Fréttir Taldir hafa sviðsett árekstur í Hafnarfirði Tveir karlmenn á þrítugsaldri hafa verið ákærðir fyrir að reyna að svíkja fé út úr Vátryggingafélagi Íslands með því að setja á svið umferðarslys í Hellnahverfi í Hafnarfirði í apríl fyrir þremur árum. Ákæran er birt í Lögbirtingablaðinu þar sem ekki hefur tekist að birta mönnunum ákæruna. Innlent 27.5.2024 10:17 Myndi ekki syrgja brotthvarf neftóbaksins Fjármálaráðherra segir það gleðitíðindi að sala á íslensku neftóbaki dragist saman. Skoða þurfi hvort leggja eigi gjöld á nikótínpúða. Innlent 27.5.2024 10:00 Fluttur með þyrlu vegna vinnuslyss á bóndabæ Karlmaður á áttræðisaldri sem var fluttur á sjúkrahús með þyrlu Landhelgisgæslunnar í gærkvöldi slasaðist í vinnuslysi á bóndabæ. Meiðsli hans eru ekki sögð lífshættuleg. Innlent 27.5.2024 09:54 Flugferð aflýst eftir að þjónustubíll rakst í flugvél Aflýsa þurfti flugferð útskriftarhóps til Króatíu eftir að þjónustubíll rakst utan í ítalska leiguflugvél í morgun. Ferðaskristofan Indigo segir að útlit sé fyrir að önnur flugvél fáist til þess að flytja hópinn út í dag. Innlent 27.5.2024 09:11 Óttast að um 2.000 hafi látist í aurskriðum á föstudag Yfirvöld í Papúa Nýju-Gíneu telja að um 2.000 manns hafi orðið undir aurskriðum sem féllu í Enga-héraði í á föstudag. Að minnsta kosti 670 hafa fundist látnir. Erlent 27.5.2024 08:22 Alríkislögreglan aðstoðar við leit að munum úr British Museum Alríkislögregla Bandaríkjanna er sögð rannsaka umfangsmikinn þjófnað á British Museum á Englandi, þar sem fjölda muna virðist hafa verið stolið og þeir síðan seldir áfram til Bandaríkjanna. Erlent 27.5.2024 07:35 Átján látnir eftir mikið óveður í miðríkjum Bandaríkjanna Að minnsta kosti átján létust og hundruð eru slösuð eftir að hvirfilbyljir gengu yfir miðríki Bandaríkjanna í gær. Erlent 27.5.2024 07:22 Hart sótt að Sunak vegna hugmynda um herþjónustu fyrir 18 ára Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, hefur sætt harðri gagnrýni fyrir hugmyndir sem hann varpaði fram á dögunum um að taka upp herþjónustu fyrir 18 ára. Erlent 27.5.2024 07:09 Meðhöndlarinn farinn að nudda á Kvíabryggju Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson, sem var sakfelldur í Landsrétti fyrir kynferðisbrot gegn fimm konum, er farinn að taka á móti og meðhöndla fólk á Kvíabryggju gegn gjaldi. Jóhannes afplánar þar sjö ára uppsafnaðan fangelsisdóm. Innlent 27.5.2024 07:01 Höllurnar taka forystuna en aðeins hársbreidd á milli þeirra og Katrínar Halla Hrund Logadóttir mælist með mest fylgi í nýrri könnun Prósents á fylgi forsetaframbjóðenda en afar litlu munar á henni og næstu tveimur. Innlent 27.5.2024 06:33 Höfðu afskipti af manni sem var að „bera sig og hrista“ Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst heldur óvenjuleg tilkynning í gærkvöldi og nótt þar sem greint var frá manni sem var að „bera sig og hrista“ í póstnúmerinu 108. Innlent 27.5.2024 06:14 Fluttur slasaður frá Selfossi með þyrlu Landhelgisgæslunnar Maður var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar frá Selfossi að Landspítalanum í Fossvogi í kvöld. Ekki er um að ræða umferðarslys og ekkert er vitað um líðan mannsins. Innlent 26.5.2024 23:19 Hryllingur í Rafah eftir hefndaraðgerðir Að minnsta kosti 35 voru drepnir í árásum Ísraela á Rafah-borg í suður-Gaza. Loftárásirnar eru hefndaraðgerðir Ísraela eftir að Hamas-samtökin gerðu fyrstu eldflaugaárásir síðan í janúar á Tel Aviv í morgun. Myndbönd á samfélagsmiðlum sýna mikinn hrylling. Erlent 26.5.2024 22:41 Fundu loks heitt vatn í Tungudal Rannsóknarboranir í Tungudal í Ísafirði báru loks árangur í dag. Fimmtíu og fimm gráðu heitt vatn fannst í holu sem verkkaupi hefur ákveðið að fóðra og rýma, merki þess að holuna skuli nýta. Það eru ánægjuleg tíðindi fyrir Ísfirðinga sem geta mögulega látið af olíubrennslu til húshitunar í framtíðinni. Innlent 26.5.2024 19:56 Dæmi um að börn þori ekki út í frímínútur Foreldrafélög grunnskóla í Hafnarfirði hafa stóreflt foreldrarölt vegna manns sem veist hefur að börnum. Börn eru mörg hver afar slegin vegna málsins. Innlent 26.5.2024 19:16 Tveir bílar skullu saman á Reykjanesbraut Fjórir voru fluttir á slysadeild eftir að tveir bílar skullu saman á Reykjanesbraut á sjötta tímanum í dag. Reykjanesbrautin er lokuð á meðan viðbragðsaðilar vinna á vettvangi. Innlent 26.5.2024 18:29 Þakka að ekki fór verr í rútuslysi og hafnfirsk börn þora varla út Hjón sem lentu í rútuslysi, ásamt 25 öðrum í gær segja ótrúlegt að ekki hafi farið verr. Þrír úr hópnum köstuðust út úr rútunni þegar hún valt. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 26.5.2024 18:02 Ágreiningur um túlkun sem nái inn á borð ríkisstjórnarinnar Hanna Katrín Friðriksson alþingismaður segir ágreining um túlkun laga sem gilda um netverslun áfengis á Íslandi. Sá ágreiningur nái allt upp í ríkisstjórnina þar sem þrír ráðherrar sem hafa tjáð sig um málið hafa ekki sömu skoðun. Innlent 26.5.2024 17:01 Átta á sjúkrahúsi eftir mikla ókyrrð Átta farþegar voru fluttir á sjúkrahús eftir að flug frá Doha til Dyflinnar lenti í mikilli ókyrrð í háloftunum yfir Tyrklandi. Samkvæmt flugvallaryfirvöldum í Dyflinni slösuðust sex farþegar og sex áhafnarmeðlimir. Erlent 26.5.2024 16:41 Segir veginn ekki hafa gefið sig Starfsmenn Vegagerðarinnar á vettvangi rútuslyssins á Rangárvallavegi í gær segja ekki hafa séð þess merki að vegurinn hafi gefið sig undan rútunni. Innlent 26.5.2024 16:19 Vilja nýtt hjúkrunarheimili í Vík í Mýrdal Mikil þörf er á byggingu nýs hjúkrunarheimilis í Vík í Mýrdal og því hefur sveitarstjóra verið falið að vinna að málinu með heilbrigðisráðuneytinu. Lagt er til að fasteignafélögum verið gefið tækifæri til að standa að byggingu og rekstri húsnæðisins. Innlent 26.5.2024 15:30 Yazan bíður enn svara Algjör óvissa er enn í máli tólf ára palestínsks drengs, með hrörnunarsjúkdóm, sem senda á úr landi. Tæpar þrjár vikur eru síðan stoðdeild ríkislögreglustjóra heimsótti drenginn og foreldra hans til að undirbúa brottflutning en óskað hefur verið eftir endurupptöku málsins. Innlent 26.5.2024 15:01 Segir róðurinn vera að þyngjast fyrir Ísraelsmenn Þórdís Ingadóttir, prófessor við Háskólann í Reykjavík og sérfræðingur í alþjóðamálum segir róður Ísraelsmanna þyngjast. Ísraelsk stjórnvöld séu að einangrast á alþjóðavettvangi og nýútgefin beiðni um handtökuskipun af hálfu aðalsaksóknara alþjóðasakamáladómstólsins geri þeim ekki hægar um vik. Innlent 26.5.2024 15:01 Íslendingurinn enn á sjúkrahúsi í Bangkok Íslendingurinn sem slasaðist í flugvél Singapore Airlines á leiðinni frá London til Singapúr í vikunni er enn á Samitivej-sjúkrahúsinu í Bangkok. Innlent 26.5.2024 14:13 Segja þrjá hafa kastast út úr rútunni Hjón sem lentu í rútuslysi, ásamt 25 öðrum, í Rangárvallasýslu í gær segja ótrúlegt að ekki hafi farið verr. Þrír úr hópnum köstuðust út úr rútunni þegar hún valt en allir eru á batavegi. Þau segja þakklæti til viðbragðsaðila efst í huga. Innlent 26.5.2024 13:59 700 talin af vegna aurskriðu í Papúa Nýju-Gíneu Um 700 manns eru talin af vegna stórrar aurskriðu sem féll í Papúu Nýju-Gíneu í gær. Alþjóðlega fólksflutningastofnunin (IOM) hafði fyrst gefið út að hundrað manns eða fleiri hefðu orðið undir en hafa nú hækkað viðmið sitt umtalsvert. Erlent 26.5.2024 13:54 Öruggast að sjóða neysluvatn á Flateyri Öruggast er að sjóða neysluvatn í dag og á morgun á Flateyri eftir að loka þurfti fyrir vatnið í bænum vegna aurskriðu í gær. Vatnið úr vatnsbólinu hafi verið mjög brúnt og þrátt fyrir að brunahanar hafi verið látnir ganga til að reyna að hreinsa lagnirnar hafi það ekki dugað til. Innlent 26.5.2024 13:37 Fólk sem ætlar að kjósa gegn Katrínu gæti lent í vandræðum Álitsgjafar segja spennandi kosningabaráttu fram undan nú þegar ein vika er eftir. Frambjóðendur muni þurfa hafa fyrir því að vinna Katrínu. Höllurnar séu að skipta um hlutverk. Þórhallur Gunnarsson, Viktor Orri Valgarðsson og Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir fóru yfir forsetakosningarnar og spáðu í spilin á Sprengisandi í dag. Innlent 26.5.2024 12:42 Hamas skaut eldflaugum í átt að Tel Aviv Hamas-samtökin skutu fyrir skemmstu eldlfaugum að Tel Aviv, höfuðborg Ísrael. Erlent 26.5.2024 11:59 Rútuslys í Rangárþingi og óvissa um brottflutning palestínsks drengs Ummerki eru um að vegur hafi gefið sig að hluta þegar rúta valt í Rangárþingi ytra í gær með 27 innanborðs. Sjö voru fluttir á Landspítala með þyrlum en líðan þeirra er sögð stöðug. Rætt verður við yfirlögregluþjón í hádegisfréttum á Bylgjunni. Innlent 26.5.2024 11:30 « ‹ 279 280 281 282 283 284 285 286 287 … 334 ›
Taldir hafa sviðsett árekstur í Hafnarfirði Tveir karlmenn á þrítugsaldri hafa verið ákærðir fyrir að reyna að svíkja fé út úr Vátryggingafélagi Íslands með því að setja á svið umferðarslys í Hellnahverfi í Hafnarfirði í apríl fyrir þremur árum. Ákæran er birt í Lögbirtingablaðinu þar sem ekki hefur tekist að birta mönnunum ákæruna. Innlent 27.5.2024 10:17
Myndi ekki syrgja brotthvarf neftóbaksins Fjármálaráðherra segir það gleðitíðindi að sala á íslensku neftóbaki dragist saman. Skoða þurfi hvort leggja eigi gjöld á nikótínpúða. Innlent 27.5.2024 10:00
Fluttur með þyrlu vegna vinnuslyss á bóndabæ Karlmaður á áttræðisaldri sem var fluttur á sjúkrahús með þyrlu Landhelgisgæslunnar í gærkvöldi slasaðist í vinnuslysi á bóndabæ. Meiðsli hans eru ekki sögð lífshættuleg. Innlent 27.5.2024 09:54
Flugferð aflýst eftir að þjónustubíll rakst í flugvél Aflýsa þurfti flugferð útskriftarhóps til Króatíu eftir að þjónustubíll rakst utan í ítalska leiguflugvél í morgun. Ferðaskristofan Indigo segir að útlit sé fyrir að önnur flugvél fáist til þess að flytja hópinn út í dag. Innlent 27.5.2024 09:11
Óttast að um 2.000 hafi látist í aurskriðum á föstudag Yfirvöld í Papúa Nýju-Gíneu telja að um 2.000 manns hafi orðið undir aurskriðum sem féllu í Enga-héraði í á föstudag. Að minnsta kosti 670 hafa fundist látnir. Erlent 27.5.2024 08:22
Alríkislögreglan aðstoðar við leit að munum úr British Museum Alríkislögregla Bandaríkjanna er sögð rannsaka umfangsmikinn þjófnað á British Museum á Englandi, þar sem fjölda muna virðist hafa verið stolið og þeir síðan seldir áfram til Bandaríkjanna. Erlent 27.5.2024 07:35
Átján látnir eftir mikið óveður í miðríkjum Bandaríkjanna Að minnsta kosti átján létust og hundruð eru slösuð eftir að hvirfilbyljir gengu yfir miðríki Bandaríkjanna í gær. Erlent 27.5.2024 07:22
Hart sótt að Sunak vegna hugmynda um herþjónustu fyrir 18 ára Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, hefur sætt harðri gagnrýni fyrir hugmyndir sem hann varpaði fram á dögunum um að taka upp herþjónustu fyrir 18 ára. Erlent 27.5.2024 07:09
Meðhöndlarinn farinn að nudda á Kvíabryggju Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson, sem var sakfelldur í Landsrétti fyrir kynferðisbrot gegn fimm konum, er farinn að taka á móti og meðhöndla fólk á Kvíabryggju gegn gjaldi. Jóhannes afplánar þar sjö ára uppsafnaðan fangelsisdóm. Innlent 27.5.2024 07:01
Höllurnar taka forystuna en aðeins hársbreidd á milli þeirra og Katrínar Halla Hrund Logadóttir mælist með mest fylgi í nýrri könnun Prósents á fylgi forsetaframbjóðenda en afar litlu munar á henni og næstu tveimur. Innlent 27.5.2024 06:33
Höfðu afskipti af manni sem var að „bera sig og hrista“ Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst heldur óvenjuleg tilkynning í gærkvöldi og nótt þar sem greint var frá manni sem var að „bera sig og hrista“ í póstnúmerinu 108. Innlent 27.5.2024 06:14
Fluttur slasaður frá Selfossi með þyrlu Landhelgisgæslunnar Maður var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar frá Selfossi að Landspítalanum í Fossvogi í kvöld. Ekki er um að ræða umferðarslys og ekkert er vitað um líðan mannsins. Innlent 26.5.2024 23:19
Hryllingur í Rafah eftir hefndaraðgerðir Að minnsta kosti 35 voru drepnir í árásum Ísraela á Rafah-borg í suður-Gaza. Loftárásirnar eru hefndaraðgerðir Ísraela eftir að Hamas-samtökin gerðu fyrstu eldflaugaárásir síðan í janúar á Tel Aviv í morgun. Myndbönd á samfélagsmiðlum sýna mikinn hrylling. Erlent 26.5.2024 22:41
Fundu loks heitt vatn í Tungudal Rannsóknarboranir í Tungudal í Ísafirði báru loks árangur í dag. Fimmtíu og fimm gráðu heitt vatn fannst í holu sem verkkaupi hefur ákveðið að fóðra og rýma, merki þess að holuna skuli nýta. Það eru ánægjuleg tíðindi fyrir Ísfirðinga sem geta mögulega látið af olíubrennslu til húshitunar í framtíðinni. Innlent 26.5.2024 19:56
Dæmi um að börn þori ekki út í frímínútur Foreldrafélög grunnskóla í Hafnarfirði hafa stóreflt foreldrarölt vegna manns sem veist hefur að börnum. Börn eru mörg hver afar slegin vegna málsins. Innlent 26.5.2024 19:16
Tveir bílar skullu saman á Reykjanesbraut Fjórir voru fluttir á slysadeild eftir að tveir bílar skullu saman á Reykjanesbraut á sjötta tímanum í dag. Reykjanesbrautin er lokuð á meðan viðbragðsaðilar vinna á vettvangi. Innlent 26.5.2024 18:29
Þakka að ekki fór verr í rútuslysi og hafnfirsk börn þora varla út Hjón sem lentu í rútuslysi, ásamt 25 öðrum í gær segja ótrúlegt að ekki hafi farið verr. Þrír úr hópnum köstuðust út úr rútunni þegar hún valt. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 26.5.2024 18:02
Ágreiningur um túlkun sem nái inn á borð ríkisstjórnarinnar Hanna Katrín Friðriksson alþingismaður segir ágreining um túlkun laga sem gilda um netverslun áfengis á Íslandi. Sá ágreiningur nái allt upp í ríkisstjórnina þar sem þrír ráðherrar sem hafa tjáð sig um málið hafa ekki sömu skoðun. Innlent 26.5.2024 17:01
Átta á sjúkrahúsi eftir mikla ókyrrð Átta farþegar voru fluttir á sjúkrahús eftir að flug frá Doha til Dyflinnar lenti í mikilli ókyrrð í háloftunum yfir Tyrklandi. Samkvæmt flugvallaryfirvöldum í Dyflinni slösuðust sex farþegar og sex áhafnarmeðlimir. Erlent 26.5.2024 16:41
Segir veginn ekki hafa gefið sig Starfsmenn Vegagerðarinnar á vettvangi rútuslyssins á Rangárvallavegi í gær segja ekki hafa séð þess merki að vegurinn hafi gefið sig undan rútunni. Innlent 26.5.2024 16:19
Vilja nýtt hjúkrunarheimili í Vík í Mýrdal Mikil þörf er á byggingu nýs hjúkrunarheimilis í Vík í Mýrdal og því hefur sveitarstjóra verið falið að vinna að málinu með heilbrigðisráðuneytinu. Lagt er til að fasteignafélögum verið gefið tækifæri til að standa að byggingu og rekstri húsnæðisins. Innlent 26.5.2024 15:30
Yazan bíður enn svara Algjör óvissa er enn í máli tólf ára palestínsks drengs, með hrörnunarsjúkdóm, sem senda á úr landi. Tæpar þrjár vikur eru síðan stoðdeild ríkislögreglustjóra heimsótti drenginn og foreldra hans til að undirbúa brottflutning en óskað hefur verið eftir endurupptöku málsins. Innlent 26.5.2024 15:01
Segir róðurinn vera að þyngjast fyrir Ísraelsmenn Þórdís Ingadóttir, prófessor við Háskólann í Reykjavík og sérfræðingur í alþjóðamálum segir róður Ísraelsmanna þyngjast. Ísraelsk stjórnvöld séu að einangrast á alþjóðavettvangi og nýútgefin beiðni um handtökuskipun af hálfu aðalsaksóknara alþjóðasakamáladómstólsins geri þeim ekki hægar um vik. Innlent 26.5.2024 15:01
Íslendingurinn enn á sjúkrahúsi í Bangkok Íslendingurinn sem slasaðist í flugvél Singapore Airlines á leiðinni frá London til Singapúr í vikunni er enn á Samitivej-sjúkrahúsinu í Bangkok. Innlent 26.5.2024 14:13
Segja þrjá hafa kastast út úr rútunni Hjón sem lentu í rútuslysi, ásamt 25 öðrum, í Rangárvallasýslu í gær segja ótrúlegt að ekki hafi farið verr. Þrír úr hópnum köstuðust út úr rútunni þegar hún valt en allir eru á batavegi. Þau segja þakklæti til viðbragðsaðila efst í huga. Innlent 26.5.2024 13:59
700 talin af vegna aurskriðu í Papúa Nýju-Gíneu Um 700 manns eru talin af vegna stórrar aurskriðu sem féll í Papúu Nýju-Gíneu í gær. Alþjóðlega fólksflutningastofnunin (IOM) hafði fyrst gefið út að hundrað manns eða fleiri hefðu orðið undir en hafa nú hækkað viðmið sitt umtalsvert. Erlent 26.5.2024 13:54
Öruggast að sjóða neysluvatn á Flateyri Öruggast er að sjóða neysluvatn í dag og á morgun á Flateyri eftir að loka þurfti fyrir vatnið í bænum vegna aurskriðu í gær. Vatnið úr vatnsbólinu hafi verið mjög brúnt og þrátt fyrir að brunahanar hafi verið látnir ganga til að reyna að hreinsa lagnirnar hafi það ekki dugað til. Innlent 26.5.2024 13:37
Fólk sem ætlar að kjósa gegn Katrínu gæti lent í vandræðum Álitsgjafar segja spennandi kosningabaráttu fram undan nú þegar ein vika er eftir. Frambjóðendur muni þurfa hafa fyrir því að vinna Katrínu. Höllurnar séu að skipta um hlutverk. Þórhallur Gunnarsson, Viktor Orri Valgarðsson og Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir fóru yfir forsetakosningarnar og spáðu í spilin á Sprengisandi í dag. Innlent 26.5.2024 12:42
Hamas skaut eldflaugum í átt að Tel Aviv Hamas-samtökin skutu fyrir skemmstu eldlfaugum að Tel Aviv, höfuðborg Ísrael. Erlent 26.5.2024 11:59
Rútuslys í Rangárþingi og óvissa um brottflutning palestínsks drengs Ummerki eru um að vegur hafi gefið sig að hluta þegar rúta valt í Rangárþingi ytra í gær með 27 innanborðs. Sjö voru fluttir á Landspítala með þyrlum en líðan þeirra er sögð stöðug. Rætt verður við yfirlögregluþjón í hádegisfréttum á Bylgjunni. Innlent 26.5.2024 11:30