Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Ráðstefnan Parkinson – meðferð, framfarir og framtíðarsýn verður haldin í Norðurljósum í Hörpu milli klukkan 13 og 16 í dag. Hægt verður að fylgjast með ráðstefnunni í beinu streymi. Innlent 8.11.2024 12:32
Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Tímamót urðu hjá lögreglu í síðustu viku þegar fyrsta rafræna ákæran var gefin út vegna umferðarlagabrota og í framhaldi var fyrsta rafræna fyrirkallið birt á stafrænu Íslandi. Breytingar á lögum um meðferð sakamála í sumar gerði lögreglu kleift að fara af stað með þetta starfræna verkefni. Innlent 8.11.2024 12:18
Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Samband íslenskra sveitarfélaga segir að frá árinu 2016, þegar samkomulag hafi verið gert um jöfnun launa á almennum og opinberum markaði, á milli ríkis, sveitarfélaga, BHM, BSRB og KÍ, hafi ýmis skref verið stigin til þess að ná samkomulagi. Það sé ekki rétt, eins og KÍ, hefur haldið fram að ekkert hafi verið gert til að tryggja slíkt samkomulag. Það kemur fram í yfirlýsingu á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga í dag. Innlent 8.11.2024 12:08
„Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Fyrirtaka fer fram í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli níu einstaklinga sem krefjast miskabóta vegna framgöngu lögreglu á mótmælum þann 31. maí í Skuggasundi, við fund ríkisstjórnarinnar, vegna ástandsins á Gasa. Þar voru um 40 mótmælendur beittir piparúða. Þrír fóru á slysadeild og tveir fengu aðhlynningu sjúkraliða á vettvangi. Innlent 8.11.2024 10:02
Lætur reyna á minningargreinamálið Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, ætlar að sækja um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar í máli sem varðar sæmdarrétt höfunda og útgefenda minningargreina. Sólartúni ehf, útgáfufélagi Mannlífs hefur verið gert að greiða alls 350 þúsund krónur vegna brots á sæmdarrétti, með því að birta brot úr minningargrein í Morgunblaðinu án þess að geta höfundar. Innlent 8.11.2024 09:03
Pútín óskar Trump til hamingju Vladímír Pútín Rússlandsforseti hefur óskað Donald Trump til hamingju með sigurinn í forsetakosningunum vestra á dögunum. Erlent 8.11.2024 08:44
Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Framkvæmdastjóri skipulags COP29, loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem fer fram í Aserbaídsjan í næstu viku, er sagður hafa reynt að nýta sér stöðu sína til að koma á samningi um kaup á jarðefnaeldsneyti. Erlent 8.11.2024 08:06
Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Fimm hafa verið fluttir á sjúkrahús og á sjöunda tug manna hafa verið handteknir eftir að óeirðarseggir réðust á stuðningsmenn ísraelska fótboltaliðsins Maccabi Tel Avív í Amsterdam í Hollandi í gærkvöldi. Erlent 8.11.2024 07:55
Bætir smám saman í vind Dálítill hæðarhryggur er nú yfir landinu og eru vindar því hægir og úrkoma lítil. Suður og suðaustur af Hvarfi er þó alldjúpt lægðasvæði, sem nálgast og bætir því smám saman í vind. Veður 8.11.2024 07:14
Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Ný könnun Gallup bendir til þess að flestir landsmenn treysti helst Kristrúnu Frostadóttur, formanni Samfylkingar, af leiðtogum stjórnmálaflokkanna á Alþingi til að leiða stjórn efnahagsmála á Íslandi. Innlent 8.11.2024 06:53
Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Einn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir hópslagsmál í Breiðholti í Reykjavík í gærkvöldi eða í nótt. Innlent 8.11.2024 06:24
Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Donald Trump, nýkjörinn verðandi forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í kvöld að hann væri búinn að velja sér starfsmannastjóra fyrir komandi forsetatíð sína. Hún heitir Susie Wiles og verður fyrsta konan til að gegna embættinu síðan það var fyrst stofnað fyrir nærri því áttatíu árum síðan. Erlent 7.11.2024 23:15
Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Enn er óljóst með hvor flokkurinn, Repúblikanar eða Demókratar, muni vera með meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Mikil spenna ríkir í síðustu kjördæmunum þar sem úrslit liggja ekki fyrir en gífurlega mikið er í húfi. Erlent 7.11.2024 23:01
Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Þrír hafa verið handteknir í Argentínu og standa frammi fyrir ákærum vegna dauða Liam Payne, tónlistarmanns og fyrrverandi meðlims í One Direction. Payne lést í Buenos Aires í síðasta mánuði þegar hann féll fram af svölum á þriðju hæð. Erlent 7.11.2024 22:35
Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Prófessor í stjórnmálafræði segir fylgi flokkanna enn á mikilli hreyfinu. Það sé ekki fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum en það gæti gerst núna. Hann segir að möguleiki sé á að sett verði nýtt Íslandsmet í dauðum atkvæðum. Innlent 7.11.2024 22:02
Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Gular og appelsínugular viðvaranir Veðurstofunnar renna út á næstu klukkutímunum. Veðurfræðingur á vakt segir að þó stutt sé í að veðrið gangi niður geti það enn valdið vandræðum síðustu klukkutímana á til dæmis Norðausturlandi. Veður 7.11.2024 22:00
Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Stjórnvöld í Ástralíu ætla að kynna lagasetningu sem miðar að því að banna börnum undir 16 ára aldri að nota samfélagsmiðla. Á vef BBC segir að lagasetningin eigi að vera leiðandi fyrir allan heiminn. Haft er eftir forsætisráðherra Ástralíu, Anthony Albanese, að leggja eigi frumvarpið fram á þinginu í næstu viku. Erlent 7.11.2024 21:03
Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Lögregluþjónar í Guerrero-fylki í Mexíkó fundu í gær ellefu lík sem skilin höfðu verið eftir í pallbíl við hraðbraut í gegnum Chilpancingo, höfuðborg fylkisins. Tvö börn eru meðal hinna látnu en talið er að fólkið hafi verið myrt. Erlent 7.11.2024 20:21
Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Þingflokksformaður Pírata segir hreyfinguna stefna á að komast í stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins þótt á brattan hafi verið að sækja í könnunum. Í Samtalinu með Heimi Má segir hún enn nauðsynlegra en áður að taka upp viðræður um aðild að Evrópusambandinu eftir að Donald Trump var endurkjörinn forseti Bandaríkjanna. Innlent 7.11.2024 19:50
Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Lyfjatengd andlát á síðasta ári voru tvöfalt fleiri en fyrir áratug og í um fjórðungi þeirra var um vísvitandi sjálfseitrun að ræða. Framkvæmdastjóri hjá SÁÁ segir mikilvægt að stjórnvöld bregðist af alvöru við vandanum. Heilbrigðiskerfið eigi ekki að þurfa að berjast um bitlinga Innlent 7.11.2024 19:01
Reynir tapar minningargreinamáli aftur Landsréttur hefur staðfest dóm héraðsdóms Reykjaness um að Reynir Traustason og útgáfufélagið Sólartún ehf., útgefandi Mannlífs, eigi að greiða Morgunblaðinu fimmtíu þúsund krónur fyrir endurbirtingar á minningargreinum blaðsins, og þrjú hundruð þúsund krónur til bróður manns sem Mannlíf birti minningargrein um. Grein þessi var að hluta til tekin úr Morgunblaðinu. Innlent 7.11.2024 18:26
Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Fylgi flokkanna er á töluverðri hreyfingu nú þegar einungis rúmar þrjár vikur eru til kosninga samkvæmt nýrri könnun Maskínu og Viðreisn á miklu flugi. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rýnt í spennandi stöðu í pólitíkinni með Ólafi Þ. Harðarsyni, prófessor í stjórnmálafræði. Innlent 7.11.2024 18:01
Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Viðræður standa nú yfir á milli Reykjavíkurborgar og Perlunnar þróunarfélags ehf. um kaup á Perlunni og tveimur tönkum. Í tilkynningu frá borginni segir að Perlan þróunarfélag ehf. hafi verið leigutaki síðustu átta ár. Þá kemur fram í sömu tilkynningu að gengið verði til samningaviðræðna við hæstbjóðendur í Toppstöðina í Elliðaárdal og 125 bílastæði í bílakjallara Hörpu. Innlent 7.11.2024 17:59
Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ „Í rúm tvö hundruð ár hafa Bandaríkin staðið í mikilfenglegustu stjálfstjórnartilraun í alheimssögunni. Það er ekki ýkja það er staðreynd. Þar kýs fólk og velur sér sína eigin leiðtoga á friðsamlegan hátt. Í lýðræði nær vilji fólksins alltaf fram,“ sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti þegar hann ávarpaði þjóð sína í dag. Erlent 7.11.2024 17:22