„Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Samúel Karl Ólason og Bjarki Sigurðsson skrifa 2. desember 2025 20:19 Heiða Björg Hilmisdóttir og Hildur Björnsdóttir. Vísir Oddvitar Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segjast báðir finna fyrir meðbyr og stuðningi kjósenda. Báðir flokkar bæta við sig fylgi samkvæmt nýrri könnun Maskínu en meirihlutinn myndi falla, ef kosið yrði í dag. Þær vilja báðar halda oddvitasætum sínum. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, segir ánægjulegt að finna fyrir stuðningi kjósenda. Hún sagðist í kvöldfréttum Sýnar hafa fundið fyrir meðbyr síðustu mánuði og gott sé að fá tilvist hans staðfesta. „Við skynjum auðvitað að fólk er að kalla yfir nýrri forystu yfir Reykjavík og raunverulegum breytingum. Við erum reiðubúin að svara því kalli og finnum meðbyr með okkar hugmyndum og okkar lausnum,“ sagði Hildur. „Ég er bara þakklát fyrir stuðninginn og vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum í vor.“ Heiða Björg Hilmisdóttir, oddviti Samfylkingarinnar og borgarstjóri, segist sömuleiðis hafa fundið fyrir auknu trausti í garð Samfylkingarinnar. Fólk treysti flokknum og þekki verk hans. „Við höfum verið hér við stjórnvölinn lengi og það er ánægjulegt að sjá að við erum með um 25 prósent meira fylgi, miðað við þessa könnun núna, heldur en við fengum í kosningunum og við ætlum bara að gefa í og halda áfram að gera vel fyrir borgarbúa.“ Heiða sagðist vonast til þess að núverandi meirihluti haldi, þótt engin loforð hafi verið gefin um framhaldið í samstarfinu. Meirihlutinn muni leggja verk sín í dóm kjósenda í vor. Hún sagðist ekki finna fyrir ákalli um nýja forystu í borginni. Þess í stað finni hún fyrir miklu trausti. „En auðvitað viljum við alltaf breytingar. Það er bæði nýtt fólk, nýjar áherslur og nýir flokkar. Það er eðlilegt.“ Hún sagði þetta vera könnun og að kosningarnar í vor gætu orðið allt öðruvísi. Þá sagðist Heiða ekki muna til þess að Samfylkingin hafi komið svo vel úr könnun á þessum tíma kjörtímabils áður. Sjá má sjónvarpsfrétt um könnunina og viðtöl við Heiðu og Hildi í spilaranum hér að neðan. Vilja halda oddvitasætunum Hildur var spurð um umræðu um oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins og sagðist hún allavega vera sú eina sem hefði gefið kost á sér í sætið. Hún vonaðist til að sitja þar áfram. „Það gengur gríðarlega vel og við höfum verið að ná miklum fylgisauka síðasta árið, undir minni forystu, og ég óska eftir stuðningi Sjálfstæðismanna um að fá að halda því áfram.“ Hún sagði umræðu um sætið og að verið væri að máta aðra í það engin áhrif á sig hafa. Heiða sló á svipaða strengi um sitt oddvitasæti. Hún hafi engan tíma haft til að velta þeirri umræðu fyrir sér. „Ég er hér tólf tíma á dag, má segja, við að stjórna borginni, vinna með borgarbúum, hitta fólk og svo bara kemur það í ljós.“ Hún sagði eðlilegt að fólk langaði í borgarstjórn og hvatti alla sem það vilja til að gefa kost á sér. Það væri alltaf þörf á nýjum hugmyndum og viljugu fólki. „Ég vonast auðvitað til að fá umboð minna flokksmanna til að fá að leiða listann næst,“ sagði Heiða. „...ég er þingmaður Reykvíkinga“ Einnig var rætt við Guðlaug Þór Þórðarson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, í kvöldfréttunum, en þó um annað mál. Hann var þó spurður út í umræðu um að hann gæti verið á leið í borgarpólitíkina. Við það hló Guðlaugur og sagði: „Ég mun allavega ekki tilkynna það hér. Nei nei, það verður ekki gert í dag. Svo mikið er víst.“ Hann sagðist vera að hugsa um starf sitt á þingi. „Það er af nógu að taka og ég er þingmaður Reykvíkinga.“ Reykjavík Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Skoðanakannanir Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, segir ánægjulegt að finna fyrir stuðningi kjósenda. Hún sagðist í kvöldfréttum Sýnar hafa fundið fyrir meðbyr síðustu mánuði og gott sé að fá tilvist hans staðfesta. „Við skynjum auðvitað að fólk er að kalla yfir nýrri forystu yfir Reykjavík og raunverulegum breytingum. Við erum reiðubúin að svara því kalli og finnum meðbyr með okkar hugmyndum og okkar lausnum,“ sagði Hildur. „Ég er bara þakklát fyrir stuðninginn og vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum í vor.“ Heiða Björg Hilmisdóttir, oddviti Samfylkingarinnar og borgarstjóri, segist sömuleiðis hafa fundið fyrir auknu trausti í garð Samfylkingarinnar. Fólk treysti flokknum og þekki verk hans. „Við höfum verið hér við stjórnvölinn lengi og það er ánægjulegt að sjá að við erum með um 25 prósent meira fylgi, miðað við þessa könnun núna, heldur en við fengum í kosningunum og við ætlum bara að gefa í og halda áfram að gera vel fyrir borgarbúa.“ Heiða sagðist vonast til þess að núverandi meirihluti haldi, þótt engin loforð hafi verið gefin um framhaldið í samstarfinu. Meirihlutinn muni leggja verk sín í dóm kjósenda í vor. Hún sagðist ekki finna fyrir ákalli um nýja forystu í borginni. Þess í stað finni hún fyrir miklu trausti. „En auðvitað viljum við alltaf breytingar. Það er bæði nýtt fólk, nýjar áherslur og nýir flokkar. Það er eðlilegt.“ Hún sagði þetta vera könnun og að kosningarnar í vor gætu orðið allt öðruvísi. Þá sagðist Heiða ekki muna til þess að Samfylkingin hafi komið svo vel úr könnun á þessum tíma kjörtímabils áður. Sjá má sjónvarpsfrétt um könnunina og viðtöl við Heiðu og Hildi í spilaranum hér að neðan. Vilja halda oddvitasætunum Hildur var spurð um umræðu um oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins og sagðist hún allavega vera sú eina sem hefði gefið kost á sér í sætið. Hún vonaðist til að sitja þar áfram. „Það gengur gríðarlega vel og við höfum verið að ná miklum fylgisauka síðasta árið, undir minni forystu, og ég óska eftir stuðningi Sjálfstæðismanna um að fá að halda því áfram.“ Hún sagði umræðu um sætið og að verið væri að máta aðra í það engin áhrif á sig hafa. Heiða sló á svipaða strengi um sitt oddvitasæti. Hún hafi engan tíma haft til að velta þeirri umræðu fyrir sér. „Ég er hér tólf tíma á dag, má segja, við að stjórna borginni, vinna með borgarbúum, hitta fólk og svo bara kemur það í ljós.“ Hún sagði eðlilegt að fólk langaði í borgarstjórn og hvatti alla sem það vilja til að gefa kost á sér. Það væri alltaf þörf á nýjum hugmyndum og viljugu fólki. „Ég vonast auðvitað til að fá umboð minna flokksmanna til að fá að leiða listann næst,“ sagði Heiða. „...ég er þingmaður Reykvíkinga“ Einnig var rætt við Guðlaug Þór Þórðarson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, í kvöldfréttunum, en þó um annað mál. Hann var þó spurður út í umræðu um að hann gæti verið á leið í borgarpólitíkina. Við það hló Guðlaugur og sagði: „Ég mun allavega ekki tilkynna það hér. Nei nei, það verður ekki gert í dag. Svo mikið er víst.“ Hann sagðist vera að hugsa um starf sitt á þingi. „Það er af nógu að taka og ég er þingmaður Reykvíkinga.“
Reykjavík Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Skoðanakannanir Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira