Griezmann skaut Frökkum í úrslitaleikinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. júlí 2016 21:00 Antoine Griezmann fagnar marki sínu ásamt Paul Pogba. vísir/epa Það verður Frakkland sem mætir Portúgal í úrslitaleik EM 2016 á Stade de France á sunnudagskvöldið. Þetta var ljóst eftir 2-0 sigur Frakka á heimsmeisturum Þjóðverja í Marseille í kvöld. Antoine Griezmann var hetja Frakka en hann skoraði bæði mörkin og er nú komin með sex mörk í heildina á EM. Frakkar byrjuðu leikinn af miklum krafti og Manuel Neuer þurfti að taka á honum stóra sínum til að verja frá Griezmann á 7. mínútu. Eftir þessa góðu byrjun franska liðsins tók það þýska yfir og stjórnaði ferðinni það sem eftir lifði fyrri hálfleiks. Emre Can komst næst því að skora en Hugo Lloris varði vel frá honum eftir 14 mínútna leik. Í uppbótartíma fyrri hálfleiks breyttist leikurinn þegar ítalski dómarinn Nicola Rizzoli dæmdi vítaspyrnu á Bastian Schweinsteiger fyrir að handleika boltann innan vítateigs. Griezmann fór á punktinn og skoraði af öryggi. Hann var svo aftur á ferðinni á 72. mínútu. Þjóðverjar töpuðu þá boltanum inni í eigin vítateig, Paul Pogba sendi fyrir frá vinstri, Neuer sló boltann frá en ekki nógu langt og Griezmann nýtti sér það og skoraði sitt annað mark. Þjóðverjar fengu færi til að minnka muninn eftir þetta en tókst ekki að skora. Bestu færin féllu Joshua Kimmich í skaut; hann átti hörkuskot í stöngina tveimur mínútum eftir seinna mark Griezmann og svo varði Lloris stórkostlega skalla frá honum í uppbótartíma. Heimsmeistarnir náðu hins vegar ekki að skora og Frakkar fögnuðu 2-0 sigri og sæti í úrslitaleiknum. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira
Það verður Frakkland sem mætir Portúgal í úrslitaleik EM 2016 á Stade de France á sunnudagskvöldið. Þetta var ljóst eftir 2-0 sigur Frakka á heimsmeisturum Þjóðverja í Marseille í kvöld. Antoine Griezmann var hetja Frakka en hann skoraði bæði mörkin og er nú komin með sex mörk í heildina á EM. Frakkar byrjuðu leikinn af miklum krafti og Manuel Neuer þurfti að taka á honum stóra sínum til að verja frá Griezmann á 7. mínútu. Eftir þessa góðu byrjun franska liðsins tók það þýska yfir og stjórnaði ferðinni það sem eftir lifði fyrri hálfleiks. Emre Can komst næst því að skora en Hugo Lloris varði vel frá honum eftir 14 mínútna leik. Í uppbótartíma fyrri hálfleiks breyttist leikurinn þegar ítalski dómarinn Nicola Rizzoli dæmdi vítaspyrnu á Bastian Schweinsteiger fyrir að handleika boltann innan vítateigs. Griezmann fór á punktinn og skoraði af öryggi. Hann var svo aftur á ferðinni á 72. mínútu. Þjóðverjar töpuðu þá boltanum inni í eigin vítateig, Paul Pogba sendi fyrir frá vinstri, Neuer sló boltann frá en ekki nógu langt og Griezmann nýtti sér það og skoraði sitt annað mark. Þjóðverjar fengu færi til að minnka muninn eftir þetta en tókst ekki að skora. Bestu færin féllu Joshua Kimmich í skaut; hann átti hörkuskot í stöngina tveimur mínútum eftir seinna mark Griezmann og svo varði Lloris stórkostlega skalla frá honum í uppbótartíma. Heimsmeistarnir náðu hins vegar ekki að skora og Frakkar fögnuðu 2-0 sigri og sæti í úrslitaleiknum.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira