Ólafía Þórunn ein í fjórða sæti í Indianapolis 9. september 2017 20:18 Ólafía Þórunn. Vísir/Getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, lauk leik í fjórða sæti á Indy Women in Tech-mótsins í Indianapolis sem lauk rétt í þessu með sigri Lexi Thompson en örn Ólafíu á lokaholunni kom henni úr tíunda sæti í það fjórða. Fékk hún þrjá fugla, einn örn og einn skolla í dag ásamt þrettán pörum á lokadegi mótsins en hún skaust úr 7-12. sæti í fjórða sætið með góðum lokaholum. Mun þetta eflaust efla sjálstraust hennar fyrir Evian-mótið um næstu helgi, síðasta stórmóts ársins á LPGA-mótaröðinni en hún hefur þegar tryggt sér þátttökurétt. Lexi Thompson bar sigur úr býtum í Indianapolis um helgina eftir baráttu við Lydia Ko en af efstu tíu kylfingum lék aðeins Minjee Lee sem hafnaði í 3. sæti betur en Ólafía á fimm höggum undir pari. Ekki er komið á hreint hversu mikið þessi sigur færir Ólafíu í verðlaunafé en ef miðað er við önnur mót á mótaröðinni þar sem verðlaunapotturinn var sá sami var Ólafía að tryggja sér á bilinu 80-100 þúsund dollara eða rúmlega tíu milljónir íslenskra króna. Það ætti að hjálpa henni all verulega að halda sæti sínu á LPGA-mótaröðinni en fram að þessu var hún búinn að vinna 72.090 dollara. Var hún í 106. á peningalistanum en hún ætti að lyfta sér verulega upp listann með þessu. Golf Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, lauk leik í fjórða sæti á Indy Women in Tech-mótsins í Indianapolis sem lauk rétt í þessu með sigri Lexi Thompson en örn Ólafíu á lokaholunni kom henni úr tíunda sæti í það fjórða. Fékk hún þrjá fugla, einn örn og einn skolla í dag ásamt þrettán pörum á lokadegi mótsins en hún skaust úr 7-12. sæti í fjórða sætið með góðum lokaholum. Mun þetta eflaust efla sjálstraust hennar fyrir Evian-mótið um næstu helgi, síðasta stórmóts ársins á LPGA-mótaröðinni en hún hefur þegar tryggt sér þátttökurétt. Lexi Thompson bar sigur úr býtum í Indianapolis um helgina eftir baráttu við Lydia Ko en af efstu tíu kylfingum lék aðeins Minjee Lee sem hafnaði í 3. sæti betur en Ólafía á fimm höggum undir pari. Ekki er komið á hreint hversu mikið þessi sigur færir Ólafíu í verðlaunafé en ef miðað er við önnur mót á mótaröðinni þar sem verðlaunapotturinn var sá sami var Ólafía að tryggja sér á bilinu 80-100 þúsund dollara eða rúmlega tíu milljónir íslenskra króna. Það ætti að hjálpa henni all verulega að halda sæti sínu á LPGA-mótaröðinni en fram að þessu var hún búinn að vinna 72.090 dollara. Var hún í 106. á peningalistanum en hún ætti að lyfta sér verulega upp listann með þessu.
Golf Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira