Fréttir

Öku­maðurinn lið­lega tví­tugur

Karlmaður fæddur árið 2003 hefur réttarstöðu sakbornings vegna banaslyssins á Sæbraut um þarsíðustu helgi. Ökumenn sem aka á gangandi vegfarendur sem látast fá alltaf réttarstöðu sakbornings á meðan á rannsókn stendur. Búast má við því að rannsókn taki langan tíma.

Innlent

Telja ó­stað­bundin störf of kostnaðar­söm

Mannauðsstjórar ríkisstofnana telja mikinn kostnað helsta ókost óstaðbundinna starfa og að hann geti dregið úr hvata til þess að auglýsa slík störf. Óstaðbundin störf geti aukið framboð umsækjenda fyrir stofnanir.

Innlent

Kom skemmti­lega á ó­vart að hitta Margréti Dana­drottningu

Það kom Höllu Tómasdóttur forseta Íslands skemmtilega á óvart að hitta Margréti Þórhildi Danadrottningu í gær. Halla segir drottninguna vera sér mikla fyrirmynd og því hafi verið gaman að hún hafi óvænt komið og heilsað upp á forsetahjónin í Amalíuborgarhöll við komuna þangað í gær.

Innlent

Sig­ríður Hrönn Elías­dóttir er látin

Sigríður Hrönn Elíasdóttir, fyrrverandi sveitarstjóri í Súðavík, er látin, 65 ára að aldri. Sigríður Hrönn var ráðin sveitarstjóri árið 1990 og gegndi starfinu þegar snjóflóðin féllu á bæinn í janúar 1995 og fjórtán fórust.

Innlent

X snýr aftur í Brasilíu

Hæstiréttur Brasilíu hefur tilkynnt að núgildandi banni gegn X verði aflétt eftir að fyrirtækið samþykkti að greiða fimm milljónir dala í sekt og loka á ákveðna aðganga.

Erlent

Enn eitt barnið sem dettur ofan í holu

Kona var á gangi með þriggja ára barnabarn sitt á Höfn í Hornafirði í sumar þegar barnið datt ofan í holu. Atvikið var ekki ósvipað því að sem gerðist í Garðabænum á föstudag þegar tveggja ára drengur datt ofan í vatnsbrunn.

Innlent

Hálka á vegum á suð­vestur­horninu

Eftir vætu í nótt hefur létt til og kólnar því á suðvesturhorni landsins. Vegna þess eru líkur á hálku á vegum á því svæði og er vegfarendum því bent á að fara varlega.

Veður

Sagðist ný­lega hafa rætt við löngu látna konu sína

Karlmaður um sextugt sem leysti út lyf löngu látinnar sambýliskonu og dvaldi í félagslegri íbúð hennar í Reykjavík í tæpan áratug tjáði lögreglu í fyrstu skýrslutöku að hann hefði rætt við konuna í síma tveimur vikum fyrr. Það var 27. apríl 2023. Konan lést árið 2014.

Innlent

Segir Rússa reyna að skapa usla á götum Evrópu

Leyniþjónustur Rússlands vinna að því að valda miklum usla á götum Evrópu. Útsendarar GRU, leyniþjónustu rússneska hersins, eru sértaklega kræfir og hafa staðið að sífellt fífldjarfari árásum og leyniaðgerðum.

Erlent

Milton safnar aftur krafti

Fellibylurinn Milton er aftur orðinn að fimmta stigs fellibyl, eftir að hann var lækkaður í fjórða flokk í dag. Búist er við því að fellibylurinn muni valda mikilli eyðileggingu á vesturströnd Flórída seinna í vikunni, gangi spár eftir.

Erlent

Mikið um dýrðir í Íslandsboðinu í konungs­höllinni

Mikið var um dýrðir á hátíðarkvöldverði sem haldinn var í Kristjánsborgarhöll í Kaupmannahöfn í kvöld, þar sem Halla Tómasdóttir forseti Íslands er stödd í sinni fyrstu opinberu heimsókn. Heimsóknin er einnig sú fyrsta í tíð Friðriks tíunda á konungsstóli. 

Innlent

Margir í vand­ræðum í Kömbunum

Hjálparsveit skáta í Hveragerði var kölluð út í kvöld til að aðstoða fjölda ökumanna sem lentu í vandræðum í Kömbunum í kvöld. Þar hafði myndast talsverð hálka og snjór á veginum sem gerði að verkum að margir komust ekki sinnar leiðar.

Innlent

Afhöfðaður sex dögum eftir em­bættis­töku

Alejandreo Arcos, nýkjörinn borgarstjóri Chilpancingo, hafði einungis setið í embætti í sex daga þegar hann var myrtur og höfuðið skorið af honum. Aðrir borgarstjórar í sama héraði hafa biðlað til ríkisstjórnarinnar eftir aukinni öryggisgæslu en sveitarstjórnarpólitík í Mexíkó hefur lengi verið mjög blóðug.

Erlent

Ýmsar á­hyggjur varðandi flótta­menn í JL-húsinu

Íbúar í nágrenni við JL-húsið hafa áhyggjur af fyrirætlunum yfirvalda um úrræði fyrir allt að fjögur hundruð umsækjendur um alþjóðlega vernd. Ekkert samráð var haft við íbúa áður en fréttir voru sagðar af áformum þessum.

Innlent

Ekkert á hreinu um næstu kosningar

Forsætisráðherra segir að ríkisstjórn sem ekki hafi burði til að ljúka málum, eigi að pakka saman. Formaður Vinstri grænna sagði eftir ríkisstjórnarfund í morgun að oddvitar stjórnarflokkanna ættu eftir að ræða forgangsröðun mála og tímasetningu kosninga.

Innlent

Snjó­þekja á Hellis­heiði

Vetur konungur virðist kominn á suðvesturhornið og lét hann fyrst sjá sig á Hellisheiðinni í dag. Þá hefur snjóað í fjöll við höfuðborgarsvæðið undir kvöld.

Innlent

Segja Hezbollah höfuð­laus eftir dauða arf­taka Nasrallah

Forsvarsmenn ísraelska hersins sögðu í dag að Hashem Safieddine, einn af leiðtogum Hezbollah sem talið var að ætti að taka við af Hassan Nasrallah, væri líklega dáinn. Ekkert hefur heyrst af honum frá því Ísraelar gerðu loftárás í Dahiyeh, úthverfi Beirút, í síðustu viku.

Erlent