Kærastan áfram í farbanni Agnar Már Másson skrifar 16. október 2025 16:42 Eiginkona veitingamannsins sætir enn farbanni. Vísir Landsréttur hefur úrskurðað sambýliskonu veitingamannsins Quangs Lé í áframhaldandi farbann en hún er sakborningur í stærsta mansalsmáli Íslandssögunnar ásamt eiginmanni sínum og bróður hans. Hún mun að óbreyttu sæta farbanni fram í lok janúar. Auk mansals er hún grunuð um skjalafals, peningaþvætti og ólöglega sölu dvalarleyfa. Landsréttur birti í dag staðfesti áframhaldandi farbannsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir konunni. úrskurðurinn var kveðinn upp 25. september. Quang Lé, sem um tíma hét Davíð Viðarsson, er grunaður um mansal, peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi. Parið hefur verið til rannsóknar síðan í mars en þau voru handtekin ásamt bróður Lé. Samkvæmt því sem fram kemur í dómnum mun hún sæta áframhaldandi farbanni til 23. janúar 2026 þar sem hún liggur undir rökstuddum grun um mansal, skjalafals, peningaþvætti, ólöglega sölu dvalarleyfa og brot á lögum um atvinnuréttindi útlendinga. Hún var handtekin 5. mars 2024 og sætti gæsluvarðhaldi í 3 mánuði og svo farbanni í yfir 15 mánuði. Í greinargerð lögreglu segir að starfsmenn á veitingastöðum í eigu Lé hafi fengið 420.000 kr. útborgað, en voru síðan neyddir til að skila 170.000 kr. til baka. Þeir voru sagðir vinna 12 klst. á dag, 6–7 daga vikunnar, allt árið, án frís. Quang Le og sambýliskonan hefðu, samkvæmt skýrslutökunum, gefið þær skýringar að upphæðin sem starfsmennirnir greiddu til baka færi í skatta, eða rekstur fyrirtækjanna sem hafi verið sagður ekki standa nægjanlega traustum fótum. Starfsmenn lýsa því að hafa óttast að missa vinnuna ef þeir hlýddu ekki. Hjónin eru einnig grunuð um að falsa skjöl þar sem brotaþolar munu hafa fengið dvalar- og atvinnuleyfi sem sérfræðingar, en flestir ekki haft þá menntun sem skjölin sögðu til um. Þeir munu hafa greitt allt að 8 milljónir króna fyrir að fá þessi leyfi. Dómurinn taldi verulegar líkur á að hún myndi reyna að komast úr landi eða leynast þar sem hún er með tengsl við erlent ríki, Víetnam. Yfir 30 manns hafa réttarstöðu brotaþola í málinu samkvæmt því sem fram kemur í dómnum en í elsta úrskurðinum sem finna má á vef Landsréttar í málinu segir að lögregla meti að hópur þolenda í málinu kunni að vera í heildina á bilinu 80 til 150 talsins, og þar sé um að ræða bæði fullorðna og börn. Málið er það umfangsmesta af sinni tegund í réttarsögu Íslands og teygir anga sína til annarra landa. Gögn málsins eru að stórum hluta á víetnömsku, m.a. samskipti úr síma varnaraðila og samverkamanna sem ná yfir hundruð blaðsíðna. Mál Quangs Le (Davíðs Viðarssonar) Mansal Lögreglumál Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Sjá meira
Landsréttur birti í dag staðfesti áframhaldandi farbannsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir konunni. úrskurðurinn var kveðinn upp 25. september. Quang Lé, sem um tíma hét Davíð Viðarsson, er grunaður um mansal, peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi. Parið hefur verið til rannsóknar síðan í mars en þau voru handtekin ásamt bróður Lé. Samkvæmt því sem fram kemur í dómnum mun hún sæta áframhaldandi farbanni til 23. janúar 2026 þar sem hún liggur undir rökstuddum grun um mansal, skjalafals, peningaþvætti, ólöglega sölu dvalarleyfa og brot á lögum um atvinnuréttindi útlendinga. Hún var handtekin 5. mars 2024 og sætti gæsluvarðhaldi í 3 mánuði og svo farbanni í yfir 15 mánuði. Í greinargerð lögreglu segir að starfsmenn á veitingastöðum í eigu Lé hafi fengið 420.000 kr. útborgað, en voru síðan neyddir til að skila 170.000 kr. til baka. Þeir voru sagðir vinna 12 klst. á dag, 6–7 daga vikunnar, allt árið, án frís. Quang Le og sambýliskonan hefðu, samkvæmt skýrslutökunum, gefið þær skýringar að upphæðin sem starfsmennirnir greiddu til baka færi í skatta, eða rekstur fyrirtækjanna sem hafi verið sagður ekki standa nægjanlega traustum fótum. Starfsmenn lýsa því að hafa óttast að missa vinnuna ef þeir hlýddu ekki. Hjónin eru einnig grunuð um að falsa skjöl þar sem brotaþolar munu hafa fengið dvalar- og atvinnuleyfi sem sérfræðingar, en flestir ekki haft þá menntun sem skjölin sögðu til um. Þeir munu hafa greitt allt að 8 milljónir króna fyrir að fá þessi leyfi. Dómurinn taldi verulegar líkur á að hún myndi reyna að komast úr landi eða leynast þar sem hún er með tengsl við erlent ríki, Víetnam. Yfir 30 manns hafa réttarstöðu brotaþola í málinu samkvæmt því sem fram kemur í dómnum en í elsta úrskurðinum sem finna má á vef Landsréttar í málinu segir að lögregla meti að hópur þolenda í málinu kunni að vera í heildina á bilinu 80 til 150 talsins, og þar sé um að ræða bæði fullorðna og börn. Málið er það umfangsmesta af sinni tegund í réttarsögu Íslands og teygir anga sína til annarra landa. Gögn málsins eru að stórum hluta á víetnömsku, m.a. samskipti úr síma varnaraðila og samverkamanna sem ná yfir hundruð blaðsíðna.
Mál Quangs Le (Davíðs Viðarssonar) Mansal Lögreglumál Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Sjá meira