Mpabbé grínaðist í Pelé: Erfitt að ná þúsund mörkum jafnvel þótt ég telji PlayStation-mörkin með Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. apríl 2019 14:00 Pelé og Mbappé náðu vel saman. vísir/getty Einu unglingarnir sem hafa skorað í úrslitaleik HM í fótbolta hittust í gær og fór vel á með þeim. Pelé og Kylian Mbappé skutust báðir upp á stjörnuhimininn á unglingsaldri. Pelé var aðeins 17 ára þegar hann lék með brasilíska landsliðinu á HM í Svíþjóð 1958. Hann skoraði sex mörk í keppninni, þar af tvö í úrslitaleiknum þar sem Brasilía vann Svíþjóð, 5-2. Sextíu ár liðu þar til annar unglingur lék sama leik og Pelé. Mbappé, þá 19 ára, skoraði eitt marka Frakka í 4-2 sigri á Króötum í úrslitaleik HM í Rússlandi í fyrra. Hann skoraði alls fjögur mörk í keppninni og var valinn besti ungi leikmaður hennar. Þessir frábæru fótboltamenn sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í París í gær sem svissneski úraframleiðandinn Hublot stóð fyrir. Mbappé fór ekki leynt með aðdáun sína á Brassanum og sagðist þurfa að snerta hann til að ganga úr skugga um að þetta væri Pelé sjálfur. „Hann er algjör goðsögn,“ sagði Mbappé um Pelé. „Það var sérstakt að sjá hann í sjónvarpi en nú er ég búinn að hitta hann og get ekki lýst því hversu stoltur ég er.“ Virðingin var greinilega gagnkvæm og Pelé hrósaði franska ungstirninu, sem leikur með Paris Saint-Germain, í hástert. „Kylian er klár, fljótur og óútreiknanlegur. Hans helsti styrkleiki er að hann getur alltaf breytt leiknum. Það er fullt af leikmönnum sem búa yfir góðri tækni en eru ekki nógu óútreiknanlegir.“ Pelé vann heimsmeistaratitilinn tvisvar til viðbótar og skoraði meira en 1000 mörk áður hann lagði skóna á hillun. Mbappé vill vinna fleiri titla en segir langsótt að hann nái fjögurra stafa tölu í markaskorun. „Það er mögulegt, ef þú telur öll mörkin sem ég hef skorað í PlayStation,“ sagði Mbappé léttur. „En jafnvel þótt ég taki með mörkin sem ég skora á æfingum verður erfitt að ná þessu.“We're not sure who was more starstruck Imagine Pele and Kylian Mbappe in the same teampic.twitter.com/PV2RU0CyDg — Goal (@goal) April 3, 2019 Fótbolti Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Sjá meira
Einu unglingarnir sem hafa skorað í úrslitaleik HM í fótbolta hittust í gær og fór vel á með þeim. Pelé og Kylian Mbappé skutust báðir upp á stjörnuhimininn á unglingsaldri. Pelé var aðeins 17 ára þegar hann lék með brasilíska landsliðinu á HM í Svíþjóð 1958. Hann skoraði sex mörk í keppninni, þar af tvö í úrslitaleiknum þar sem Brasilía vann Svíþjóð, 5-2. Sextíu ár liðu þar til annar unglingur lék sama leik og Pelé. Mbappé, þá 19 ára, skoraði eitt marka Frakka í 4-2 sigri á Króötum í úrslitaleik HM í Rússlandi í fyrra. Hann skoraði alls fjögur mörk í keppninni og var valinn besti ungi leikmaður hennar. Þessir frábæru fótboltamenn sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í París í gær sem svissneski úraframleiðandinn Hublot stóð fyrir. Mbappé fór ekki leynt með aðdáun sína á Brassanum og sagðist þurfa að snerta hann til að ganga úr skugga um að þetta væri Pelé sjálfur. „Hann er algjör goðsögn,“ sagði Mbappé um Pelé. „Það var sérstakt að sjá hann í sjónvarpi en nú er ég búinn að hitta hann og get ekki lýst því hversu stoltur ég er.“ Virðingin var greinilega gagnkvæm og Pelé hrósaði franska ungstirninu, sem leikur með Paris Saint-Germain, í hástert. „Kylian er klár, fljótur og óútreiknanlegur. Hans helsti styrkleiki er að hann getur alltaf breytt leiknum. Það er fullt af leikmönnum sem búa yfir góðri tækni en eru ekki nógu óútreiknanlegir.“ Pelé vann heimsmeistaratitilinn tvisvar til viðbótar og skoraði meira en 1000 mörk áður hann lagði skóna á hillun. Mbappé vill vinna fleiri titla en segir langsótt að hann nái fjögurra stafa tölu í markaskorun. „Það er mögulegt, ef þú telur öll mörkin sem ég hef skorað í PlayStation,“ sagði Mbappé léttur. „En jafnvel þótt ég taki með mörkin sem ég skora á æfingum verður erfitt að ná þessu.“We're not sure who was more starstruck Imagine Pele and Kylian Mbappe in the same teampic.twitter.com/PV2RU0CyDg — Goal (@goal) April 3, 2019
Fótbolti Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Sjá meira