Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Átta jarðskjálftar hafa mælst við Bláa lónið á Reykjanesi síðan klukkan 10:15 í morgun. Náttúruvársérfræðingur segir að fylgst sé grannt með og verið að lesa í gögn. Engin merki séu þó um gosóróa. Innlent 30.10.2025 14:37
Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Rússar gerðu í nótt og í morgun umfangsmiklar árásir á orkuinnviði í Úkraínu, eins og þeir hafa reglulega gert á undanförnum vikum. Árásirnar leiddu til rafmagnsleysis víða um landið. Þær beindust þó ekki eingöngu gegn orkuinnviðum og féllu að minnsta kosti þrír í þeim, þar á meðal sjö ára stúlka. Erlent 30.10.2025 13:43
Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Kirkjuþing 2025 - 2026 lýsir yfir þungum áhyggjum af þeirri alvarlegu stöðu sem blasir við þjóðkirkjusöfnuðum um allt land ef ekki kemur til veruleg hækkun á sóknargjöldum fyrir næsta ár. Í yfirlýsingu segir að í fjárlagafrumvarpi næsta árs sé gert ráð fyrir að sóknargjöld verði aftur skert og að það muni hafa veruleg áhrif á fjárhag sókna. Innlent 30.10.2025 13:21
Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Formaður reiðhjólabænda segir ökumenn ekki þurfa að sýna hjólreiðafólki einhverja sérstaka varúð heldur einfaldlega fara að umferðarlögum. Hann spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi sem neyðast til að ganga á götunni. Atvik í Spönginni þar sem ökumaður bíls keyrir utan í hjólreiðamann sem bregst við með skemmdarverkum hefur vakið mikla athygli. Innlent 30.10.2025 11:31
Séra Flosi Magnússon fallinn frá Séra Flosi Magnússon, fyrrverandi prófastur og sveitarstjóri á Bíldudal, lést á sjúkrahúsi í Lundi í Svíþjóð þann 11. október síðastliðinn. Innlent 30.10.2025 11:14
Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Sameinuðu þjóðirnar segja að fellibylurinn Melissa hafi valdið fordæmalausri eyðileggingu á Jamaíku og hafa kallað eftir aðstoð handa eyríkinu. Fellibylurinn, sem þykir einn þeirra öflugustu á Karíbahafinu í mannaminnum, lék íbúa á Kúbú og Haítí einnig grátt. Erlent 30.10.2025 11:02
Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Tilkynnt kynferðisbrot voru 459 síðastliðna níu mánuði, sem jafngildir um fimmtíu slíkum brotum á mánuði og tólf í hverri viku. Þolendur í kynferðisbrotum voru í 86 prósent tilvika konur, og um tveir af hverjum þremur þeirra voru undir 25 ára og þar af næstum helmingur þolenda undir 18 ára, eða um 47 prósent. Innlent 30.10.2025 10:38
Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Karlmaður á fimmtugsaldri, sem lést eftir að bíl var ekið á hann á Reykjanesbraut við Álfabakka í apríl á þessu ári, var ofurölvi þegar banaslysið varð. Maðurinn hafði skyndilega hlaupið út á Reykjanesbraut og hrasað í veg fyrir bíl. Innlent 30.10.2025 10:38
„Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Forsætisráðherra segir greiðslur embættis ríkislögreglustjóra til ráðgjafa upp á vel á annað hundrað milljónir króna yfir fimm ára tímabil ekki slá sig vel. Ríkisstjórnin ætli alls ekki að verða varðhundar kerfisins heldur lyfta við öllum steinum þar sem vísbendingar séu um að betur megi fara með fé. Innlent 30.10.2025 10:24
Gular veðurviðvaranir víða um land Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular veðurviðvaranir víða um land. Þær taka gildi á föstudag og verða fram á laugardagsmorgun. Veður 30.10.2025 10:23
Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður Fundi samninganefnda Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara var slitið á þriðja tímanum í gær án árangurs. Ekki hefur verið boðað til nýs fundar. Innlent 30.10.2025 10:03
Losa hreðjatakið í eitt ár Donald Trump og Xi Jinping, forsetar Bandaríkjanna og Kína, virðast hafa slíðrað sverðin, ef svo má segja, í viðskiptadeilum ríkjanna. Trump tilkynnti að tollar á vörur frá Kína yrðu lækkaðir um tíu prósent og yrðu 47 prósent. Kínverjar ætla í staðinn að fresta gildistöku umfangsmikilla takmarkana á sölu og flutning sjaldgæfra málma og afurða úr þeim um eitt ár. Erlent 30.10.2025 09:53
Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Aðeins örfáum þúsundum atkvæða munar á hægrijaðarflokki Geerts Wilders og miðflokknum D66 þegar 98 prósent atkvæða hafa verið talin eftir þingkosningarnar í Hollandi í gær. Þetta yrði í fyrsta skipti sem tveir stærstu flokkarnir á þingi yrðu jafnstórir og er það talið geta hægt á stjórnarmyndun eftir kosningar. Erlent 30.10.2025 09:33
„Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Steinunn Gestsdóttir, prófessor í sálfræði, veiktist af Covid í upphafi faraldurs og hefur allt frá þeim tíma glímt við langvinnt Covid. Hún segir fyrstu þrjú árin hafa verið helvíti og telur fólk með slík veikindi þurfa betri stuðning. Friðbjörn Sigurðsson, blóð- og krabbameinslæknir, segir nauðsynlegt að rannsaka sjúkdóminn betur. Innlent 30.10.2025 09:29
Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Bresk stjórnvöld sviptu konu barnabótum eftir að hún bókaði flug til Osló en fór ekki úr landi. Yfirvöld töldu að þar sem konan hafði ekki „komið aftur“ frá Noregi, væri hún þar með flutt úr landi. Erlent 30.10.2025 09:29
Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra segir húsnæðispakkann, sem ríkisstjórnin kynnti í gær, tímamótapakka. Hún vonast til að geta séð byggingakrana í Úlfarsárdal, þar sem reisa á fjögur þúsund íbúðir, strax á næsta ári. Innlent 30.10.2025 09:22
Reikna með flughálum vegum Það mun hlýna í nótt og á morgun og um tíma verða margir vegir flughálir þegar blotnar í þjöppuðum snjónum. Reiknað er með að hláni strax í kvöld suðaustanlands. Innlent 30.10.2025 08:43
Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins segist fagna því að ríkisstjórnin setji aukna áherslu á húsnæðismál en henni þyki nýr húsnæðispakki ríkisstjórnar í heild „fremur rýr“. Rætt var við Guðrúnu í kvöldfréttum Sýnar í gær. Innlent 30.10.2025 08:35
Frostið náði næstum 20 stigum á Sandskeiði Klukkan sex í morgun náði frostið 19,8 gráðum á Sandskeiði, rétt austan við höfuðborgina. Mikið frost var á landinu öllu í nótt og eykur snjóþekjan enn á gaddinn. Veður 30.10.2025 08:23
Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Tveir af fimm nefndarmönnum í úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála skiluðu séráliti í máli þriggja náttúruverndarsamtaka, sem krefjast að framkvæmdaleyfi vegna Hvammsvirkjunar verði fellt úr gildi. Kröfu samtakanna var hafnað af meirihluta nefndarinnar. Innlent 30.10.2025 08:01
Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur nú fyrirskipað Bandaríkjaher að hefja að nýju tilraunir með kjarnorkuvopn en slíkar tilraunir hafa ekki verið gerðar í rúm þrjátíu ár. Erlent 30.10.2025 07:56
Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre Lögregla í Frakklandi hefur handtekið fleiri í tengslum við ránið í Louvre-safninu í París fyrr í mánuðinum. Saksóknari segir að fimm til viðbótar hafi verið handteknir til viðbótar við þá tvo sem voru handteknir á laugardag. Erlent 30.10.2025 07:52
„Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Franska þingið hefur samþykkt að innleiða hugtakið „samþykki“ inn í löggjöf landsins er varðar nauðganir. Ástæðan er fyrst og fremst mál Giséle Pelicot, sem var byrlað og nauðgað af fjölda manna fyrir tilstilli eiginmanns síns. Erlent 30.10.2025 07:19
Djúp lægð nálgast landið úr suðri Dálítill éljagangur verður á norðurhluta landsins fram undir hádegi í dag og samhliða því má búast má við lélegu skyggni og erfiðum aksturskilyrðum, einkum á fjallvegum, á Norðausturlandi. Veður 30.10.2025 07:12