Tottenham komið áfram eftir frækinn sigur á Evrópumeisturunum | Sjáðu mörkin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. nóvember 2017 21:30 Tottenham vann glæsilegan sigur á Real Madrid, 3-1, á Wembley í H-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Með sigrinum tryggði Tottenham sér sæti í 16-liða úrslitum. Liðið er með 10 stig á toppi riðilsins, þremur stigum á undan Real Madrid. Dele Alli kom Spurs yfir með skoti af stuttu færi eftir fyrirgjöf Kierans Trippier. Alli bætti öðru marki við á 56. mínútu og níu mínútum síðar jók Christian Eriksen muninn í 3-0. Cristiano Ronaldo lagaði stöðuna fyrir Real Madrid á 80. mínútu en nær komust Evrópumeistararnir ekki. Lokatölur 3-1, Tottenham í vil. Meistaradeild Evrópu
Tottenham vann glæsilegan sigur á Real Madrid, 3-1, á Wembley í H-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Með sigrinum tryggði Tottenham sér sæti í 16-liða úrslitum. Liðið er með 10 stig á toppi riðilsins, þremur stigum á undan Real Madrid. Dele Alli kom Spurs yfir með skoti af stuttu færi eftir fyrirgjöf Kierans Trippier. Alli bætti öðru marki við á 56. mínútu og níu mínútum síðar jók Christian Eriksen muninn í 3-0. Cristiano Ronaldo lagaði stöðuna fyrir Real Madrid á 80. mínútu en nær komust Evrópumeistararnir ekki. Lokatölur 3-1, Tottenham í vil.
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn