Fótbolti

Þorvaldur dæmdi hjá Arnóri í Búlgaríu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Arnór Ingvi í leiknum fræga gegn Austurríki á EM í Frakklandi.
Arnór Ingvi í leiknum fræga gegn Austurríki á EM í Frakklandi. vísir/getty
Arnór Ingvi Traustason lék annan keppnisleik með Rapid Vín þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Zhodino frá Búlgaríu í fyrri leik liðanna í 3. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar.

Arnór Ingvi byrjaði á bekknum en kom inn á sem varamaður á 70. mínútu.

Hann kom einnig inn af bekknum þegar Rapid Vín rúllaði yfir Ried í 1. umferð austurrísku úrvalsdeildarinnar um helgina.

Þess má geta að Þorvaldur Árnason dæmdi leikinn í Zodino í kvöld. Honum til aðstoðar voru Jóhann Gunnar Guðmundsson og Gylfi Már Sigurðsson. Þóroddur Hjaltalín var fjórði dómari.

Þorvaldur dæmdi 22 aukaspyrnur í leiknum og lyfti gula spjaldinu einu sinni.

Seinni leikurinn fer fram í Vín eftir viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×