Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Héraðsdómur Vestfjarða hefur sýknað bátaverkstæði í Bolungarvík af kröfum fiskiútgerðarinnar Glifsu, sem tókst ekki að sanna að verkstæðið hafi valdið tjóni í bátsvél útgerðarinnar. Margt annað gæti hafa átt sinn þátt í biluninni, til dæmis að vélin væri sautján ára gömul. Innlent 29.7.2025 10:34
Mögulegur fyrirboði um goslok Eldgosið nyrst á Sundhnúksgígaröðinni hefur nú staðið yfir í 14 daga. Kvika virðist safnast undir Svartsengi á ný sem gæti verið fyrirboði gosloka. Innlent 29.7.2025 10:22
Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Forsvarsmenn háskólans Harvard í Bandaríkjunum er sagðir viljugir til að greiða ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, allt að hálfan milljarð dala til að binda enda á refsiaðgerðir ríkisstjórnarinnar gegn skólanum. Viðræður eiga sér stað þessa dagana en forsvarsmenn Columbia háskólans samþykktu nýverið að greiða tvö hundruð milljóna dala sekt, meðal annars vegna ásakana um meint gyðingahatur. Erlent 29.7.2025 10:20
Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Fjórir eru látnir eftir skotárás á Manhattan, þeirra á meðal lögreglumaður sem var við störf sem öryggisvörður. Skotárásin átti sér stað í háhýsi þar sem meðal annars má finna skrifstofur National Football League og fjárfestingafyrirtækisins Blackstone. Erlent 29.7.2025 06:46
Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Nóttin var fremur róleg hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en fjórir gistu fangageymslur í morgun. Innlent 29.7.2025 06:29
Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Gosvirkni á Sundhnúksgígaröðinni hefur haldist nokkuð stöðug í nótt en strókavirkni verið aðeins meiri seinni hluta nætur. Gat sem myndaðist á gíg síðustu nótt hefur lokast og enn gýs úr einum megingíg. Innlent 29.7.2025 06:21
Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Steinunn Þórðardóttir, öldrunarlæknir og formaður Læknafélags Íslands, segir að engar langtímarannsóknir hafi verið gerðar um áhrif kreatíns á einkenni heilabilunarsjúkdóma eins og Alzheimer. Hins vegar séu sterkar vísbendingar um ágæti efnisins fyrir fólk sem er í styrktarþjálfun og annarri hreyfingu, en þar skorti þó einnig langtímarannsóknir. Innlent 28.7.2025 23:53
„Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Ferðamenn sem ganga að eldgosinu í Sundhnúksgígaröðinni hafa almennt hagað sér vel, þrátt fyrir að einhverjir þeirra eigi það til að ganga út á hraunið, sem landeigandi segir stórhættulegt. Þá eru dæmi um utanvegaakstur á svæðinu. Innlent 28.7.2025 23:18
Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Dósent í tölvunarfræði segir ekki langt í að gervigreindartækni sem hermir eftir röddum fólks verði orðin svo góð að hægt verði að nota hana að blekkja Íslendinga, bæði á netinu og símleiðis. Stjórnvöld þurfi að bregðast við með einhverjum hætti. Innlent 28.7.2025 22:08
Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Bæjarstjóri Akraneskaupstaðar segir að fyrirhugaðir tollar Evrópusambandsins á kísiljárn og járnblendi séu áfall fyrir bæjarfélagið og sveitir norðan Hvalfjarðar. Segir hann málið stórmál og að fylgja þurfi málinu fast á eftir og setja mikinn þunga í hagsmunagæslu fyrir Ísland. Innlent 28.7.2025 21:40
Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Mygla kom upp í Grunnskólanum á Þórshöfn fyrr í vor. Sveitastjórnin stendur nú frammi fyrir vali um að rífa og byggja nýjan skóla á sama grunni eða reisa glænýjan skóla, en báðar lausnir kosta hundruði milljóna króna. Sveitarstjóri segir málið áfall fyrir kennslu á svæðinu. Innlent 28.7.2025 20:34
Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Hundruðum lítra af díselolíu fyrir milljónir króna hefur verið stolið frá flutningafyrirtæki í borginni. Framkvæmdastjóri segist telja höfuðborgarsvæðið fullt af bílum stútfullum af stolnum bensín- og olíubrúsum, fjölmörg önnur fyrirtæki hafi lent í viðlíka þjófnaði. Lögregla náði þjófi í slíkum erindagjörðum glóðvolgum í Bústaðahverfi í nótt. Innlent 28.7.2025 19:05
Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn Bæjarráð Akraness og sveitastjórn Hvalfjarðarsveitar lýsa yfir þungum áhyggjum vegna áforma Evrópusambandsins um álagningu tolla á kísiljárn frá Íslandi. Slíkt yrði reiðarslag fyrir eitt mikilvægasta fyrirtæki svæðisins, Elkem á Grundartanga. Innlent 28.7.2025 18:03
Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Donald Trump Bandaríkjaforseti vill að skýrslutaka fjölmiðarisans Rupert Murdoch fari fram eins fljótt og hægt er. Trump höfðaði mál gegn Murdoch og fjölmiðilinum Wall Street Journal eftir að dónalegt afmæliskort, undirritað af Trump, til athafnamannsins Jeffrey Epstein var birt. Erlent 28.7.2025 17:49
„Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Foreldrar Sturlu Þórs Friðrikssonar sem lést eftir flugslys í Skerjafirði árið 2000 biðla til ferðalanga um komandi Verslunarmannahelgi að ígrunda og sýna varkárni. Lífið sé viðkvæmt og dýrmætt sem hafa skuli í huga ferðahelgina miklu sem aðra daga. Innlent 28.7.2025 16:50
Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Glæpamenn sem rændu 56 manns í Zamfara-héraði í Nígeríu hafa tekið að minnsta kosti 35 þeirra af lífi. Það gerðu þeir þrátt fyrir að hafa fengið greitt lausnarfé fyrir fólkið. Embættismenn segja flesta hinna látnu hafa verið unga og að þeim hafi verið „slátrað eins og búfénaði“. Erlent 28.7.2025 16:40
MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Nemandi í MBA-námi við Háskóla Íslands á árunum 2020-2022 neyðist til að greiða skólanum rúmlega átta hundruð þúsund krónur. Um er að ræða hluta af skólagjöldum sem nemandinn hafði neitað að borga og borið við forsendubresti og óánægju með námið. Hann fór hörðum orðum um starfsfólk námsins og sakaði meðal annars um lygar. Innlent 28.7.2025 16:31
Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Paul Gallagher, eldri bróðir Oasis-liðanna Liams og Noels Gallagher, hefur verið ákærður fyrir nauðgun og önnur brot. Erlent 28.7.2025 16:12
Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Þyrla Landhelgisgæslunnar og björgunarsveitir voru kölluð út rétt fyrir klukkan 15 í dag vegna hjólreiðamanns sem slasaðist í grennd við Kerlingarfjöll. Innlent 28.7.2025 15:44
Árekstur í Öxnadal Tveir bílar skullu saman í Öxnadal, rétt hjá Akureyri, um klukkan þrjú í dag. Enginn er talinn hafa slasast alvarlega. Innlent 28.7.2025 15:23
Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Heimsálfur jarðarinnar hafa tapað gífurlega miklu ferskvatni og þá sérstaklega grunnvatni á undanförnum áratugum. Það á sérstaklega við þau svæði heimsins þar sem flestir búa og gæti það skapað gífurlegt vandamál fyrir mannkynið í framtíðinni. Erlent 28.7.2025 15:22
Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Lögreglan á Norðurlandi Eystra leitar að ungri stúlku sem hljóp í veg fyrir húsbíl á föstudaginn síðasta Hjalteyrargötu á Akureyri. Hún lenti á bifreiðinni og féll í götuna en hljóp svo í burt. Innlent 28.7.2025 13:42
Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar lýsir þungum áhyggjum af áformum Evrópusambandsins um að leggja toll á kísiljárn frá Íslandi en eini kísiljárnframleiðandi Íslands er í sveitarfélaginu. Sveitarstjórnin skorar á íslensk stjórnvöld að leggja allt kapp í að afstýra fyrirhuguðum áformum og ná samkomulagi við ESB. Innlent 28.7.2025 13:35
Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Þingkona Miðflokksins sagði sig úr þingmannahópi þvert á flokka um mótun öryggis- og varnarstefnu fyrir Ísland. Hún segir hópinn til marks um sýndarmennsku ríkisstjórnar og að verið sé að fela þingmönnum að vinna stefnu sem er síðan virt að vettugi. Innlent 28.7.2025 13:25