Handbolti

Þessir 28 mega spila með Íslandi á EM í Póllandi

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Aron Pálmarsson er að sjálfsögðu í hópnum.
Aron Pálmarsson er að sjálfsögðu í hópnum. vísir/ernir
Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, hefur valið 28 manna hóp fyrir Evrópumót karla í handbolta sem fram fer í Póllandi í janúar.

Æfingahópurinn verður svo tilkynntur á næstu dögum en endanlegur 16 manna hópur verður tilkynntur rétt fyrir mót eins og vaninn er.

Þeir 28 sem Aron valdi að þessu sinni eru þeir sem mega spila í Póllandi en hópurinn verður skorinn niður um tólf leikmenn.

Æfingar landsliðsins hefjast 29. desember og mæta strákarnir okkar Portúgal í Höllinni 6. og 7. janúar áður en haldið verður til Þýskalands þar sem Ísland mætir lærisveinum Dags Sigurðssonar tvívegis.

Meðfram æfingum A landsliðs karla hérna heima æfa líka B landsliðið og u20 karla.

Markverðir:

Björgvin Páll Gústavsson, Bergischer

Aron Rafn Eðvarðsson, Álaborg

Hreiðar Leví Guðmundsson, Akureyri

Daníel Freyr Andrésson, SönderjyskE

Vinstri hornamenn:

Guðjón Valur Sigurðsson, FC Barcelona

Stefán Rafn Sigurmannsson, Rhein-Neckar Löwen

Bjarki Már Elísson, Füchse Berlin

Vinstri skyttur:

Aron Pálmarsson, MKB Veszprém KC

Arnór Atlason, St. Rafaël

Ólafur Andrés Guðmundsson, IFK Kristianstad

Sigurbergur Sveinsson, Tvis Holstebro

Leikstjórnendur:

Snorri Steinn Guðjónsson, Nimes

Róbert Aron Hostert, Mors-Thy

Janus Daði Smárason, Haukar

Hægri skyttur:

Ásgeir Örn Hallgrímsson, Nimes

Rúnar Kárason, TSV Hannover/Burgdorf

Ernir Hrafn Arnarson, Emsdetten

Árni Steinn Steinþórsson, SönderjyskE

Alexander Petersson, Rhein Neckar Löwen

Hægri hornamenn:

Arnór Þór Gunnarsson, Bergische

Guðmundur Árni Ólafsson, Mors-Thy

Línumenn:

Róbert Gunnarsson, Paris Saint-Germain

Vignir Svavarsson, HC Midtjylland ApS

Kári Kristján Kristjánsson, ÍBV

Varnarmenn:

Bjarki Már Gunnarsson, Aue

Tandri Már Konráðsson, Ricoh

Arnar Freyr Arnarsson, Fram

Guðmundur Hólmar Helgason, Valur




Fleiri fréttir

Sjá meira


×