Körfuboltakvöld: Stóra Helenu-málið | Myndband 23. janúar 2016 14:21 Snæfell bar sigurorð af Haukum, 84-70, í toppslag í Domino's deild kvenna á miðvikudaginn. Þetta er annað tap Hauka í síðustu þremur leikjum, eða eftir að liðið fékk Chelsie Schweers til sín frá Stjörnunni. Strákarnir í Domino's Körfuboltakvöldi ræddu þá ákvörðun Hauka að fá Schweers til liðs við sig og hvort hún gæti spilað með Helenu Sverrisdóttur. „Ég hef talað um að Haukar verði ekki Íslandsmeistarar nema þær fái sér erlendan leikmann,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson. „En ég held að þetta sé ekki leikmaðurinn sem þær áttu að fá sér. Hún tekur mikið til sín og dribblar mjög mikið. Hún er með boltann í 7-10 sekúndur í upphafi hverrar sóknar. „Það var rétt ákvörðun að fá sér erlendan leikmann en rangt að fá þennan leikmann,“ bætti Jón Halldór við og Fannar Ólafsson tók dýpra í árinni. „Þetta er bara peningaeyðsla og rugl. Þetta raskar jafnvæginu í mjög góðu liði.“ Strákarnir ræddu einnig um að Helena, sem er spilandi þjálfari Hauka, hefði ekki viljað tala við fjölmiðla eftir leikinn í Stykkishólmi. „Þetta er hluti af leiknum. Leikurinn er frá því stígur inn 1-2 tímum fyrir leik, hitar upp og spilar leikinn. Og þú þarft að vera, svo ég sletti, gracious loser og humble winner. Það þýðir ekki að fara í fýlu yfir því að tapa leikjum“ sagði Fannar. Jón Halldór tók í sama streng. „Ég er í fýlu út í hana, að hún skuli gera þetta. Það vill enginn sjá neinn annan í Haukaliðinu í viðtali, nema kannski Pálínu (Gunnlaugsdóttur). Ég held að hún sé hundfúl með það sem er í gangi í Haukum. Það er einhver kergja í gangi, það hlýtur bara að vera.“ Helena bar hönd fyrir höfuð sér á Twitter í dag þar sem hún segist ekki hafa verið beðin um að koma í viðtal eftir leik. Þá segist hún að hún sé „mikil keppnismanneskja og hata að tapa-en ber alltaf mikla virðingu fyrir fjölmiðlum og veit að það er partur af þessu.“Umræðuna má sjá í heild sinni hér að ofan.Er virkilega hægt að halda því fram í tv að ég hafi neitað að koma í viðtal?? Ég var ALDREI spurð!! Enginn kom til mín og bad um viðtal— Helena Sverrisdottir (@HelenaSverris) January 23, 2016 Ég er mikil keppnismanneskja og hata að tapa-en ber alltaf virðingu fyrir fjölmiðlum og veit að það er partur af þessu.— Helena Sverrisdottir (@HelenaSverris) January 23, 2016 Dominos-deild kvenna Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið Enski boltinn Fleiri fréttir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Sjá meira
Snæfell bar sigurorð af Haukum, 84-70, í toppslag í Domino's deild kvenna á miðvikudaginn. Þetta er annað tap Hauka í síðustu þremur leikjum, eða eftir að liðið fékk Chelsie Schweers til sín frá Stjörnunni. Strákarnir í Domino's Körfuboltakvöldi ræddu þá ákvörðun Hauka að fá Schweers til liðs við sig og hvort hún gæti spilað með Helenu Sverrisdóttur. „Ég hef talað um að Haukar verði ekki Íslandsmeistarar nema þær fái sér erlendan leikmann,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson. „En ég held að þetta sé ekki leikmaðurinn sem þær áttu að fá sér. Hún tekur mikið til sín og dribblar mjög mikið. Hún er með boltann í 7-10 sekúndur í upphafi hverrar sóknar. „Það var rétt ákvörðun að fá sér erlendan leikmann en rangt að fá þennan leikmann,“ bætti Jón Halldór við og Fannar Ólafsson tók dýpra í árinni. „Þetta er bara peningaeyðsla og rugl. Þetta raskar jafnvæginu í mjög góðu liði.“ Strákarnir ræddu einnig um að Helena, sem er spilandi þjálfari Hauka, hefði ekki viljað tala við fjölmiðla eftir leikinn í Stykkishólmi. „Þetta er hluti af leiknum. Leikurinn er frá því stígur inn 1-2 tímum fyrir leik, hitar upp og spilar leikinn. Og þú þarft að vera, svo ég sletti, gracious loser og humble winner. Það þýðir ekki að fara í fýlu yfir því að tapa leikjum“ sagði Fannar. Jón Halldór tók í sama streng. „Ég er í fýlu út í hana, að hún skuli gera þetta. Það vill enginn sjá neinn annan í Haukaliðinu í viðtali, nema kannski Pálínu (Gunnlaugsdóttur). Ég held að hún sé hundfúl með það sem er í gangi í Haukum. Það er einhver kergja í gangi, það hlýtur bara að vera.“ Helena bar hönd fyrir höfuð sér á Twitter í dag þar sem hún segist ekki hafa verið beðin um að koma í viðtal eftir leik. Þá segist hún að hún sé „mikil keppnismanneskja og hata að tapa-en ber alltaf mikla virðingu fyrir fjölmiðlum og veit að það er partur af þessu.“Umræðuna má sjá í heild sinni hér að ofan.Er virkilega hægt að halda því fram í tv að ég hafi neitað að koma í viðtal?? Ég var ALDREI spurð!! Enginn kom til mín og bad um viðtal— Helena Sverrisdottir (@HelenaSverris) January 23, 2016 Ég er mikil keppnismanneskja og hata að tapa-en ber alltaf virðingu fyrir fjölmiðlum og veit að það er partur af þessu.— Helena Sverrisdottir (@HelenaSverris) January 23, 2016
Dominos-deild kvenna Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið Enski boltinn Fleiri fréttir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Sjá meira