Fréttir Kjaradeila starfsmanna á hjúkrunarheimilum og stóraukin landamæravarsla Formaður Eflingar segir að undirmönnun á hjúkrunarheimilum hafi leitt til þes að starfsfólk hafi neyðst til að draga úr samskiptum við íbúa. Kjaradeilu félagsins við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu hefur verið vísað til ríkissáttasemjara. Rætt er við formanninn í hádegisfréttum á Bylgjunni. Innlent 28.8.2024 11:31 Hinn látni líklega karlmaður á sextugsaldri Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu grunar að maðurinn sem fannst látinn í fjöru á Álftanesi í gær sé karlmaður á sextugsaldri sem hafði verið saknað síðan í lok júlí. Innlent 28.8.2024 11:20 Æfa björgun á hafi, flutning slasaðra og pólsk flugskeytakerfi Norður-Víkingur, tvíhliða varnaræfingin Íslands og Bandaríkjanna, er nú í fullum gangi og mun standa yfir í og við Ísland fram yfir helgi. Fleiri bandalagsþjóðir taka einnig þátt í æfingunni en á næstu dögum verður meðal annars æfð björgun á hafi úti og flutningur á slösuðum með þyrlum til Keflavíkur. Innlent 28.8.2024 10:55 Tíu ára stelpa vitni að banaslysinu við Breiðamerkurjökul Feðgin frá Bandaríkjunum telja sig hafa verið augnablikum frá því að farast í slysinu á Breiðamerkurjökli á sunnudaginn. Faðirinn segir leiðsögumennina hafa verið í áfalli og sjálfur hafi hann horft á konuna sem varð fyrir ísfarginu sárkvalda. Hann getur ekki hugsað til þess að feðginin hefðu sjálf orðið fyrir ísmassanum. Innlent 28.8.2024 10:51 Fljúga átta sinnum í viku frá Reykjavík til Hornafjarðar Vegagerðin hefur samið við flugfélagið Mýflug um flug til Hornafjarðar. Um er að ræða samning til þriggja ára þar sem flogið er átta sinnum í viku á milli Reykjavíkur og Hornafjarðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Innlent 28.8.2024 10:00 Kæra meintar aðdróttanir um mútuþægni til lögreglu Forstjóri Matvælastofnunar og tveir starfsmenn stofnunarinnar hafa sent kæru til lögreglunnar á Norðurlandi eystra á hendur einstaklingi sem stofnunin segir hafa haft uppi aðdróttun um mútuþægni. Innlent 28.8.2024 09:48 Árásarmaður Ingunnar iðrast einskis Nemandi sem stakk Ingunni Björnsdóttur í Oslóarháskóla í fyrra sagðist einskis iðrast þegar hann kom fyrir dóm í gær. Honum var sérstaklega uppsigað við Ingunni og vildi ryðja henni úr vegi tímabundið svo hann gæti haldið námi sínu áfram. Erlent 28.8.2024 09:19 Ekki óskynsamlegt að koma sér upp neyðarbirgðum Jóhann Friðrik Friðrikson, þingmaður Framsóknar sem sæti á í þjóðaröryggisráði, segir ekki óskynsamlegt fyrir Íslendinga að koma sér upp neyðarbirgðum á heimilum sínum líkt og Danir. Innlent 28.8.2024 08:24 Braut gegn hundruðum stúlkna í 20 ríkjum Muhammad Zain Ul Abideen Rasheed hefur verið dæmdur í 17 ára fangelsi fyrir að hafa kúgað hundruð stúlkna út um allan heim til þess að sýna sig í kynferðislegum athöfnum á netinu. Erlent 28.8.2024 08:10 Harris og Walz veita loks viðtal Kamala Harris og Tim Walz, forseta- og varaforsetaefni Demókrataflokksins, hafa samþykkt að veita fyrsta sameiginlega viðtalið frá því að kosningabarátta þeirra hófst. Erlent 28.8.2024 07:15 Lægð beinir norðlægum vindum yfir landið Skammt suðaustur af landinu er nú hægfara lægð sem beinir norðlægum vindum yfir landið. Úrkomusvæði lægðarinnar mun þokast yfir austanvert landið og mun því rigna á þeim slóðum. Veður 28.8.2024 07:07 Tíu drepnir í árásum Ísraelshers á Vesturbakkanum Minnst tíu Palestínumenn voru drepnir í áhlaupum og loftárásum ísraelska hersins á Vesturbakkann í nótt. Þetta fullyrðir talsmaður Rauða hálfmánans í Palestínu. Erlent 28.8.2024 06:40 Stórkostlegt sjónarspil yfir gosstöðvunum Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar, fangaði ótrúlegt sjónarspil við gosstöðvarnar í nótt. Innlent 28.8.2024 06:33 Siglufjarðarvegur færist um metra á ári Siglufjarðarvegur færist að meðaltali um einn metra á ári í átt til sjávar. Mikil tilfærsla hefur orðið á veginum síðustu daga vegna mikillar úrkomu síðustu daga. Í gær og fyrradag mældist tilfærslan sjö sentímetra þar sem hún er sem mest. Innlent 28.8.2024 06:20 Ógnandi betlari og vopnuð börn Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti fjölbreyttum verkefnum í gærkvöldi og nótt og var meðal annars kölluð til vegna konu sem var að betla og ógnaði þeim sem tilkynnti. Innlent 28.8.2024 06:10 Vill skoða neðanjarðarlest í stað Borgarlínu Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að henni lítist ekki vel á uppfærðan samgöngusáttmála fyrir höfuðborgarsvæðið sem kynntur var í síðustu viku. Hún segir að fyrir þessar fjárhæðir hefði verið hægt að skoða neðanjarðarlest frekar en Borgarlínu. Innlent 27.8.2024 23:43 „Við þurfum bara að læra að segja nei“ Leiðsögumaður, ferðaþjónustufyrirtæki, ferðasölufyrirtæki og þjóðgarðurinn Vatnajökull brugðust í aðdraganda slyssins á Breiðamerkurjökli þar sem tveir bandarískir ferðamenn lentu undir ís í fyrradag. Þetta er mat Stephan Mantler jöklaleiðsögumanns sem hefur áratuga reynslu af jökla- og fjallamennsku á Íslandi. Innlent 27.8.2024 22:36 Ný sérsniðin ákæra á hendur Trump Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur lagt fram nýja ákæru á hendur Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Ákæran er sérsniðin að þeim kröfum sem fram komu í dómi Hæstaréttar Bandaríkjanna sem veitti Trump friðhelgi að hluta í sumar. Erlent 27.8.2024 22:09 Spánverjar rekja „úldna eggjalykt“ til eldgossins Sérfræðingur í loftgæðamálum segir það vel geta gerst að gosmóða geti borist suður á bóginn og jafnvel til Spánar. Þar í landi kvarta menn undan „úldinni eggjalykt“ sem er rakin til eldgossins á Reykjanesskaga. Innlent 27.8.2024 21:45 Öll kerfi Alþingis liggja niðri til morguns Öll kerfi Alþingis liggja niðri frá klukkan 16 til 24 í dag vegna vinnu við flutning á miðlægum búnaði. Innlent 27.8.2024 21:15 Þjóðgarðurinn hafi getað komið í veg fyrir slysið Vatnajökulsþjóðgarður hefði getað komið í veg fyrir slysið á Breiðamerkurjökli ef farið hefði verið eftir skýrslu þar sem varað var við hættu, segir ráðherra. Framkvæmdastjóri þjóðgarðsins segir stofnunina finna til ábyrgðar og að fyrirkomulag á svæðinu verði endurskoðað. Innlent 27.8.2024 21:01 Bíó Paradís fær fjólublátt ljós við barinn Ungliðahreyfing Öryrkjabandalagsins veitti í dag í fyrsta sinn aðgengisviðurkenninguna „fjólublátt ljós við barinn“. Bíó Paradís hlaut viðurkenninguna sem er ætluð þeim sem hafa stuðlað að bættu aðgengi fatlaðs fólks að skemmtanalífi á Íslandi. Innlent 27.8.2024 21:00 Niðurstöðu um smíði nýrrar brúar yfir Ölfusá vænst á næstu dögum Niðurstöðu um smíði nýrrar Ölfusárbrúar er vænst á næstu dögum, að sögn Sigurðar Inga Jóhannssonar fjármálaráðherra. Standist það gætu framkvæmdir hafist í haust og ný brú verið tilbúin eftir rúm þrjú ár. Innlent 27.8.2024 20:40 Kortleggja brotamenn með tengsl við Suður-Ameríku Aðstoðaryfirlögregluþjónn í greiningardeild ríkislögreglustjóra segir um fimmtán til tuttugu brotahópa starfa með skipulögðum hætti hérlendis. Um fjölþjóðlega hópa sé að ræða, en nýlega hafi lögregla fengið upplýsingar um brotamenn hér á landi með tengsl við Suður-Ameríku. Innlent 27.8.2024 19:58 Alvarleg ofbeldisbrot ungmenna hafa fjórfaldast á tíu árum Alvarleg ofbeldisbrot ungmenna hafa fjórfaldast á tíu árum og sífellt algengara er að hnífur komi við sögu. Dómsmálaráðherra er slegin yfir lífshættulegulegri hnífaárás á menningarnótt. Nú þurfi allt samfélagið að leggjast á eitt til að sporna við slíkum brotum. Innlent 27.8.2024 19:28 Hafa grun um það hver maðurinn er Lögreglu grunar að maðurinn sem fannst látinn í fjöru á Álftanesi sé maður sem hefur verið saknað í um það bil mánuð. Málið er ekki rannsakað sem sakamál. Innlent 27.8.2024 19:27 Fjórföldun alvarlegra ofbeldisbrota og samstöðufundur Fjöldi alvarlegra ofbeldisbrota ungmenna hefur fjórfaldast á tíu árum og sífellt algengara er að hnífur komi við sögu. Dómsmálaráðherra er sleginn yfir lífshættulegri hnífaárás á menningarnótt. Nú þurfi allt samfélagið að leggjast á eitt til að sporna við slíkum brotum. Innlent 27.8.2024 18:31 Fundu lík í fjöru á Álftanesi Maður fannst látinn við fjöru á Álftanesi rétt fyrir hádegi í dag. Lögreglan rannsakar nú hvernig andlátið bar að garði. Innlent 27.8.2024 17:15 Eyðilögð vegna málsins og skoðar stífari ramma Framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarð segir starfsfólk eyðilagt vegna banaslyssins í Breiðamerkurjökli. Til skoðunar er að herða skilyrði til jöklaferða til muna. Innlent 27.8.2024 17:12 Kona á sjötugsaldri dregin meðvitundarlaus upp úr Silfru Þyrla landhelgisgæslunnar var kölluð út á fjórða tímanum í dag til að sækja konu á sjötugsaldri sem hafði verið dregin meðvitundarlaus upp úr Silfru. Konan var komin til meðvitundar áður en hún var sótt með þyrlu og send til skoðunar á sjúkrastofnun. Innlent 27.8.2024 16:29 « ‹ 171 172 173 174 175 176 177 178 179 … 334 ›
Kjaradeila starfsmanna á hjúkrunarheimilum og stóraukin landamæravarsla Formaður Eflingar segir að undirmönnun á hjúkrunarheimilum hafi leitt til þes að starfsfólk hafi neyðst til að draga úr samskiptum við íbúa. Kjaradeilu félagsins við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu hefur verið vísað til ríkissáttasemjara. Rætt er við formanninn í hádegisfréttum á Bylgjunni. Innlent 28.8.2024 11:31
Hinn látni líklega karlmaður á sextugsaldri Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu grunar að maðurinn sem fannst látinn í fjöru á Álftanesi í gær sé karlmaður á sextugsaldri sem hafði verið saknað síðan í lok júlí. Innlent 28.8.2024 11:20
Æfa björgun á hafi, flutning slasaðra og pólsk flugskeytakerfi Norður-Víkingur, tvíhliða varnaræfingin Íslands og Bandaríkjanna, er nú í fullum gangi og mun standa yfir í og við Ísland fram yfir helgi. Fleiri bandalagsþjóðir taka einnig þátt í æfingunni en á næstu dögum verður meðal annars æfð björgun á hafi úti og flutningur á slösuðum með þyrlum til Keflavíkur. Innlent 28.8.2024 10:55
Tíu ára stelpa vitni að banaslysinu við Breiðamerkurjökul Feðgin frá Bandaríkjunum telja sig hafa verið augnablikum frá því að farast í slysinu á Breiðamerkurjökli á sunnudaginn. Faðirinn segir leiðsögumennina hafa verið í áfalli og sjálfur hafi hann horft á konuna sem varð fyrir ísfarginu sárkvalda. Hann getur ekki hugsað til þess að feðginin hefðu sjálf orðið fyrir ísmassanum. Innlent 28.8.2024 10:51
Fljúga átta sinnum í viku frá Reykjavík til Hornafjarðar Vegagerðin hefur samið við flugfélagið Mýflug um flug til Hornafjarðar. Um er að ræða samning til þriggja ára þar sem flogið er átta sinnum í viku á milli Reykjavíkur og Hornafjarðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Innlent 28.8.2024 10:00
Kæra meintar aðdróttanir um mútuþægni til lögreglu Forstjóri Matvælastofnunar og tveir starfsmenn stofnunarinnar hafa sent kæru til lögreglunnar á Norðurlandi eystra á hendur einstaklingi sem stofnunin segir hafa haft uppi aðdróttun um mútuþægni. Innlent 28.8.2024 09:48
Árásarmaður Ingunnar iðrast einskis Nemandi sem stakk Ingunni Björnsdóttur í Oslóarháskóla í fyrra sagðist einskis iðrast þegar hann kom fyrir dóm í gær. Honum var sérstaklega uppsigað við Ingunni og vildi ryðja henni úr vegi tímabundið svo hann gæti haldið námi sínu áfram. Erlent 28.8.2024 09:19
Ekki óskynsamlegt að koma sér upp neyðarbirgðum Jóhann Friðrik Friðrikson, þingmaður Framsóknar sem sæti á í þjóðaröryggisráði, segir ekki óskynsamlegt fyrir Íslendinga að koma sér upp neyðarbirgðum á heimilum sínum líkt og Danir. Innlent 28.8.2024 08:24
Braut gegn hundruðum stúlkna í 20 ríkjum Muhammad Zain Ul Abideen Rasheed hefur verið dæmdur í 17 ára fangelsi fyrir að hafa kúgað hundruð stúlkna út um allan heim til þess að sýna sig í kynferðislegum athöfnum á netinu. Erlent 28.8.2024 08:10
Harris og Walz veita loks viðtal Kamala Harris og Tim Walz, forseta- og varaforsetaefni Demókrataflokksins, hafa samþykkt að veita fyrsta sameiginlega viðtalið frá því að kosningabarátta þeirra hófst. Erlent 28.8.2024 07:15
Lægð beinir norðlægum vindum yfir landið Skammt suðaustur af landinu er nú hægfara lægð sem beinir norðlægum vindum yfir landið. Úrkomusvæði lægðarinnar mun þokast yfir austanvert landið og mun því rigna á þeim slóðum. Veður 28.8.2024 07:07
Tíu drepnir í árásum Ísraelshers á Vesturbakkanum Minnst tíu Palestínumenn voru drepnir í áhlaupum og loftárásum ísraelska hersins á Vesturbakkann í nótt. Þetta fullyrðir talsmaður Rauða hálfmánans í Palestínu. Erlent 28.8.2024 06:40
Stórkostlegt sjónarspil yfir gosstöðvunum Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar, fangaði ótrúlegt sjónarspil við gosstöðvarnar í nótt. Innlent 28.8.2024 06:33
Siglufjarðarvegur færist um metra á ári Siglufjarðarvegur færist að meðaltali um einn metra á ári í átt til sjávar. Mikil tilfærsla hefur orðið á veginum síðustu daga vegna mikillar úrkomu síðustu daga. Í gær og fyrradag mældist tilfærslan sjö sentímetra þar sem hún er sem mest. Innlent 28.8.2024 06:20
Ógnandi betlari og vopnuð börn Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti fjölbreyttum verkefnum í gærkvöldi og nótt og var meðal annars kölluð til vegna konu sem var að betla og ógnaði þeim sem tilkynnti. Innlent 28.8.2024 06:10
Vill skoða neðanjarðarlest í stað Borgarlínu Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að henni lítist ekki vel á uppfærðan samgöngusáttmála fyrir höfuðborgarsvæðið sem kynntur var í síðustu viku. Hún segir að fyrir þessar fjárhæðir hefði verið hægt að skoða neðanjarðarlest frekar en Borgarlínu. Innlent 27.8.2024 23:43
„Við þurfum bara að læra að segja nei“ Leiðsögumaður, ferðaþjónustufyrirtæki, ferðasölufyrirtæki og þjóðgarðurinn Vatnajökull brugðust í aðdraganda slyssins á Breiðamerkurjökli þar sem tveir bandarískir ferðamenn lentu undir ís í fyrradag. Þetta er mat Stephan Mantler jöklaleiðsögumanns sem hefur áratuga reynslu af jökla- og fjallamennsku á Íslandi. Innlent 27.8.2024 22:36
Ný sérsniðin ákæra á hendur Trump Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur lagt fram nýja ákæru á hendur Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Ákæran er sérsniðin að þeim kröfum sem fram komu í dómi Hæstaréttar Bandaríkjanna sem veitti Trump friðhelgi að hluta í sumar. Erlent 27.8.2024 22:09
Spánverjar rekja „úldna eggjalykt“ til eldgossins Sérfræðingur í loftgæðamálum segir það vel geta gerst að gosmóða geti borist suður á bóginn og jafnvel til Spánar. Þar í landi kvarta menn undan „úldinni eggjalykt“ sem er rakin til eldgossins á Reykjanesskaga. Innlent 27.8.2024 21:45
Öll kerfi Alþingis liggja niðri til morguns Öll kerfi Alþingis liggja niðri frá klukkan 16 til 24 í dag vegna vinnu við flutning á miðlægum búnaði. Innlent 27.8.2024 21:15
Þjóðgarðurinn hafi getað komið í veg fyrir slysið Vatnajökulsþjóðgarður hefði getað komið í veg fyrir slysið á Breiðamerkurjökli ef farið hefði verið eftir skýrslu þar sem varað var við hættu, segir ráðherra. Framkvæmdastjóri þjóðgarðsins segir stofnunina finna til ábyrgðar og að fyrirkomulag á svæðinu verði endurskoðað. Innlent 27.8.2024 21:01
Bíó Paradís fær fjólublátt ljós við barinn Ungliðahreyfing Öryrkjabandalagsins veitti í dag í fyrsta sinn aðgengisviðurkenninguna „fjólublátt ljós við barinn“. Bíó Paradís hlaut viðurkenninguna sem er ætluð þeim sem hafa stuðlað að bættu aðgengi fatlaðs fólks að skemmtanalífi á Íslandi. Innlent 27.8.2024 21:00
Niðurstöðu um smíði nýrrar brúar yfir Ölfusá vænst á næstu dögum Niðurstöðu um smíði nýrrar Ölfusárbrúar er vænst á næstu dögum, að sögn Sigurðar Inga Jóhannssonar fjármálaráðherra. Standist það gætu framkvæmdir hafist í haust og ný brú verið tilbúin eftir rúm þrjú ár. Innlent 27.8.2024 20:40
Kortleggja brotamenn með tengsl við Suður-Ameríku Aðstoðaryfirlögregluþjónn í greiningardeild ríkislögreglustjóra segir um fimmtán til tuttugu brotahópa starfa með skipulögðum hætti hérlendis. Um fjölþjóðlega hópa sé að ræða, en nýlega hafi lögregla fengið upplýsingar um brotamenn hér á landi með tengsl við Suður-Ameríku. Innlent 27.8.2024 19:58
Alvarleg ofbeldisbrot ungmenna hafa fjórfaldast á tíu árum Alvarleg ofbeldisbrot ungmenna hafa fjórfaldast á tíu árum og sífellt algengara er að hnífur komi við sögu. Dómsmálaráðherra er slegin yfir lífshættulegulegri hnífaárás á menningarnótt. Nú þurfi allt samfélagið að leggjast á eitt til að sporna við slíkum brotum. Innlent 27.8.2024 19:28
Hafa grun um það hver maðurinn er Lögreglu grunar að maðurinn sem fannst látinn í fjöru á Álftanesi sé maður sem hefur verið saknað í um það bil mánuð. Málið er ekki rannsakað sem sakamál. Innlent 27.8.2024 19:27
Fjórföldun alvarlegra ofbeldisbrota og samstöðufundur Fjöldi alvarlegra ofbeldisbrota ungmenna hefur fjórfaldast á tíu árum og sífellt algengara er að hnífur komi við sögu. Dómsmálaráðherra er sleginn yfir lífshættulegri hnífaárás á menningarnótt. Nú þurfi allt samfélagið að leggjast á eitt til að sporna við slíkum brotum. Innlent 27.8.2024 18:31
Fundu lík í fjöru á Álftanesi Maður fannst látinn við fjöru á Álftanesi rétt fyrir hádegi í dag. Lögreglan rannsakar nú hvernig andlátið bar að garði. Innlent 27.8.2024 17:15
Eyðilögð vegna málsins og skoðar stífari ramma Framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarð segir starfsfólk eyðilagt vegna banaslyssins í Breiðamerkurjökli. Til skoðunar er að herða skilyrði til jöklaferða til muna. Innlent 27.8.2024 17:12
Kona á sjötugsaldri dregin meðvitundarlaus upp úr Silfru Þyrla landhelgisgæslunnar var kölluð út á fjórða tímanum í dag til að sækja konu á sjötugsaldri sem hafði verið dregin meðvitundarlaus upp úr Silfru. Konan var komin til meðvitundar áður en hún var sótt með þyrlu og send til skoðunar á sjúkrastofnun. Innlent 27.8.2024 16:29