Eldfimar ásakanir í minnisblaðinu umdeilda Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. febrúar 2018 19:00 James Comey, fyrrverandi forstjóra FBI, er sakaður um að hafa blekkt dómara. Njósnamálanefnd Bandaríkjaþings hefur birt hið umdeilda minnisblað sem verið hefur í umræðunni í Bandaríkjunum undanfarna daga. Í því má finna eldfimar ásakanir í garð Bandarísku alríkislögreglunnar og dómsmálaráðuneytisins. Síðastliðinn mánudag greiddu repúblikanar, sem eru í meirihluta nefndarinnar, atkvæði með því að birta hið fjögurra blaðsíðna minnisblað sem formaður nefndarinnar, Devin Nunes, lét taka saman úr gögnum sem hann krafðist frá FBI og dómsmálaráðuneytinu og varða rannsókn á því hvort að framboð Trump hafi átt samráð við útsendara Rússa.Lesa má minnisblaðið umdeilda hér eða skoða í sérstökum kassa hér fyrir neðan.Þar sem minnisblaðið var leynilegt var það sent til Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem fékk fimm daga til að taka ákvörðun um hvort minnisblaðið yrði gert opinbert eða ekki.Tók hann ákvörðun í dag um að birta minnisblaðið.Minnisblaðið er afar umdeilt og hafa demókratar, sem og FBI ásamt dómsmálaráðuneytinu harðlega gagnrýnt birtingu þess.Sjá einnig: Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisinsBandarískivefmiðillinn Vox hefur tekið saman efni minnisblaðsinsog segir í umfjöllun Vox að í minnisblaðinu megi finna fjölmargar eldfimar ásakanir sem kunni að koma illa við rannsókn Robert Mueller, sérstaks rannsakanda í Rússarannsókninni svokölluðu.Eftirfarandi eru lykilfullyrðingar minnisblaðsins en rétt er að taka fram að FBI telur að efnislegar staðreyndir semhefðu mikil áhrif á sannleiksgildi fullyrðingaí minnisblaðinu hafi verið skildar út undan. FBI notaði hina umdeildu Steele-skýrslu sem tekin var saman af Christopher Steele, fyrrverandi leyniþjónustumanni til þess að fá heimild til þess að hlera fyrrverandi starfsmann framboðs Trump. Í skýrslunni er því haldið fram að náið samstarf hafi verið á milli Donald Trump og yfirvalda í Rússlandi. Skýrslan var að hluta til fjármögnuð að framboði Hillary Clinton, frambjóðanda demókrata í forsetakosningunum 2016. Í minnisblaðinu segir að þetta sé alvarlegt vandamálEmbættismenn dómsmálaráðuneytisins og FBI vissu að lögfræðingur á vegum framboðs Clinton hafi fjármagnað skýrsluna á óbeinan hátt án þess að taka það fram í dómsal þegar farið var fram á heimild til þess að hlera framboð Trump. Þá var þetta heldur ekki tekið fram þegar heimildin var endurnýjuð.Þá er því einnig haldið fram að í samræðum við Bruce Ohr, þáverandi aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna í september 2016, hafi Steele sagst vera mjög áfram um það að Trump yrði ekki kjörinn forseti Bandaríkjanna. Þá starfaði eiginkona Ohr fyrir fyrirtækið sem réð Steele til þess að vinna skýrsluna. Í minnisblaðinu er því haldið fram að James Comey, þáverandi forstjóri FBI, Andrew McCabe, þáverandi næstráðandi Comey og Rod Rosenstein, núverandi aðstoðardómsmálaráðherra og æðsti yfirmaður Rússarannsóknarinnar svokölluðu hafi heimilað beiðni um að óska eftir hlerunum á vafasömum og pólitískum grundvelli. Ljóst þykir að repúblikanar munu nota efni minnisblaðsins til þess að grafa undan rannsókn Mueller. Devin Nunes hefur sagt að minnisblaðið leiði það í ljós að háttsettir embættismenn hafi notað óstaðfestar upplýsingar til þess að fá heimild til þess að hlera framboð í miðri kosningabaráttu.Þá gaf Trump til kynna í dag á Twitter að minnisblaðið sýndi fram á að æðstu embættismenn dómsmálaráðuneytisins og FBI hafi spillt hinu „heilaga rannsóknarferli“ með því að hygla demókrötum á kostnað repúblikana. Hefur verið greint frá því að Trump vonist til þess að með birtingu minnisblaðsins muni fjara undan rannsókn dómsmálaráðuneytisins á tengslum framboðs Trump við Rússa, sem verið hefur honum þyrnir í augum að undanförnu. Þá hefur Washington Post eftir heimildarmönnum innan löggæslustofnanna Bandaríkjanna að þeir óttist að Trump muni nota minnisblaðið sem átyllu til þess að reka Rosenstein, sem er æðsti yfirmaður Rússarannsóknarinnar. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump heimilar birtingu minnisblaðsins umdeilda Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur heimilað birtingu á umdeildu minnisblaði Repúblikana sem gagnrýnir alríkislögregluna FBI og dómsmálaráðuneytið harðlega. 2. febrúar 2018 17:26 Trump sakar æðstu löggæslustofnanir Bandaríkjanna um hlutdrægni Í tístum fullyrðir Bandaríkjaforseti að FBI og dómsmálaráðuneytið dragi taum demókrata og sé hlutdrægt gegn repúblikönum. 2. febrúar 2018 12:22 Trump telur umdeilt minnisblað geta grafið undan Rússarannsókninni Markmið repúblikana með því að birta minnisblaðið virðist vera að gefa Trump forseta skotfæri á manninn sem hefur örlög rannsóknar Roberts Mueller í höndum sér. 1. febrúar 2018 17:00 Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fleiri fréttir Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Sjá meira
Njósnamálanefnd Bandaríkjaþings hefur birt hið umdeilda minnisblað sem verið hefur í umræðunni í Bandaríkjunum undanfarna daga. Í því má finna eldfimar ásakanir í garð Bandarísku alríkislögreglunnar og dómsmálaráðuneytisins. Síðastliðinn mánudag greiddu repúblikanar, sem eru í meirihluta nefndarinnar, atkvæði með því að birta hið fjögurra blaðsíðna minnisblað sem formaður nefndarinnar, Devin Nunes, lét taka saman úr gögnum sem hann krafðist frá FBI og dómsmálaráðuneytinu og varða rannsókn á því hvort að framboð Trump hafi átt samráð við útsendara Rússa.Lesa má minnisblaðið umdeilda hér eða skoða í sérstökum kassa hér fyrir neðan.Þar sem minnisblaðið var leynilegt var það sent til Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem fékk fimm daga til að taka ákvörðun um hvort minnisblaðið yrði gert opinbert eða ekki.Tók hann ákvörðun í dag um að birta minnisblaðið.Minnisblaðið er afar umdeilt og hafa demókratar, sem og FBI ásamt dómsmálaráðuneytinu harðlega gagnrýnt birtingu þess.Sjá einnig: Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisinsBandarískivefmiðillinn Vox hefur tekið saman efni minnisblaðsinsog segir í umfjöllun Vox að í minnisblaðinu megi finna fjölmargar eldfimar ásakanir sem kunni að koma illa við rannsókn Robert Mueller, sérstaks rannsakanda í Rússarannsókninni svokölluðu.Eftirfarandi eru lykilfullyrðingar minnisblaðsins en rétt er að taka fram að FBI telur að efnislegar staðreyndir semhefðu mikil áhrif á sannleiksgildi fullyrðingaí minnisblaðinu hafi verið skildar út undan. FBI notaði hina umdeildu Steele-skýrslu sem tekin var saman af Christopher Steele, fyrrverandi leyniþjónustumanni til þess að fá heimild til þess að hlera fyrrverandi starfsmann framboðs Trump. Í skýrslunni er því haldið fram að náið samstarf hafi verið á milli Donald Trump og yfirvalda í Rússlandi. Skýrslan var að hluta til fjármögnuð að framboði Hillary Clinton, frambjóðanda demókrata í forsetakosningunum 2016. Í minnisblaðinu segir að þetta sé alvarlegt vandamálEmbættismenn dómsmálaráðuneytisins og FBI vissu að lögfræðingur á vegum framboðs Clinton hafi fjármagnað skýrsluna á óbeinan hátt án þess að taka það fram í dómsal þegar farið var fram á heimild til þess að hlera framboð Trump. Þá var þetta heldur ekki tekið fram þegar heimildin var endurnýjuð.Þá er því einnig haldið fram að í samræðum við Bruce Ohr, þáverandi aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna í september 2016, hafi Steele sagst vera mjög áfram um það að Trump yrði ekki kjörinn forseti Bandaríkjanna. Þá starfaði eiginkona Ohr fyrir fyrirtækið sem réð Steele til þess að vinna skýrsluna. Í minnisblaðinu er því haldið fram að James Comey, þáverandi forstjóri FBI, Andrew McCabe, þáverandi næstráðandi Comey og Rod Rosenstein, núverandi aðstoðardómsmálaráðherra og æðsti yfirmaður Rússarannsóknarinnar svokölluðu hafi heimilað beiðni um að óska eftir hlerunum á vafasömum og pólitískum grundvelli. Ljóst þykir að repúblikanar munu nota efni minnisblaðsins til þess að grafa undan rannsókn Mueller. Devin Nunes hefur sagt að minnisblaðið leiði það í ljós að háttsettir embættismenn hafi notað óstaðfestar upplýsingar til þess að fá heimild til þess að hlera framboð í miðri kosningabaráttu.Þá gaf Trump til kynna í dag á Twitter að minnisblaðið sýndi fram á að æðstu embættismenn dómsmálaráðuneytisins og FBI hafi spillt hinu „heilaga rannsóknarferli“ með því að hygla demókrötum á kostnað repúblikana. Hefur verið greint frá því að Trump vonist til þess að með birtingu minnisblaðsins muni fjara undan rannsókn dómsmálaráðuneytisins á tengslum framboðs Trump við Rússa, sem verið hefur honum þyrnir í augum að undanförnu. Þá hefur Washington Post eftir heimildarmönnum innan löggæslustofnanna Bandaríkjanna að þeir óttist að Trump muni nota minnisblaðið sem átyllu til þess að reka Rosenstein, sem er æðsti yfirmaður Rússarannsóknarinnar.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump heimilar birtingu minnisblaðsins umdeilda Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur heimilað birtingu á umdeildu minnisblaði Repúblikana sem gagnrýnir alríkislögregluna FBI og dómsmálaráðuneytið harðlega. 2. febrúar 2018 17:26 Trump sakar æðstu löggæslustofnanir Bandaríkjanna um hlutdrægni Í tístum fullyrðir Bandaríkjaforseti að FBI og dómsmálaráðuneytið dragi taum demókrata og sé hlutdrægt gegn repúblikönum. 2. febrúar 2018 12:22 Trump telur umdeilt minnisblað geta grafið undan Rússarannsókninni Markmið repúblikana með því að birta minnisblaðið virðist vera að gefa Trump forseta skotfæri á manninn sem hefur örlög rannsóknar Roberts Mueller í höndum sér. 1. febrúar 2018 17:00 Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fleiri fréttir Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Sjá meira
Trump heimilar birtingu minnisblaðsins umdeilda Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur heimilað birtingu á umdeildu minnisblaði Repúblikana sem gagnrýnir alríkislögregluna FBI og dómsmálaráðuneytið harðlega. 2. febrúar 2018 17:26
Trump sakar æðstu löggæslustofnanir Bandaríkjanna um hlutdrægni Í tístum fullyrðir Bandaríkjaforseti að FBI og dómsmálaráðuneytið dragi taum demókrata og sé hlutdrægt gegn repúblikönum. 2. febrúar 2018 12:22
Trump telur umdeilt minnisblað geta grafið undan Rússarannsókninni Markmið repúblikana með því að birta minnisblaðið virðist vera að gefa Trump forseta skotfæri á manninn sem hefur örlög rannsóknar Roberts Mueller í höndum sér. 1. febrúar 2018 17:00