„Íslendingar eru allt of þungir“ Bjarki Sigurðsson og Smári Jökull Jónsson skrifa 2. desember 2025 13:24 Alma Möller er heilbrigðisráðherra. Vísir/Einar Heilbrigðisráðherra segir Íslendinga allt of þunga. Hún vinnur nú að aðgerðaráætlun til að sporna við offitu. Ný könnun sýnir að sjötíu prósent fullorðinna á Íslandi séu annaðhvort í yfirþyngd eða með offitu. Í nýrri skýrslu NORMO er dregin upp dökk mynd af venjum íbúa á Norðurlöndunum. Við borðum illa og of mikið, hreyfum okkur of lítið og ofþyngd er orðin algengari. Rúmur helmingur fullorðinna er of þungur og eitt af hverjum fjórum börnum. Þyngst Norðurlanda Íslendingar koma verst út úr skýrslunni hvað varðar ofþyngd, en sjötíu prósent fullorðinna eru í yfirþyngd. Alma Möller heilbrigðisráðherra segir þetta slæmt mál. „Við höfum vitað þetta í fjölda ára. Að Íslendingar eru allt of þungir og við erum þyngri en margar nágrannaþjóðir,“ segir Alma. „Við gerðum landskönnun á mataræði fullorðinna og þar kemur fram að við borðum allt of lítið af trefjaríkum mat, grænmeti, ávöxtum og fiski og allt of mikið af unnum mat. Síðan bætast orkudrykkirnir og gosdrykkir við hjá börnunum. Þannig það eru margvísleg sóknartækifæri til að bæta mataræði landans.“ Ætla í aðgerðir Hún ætlar að leggja fram þingsályktunartillögu eftir áramót sem snýr að því að sporna við offitu. „Við ætlum að fara í mjög margar aðgerðir sem snúa að offitu og ekki síst offitu barna. Þar munum við meðal annars hefja landskönnun á mataræði barna og unglinga,“ segir Alma. Eykur kvíða Í skýrslunni kemur einnig fram að nikótínneysla sé að aukast. „Við erum að sjá nýja notendur á nikótíni. Þessi mikla notkun skýrist af því að fleira fólk er að byrja að nota efnið. Við vitum æ meira um skaðsemi nikótíns. Það getur aukið kvíða hjá börnum og ungmennum og þetta er líka til skoðunar í ráðuneytinu. Það er á þingmálaskrá frumvarp sem snýr mikið að því að draga úr notkun barna og ungmenna á nikótíni. Það verður lagt fram í janúar eða febrúar,“ segir Alma. Heilsa Börn og uppeldi Heilbrigðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Nikótínpúðar Orkudrykkir Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Í nýrri skýrslu NORMO er dregin upp dökk mynd af venjum íbúa á Norðurlöndunum. Við borðum illa og of mikið, hreyfum okkur of lítið og ofþyngd er orðin algengari. Rúmur helmingur fullorðinna er of þungur og eitt af hverjum fjórum börnum. Þyngst Norðurlanda Íslendingar koma verst út úr skýrslunni hvað varðar ofþyngd, en sjötíu prósent fullorðinna eru í yfirþyngd. Alma Möller heilbrigðisráðherra segir þetta slæmt mál. „Við höfum vitað þetta í fjölda ára. Að Íslendingar eru allt of þungir og við erum þyngri en margar nágrannaþjóðir,“ segir Alma. „Við gerðum landskönnun á mataræði fullorðinna og þar kemur fram að við borðum allt of lítið af trefjaríkum mat, grænmeti, ávöxtum og fiski og allt of mikið af unnum mat. Síðan bætast orkudrykkirnir og gosdrykkir við hjá börnunum. Þannig það eru margvísleg sóknartækifæri til að bæta mataræði landans.“ Ætla í aðgerðir Hún ætlar að leggja fram þingsályktunartillögu eftir áramót sem snýr að því að sporna við offitu. „Við ætlum að fara í mjög margar aðgerðir sem snúa að offitu og ekki síst offitu barna. Þar munum við meðal annars hefja landskönnun á mataræði barna og unglinga,“ segir Alma. Eykur kvíða Í skýrslunni kemur einnig fram að nikótínneysla sé að aukast. „Við erum að sjá nýja notendur á nikótíni. Þessi mikla notkun skýrist af því að fleira fólk er að byrja að nota efnið. Við vitum æ meira um skaðsemi nikótíns. Það getur aukið kvíða hjá börnum og ungmennum og þetta er líka til skoðunar í ráðuneytinu. Það er á þingmálaskrá frumvarp sem snýr mikið að því að draga úr notkun barna og ungmenna á nikótíni. Það verður lagt fram í janúar eða febrúar,“ segir Alma.
Heilsa Börn og uppeldi Heilbrigðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Nikótínpúðar Orkudrykkir Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira