Liverpool Evrópumeistari í sjötta sinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. júní 2019 20:45 Henderson hefur bikarinn á loft. vísir/getty Liverpool er Evrópumeistari eftir 0-2 sigur á Tottenham í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í Madríd í kvöld. Mohamed Salah og Divock Origi skoruðu mörk Liverpool í leiknum. Mark Salahs kom eftir eina mínútu og 48 sekúndur en Origi, sem kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik, skoraði þremur mínútum fyrir leikslok. Þetta er í sjötta sinn sem Liverpool vinnur Meistaradeildina/Evrópukeppni meistaraliða og fyrsta sinn síðan 2012 sem Rauði herinn vinnur stóran titil. Þetta er jafnframt fyrsti titilinn sem Liverpool vinnur undir stjórn Jürgens Klopp. Aðeins 29 sekúndur voru liðnar af leiknum þegar Damir Skomina dæmdi vítaspyrnu eftir að Moussa Sissoko handlék boltann innan vítateigs.Salah fagnar eftir að hafa komið Liverpool í 0-1.vísir/gettySalah fór á punktinn og skoraði sitt fimmta mark í Meistaradeildinni í vetur. Aðeins tveir leikmenn hafa verið fljótari að skora í úrsitaleik Meistaradeildarinnar en Salah. Hann er jafnframt fyrsti Egyptinn sem skorar í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Fátt annað markvert gerðist í fyrri hálfleik. Trent Alexander-Arnold átti skot framhjá og Andy Robertson skot sem Hugo Lloris varði í horn. Tottenham var miklu meira með boltann en átti ekki skot á markið í fyrri hálfleik.Robertson og Fabinho fagna með Origi.vísir/gettySpurs var áfram meira með boltann en skapaði lítið gegn sterkri vörn Liverpool. Dele Alli komst nálægt því að skora á 55. mínútu en skot hans fór í varnarmann. Varamaðurinn James Milner komst nálægt því að skora fyrir Liverpool um miðbik seinni hálfleiks en skot hans fór rétt framhjá. Á 80. mínútu varði Alisson tvö skot í röð, frá Son Heung-min og Lucas Moura. Brassinn varði svo aukaspyrnu Christians Eriksen skömmu síðar. Þegar þrjár mínútur voru til leiksloka gulltryggði Origi sigur Liverpool þegar hann skoraði með góðu vinstri fótar skoti í fjærhornið. Belginn hefur reynst betri en enginn í vetur og skoraði m.a. tvö mörk í seinni undanúrslitaleiknum gegn Barcelona. Fleiri urðu mörkin ekki og Liverpool fagnaði sigri og Evrópumeistaratitli. Bretland England Meistaradeild Evrópu
Liverpool er Evrópumeistari eftir 0-2 sigur á Tottenham í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í Madríd í kvöld. Mohamed Salah og Divock Origi skoruðu mörk Liverpool í leiknum. Mark Salahs kom eftir eina mínútu og 48 sekúndur en Origi, sem kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik, skoraði þremur mínútum fyrir leikslok. Þetta er í sjötta sinn sem Liverpool vinnur Meistaradeildina/Evrópukeppni meistaraliða og fyrsta sinn síðan 2012 sem Rauði herinn vinnur stóran titil. Þetta er jafnframt fyrsti titilinn sem Liverpool vinnur undir stjórn Jürgens Klopp. Aðeins 29 sekúndur voru liðnar af leiknum þegar Damir Skomina dæmdi vítaspyrnu eftir að Moussa Sissoko handlék boltann innan vítateigs.Salah fagnar eftir að hafa komið Liverpool í 0-1.vísir/gettySalah fór á punktinn og skoraði sitt fimmta mark í Meistaradeildinni í vetur. Aðeins tveir leikmenn hafa verið fljótari að skora í úrsitaleik Meistaradeildarinnar en Salah. Hann er jafnframt fyrsti Egyptinn sem skorar í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Fátt annað markvert gerðist í fyrri hálfleik. Trent Alexander-Arnold átti skot framhjá og Andy Robertson skot sem Hugo Lloris varði í horn. Tottenham var miklu meira með boltann en átti ekki skot á markið í fyrri hálfleik.Robertson og Fabinho fagna með Origi.vísir/gettySpurs var áfram meira með boltann en skapaði lítið gegn sterkri vörn Liverpool. Dele Alli komst nálægt því að skora á 55. mínútu en skot hans fór í varnarmann. Varamaðurinn James Milner komst nálægt því að skora fyrir Liverpool um miðbik seinni hálfleiks en skot hans fór rétt framhjá. Á 80. mínútu varði Alisson tvö skot í röð, frá Son Heung-min og Lucas Moura. Brassinn varði svo aukaspyrnu Christians Eriksen skömmu síðar. Þegar þrjár mínútur voru til leiksloka gulltryggði Origi sigur Liverpool þegar hann skoraði með góðu vinstri fótar skoti í fjærhornið. Belginn hefur reynst betri en enginn í vetur og skoraði m.a. tvö mörk í seinni undanúrslitaleiknum gegn Barcelona. Fleiri urðu mörkin ekki og Liverpool fagnaði sigri og Evrópumeistaratitli.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti