Fótbolti

Ögmundur fer til Hollands

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ögmundur hefur leikið 14 A-landsleiki fyrir Ísland.
Ögmundur hefur leikið 14 A-landsleiki fyrir Ísland. vísir/getty
Ögmundur Kristinsson mun semja við Excelsior í Hollandi ef marka má frétt Expressen í Svíþjóð. Hann hefur verið að leita sér að nýju félagi síðustu vikurnar.

Samkvæmt frétt Expressen fer hann frítt frá Hammarby en hann missti sæti sitt í liðinu fyrr í sumar þegar að félagið fékk Johan Wiland frá Malmö.

Ögmundur var einnig orðaður við Bristol City í Englandi en auk þessa var áhugi á honum frá bæði Danmörku og Noregi.

Excelsior Rotterdam er í ellefta sæti hollensku úrvalsdeildarinnar með fjögur stig eftir þrjár umferðir.

Ögmundur var ekki valinn í íslenska landsliðið sem mætir Finnlandi og Úkraínu á næstu dögum. Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari sagði að hann vildi gefa Ögmundi svigrúm til að finna sér nýtt félag.


Tengdar fréttir

Rúnar Alex í hópinn á kostnað Ögmundar

Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, tilkynnti í dag leikmannahópinn sem mætir Finnlandi og Úkraínu í undankeppni HM 2018 í næsta mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×