Formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar: Ákveðnir aðilar innan flokksins áttu erfitt með að fara að samþykktum og lögum Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 13. október 2016 18:44 Helgi Helgason, formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar Vísir Stjórn Íslensku þjóðfylkingarinnar segir að ákveðnir aðilar innan flokksins hafi átt erfitt með að fara að samþykktum og lögum flokksins og virtust vera í sífelldu stríði við stjórn og aðra flokksmenn. „Einna helst virtist sem að sumir gætu ekki sætt sig við þá stöðu sem þeir höfðu innan flokksins. Þeir áttu með öðrum orðum erfitt að ganga í takt við ákvarðanir stjórnarflokksins og jafnvel stefnu,” segir í yfirlýsingu frá stjórn flokksins sem undirrituð er af Helga Helgasyni, formanni flokksins. Vísir greindi frá því fyrr í dag að Gunnlaugur Ingvarsson og Gústaf Níelsson, oddvitar flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur, hefðu dregið framboð sín til baka. Þeir lýstu yfir óánægju með forystustörf Helga. „Þannig hefur fjöldi aldraðra haft samband við skrifstofu flokksins vegna ummæla sem Gústaf Níelsson mun hafa viðhaft um málefni aldraðra á Útvarpi sögu. Gústaf segist hafa verið lengi þess áskynja að formaður flokksins hefði ekki stjórn á flokknum sem er undarleg yfirlýsing í ljósi þess að fljótlega eftir að kjördæmaráð flokksins í Reykjavík fékk því framgengt að hann yrði efsti maður á öðrum listanum fór hann til Spánar en eftirlét öðrum alla þá fyrirhöfn og vinnu sem felst í að koma fram framboði í hverju kjördæmi,” segir í yfirlýsingunni. „Gústaf hefur oftar en einu sinni notað það sem hótun að ef hann fái ekki sínu framgengt muni hann nota krafta sína til þess að „drepa“ framboðið. Nú virðist vera komið að því.” Þá segir einnig að brotthvarf Gústafs og Gunnlaugs muni í engu hafa áhrif á framboðsmál Íslensku þjóðfylkingarinnar í Reykjavík. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Oddvitar í Íslensku þjóðfylkingunni hættir Oddvitar Íslensku þjóðfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur, Gústaf Níelsson og Gunnlaugur Ingvarsson, hafa dregið framboð sín til baka. 13. október 2016 16:59 Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Erlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Fleiri fréttir Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Sjá meira
Stjórn Íslensku þjóðfylkingarinnar segir að ákveðnir aðilar innan flokksins hafi átt erfitt með að fara að samþykktum og lögum flokksins og virtust vera í sífelldu stríði við stjórn og aðra flokksmenn. „Einna helst virtist sem að sumir gætu ekki sætt sig við þá stöðu sem þeir höfðu innan flokksins. Þeir áttu með öðrum orðum erfitt að ganga í takt við ákvarðanir stjórnarflokksins og jafnvel stefnu,” segir í yfirlýsingu frá stjórn flokksins sem undirrituð er af Helga Helgasyni, formanni flokksins. Vísir greindi frá því fyrr í dag að Gunnlaugur Ingvarsson og Gústaf Níelsson, oddvitar flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur, hefðu dregið framboð sín til baka. Þeir lýstu yfir óánægju með forystustörf Helga. „Þannig hefur fjöldi aldraðra haft samband við skrifstofu flokksins vegna ummæla sem Gústaf Níelsson mun hafa viðhaft um málefni aldraðra á Útvarpi sögu. Gústaf segist hafa verið lengi þess áskynja að formaður flokksins hefði ekki stjórn á flokknum sem er undarleg yfirlýsing í ljósi þess að fljótlega eftir að kjördæmaráð flokksins í Reykjavík fékk því framgengt að hann yrði efsti maður á öðrum listanum fór hann til Spánar en eftirlét öðrum alla þá fyrirhöfn og vinnu sem felst í að koma fram framboði í hverju kjördæmi,” segir í yfirlýsingunni. „Gústaf hefur oftar en einu sinni notað það sem hótun að ef hann fái ekki sínu framgengt muni hann nota krafta sína til þess að „drepa“ framboðið. Nú virðist vera komið að því.” Þá segir einnig að brotthvarf Gústafs og Gunnlaugs muni í engu hafa áhrif á framboðsmál Íslensku þjóðfylkingarinnar í Reykjavík.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Oddvitar í Íslensku þjóðfylkingunni hættir Oddvitar Íslensku þjóðfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur, Gústaf Níelsson og Gunnlaugur Ingvarsson, hafa dregið framboð sín til baka. 13. október 2016 16:59 Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Erlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Fleiri fréttir Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Sjá meira
Oddvitar í Íslensku þjóðfylkingunni hættir Oddvitar Íslensku þjóðfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur, Gústaf Níelsson og Gunnlaugur Ingvarsson, hafa dregið framboð sín til baka. 13. október 2016 16:59
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir