Cloé komin með íslenskan ríkisborgararétt: „Sannarlega biðarinnar virði“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. júní 2019 12:00 Cloé hefur skorað sjö mörk í sex leikjum í Pepsi Max-deild kvenna í sumar. vísir/vilhelm Alþingi samþykkti í gær tillögu allsherjar- og menntamálanefndar um að veita Cloé Lacasse íslenskan ríkisborgararétt. Clóe, sem er frá Kanada, hefur leikið með ÍBV undanfarin fimm tímabil og verið í hópi bestu leikmanna Pepsi-deildar kvenna í fótbolta á þeim tíma. „Ég er bara mjög spennt. Ég hef beðið lengi eftir þessu og allir eru glaðir,“ sagði Clóe í samtali við Vísi í dag. Ferlið við að fá ríkisborgararétt er tímafrekt en Cloé segir að þolinmæðin hafi borgað sig. „Við byrjuðum að huga að þessu á síðasta ári. Þetta var svo sannarlega biðarinnar virði,“ sagði Cloé. Hún hefur áður lýst yfir áhuga sínum á að leika fyrir íslenska landsliðið og nú er hún formlega orðin lögleg með því. Frábært að fá tækifæri með landsliðinuCloé í bikarúrslitaleiknum 2017 þar sem ÍBV vann Stjörnuna, 3-2.vísir/ernir„Þetta er auðvitað nýskeð. En það væri frábært að fá tækifæri með landsliðinu. Ég væri mjög stolt og ánægð ef það myndi gerast,“ sagði Clóe. Hún segist ekki hafa heyrt í landsliðsþjálfaranum, Jóni Þór Haukssyni, eða einhverjum frá KSÍ. „Nei, það er svo stutt síðan þetta gerðist,“ sagði Cloé. Þess má geta að fyrrverandi þjálfari kvennaliðs ÍBV, Ian Jeffs, er núverandi aðstoðarþjálfari landsliðsins. Næstu leikir íslenska landsliðsins eru gegn Ungverjalandi og Slóvakíu í undankeppni EM 2021 í haust. En er Cloé bjartsýn á að vera valin í landsliðið fyrir þessa mikilvægu leiki? „Ég veit það ekki. Ég geri bara mitt besta fyrir ÍBV og svo kemur það í ljós,“ sagði framherjinn sem hefur skorað sjö mörk í sex leikjum í Pepsi Max-deildinni í sumar. ÍBV er í 4. sæti með níu stig. „Gengið hefur verið upp og niður. Við vildum gera betur en tökum bara einn leik fyrir í einu núna,“ sagði Cloé. Hún hefur alls skorað 50 mörk í 73 leikjum í efstu deild hér á landi. Hún varð bikarmeistari með ÍBV 2017 og skoraði í úrslitaleiknum gegn Stjörnunni. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Í beinni: Lech Poznan - Breiðablik | Blikarnir í gini ljónsins Fótbolti Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Fleiri fréttir KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki Sjá meira
Alþingi samþykkti í gær tillögu allsherjar- og menntamálanefndar um að veita Cloé Lacasse íslenskan ríkisborgararétt. Clóe, sem er frá Kanada, hefur leikið með ÍBV undanfarin fimm tímabil og verið í hópi bestu leikmanna Pepsi-deildar kvenna í fótbolta á þeim tíma. „Ég er bara mjög spennt. Ég hef beðið lengi eftir þessu og allir eru glaðir,“ sagði Clóe í samtali við Vísi í dag. Ferlið við að fá ríkisborgararétt er tímafrekt en Cloé segir að þolinmæðin hafi borgað sig. „Við byrjuðum að huga að þessu á síðasta ári. Þetta var svo sannarlega biðarinnar virði,“ sagði Cloé. Hún hefur áður lýst yfir áhuga sínum á að leika fyrir íslenska landsliðið og nú er hún formlega orðin lögleg með því. Frábært að fá tækifæri með landsliðinuCloé í bikarúrslitaleiknum 2017 þar sem ÍBV vann Stjörnuna, 3-2.vísir/ernir„Þetta er auðvitað nýskeð. En það væri frábært að fá tækifæri með landsliðinu. Ég væri mjög stolt og ánægð ef það myndi gerast,“ sagði Clóe. Hún segist ekki hafa heyrt í landsliðsþjálfaranum, Jóni Þór Haukssyni, eða einhverjum frá KSÍ. „Nei, það er svo stutt síðan þetta gerðist,“ sagði Cloé. Þess má geta að fyrrverandi þjálfari kvennaliðs ÍBV, Ian Jeffs, er núverandi aðstoðarþjálfari landsliðsins. Næstu leikir íslenska landsliðsins eru gegn Ungverjalandi og Slóvakíu í undankeppni EM 2021 í haust. En er Cloé bjartsýn á að vera valin í landsliðið fyrir þessa mikilvægu leiki? „Ég veit það ekki. Ég geri bara mitt besta fyrir ÍBV og svo kemur það í ljós,“ sagði framherjinn sem hefur skorað sjö mörk í sex leikjum í Pepsi Max-deildinni í sumar. ÍBV er í 4. sæti með níu stig. „Gengið hefur verið upp og niður. Við vildum gera betur en tökum bara einn leik fyrir í einu núna,“ sagði Cloé. Hún hefur alls skorað 50 mörk í 73 leikjum í efstu deild hér á landi. Hún varð bikarmeistari með ÍBV 2017 og skoraði í úrslitaleiknum gegn Stjörnunni.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Í beinni: Lech Poznan - Breiðablik | Blikarnir í gini ljónsins Fótbolti Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Fleiri fréttir KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki Sjá meira