Þorsteinn: Væri alveg til í að fara aftur til Prag en annars til Manchester Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. september 2019 18:45 Þorsteinn sagði Breiðablik hafa spilað sérstaklega vel í seinni hálfleiknum gegn Spörtu Prag. vísir/bára „Mér líður vel, mjög vel. Ég get ekki sagt annað,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, í samtali við Vísi eftir sigurinn frækna á Spörtu Prag, 0-1, í seinni leik liðanna í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í dag. Blikar unnu fyrri leikinn á heimavelli, 3-2, og einvígið, 4-2 samanlagt. Sparta Prag sótti stíft í fyrri hálfleik en í þeim seinni snerist dæmið við. Berglind Björg Þorvaldsdóttir kom Blikum yfir á 55. mínútu og þeir fengu tækifæri til að skora fleiri mörk. „Þær fengu nokkur færi í fyrri hálfleik en reyndar við líka. En svo fengu þær engin færi í seinni hálfleik þar sem við spiluðum mjög góða vörn,“ sagði Þorsteinn. „Við beittum skyndisóknum, fengum færi og hefðum getað skorað fleiri mörk. Þær sköpuðu sér ekki neitt í seinni hálfleik. Í þeim fyrri fengu þær 2-3 opin færi en Ásta [Vigdís Guðlaugsdóttir] varði mjög vel.“ Frammistaða Ástu kom okkur ekki á óvartÁsta stóð í marki Breiðabliks í fjarveru fyrirliðans Sonný Láru Þráinsdóttur sem er meidd. „Hún er góð eins og við höfum alltaf haldið fram. Frammistaða hennar kom ekkert á óvart en það var gaman að sjá hana spila eins vel og hún gerði,“ sagði Þorsteinn. Hann segir að það skipti miklu máli að komast áfram í Meistaradeildinni. „Þetta skiptir máli upp á það að reyna ná öðru íslensku liði inn í keppnina sem yrði allt annað. Helst þyrftum við að komast áfram í 8-liða úrslit en það er annað mál,“ sagði Þorsteinn. Dregið verður í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar á mánudaginn. Þorsteinn segist helst vilja mæta Slavia Prag. Manchester City er svo annar kostur en Þorsteinn hefur haldið með liðinu alla tíð. Einfaldari klippivinna„Við værum alveg til í að fara aftur til Prag. Við höfum horft á marga leiki með Slavia Prag og það verður auðvelt að klippa það,“ sagði Þorsteinn. „Ef ekki Prag vildi ég fara til Manchester. Ég er gallharður City-maður til rúmlega 40 ára.“ Þónokkrir leikmenn Breiðabliks fara í landsliðsverkefni í byrjun október. Leikirnir í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar fara svo fram 16. eða 17. og 30. og 31. október. „Við gefum leikmönnum nokkra daga frí og hittumst svo aftur um miðja næstu viku. Þetta lengir tímabilið um mánuð sem er gott. Við kvörtum ekki yfir því og undirbúningstímabilið styttist bara,“ sagði Þorsteinn að lokum. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Blikar komnir áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir sigur í Prag Berglind Björg Þorvaldsdóttir tryggði Breiðabliki sigur á Spörtu Prag í seinni leik liðanna í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. 26. september 2019 17:51 Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Enski boltinn „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Sjá meira
„Mér líður vel, mjög vel. Ég get ekki sagt annað,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, í samtali við Vísi eftir sigurinn frækna á Spörtu Prag, 0-1, í seinni leik liðanna í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í dag. Blikar unnu fyrri leikinn á heimavelli, 3-2, og einvígið, 4-2 samanlagt. Sparta Prag sótti stíft í fyrri hálfleik en í þeim seinni snerist dæmið við. Berglind Björg Þorvaldsdóttir kom Blikum yfir á 55. mínútu og þeir fengu tækifæri til að skora fleiri mörk. „Þær fengu nokkur færi í fyrri hálfleik en reyndar við líka. En svo fengu þær engin færi í seinni hálfleik þar sem við spiluðum mjög góða vörn,“ sagði Þorsteinn. „Við beittum skyndisóknum, fengum færi og hefðum getað skorað fleiri mörk. Þær sköpuðu sér ekki neitt í seinni hálfleik. Í þeim fyrri fengu þær 2-3 opin færi en Ásta [Vigdís Guðlaugsdóttir] varði mjög vel.“ Frammistaða Ástu kom okkur ekki á óvartÁsta stóð í marki Breiðabliks í fjarveru fyrirliðans Sonný Láru Þráinsdóttur sem er meidd. „Hún er góð eins og við höfum alltaf haldið fram. Frammistaða hennar kom ekkert á óvart en það var gaman að sjá hana spila eins vel og hún gerði,“ sagði Þorsteinn. Hann segir að það skipti miklu máli að komast áfram í Meistaradeildinni. „Þetta skiptir máli upp á það að reyna ná öðru íslensku liði inn í keppnina sem yrði allt annað. Helst þyrftum við að komast áfram í 8-liða úrslit en það er annað mál,“ sagði Þorsteinn. Dregið verður í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar á mánudaginn. Þorsteinn segist helst vilja mæta Slavia Prag. Manchester City er svo annar kostur en Þorsteinn hefur haldið með liðinu alla tíð. Einfaldari klippivinna„Við værum alveg til í að fara aftur til Prag. Við höfum horft á marga leiki með Slavia Prag og það verður auðvelt að klippa það,“ sagði Þorsteinn. „Ef ekki Prag vildi ég fara til Manchester. Ég er gallharður City-maður til rúmlega 40 ára.“ Þónokkrir leikmenn Breiðabliks fara í landsliðsverkefni í byrjun október. Leikirnir í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar fara svo fram 16. eða 17. og 30. og 31. október. „Við gefum leikmönnum nokkra daga frí og hittumst svo aftur um miðja næstu viku. Þetta lengir tímabilið um mánuð sem er gott. Við kvörtum ekki yfir því og undirbúningstímabilið styttist bara,“ sagði Þorsteinn að lokum.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Blikar komnir áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir sigur í Prag Berglind Björg Þorvaldsdóttir tryggði Breiðabliki sigur á Spörtu Prag í seinni leik liðanna í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. 26. september 2019 17:51 Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Enski boltinn „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Sjá meira
Blikar komnir áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir sigur í Prag Berglind Björg Þorvaldsdóttir tryggði Breiðabliki sigur á Spörtu Prag í seinni leik liðanna í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. 26. september 2019 17:51