Treystir ekki Sjálfstæðisflokknum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. nóvember 2017 14:00 Rósa Björk Brynjólfsdóttir (til vinstri),leiddi lista flokksins í Suðvesturkjördæmi. Vísir.is/ Laufey Elíasdóttir Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri gænna, óskaði eftir því á fundi flokksins í gærkvöldi að gengið yrði til formlegrar atkvæðagreiðslu meðal þingmanna flokksins um afstöðu til stjórnarmyndunarviðræðna við Framsókn og Sjálfstæðisflokkinn. Þetta segir Rósa Björk í samtali við Vísi. Af þessum sökum var fundi flokksins frestað í gærkvöldi svo atkvæðagreiðsla gæti farið fram um málið. Niðurstaðan var sú að níu þingmenn voru fylgjandi en Andrés Ingi Jónsson og Rósa mótfallin. Vinstri grænir eru því á leið í formlegar viðræður við flokkana tvo. „Ég byggi ákvörðun mína á sannfærðingu minni. Ég ber fullt traust til okkar og forystu Vinstri grænna. Ég get ekki sagt það sama um viðmælendur okkar, þá aðallega Sjálfstæðisflokkinn,“ segir Rósa. Skemmst sé að minnast ástæðu þess hvers vegna gengið var til kosninga. „Svo eru önnur mál sem vefjast fyrir mér þegar kemur að því að treysta Sjálfstæðisflokknum. Þetta er mín skoðun.“ Gangi formlegar stjórnarmyndunarviðræður vel er ljóst að mynduð verður ríkisstjórn VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks með 35 þingmenn.En hvað ætlar Rósa að gera þá? „Þá tek ég afstöðu til þess,“ segir Rósa. Borin verði á borð málefnasamningur og hún muni taka afstöðu til samningsins og þess ríkisstjórnarsamstarfs. „Það er alveg ljóst að þetta er ekki mitt fyrsta vel þegar kemur að ríkisstjórnarsamstarfi.“Uppfært klukkan 14:40Fyrirsögn fréttar var breytt. Rósa segist ekki treysta viðmælendum flokksins, aðallega Sjálfstæðisflokknum. Blaðamaður dró þá ályktun að hún treysti þá hvorki Framsókn né Sjálfstæðisflokki. Rósa leggur áherslu á að það sé fyrst og fremst Sjálfstæðisflokkurinn. Kosningar 2017 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri gænna, óskaði eftir því á fundi flokksins í gærkvöldi að gengið yrði til formlegrar atkvæðagreiðslu meðal þingmanna flokksins um afstöðu til stjórnarmyndunarviðræðna við Framsókn og Sjálfstæðisflokkinn. Þetta segir Rósa Björk í samtali við Vísi. Af þessum sökum var fundi flokksins frestað í gærkvöldi svo atkvæðagreiðsla gæti farið fram um málið. Niðurstaðan var sú að níu þingmenn voru fylgjandi en Andrés Ingi Jónsson og Rósa mótfallin. Vinstri grænir eru því á leið í formlegar viðræður við flokkana tvo. „Ég byggi ákvörðun mína á sannfærðingu minni. Ég ber fullt traust til okkar og forystu Vinstri grænna. Ég get ekki sagt það sama um viðmælendur okkar, þá aðallega Sjálfstæðisflokkinn,“ segir Rósa. Skemmst sé að minnast ástæðu þess hvers vegna gengið var til kosninga. „Svo eru önnur mál sem vefjast fyrir mér þegar kemur að því að treysta Sjálfstæðisflokknum. Þetta er mín skoðun.“ Gangi formlegar stjórnarmyndunarviðræður vel er ljóst að mynduð verður ríkisstjórn VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks með 35 þingmenn.En hvað ætlar Rósa að gera þá? „Þá tek ég afstöðu til þess,“ segir Rósa. Borin verði á borð málefnasamningur og hún muni taka afstöðu til samningsins og þess ríkisstjórnarsamstarfs. „Það er alveg ljóst að þetta er ekki mitt fyrsta vel þegar kemur að ríkisstjórnarsamstarfi.“Uppfært klukkan 14:40Fyrirsögn fréttar var breytt. Rósa segist ekki treysta viðmælendum flokksins, aðallega Sjálfstæðisflokknum. Blaðamaður dró þá ályktun að hún treysti þá hvorki Framsókn né Sjálfstæðisflokki. Rósa leggur áherslu á að það sé fyrst og fremst Sjálfstæðisflokkurinn.
Kosningar 2017 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira