Zinedine Zidane hefur áhyggjur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júlí 2019 11:00 Zinedine Zidane, knattspyrnustjóri Real Madrid, fylgist með á æfingu liðsins. Vísir/Getty Zinedine Zidane, knattspyrnustjóri Real Madrid, er ekki allt of sáttur með þróun mála á undirbúningstímabilinu þar sem spænska liðið hefur misst þrjá leikmenn í meiðsli. Zinedine Zidane segist hafa áhyggjur af þessu og að þetta vissulega angri hann. Nýi vinstri bakvörðurinn Ferland Mendy er sá síðasti til að meiðast en hann meiddist á kálfa. Áður hafði Marco Asensio slitið krossband í leik á móti Arsenal og Brahim Diaz tognaði aftan í læri. Meiðsli Marco Asensio eru langalvarlegust en hann verður væntanlega frá í níu mánuði.Ojo, Zidane, preocupado por las lesiones que está sufriendo su plantilla https://t.co/MhwTxHZNn3 — MARCA (@marca) July 25, 2019 „Þessi meiðsli leikmanna minna angra mig og ég hef ányggjur af þessu. Meiðsli Ferland eru ekki eins alvarleg og hjá Asensio en hann getur ekki verið með okkur á næstunni. Svona hlutir gerast samt á undirbúningstímabilinu,“ sagði Zinedine Zidane við blaðamann Marca. Zidane vill ekki segja neitt um hvort meiðsli Marco Asensio breyti hans plönum með Real Madrid liðið. „Ég er ekki að hugsa um það hver komi í staðinn fyrir Marco. Við erum eyðilögð vegna meiðsla Marco en við erum að undirbúa þá leikmenn sem við höfum fyrir tímabilið. Svo snúum við aftur til Madrid,“ sagði Zinedine. Real Madrid er líka að missa aðra leikmenn. Dani Ceballos er farinn á lán til Arsenal og James Rodríguez verður væntanlega seldur til Napoli á Ítalíu. Zidane getur samt ekki kvartað mikið enda búinn að kaupa leikmenn fyrir meira en 300 milljónir evra í sumar. Þar á meðal eru menn eins og Eder Militao, Luka Jovic og að sjálfsögðu Eden Hazard Zidane var að sjálfsögðu spurður út í Gareth Bale sem hann hafði áður lýst yfir að væri á förum frá félaginu. Franski stjórinn var ekkert tilbúinn að segja um það hvort langur meiðslalisti kalli á að hann breyti þeirri afstöðu sinni. Real Madrid spilar næsta leik sinn í Bandaríkjaferðinni á morgun laugardag þegar liðið spilar við nágranna sína Atletico Madrid í New Jersey. Nú er bara að vona þeirra vegna að fleiri leikmenn meiðist ekki í þeim leik.Real Madrid's Ferland Mendy joins growing injury listhttps://t.co/oOwr7sLnKy — AS English (@English_AS) July 25, 2019 Spænski boltinn Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Enski boltinn Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með Sport Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Enski boltinn Fleiri fréttir Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Fyrrverandi markvörður West Ham hættur í krabbameinsmeðferð Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Albert og félagar stálu stigi af Juventus Kærkominn sigur City Töpuðu fyrir Napoli með minnsta mun Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Sjá meira
Zinedine Zidane, knattspyrnustjóri Real Madrid, er ekki allt of sáttur með þróun mála á undirbúningstímabilinu þar sem spænska liðið hefur misst þrjá leikmenn í meiðsli. Zinedine Zidane segist hafa áhyggjur af þessu og að þetta vissulega angri hann. Nýi vinstri bakvörðurinn Ferland Mendy er sá síðasti til að meiðast en hann meiddist á kálfa. Áður hafði Marco Asensio slitið krossband í leik á móti Arsenal og Brahim Diaz tognaði aftan í læri. Meiðsli Marco Asensio eru langalvarlegust en hann verður væntanlega frá í níu mánuði.Ojo, Zidane, preocupado por las lesiones que está sufriendo su plantilla https://t.co/MhwTxHZNn3 — MARCA (@marca) July 25, 2019 „Þessi meiðsli leikmanna minna angra mig og ég hef ányggjur af þessu. Meiðsli Ferland eru ekki eins alvarleg og hjá Asensio en hann getur ekki verið með okkur á næstunni. Svona hlutir gerast samt á undirbúningstímabilinu,“ sagði Zinedine Zidane við blaðamann Marca. Zidane vill ekki segja neitt um hvort meiðsli Marco Asensio breyti hans plönum með Real Madrid liðið. „Ég er ekki að hugsa um það hver komi í staðinn fyrir Marco. Við erum eyðilögð vegna meiðsla Marco en við erum að undirbúa þá leikmenn sem við höfum fyrir tímabilið. Svo snúum við aftur til Madrid,“ sagði Zinedine. Real Madrid er líka að missa aðra leikmenn. Dani Ceballos er farinn á lán til Arsenal og James Rodríguez verður væntanlega seldur til Napoli á Ítalíu. Zidane getur samt ekki kvartað mikið enda búinn að kaupa leikmenn fyrir meira en 300 milljónir evra í sumar. Þar á meðal eru menn eins og Eder Militao, Luka Jovic og að sjálfsögðu Eden Hazard Zidane var að sjálfsögðu spurður út í Gareth Bale sem hann hafði áður lýst yfir að væri á förum frá félaginu. Franski stjórinn var ekkert tilbúinn að segja um það hvort langur meiðslalisti kalli á að hann breyti þeirri afstöðu sinni. Real Madrid spilar næsta leik sinn í Bandaríkjaferðinni á morgun laugardag þegar liðið spilar við nágranna sína Atletico Madrid í New Jersey. Nú er bara að vona þeirra vegna að fleiri leikmenn meiðist ekki í þeim leik.Real Madrid's Ferland Mendy joins growing injury listhttps://t.co/oOwr7sLnKy — AS English (@English_AS) July 25, 2019
Spænski boltinn Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Enski boltinn Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með Sport Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Enski boltinn Fleiri fréttir Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Fyrrverandi markvörður West Ham hættur í krabbameinsmeðferð Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Albert og félagar stálu stigi af Juventus Kærkominn sigur City Töpuðu fyrir Napoli með minnsta mun Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Sjá meira