Íslenski boltinn

Höskuldur til Halmstad

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Höskuldur hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik, í bili allavegana.
Höskuldur hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik, í bili allavegana. vísir/anton
Blikinn Höskuldur Gunnlaugsson er genginn í raðir sænska úrvalsdeildarliðsins Halmstad. Frá þessu er greint á Blikar.is.

Félagaskiptin eru frágengin og Höskuldur heldur til Svíþjóðar á sunnudaginn. Hann á þó enn eftir að standast læknisskoðun hjá Halmstad.

Höskuldur, sem er 22 ára, hefur leikið með Breiðabliki allan sinn feril. Hann hefur alls leikið 68 leiki fyrir Breiðablik í Pepsi-deildinni og skorað 11 mörk.

Höskuldur lék sinn síðasta leik fyrir Breiðablik þegar liðið vann KA, 2-4, á sunnudaginn. Höskuldur lagði upp öll mörk Blika í leiknum.

Höskuldur er annar leikmaðurinn sem Breiðablik selur í félagaskiptaglugganum en fyrr í vikunni gekk Oliver Sigurjónsson í raðir Bödö/Glimt í Noregi.

Elfar Freyr Helgason og Kristinn Jónsson eru hins vegar komnir aftur til Breiðabliks sem er í 7. sæti Pepsi-deildar karla.


Tengdar fréttir

Bodö/Glimt keypti Oliver frá Breiðabliki

Norska félagið Bodö/Glimt hefur gengið frá kaupum á íslenska miðjumanninum Oliver Sigurjónssyni. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

Kristinn Jónsson aftur til Breiðabliks

Bakvörðurinn Kristinn Jónsson mun klára tímabilið með Breiðabliki í Pepsi-deild karla en þetta er staðfest á stuðningsmannasíðu félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×