavel Ermolinskij, hafi vantað í þeirra lið í kvöld. "Það er mikið eftir af tímabilinu og það á margt eftir að gerast. Við höfum ekki náð neitt gríðarlega mörgum æfingum saman en við áttum góða viku núna. "Frammistaðan á móti Haukum var flott en það var vont að missa Pavel. Það er búið að vera mikið um meiðsli hjá liðinu eins og í fyrra en ég er ánægður með hvernig menn svöruðu kallinu," sagði Finnur sem var ánægður með frammistöðu Björn Kristjánssonar, sem kom inn í byrjunarliðið fyrir Pavel, og Snorra Hrafnkelssonar sem skilaði átta stigum, fjórum fráköstum og þremur vörðum skotum af bekknum. "Björn kom virkilega flottur inn í byrjunarliðið og var að tryggja sér sæti í því þangað til þessir strákar koma til baka. Og Snorri kemst betur inn í þetta með hverjum leiknum," sagði Finnur sem segir ólíklegt að Pavel spili með KR í næsta mánuði.Haukur Helgi skoraði 13 stig og tók 13 fráköst í kvöld.vísir/antonHaukur Helgi: Finnst 76 stig eiga að duga til sigurs Það er ekki hægt að segja að Haukur Helgi Pálsson hafi fengið draumabyrjun með Njarðvík en liðið steinlá, 105-76, fyrir KR í fyrsta leik landsliðsmannsins fyrir þá grænu. "Þetta var gaman og á sama tíma erfitt," sagði Haukur aðspurður hvernig það hafi verið að spila í græna búningnum í fyrsta skipti. "Ég var búinn að gleyma hvað þessi deild er hröð, það er mikið hlaupið og mikið skotið og ég þarf að læra aðeins inn á deildina," sagði Haukur sem lék síðast á Íslandi tímabilið 2008-09 með uppeldisfélaginu Fjölni í 1. deild. Njarðvíkingar voru heillum horfnir í kvöld og voru hreinlega rassskelltir af Íslandsmeisturunum sem voru í miklum ham. Haukur segir að varnarleikurinn hafi orðið Njarðvíkingum að falli í kvöld. "Það var vörnin. Við skorum 76 stig og mér finnst það eiga vera nóg, það var það allavega oftast úti, en við eigum eftir að bæta okkur sem lið," sagði Haukur. "Þeir skora 105 stig og við vorum að týnast og töluðum ekki saman í vörninni. Þetta var aðallega vörnin," bætti Haukur við en hann hefur takmarkaðar áhyggjur af framhaldinu. "Ég hef ekki miklar áhyggjur af þessu. Ég hef fulla trú á þessu liði og við eigum eftir að verða hörku varnarlið. Ég skal lofa þér því," sagði Haukur að lokum en hann verður aftur á ferðinni með Njarðvík á mánudaginn þegar liðið tekur á móti Tindastóli í Powerade-bikarnum.Tweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild karla Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Fleiri fréttir Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti Sjá meira