Ragnar Þór verður ráðherra Inga Sæland formaður Flokks fólksins tekur við af Guðmundi Inga Kristinssyni sem mennta- og barnamálaráðherra eftir afsögn Guðmundar. Þá verður Ragnar Þór Ingólfsson þingflokksformaður Flokks fólksins félags- og húsnæðismálaráðherra. Innlent 8.1.2026 18:57
Guðmundur Ingi segir af sér Guðmundur Ingi Kristinsson hefur tilkynnt að hann muni segja af sér sem mennta- og barnamálaráðherra vegna veikinda. Hann mun halda áfram sem þingmaður Flokks fólksins. Innlent 8.1.2026 18:14
Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Fréttir af því að skerða eigi þjónustu við öll börn í leikskólanum Funaborg í Grafarvogi um 30% vegna manneklu ættu að hringja viðvörunarbjöllum hjá okkur öllum. Skoðun 8.1.2026 15:00
Sprengdu upp klósett í grunnskóla Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um ungmenni sem sprengdu upp klósett í grunnskóla í efri byggðum Reykjavíkur. Innlent 5. janúar 2026 18:26
Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Starfsmaður á Hrafnistu hlaut nýverið styrk til að þróa áfram verkefni þar sem grunnskólakrakkar heimsækja íbúa hjúkrunarheimila vikulega. Hún segir verkefnið hafa gefið góða raun og vonar að fleiri skólar og hjúkrunarheimili taki þátt. Innlent 3. janúar 2026 15:01
Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Nýliðið ár stóðu allir kennarar landsins saman í harðri kjarabaráttu til að leiðrétta kjör einnar mikilvægustu stéttar á Íslandi. Krafa okkar var einföld, að laun okkar félagsfólks yrðu sambærileg launum annarra sambærilegra sérfræðinga á almennum launamarkaði. Skoðun 2. janúar 2026 14:00
Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Sex tíma eða skemmri gjaldfrjáls leikskóladvöl tók gildi um áramótin í Hafnarfirði. Foreldrar sem vista börnin í sex klukkustundir eða skemur greiða þá einungis fyrir fæði. Innlent 2. janúar 2026 12:30
Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Alls eru 74 prósent hlynnt því að réttur barna til leikskólavistar verði lögfestur á Íslandi. 18 prósent eru hvorki hlynnt né andvíg og átta prósent eru andvíg. Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar á vegum Prósents en nýlega voru kynntar tillögur frá aðgerðahópi á vegum stjórnvalda í leikskólamálum. Innlent 2. janúar 2026 09:18
Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Um 70% landsmanna eru hlynnt því að samfélagsmiðlar verði bannaðir börnum yngri en 16 ára. Þetta sýnir glæný könnun Prósents. Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla kveðst fylgjandi banni en segir bann án fræðslu stoða lítið. Innlent 30. desember 2025 12:01
Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Hjólbörur hefði komið sér sérstaklega vel fyrir nemanda í Fjölbrautaskóla Suðurlands fyrir öll verðlaunin, sem viðkomandi hlaut við brautskráningu. Auk þess að hljóta styrk frá Hollvarðasamtökum skólans fékk nemandinn sérstakar viðurkenningar í þýsku, íslensku, viðskipta- og hagfræðigreinum, ensku, félagsgreinum og stærðfræði. Innlent 23. desember 2025 20:05
Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Skólameistari Borgarholtsskóla hafði samband við utanríkisráðherra sama dag og tilkynnt var að staða hans yrði auglýst til umsóknar að loknum skipunartíma hans. Utanríkisráðherra upplýsti forsætisráðherra um vendingarnar. Þá fékk forsætisráðherra að vita að hugmyndir væru uppi um að fækka skólameisturum. Innlent 22. desember 2025 17:08
Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Formaður félags grunnskólakennara kallar eftir því að stjórnvöld skoði að ráðast í öryggisgæslu við grunnskóla eftir árás sem beindist gegn tveimur kennurum í vikunni. Hún segir þó nokkra kennara óttast um öryggi sitt í starfi. Innlent 21. desember 2025 12:27
Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Útgjöld mennta- og barnamálaráðuneytisins vegna aðkeyptrar þjónustu almannatengla hafa numið rúmum 16,5 milljónum á þessu ári, samanborið við tæpar tvær milljónir í fyrra. Ráðuneytið hefur meðal annars notið þjónustu almannatengslafyrirtækja vegna boðaðra skipulagsbreytinga á framhaldsskólastigi og kynningarátaks vegna innleiðingar laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Innlent 21. desember 2025 07:01
Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Innritun í framhaldsskóla hefur verið ofarlega í opinberri umræðu undanfarið, ekki síst eftir að gerðar voru breytingar á lögum sem heimila að horft sé til fleiri þátta en lokaeinkunna við innritun og mat á því hvort bjóða eigi nemanda skólavist. Þar á meðal er þátttaka í félagsstarfi og árangur í óformlegu námi. Skoðun 19. desember 2025 12:01
Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Tveir kennarar við Ingunnarskóla í Grafarholti í Reykjavík urðu fyrir árás nemanda á miðstigi á jólaskemmtun í íþróttahúsi skólans í gær. Foreldrar hafa verið upplýstir um málið en hluti nemenda í fimmta til sjöunda bekk varð vitni að árásinni og var brugðið. Innlent 19. desember 2025 10:27
Magnús Þór sjálfkjörinn Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, var sá eini sem bauð sig fram til formanns. Hann gegnir áfram embættinu, sjálfkjörinn. Innlent 18. desember 2025 23:13
Jólagjöfin í ár Undirritaður hefur um langa hríð bent á að skólakerfið sé í verulegum ógöngum. Langflestir kennarar vita að margt er að, þrátt fyrir að efsta lag skólakerfisins reyni ítrekað að drepa málinu á dreif, ráðast á sendiboðana eða stingi höfðinu í sandinn á kostnað barna og unglinga. Skoðun 18. desember 2025 13:01
Takmarka fjölda nemenda utan EES Háskóli Íslands hefur innleitt ný fjöldatakmörk nemenda utan EES í einstaka námsleiðir. Til dæmis verða á næsta ári ekki teknir inn fleiri en 50 nemendur frá löndum utan EES í íslensku sem annað mál. Það er ein vinsælasta námsleið skólans, alls sóttu 800 um í það og íslenskustoð síðasta vor fyrir núverandi skólaár. Innlent 17. desember 2025 23:02
Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Í ár 2025 útskrifuðust 105 nýsveinar í pípulögnum, sem er metfjöldi. Skoðun 16. desember 2025 14:30
Í takt við það sem verið hefur Breyttar innritunarreglur í framhaldsskóla fela ekki í sér hugmyndafræðilega breytingu að mati Guðjóns Hreins Haukssonar formanns Félags framhaldsskólakennara. Hann segir þær í raun staðfesta það sem iðkað hefur verið áratugum saman að skólinn sé fyrir alla. Innlent 15. desember 2025 14:44
Hundrað doktorsgráður Á árinu 2025 lauk hundraðasti neminn doktorsgráðu við Háskólann í Reykjavík (HR). Við tímamót sem þessi er vert er að staldra við og velta því upp hvað það er sem gerir háskóla að háskóla. Skoðun 15. desember 2025 10:47
Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Úthlutun Matargjafa Akureyrar og nágrennis og NorðurHjálpar byrjar á morgun og stendur í viku. Sigrún Steinarsdóttir, framkvæmdastýra Matargjafar Akureyrar, segir fjölgun beiðna. Sorglegt sé að sjá fjölgun lífeyrisþega meðal þeirra sem þiggja aðstoð. Innlent 14. desember 2025 21:31
Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Samtök atvinnulífsins, SA, telja nýja skýrslu aðgerðahóps forsætisráðherra um brúun umönnunarbilsins ekki svara mikilvægum spurningum sem varða helstu ástæður þess að sveitarfélögum hefur ekki tekist að veita leikskólaþjónustu að fæðingarorlofi loknu þrátt fyrir vilja og yfirlýsingar þar um. Því sé ekki tímabært að ræða lögfestingu leikskólastigsins. Innlent 14. desember 2025 07:00