Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Samúel Karl Ólason skrifar 2. desember 2025 17:56 Vladimír Pútín, forseti Rússlands. AP/Sergei Ilnitsky Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagði í dag að Rússar væru tilbúnir í stríð við í Evrópu, ef ráðamenn heimsálfunnar óskuðu þess. Þá sakaði hann Evrópumenn um að standa í vegi friðar í Úkraínu, eins og hann hefur ítrekað haldið fram áður. Þetta sagði Pútín skömmu áður en hann hóf fund með Steve Witkoff, sérstökum erindreka Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, og Jared Kushner, tengdasyni Trumps. Samkvæmt AFP fréttaveitunni sagði Pútín að Rússar hefðu ekki í hyggju að hefja stríð við Evrópu en þeir væru samt tilbúnir í það. Pútín sagði Evrópumenn ekki hafa áhuga á friði. Þeir væru hlynntir átökum. Vísaði hann sérstaklega til þess að ráðamenn í Evrópu hefðu gert breytingar á friðaráætlun sem skrifuð var af Witkoff og rússneskum auðjöfri. Þeirri áætlun hafði verið lýst sem óskalista Pútíns en hún innihélt liði sem Úkraínu- og Evrópumenn gátu ekki sætt sig við. Sjá einnig: Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Jared Kushner, Kirill Dmitríev og Steve Witkoff. Þeir og sérstaklega Witkoff og Dmitríev eru sagðir hafa skrifað umdeilda friðaráætlun sem opinberuð var í síðasta mánuði. Nú eru þeir í Moskvu til að reyna að semja við Vladimír Pútín.AP/Kristina Kormilitsyna Forsetinn rússneski og aðrir ráðamenn í Rússlandi hafa ítrekað haldið því fram að ríki Evrópu beri ábyrgð á því að ekki sé búið að binda enda á innrás Rússa í Úkraínu. Putin once again stated that Russia does not intend to attack Europe. Well, before launching a full-scale invasion of Ukraine, he said the same thing.He added that if Europe were to start a war, a situation could quickly arise in which Russia would have no one to negotiate… pic.twitter.com/B1R5sUSCpV— WarTranslated (@wartranslated) December 2, 2025 Það að bakhjarlar Úkraínu beri ábyrgð á þjáningum Úkraínumanna og stríðinu yfir höfuð með því að hafa framlengt það með stuðningi við Úkraínumenn er algengur áróður frá Rússum. Ummælunum er einnig ætlað að reka fleyg milli Evrópu og Bandaríkjanna, þar sem Trump er ólmur í að koma á friði en ráðamenn í Evrópu óttast að Rússar hafi í raun ekki áhuga á friði og að náist að koma á friði yrði það eingöngu til skamms tíma. Sjá einnig: Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Sérfræðingum og greinendum þykir ólíklegt að Pútín hafi áhuga á að semja um frið að svo stöddu. Hann telji sig í betri stöðu en Úkraínumenn og að Rússar séu að sigra og skynji veikleika í Evrópu og í Bandaríkjunum. Safna langdrægum vopnum Undir lok síðasta mánaðar varaði Dan Driscoll, ráðherra bandaríska hersins, evrópska embættismenn við því að Rússar hefðu aukið framleiðslu á langdrægum vopnum, eins og stýri- og skotflaugum og langdrægum sjálfsprengidrónum gífurlega. Driscoll sagði að Rússar framleiddu orðið fleiri slík vopn en þeir notuðu í Úkraínu en á undanförnum árum hafa þeir skotið sínum eldflaugum nánast um leið og þær hafa komið af færibandinu, ef svo má segja. Nú er framleiðslan orðin það mikil að samkvæmt New York Times, varaði Driscoll við því að Rússar væru byrjaðir að safna vopnunum. Starfsmenn leyniþjónustu Úkraínu áætluðu í sumar að Rússar gætu framleitt um 2.900 stýri- og skotflaugar á ári hverju. Í fyrra skutu Rússar 2.061 eldflaug að Úkraínu og útlit er fyrir að þær verði eitthvað fleiri á þessu ári, samkvæmt greiningu NYT. Sérfræðingar sögðu í samtali við miðilinn að ef og þegar friður kemst á í Úkraínu sé verulega ólíklegt að Rússar muni draga verulega úr framleiðslu þessara vopna. Rússland Vladimír Pútín Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Bandaríkin Donald Trump NATO Evrópusambandið Tengdar fréttir Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Herforingjastjórn Súdan sendi í október tilboð til ráðamanna í Rússlandi og bauð þeim að koma mögulega upp fyrstu rússnesku flotastöðinni við Rauðahaf. Í staðinn fyrir flotastöð og námusamninga vill ríkisstjórnin loftvarnarkerfi og vopn á góðu verði en illa hefur gengið í átökunum við RSF. 1. desember 2025 22:05 Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að fundur hans með úkraínskri sendinefnd um friðarsamkomulag milli Rússlands og Úkraínu hafi verið afkastamikill, en þó væri mikið verk enn fyrir höndum. 30. nóvember 2025 23:49 Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Yfirvöld í Þýskalandi handtóku í dag Úkraínumann sem er grunaður um að hafa sprengt Nord Stream-gasleiðslurnar í Eystrasalti í sundur árið 2022. Maðurinn var framseldur frá Ítalíu þar sem hann var handtekinn í sumar. 28. nóvember 2025 15:28 Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Forsætisráðherra Belgíu segist ekki vilja leggja hald á frysta sjóði Rússa þar í landi. Hann óttast að Rússar muni höfða mál gegn Belgíu og að Belgar muni sitja uppi með skaðabótaskyldu. Þá segir ráðherrann, sem heitir Bart De Wever, að eignaupptakan gæti komið niður á friðarviðleitni varðandi innrás Rússa í Úkraínu. 28. nóvember 2025 11:42 Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að átökunum í Úkraínu muni ekki linna fyrr en úkraínskir hermenn hörfi frá „landsvæðum sem þeir halda“. Hörfi þeir ekki muni Rússar ná fram markmiðum sínum með hervaldi. 27. nóvember 2025 14:42 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Þetta sagði Pútín skömmu áður en hann hóf fund með Steve Witkoff, sérstökum erindreka Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, og Jared Kushner, tengdasyni Trumps. Samkvæmt AFP fréttaveitunni sagði Pútín að Rússar hefðu ekki í hyggju að hefja stríð við Evrópu en þeir væru samt tilbúnir í það. Pútín sagði Evrópumenn ekki hafa áhuga á friði. Þeir væru hlynntir átökum. Vísaði hann sérstaklega til þess að ráðamenn í Evrópu hefðu gert breytingar á friðaráætlun sem skrifuð var af Witkoff og rússneskum auðjöfri. Þeirri áætlun hafði verið lýst sem óskalista Pútíns en hún innihélt liði sem Úkraínu- og Evrópumenn gátu ekki sætt sig við. Sjá einnig: Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Jared Kushner, Kirill Dmitríev og Steve Witkoff. Þeir og sérstaklega Witkoff og Dmitríev eru sagðir hafa skrifað umdeilda friðaráætlun sem opinberuð var í síðasta mánuði. Nú eru þeir í Moskvu til að reyna að semja við Vladimír Pútín.AP/Kristina Kormilitsyna Forsetinn rússneski og aðrir ráðamenn í Rússlandi hafa ítrekað haldið því fram að ríki Evrópu beri ábyrgð á því að ekki sé búið að binda enda á innrás Rússa í Úkraínu. Putin once again stated that Russia does not intend to attack Europe. Well, before launching a full-scale invasion of Ukraine, he said the same thing.He added that if Europe were to start a war, a situation could quickly arise in which Russia would have no one to negotiate… pic.twitter.com/B1R5sUSCpV— WarTranslated (@wartranslated) December 2, 2025 Það að bakhjarlar Úkraínu beri ábyrgð á þjáningum Úkraínumanna og stríðinu yfir höfuð með því að hafa framlengt það með stuðningi við Úkraínumenn er algengur áróður frá Rússum. Ummælunum er einnig ætlað að reka fleyg milli Evrópu og Bandaríkjanna, þar sem Trump er ólmur í að koma á friði en ráðamenn í Evrópu óttast að Rússar hafi í raun ekki áhuga á friði og að náist að koma á friði yrði það eingöngu til skamms tíma. Sjá einnig: Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Sérfræðingum og greinendum þykir ólíklegt að Pútín hafi áhuga á að semja um frið að svo stöddu. Hann telji sig í betri stöðu en Úkraínumenn og að Rússar séu að sigra og skynji veikleika í Evrópu og í Bandaríkjunum. Safna langdrægum vopnum Undir lok síðasta mánaðar varaði Dan Driscoll, ráðherra bandaríska hersins, evrópska embættismenn við því að Rússar hefðu aukið framleiðslu á langdrægum vopnum, eins og stýri- og skotflaugum og langdrægum sjálfsprengidrónum gífurlega. Driscoll sagði að Rússar framleiddu orðið fleiri slík vopn en þeir notuðu í Úkraínu en á undanförnum árum hafa þeir skotið sínum eldflaugum nánast um leið og þær hafa komið af færibandinu, ef svo má segja. Nú er framleiðslan orðin það mikil að samkvæmt New York Times, varaði Driscoll við því að Rússar væru byrjaðir að safna vopnunum. Starfsmenn leyniþjónustu Úkraínu áætluðu í sumar að Rússar gætu framleitt um 2.900 stýri- og skotflaugar á ári hverju. Í fyrra skutu Rússar 2.061 eldflaug að Úkraínu og útlit er fyrir að þær verði eitthvað fleiri á þessu ári, samkvæmt greiningu NYT. Sérfræðingar sögðu í samtali við miðilinn að ef og þegar friður kemst á í Úkraínu sé verulega ólíklegt að Rússar muni draga verulega úr framleiðslu þessara vopna.
Rússland Vladimír Pútín Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Bandaríkin Donald Trump NATO Evrópusambandið Tengdar fréttir Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Herforingjastjórn Súdan sendi í október tilboð til ráðamanna í Rússlandi og bauð þeim að koma mögulega upp fyrstu rússnesku flotastöðinni við Rauðahaf. Í staðinn fyrir flotastöð og námusamninga vill ríkisstjórnin loftvarnarkerfi og vopn á góðu verði en illa hefur gengið í átökunum við RSF. 1. desember 2025 22:05 Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að fundur hans með úkraínskri sendinefnd um friðarsamkomulag milli Rússlands og Úkraínu hafi verið afkastamikill, en þó væri mikið verk enn fyrir höndum. 30. nóvember 2025 23:49 Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Yfirvöld í Þýskalandi handtóku í dag Úkraínumann sem er grunaður um að hafa sprengt Nord Stream-gasleiðslurnar í Eystrasalti í sundur árið 2022. Maðurinn var framseldur frá Ítalíu þar sem hann var handtekinn í sumar. 28. nóvember 2025 15:28 Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Forsætisráðherra Belgíu segist ekki vilja leggja hald á frysta sjóði Rússa þar í landi. Hann óttast að Rússar muni höfða mál gegn Belgíu og að Belgar muni sitja uppi með skaðabótaskyldu. Þá segir ráðherrann, sem heitir Bart De Wever, að eignaupptakan gæti komið niður á friðarviðleitni varðandi innrás Rússa í Úkraínu. 28. nóvember 2025 11:42 Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að átökunum í Úkraínu muni ekki linna fyrr en úkraínskir hermenn hörfi frá „landsvæðum sem þeir halda“. Hörfi þeir ekki muni Rússar ná fram markmiðum sínum með hervaldi. 27. nóvember 2025 14:42 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Herforingjastjórn Súdan sendi í október tilboð til ráðamanna í Rússlandi og bauð þeim að koma mögulega upp fyrstu rússnesku flotastöðinni við Rauðahaf. Í staðinn fyrir flotastöð og námusamninga vill ríkisstjórnin loftvarnarkerfi og vopn á góðu verði en illa hefur gengið í átökunum við RSF. 1. desember 2025 22:05
Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að fundur hans með úkraínskri sendinefnd um friðarsamkomulag milli Rússlands og Úkraínu hafi verið afkastamikill, en þó væri mikið verk enn fyrir höndum. 30. nóvember 2025 23:49
Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Yfirvöld í Þýskalandi handtóku í dag Úkraínumann sem er grunaður um að hafa sprengt Nord Stream-gasleiðslurnar í Eystrasalti í sundur árið 2022. Maðurinn var framseldur frá Ítalíu þar sem hann var handtekinn í sumar. 28. nóvember 2025 15:28
Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Forsætisráðherra Belgíu segist ekki vilja leggja hald á frysta sjóði Rússa þar í landi. Hann óttast að Rússar muni höfða mál gegn Belgíu og að Belgar muni sitja uppi með skaðabótaskyldu. Þá segir ráðherrann, sem heitir Bart De Wever, að eignaupptakan gæti komið niður á friðarviðleitni varðandi innrás Rússa í Úkraínu. 28. nóvember 2025 11:42
Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að átökunum í Úkraínu muni ekki linna fyrr en úkraínskir hermenn hörfi frá „landsvæðum sem þeir halda“. Hörfi þeir ekki muni Rússar ná fram markmiðum sínum með hervaldi. 27. nóvember 2025 14:42