Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Valur 83-79 | Stjarnan marði Val Arnór Fannar Theodórsson skrifar 13. nóvember 2019 22:15 Ægir og félagar höfðu betur í kvöld. vísir/daníel Stjarnan tók á móti Val í 7. umferð Dominos-deild karla í kvöld. Fyrir leik voru liðin á svipuðum stað í deildinni. Formið var hinsvegar nokkuð ólíkt þar sem Stjörnumenn voru búnir að vinna tvo leiki í röð en Valsmenn tapað tveimur leikjum í röð. Stjarnan vann að lokum 83 - 79 sigur í æsispennandi leik. Leikurinn byrjaði nokkuð rólega og fátt um fína drætti. Liðin skiptust á að skora framan af en í lok fyrsta leikhluta þá tóku Stjörnumenn öll völd á leiknum og héldu svo uppteknum hætti í öðrum leikhluta á meðan sóknarleikur Valsmanna var afar slakur. Stjörnumenn skoruðu 28 stig á móti 14 stigum Valsmanna í öðrum leikhluta og því var munurinn 20 stig á liðunum þegar fyrri hálfleik var lokið. Það var svo allt annað að sjá Valsmenn í seinni hálfleik. Þeir náðu góðum stoppum í vörninni og skoruðu fyrstu 8 stigin í seinni hálfleik. Þriðji leikhluti var sérstaklega góður hjá Valsmönnum en þeir unnu hann 27-15 og munurinn því kominn niður í 8 stig í lok leikhlutans. Allt stefndi í æsispennandi fjórða leikhluta og sú varð heldur betur raunin. Valsmenn héldu áfram að spila vel og koma með áhlaup en Stjörnumenn náðu samt alltaf að setja körfu þegar Valsmenn voru líklegir til þess að komast yfir. Valsmenn misstu þá samt ekki of langt frá sér og komust svo yfir þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum með þriggja stiga körfu frá Ástþóri. Liðin skiptust svo á körfum og staðan 79-78 fyrir Valsmenn og lítið eftir af leiknum. Nick Tomsick var svo hetja Stjörnumanna þegar hann setti niður gríðarlega erfiðan þrist þegar það voru 18 sekúndur eftir og skotklukkan að renna út. Staðn 81 – 79 fyrir Stjörnunni og Valsmenn tóku þá leikhlé. Valsmenn fengu fínt þriggja stiga skot í lokin en það klikkaði. Kyle Johnson fór á línuna eftir að Valsmenn brutu á honum og kláraði leikinn fyrir Stjörnuna. Þriðji sigur Stjörnumanna staðreynd. Af hverju vann Stjarnan? Stjörnumenn voru sterkari á lokasprettinum í dag. Það má líka segja að Valsmenn gráfu sér líklega of stóra holu í fyrri hálfleik og fór mikil orka í að vinna upp 20 stiga forystu Stjörnunnar. Nick Tomsick á það líka til að stíga upp á ögurstundu og það er hrikalega verðmætt að hafa þannig menn í sínu liði. Hverjir stóðu upp úr? Hjá Stjörnunni voru það Nick Tomsick, Tómas Þórður og Kyle Johnson sem voru að sjá um stigaskorið. Nick Tomsick var með 19 stig, Tómas Þórður var hrikalega sterkur með 19 stig og 11 fráköst, á meðan Kyle Johnson skoraði 18 stig. Hjá Val voru það Frank Aron Booker, Ragnar Nathanaelsson og Ástþór sem voru atkvæðamestir. Frank Aron Booker átti stórkostlegan leik og endaði með 29 stig ásamt var hann að spila góða vörn og var með 4 stolna bolta. Ragnar skoraði 12 stig og varði 3 skot. Ástþór var einnig flottur í kvöld og skoraði 10 stig. Hvað tekur við næst? Næst tekur Stjarnan á móti Þór Akureyri fyrir norðan á meðan Valur fer til Gríndarvíkur. Arnar Guðjónsson: Mjög fegin að hafa unnið „Mjög fegin að hafa unnið. Við erum alltaf að reyna að gera það þannig það er mjög jákvætt“ sagði Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir nauman sigur sinna manna á heimavellli í kvöld. Eftir að hafa verið tuttugu stigum yfir í hálfleik þá virtust Stjörnumenn slaka á í seinni hálfleik en Arnar segir að Valsmenn hafi einfaldlega verið að spila vel frekar en að hans menn hafi slakað á. „Valsarar voru frábærir í seinni hálfleik og stundum er það nú þannig. Þetta Valslið er hörkulið og ef mér skjátlast ekki þá eru þeir með flesta leik í 12 manna hóp í síðasta landsleik og þeir eru allir góðir í körfubolta. Þeir verða illviðráðanlegir þegar þeir bæta við sínum Bandaríkjamanni. Gaupi var eitthvað að gaspra um það að þeir væru taka Evrópumann og Litháa. Þá verða þeir hrikalega góðir. Við sluppum með skrekkinn hér í dag.“ „Þeir vinna seinni hálfleikinn með tuttugu stigum eða eitthvað. Þeir voru miklu betri en við í seinni hálfleik. Þeir voru frábærir, þeir tóku mikið fleiri fráköst en við í seinni hálfleik, hittu úr erfiðum skotum, bjuggu sér til góð skot og á meðan lentum við í smá harki bæði sóknarlega og varnarlega.“ Ægir Þór, leikstjórnandi Stjörnunnar, fékk sína fjórðu villu í byrjun seinni hálfleiks. Dúi Þór kom hinsvegar sterkur inn af bekknum og treystir Arnar honum fullkomnlega í verkefnið. „Dúi er flottur leikmaður og við treystum honum til þess að leysa þær mínútur sem Ægir er ekki inná.“ Með sigrinum í kvöld hefur Stjarnan unnið þrjá leiki í röð. Næst býður þeirra erfitt verkefni fyrir norðan. „Nei, við erum að fara norður á Akureyri og ég hlakka mikið til. Það er gott fólk á Akureyri og það verður gaman að mæta þangað. Það er lið sem er stígandi í og við verðum að vera heldur betur klárir þar,“ sagði Arnar að lokum. Ágúst Björgvinsson: Við grófum okkur í skelfilega holu í fyrir hálfleik „Mjög svekkjandi. Við fáum tvö góð þriggja stiga skot með tvær frábærar skyttur, Aron í fyrra skiptið og Austin í seinna skiptið. Aron hefði getað komið okkur fjórum stigum yfir og Austin einu stigi yfir en þeir fá eitt erfitt þriggja stiga skot og setja það niður á móti. Stundum er þetta ósanngjarnt“ sagði Ágúst Björgvinsson, þjálfari Vals, eftir svekkjandi tap í kvöld. Valsmenn voru afar slakir í fyrri hálfleik en það kom allt annað Valslið til leiks í síðari hálfleik. Ágúst segir að lélegur fyrri hálfleikur hafi verið framhald af síðustu leikjum hjá hans mönnum. „Framhald af Njarðvíkur leiknum, við vorum litlir í okkur, óákveðnir og ragir. Svo fannst mér þegar við erum komnir með bakið upp við vegg þá sjáum við að við höfum engu að tapa lengur og þá spilum við óhræddir og miklu meiri orka í okkur öllum. Byrjum seinni hálfleikinn vel, náum að stoppa í vörninni og skorum á móti. Það gaf okkur strax sjálfstraust. Við gröfum okkur í skelfilega holu í fyrri hálfleik og þeir komast í góða forystu með alltof mörgum sóknarfráköstum, sem við erum að gefa þeim alltof auðvelt.“ Frank Aron Booker átti frábæran leik fyrir Val. Hann skoraði 29 stig í kvöld. Ágúst er ánægður með stígandi í hans leik og sagði jafnframt að allt liðið hafi spilað vel í síðari hálfleik. „Það voru mjög margir góðir í seinni hálfleik. Aron var flottur og er búinn að stíga upp í síðustu tveimur leikjum og hann er að koma til eftir frekar erfiða byrjun og er alltaf að spila betur. Liðið spilaði glimmrandi körfubolta hérna í seinni hálfleik.“ „Sama og hefur verið í öðrum leikjum. Við þurfum að ná fjörtíu góðum mínútum, það er ekki nóg að eiga einn leikhluta eða einn hálfleik góðan. Við erum búnir að ná því í flestum leikjum, einhverjum góðum köflum en síðan eru afleiddir kaflar eins og fyrri hálfleikurinn hér í kvöld. Þetta er eitthvað sem við þurfum að laga og við þurfum að gíra okkur betur upp í þessum leikjum. Í síðasta leik vorum við ágætir í fyrri hálfleik og svo skelfilegir í seinni hálfleik en það var öfugt í kvöld“ sagði Ágúst aðspurðum um hvað hans lið þyrfti að bæta til þess að ná í sigur eftir þrjá tap leiki í röð. Valsmenn eru að spila án Bandaríkjamanns eftir að Chris Jones hætti hjá félaginu. Ágúst segir að leikmanna mál séu í vinnslu og ættu að skýrast í kvöld. „Allt á fullu í vinnslu og ætti að klárast vonandi í kvöld.“ Dominos-deild karla
Stjarnan tók á móti Val í 7. umferð Dominos-deild karla í kvöld. Fyrir leik voru liðin á svipuðum stað í deildinni. Formið var hinsvegar nokkuð ólíkt þar sem Stjörnumenn voru búnir að vinna tvo leiki í röð en Valsmenn tapað tveimur leikjum í röð. Stjarnan vann að lokum 83 - 79 sigur í æsispennandi leik. Leikurinn byrjaði nokkuð rólega og fátt um fína drætti. Liðin skiptust á að skora framan af en í lok fyrsta leikhluta þá tóku Stjörnumenn öll völd á leiknum og héldu svo uppteknum hætti í öðrum leikhluta á meðan sóknarleikur Valsmanna var afar slakur. Stjörnumenn skoruðu 28 stig á móti 14 stigum Valsmanna í öðrum leikhluta og því var munurinn 20 stig á liðunum þegar fyrri hálfleik var lokið. Það var svo allt annað að sjá Valsmenn í seinni hálfleik. Þeir náðu góðum stoppum í vörninni og skoruðu fyrstu 8 stigin í seinni hálfleik. Þriðji leikhluti var sérstaklega góður hjá Valsmönnum en þeir unnu hann 27-15 og munurinn því kominn niður í 8 stig í lok leikhlutans. Allt stefndi í æsispennandi fjórða leikhluta og sú varð heldur betur raunin. Valsmenn héldu áfram að spila vel og koma með áhlaup en Stjörnumenn náðu samt alltaf að setja körfu þegar Valsmenn voru líklegir til þess að komast yfir. Valsmenn misstu þá samt ekki of langt frá sér og komust svo yfir þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum með þriggja stiga körfu frá Ástþóri. Liðin skiptust svo á körfum og staðan 79-78 fyrir Valsmenn og lítið eftir af leiknum. Nick Tomsick var svo hetja Stjörnumanna þegar hann setti niður gríðarlega erfiðan þrist þegar það voru 18 sekúndur eftir og skotklukkan að renna út. Staðn 81 – 79 fyrir Stjörnunni og Valsmenn tóku þá leikhlé. Valsmenn fengu fínt þriggja stiga skot í lokin en það klikkaði. Kyle Johnson fór á línuna eftir að Valsmenn brutu á honum og kláraði leikinn fyrir Stjörnuna. Þriðji sigur Stjörnumanna staðreynd. Af hverju vann Stjarnan? Stjörnumenn voru sterkari á lokasprettinum í dag. Það má líka segja að Valsmenn gráfu sér líklega of stóra holu í fyrri hálfleik og fór mikil orka í að vinna upp 20 stiga forystu Stjörnunnar. Nick Tomsick á það líka til að stíga upp á ögurstundu og það er hrikalega verðmætt að hafa þannig menn í sínu liði. Hverjir stóðu upp úr? Hjá Stjörnunni voru það Nick Tomsick, Tómas Þórður og Kyle Johnson sem voru að sjá um stigaskorið. Nick Tomsick var með 19 stig, Tómas Þórður var hrikalega sterkur með 19 stig og 11 fráköst, á meðan Kyle Johnson skoraði 18 stig. Hjá Val voru það Frank Aron Booker, Ragnar Nathanaelsson og Ástþór sem voru atkvæðamestir. Frank Aron Booker átti stórkostlegan leik og endaði með 29 stig ásamt var hann að spila góða vörn og var með 4 stolna bolta. Ragnar skoraði 12 stig og varði 3 skot. Ástþór var einnig flottur í kvöld og skoraði 10 stig. Hvað tekur við næst? Næst tekur Stjarnan á móti Þór Akureyri fyrir norðan á meðan Valur fer til Gríndarvíkur. Arnar Guðjónsson: Mjög fegin að hafa unnið „Mjög fegin að hafa unnið. Við erum alltaf að reyna að gera það þannig það er mjög jákvætt“ sagði Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir nauman sigur sinna manna á heimavellli í kvöld. Eftir að hafa verið tuttugu stigum yfir í hálfleik þá virtust Stjörnumenn slaka á í seinni hálfleik en Arnar segir að Valsmenn hafi einfaldlega verið að spila vel frekar en að hans menn hafi slakað á. „Valsarar voru frábærir í seinni hálfleik og stundum er það nú þannig. Þetta Valslið er hörkulið og ef mér skjátlast ekki þá eru þeir með flesta leik í 12 manna hóp í síðasta landsleik og þeir eru allir góðir í körfubolta. Þeir verða illviðráðanlegir þegar þeir bæta við sínum Bandaríkjamanni. Gaupi var eitthvað að gaspra um það að þeir væru taka Evrópumann og Litháa. Þá verða þeir hrikalega góðir. Við sluppum með skrekkinn hér í dag.“ „Þeir vinna seinni hálfleikinn með tuttugu stigum eða eitthvað. Þeir voru miklu betri en við í seinni hálfleik. Þeir voru frábærir, þeir tóku mikið fleiri fráköst en við í seinni hálfleik, hittu úr erfiðum skotum, bjuggu sér til góð skot og á meðan lentum við í smá harki bæði sóknarlega og varnarlega.“ Ægir Þór, leikstjórnandi Stjörnunnar, fékk sína fjórðu villu í byrjun seinni hálfleiks. Dúi Þór kom hinsvegar sterkur inn af bekknum og treystir Arnar honum fullkomnlega í verkefnið. „Dúi er flottur leikmaður og við treystum honum til þess að leysa þær mínútur sem Ægir er ekki inná.“ Með sigrinum í kvöld hefur Stjarnan unnið þrjá leiki í röð. Næst býður þeirra erfitt verkefni fyrir norðan. „Nei, við erum að fara norður á Akureyri og ég hlakka mikið til. Það er gott fólk á Akureyri og það verður gaman að mæta þangað. Það er lið sem er stígandi í og við verðum að vera heldur betur klárir þar,“ sagði Arnar að lokum. Ágúst Björgvinsson: Við grófum okkur í skelfilega holu í fyrir hálfleik „Mjög svekkjandi. Við fáum tvö góð þriggja stiga skot með tvær frábærar skyttur, Aron í fyrra skiptið og Austin í seinna skiptið. Aron hefði getað komið okkur fjórum stigum yfir og Austin einu stigi yfir en þeir fá eitt erfitt þriggja stiga skot og setja það niður á móti. Stundum er þetta ósanngjarnt“ sagði Ágúst Björgvinsson, þjálfari Vals, eftir svekkjandi tap í kvöld. Valsmenn voru afar slakir í fyrri hálfleik en það kom allt annað Valslið til leiks í síðari hálfleik. Ágúst segir að lélegur fyrri hálfleikur hafi verið framhald af síðustu leikjum hjá hans mönnum. „Framhald af Njarðvíkur leiknum, við vorum litlir í okkur, óákveðnir og ragir. Svo fannst mér þegar við erum komnir með bakið upp við vegg þá sjáum við að við höfum engu að tapa lengur og þá spilum við óhræddir og miklu meiri orka í okkur öllum. Byrjum seinni hálfleikinn vel, náum að stoppa í vörninni og skorum á móti. Það gaf okkur strax sjálfstraust. Við gröfum okkur í skelfilega holu í fyrri hálfleik og þeir komast í góða forystu með alltof mörgum sóknarfráköstum, sem við erum að gefa þeim alltof auðvelt.“ Frank Aron Booker átti frábæran leik fyrir Val. Hann skoraði 29 stig í kvöld. Ágúst er ánægður með stígandi í hans leik og sagði jafnframt að allt liðið hafi spilað vel í síðari hálfleik. „Það voru mjög margir góðir í seinni hálfleik. Aron var flottur og er búinn að stíga upp í síðustu tveimur leikjum og hann er að koma til eftir frekar erfiða byrjun og er alltaf að spila betur. Liðið spilaði glimmrandi körfubolta hérna í seinni hálfleik.“ „Sama og hefur verið í öðrum leikjum. Við þurfum að ná fjörtíu góðum mínútum, það er ekki nóg að eiga einn leikhluta eða einn hálfleik góðan. Við erum búnir að ná því í flestum leikjum, einhverjum góðum köflum en síðan eru afleiddir kaflar eins og fyrri hálfleikurinn hér í kvöld. Þetta er eitthvað sem við þurfum að laga og við þurfum að gíra okkur betur upp í þessum leikjum. Í síðasta leik vorum við ágætir í fyrri hálfleik og svo skelfilegir í seinni hálfleik en það var öfugt í kvöld“ sagði Ágúst aðspurðum um hvað hans lið þyrfti að bæta til þess að ná í sigur eftir þrjá tap leiki í röð. Valsmenn eru að spila án Bandaríkjamanns eftir að Chris Jones hætti hjá félaginu. Ágúst segir að leikmanna mál séu í vinnslu og ættu að skýrast í kvöld. „Allt á fullu í vinnslu og ætti að klárast vonandi í kvöld.“
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum